Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 34
34 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
✝ Björn J.Björnsson
fæddist í Reykja-
vík 28. júlí 1938.
Hann lést á
krabbameinsdeild
Landspítalans við
Hringbraut 7.
ágúst 2013.
Foreldrar hans
voru Ingileif Kára-
dóttir, f. í Vest-
urholtum í Rang-
árvallasýslu 21. október 1907,
d. 29. ágúst 2003, og Björn
Kristjánsson Jónsson, f. í
Reykjavík 24. nóvember 1911,
d. 1. október 1981. Systkini
Björns eru: Kolbrún, f. 10. nóv-
ember 1934, og Jón, f. 13. júlí
1936, d. 11. september 2010.
Björn kvæntist hinn 26. apríl
1958 eftirlifandi eiginkonu
sinni, Áslaugu Halldórsdóttur
Kjartansson, f. 16. apríl 1939.
Foreldrar Áslaugar voru Hall-
dór Kjartansson, f. í Reykjavík
6. september 1908, d. 16. nóv-
ember 1971, og Else Marie
Nielsen, f. í Reykjavík 27. maí
1908, d. 11. desember 1971.
Börn Björns og Áslaugar: 1)
Elsa María Björnsdóttir, f.
24.12. 1957, maki Rafn Haralds-
son, f. 25.7. 1957. Börn: Björn
Gunnar, f. 1977, Áslaug María,
f. 1982, maki: Skúli Júlíusson, f.
1982, og Elín Margrét, f. 1989.
hjá Eimskip í landi, en var líka
hjá þeim á sjó og meðal annars
á Fjallfossi. Síðan starfaði hann
hjá tengdaföður sínum í Elding
Trading company og ásamt því
rak hann eigin plastverksmiðju
frá 1960 í um áratug. Um tíma
ók hann vörubíl hjá fyrirtæk-
inu Sandi og möl hf. Árið 1970
keypti hann nýja Scania-
flutningabifreið og gerði í
framhaldi af því samning við
Vífilfell hf. um akstur á gos-
flöskum, aðallega coca cola, út
á land. Eftir farsælan feril í
flutningunum hætti Björn þess-
ari útgerð árið 1985 og hóf
störf sem bifreiðastjóri og um-
sjónarmaður með bílum hjá
Landsbanka Íslands. Hann
starfaði þar út sína starfsævi
til ársins 2008.
Áslaug og Björn hófu bú-
skap sinn árið 1958 á Hverf-
isgötu 117 og bjuggu þar til
ársins 1969. Þá byggðu þau hús
á Grenimel 45 og hafa búið þar
síðan. Í gegnum tíðina hafa þau
hjón ferðast um víða veröld.
Björn var mikill bíla-
áhugamaður en einnig tengd-
ust áhugamál hans ferðalögum
og ekki síst sumarhúsi þeirra
hjóna á Syðri-Reykjum í Bisk-
upstungum (Mombasa), þar
sem hann undi sér vel og ekki
síst með sínum stóra afkom-
endahópi.
Björn verður jarðsunginn
frá Dómkirkjunni í dag, 23.
ágúst 2013, og hefst athöfnin
kl. 15.
Barnabörn: María
Dís Skúladóttir, f.
2010, og Katla
Margrét Skúladótt-
ir, f. 2013. 2) Krist-
ján Georg Björns-
son, f. 30.4. 1960,
maki Guðrún Theó-
dórsdóttir, f. 27.5.
1959. Börn: Guðni
G., f. 1987, og Arna
María, f. 1990. 3)
Jón Kjartan
Björnsson, f. 19.4. 1963. Sonur
Alex Þór, f. 1992, barnsmóðir
Ágústa Daníelsdóttir. 4) Ragn-
ar Ingi Björnsson, f. 31.8. 1968.
Sonur Þórður Kristján, f. 1988,
barnsmóðir Berglind Þórð-
ardóttir. 5) Halldór Kjartansson
Björnsson, f. 28.2. 1972, maki
Magnea Ólöf Guðjónsdóttir, f.
21.1. 1972. Börn: Arnór Daði, f.
1998, Thelma Karen, f. 2001, og
Kjartan Kári, f. 2003. 6) Óskírð-
ur Björnsson (Gussi), f. 4.4.
1975, d. 28.7. 1975. 7) Andrés
Þór Björnsson, f. 30.9. 1977,
maki Eva Ingimarsdóttir, f.
28.8. 1975. Börn: Andrea Marín,
f. 2000, Benoný Breki, f. 2005,
og Björgvin Brimi, f. 2008.
Barnabörn Björns eru þrettán
og langafabörnin tvö.
Björn stundaði nám í Mela-
skólanum í Reykjavík og Gagn-
fræðaskólanum v/Hringbraut.
Hann byrjaði ungur að vinna
Elsku pabbi minn, þá er þínu
hlutverki lokið þó svo að við vær-
um ekki tilbúin að sleppa þér né
þú að fara. Þú barðist hetjulega
við þennan óþolandi sjúkdóm og
aldrei var að sjá að þú kvartaðir
mikið, grjótharður og sterkur
eins og þú varst allt þitt líf. Það er
eitt af því sem ég lærði af þér, að
vera harður og kvarta ekki yfir
hlutunum. Ég á margar yndisleg-
ar minningar sem ég mun alltaf
geyma hjá mér, ég er gríðalega
þakklátur fyrir að hafa átt þig
sem pabba í 35 ár. Þegar ég var
lítill var ekkert eins gott og að
hnoða mér í sófann til þín og
grípa um þumalputtann þinn og
sofna í fanginu þínu. Þetta gerði
ég í mörg ár og var puttinn þinn
alltaf hálfsoðinn því ég hélt svo
fast í hann, alltaf barst þú mig inn
í rúm þegar ég var sofnaður og er
notalegt að eiga og hugsa til þess-
arra minninga. Eins fékkstu mig
til að byrja að horfa á enska bolt-
ann þegar ég var lítill og varð
Liverpool fyrir valinu sem stuðn-
ingslið, límdir sátum við saman
og horfðum á þá vinna alla leik-
ina. Þetta fékk mig til þess að
fara að æfa fótbolta með KR í 16
ár. Ég kvarta ekki yfir því að hafa
verið þinn yngsti sonur því mig
grunar að ég hafi fengið notalega
athygli sem ég naut þess að fá frá
þér. Þegar ég flutti til Ítalíu í nám
fann ég fyrir miklum og góðum
stuðningi frá ykkur mömmu,
enda á ég frábærar minningar
um það þegar þið komuð út að
heimsækja okkur, við áttum frá-
bæra tíma í Feneyjum og Flór-
ens. Sem afi varstu frábær í alla
staði. Andrea, Benni og Bjöggi
sakna þín mjög mikið en trúa því
að nú sértu kominn á góðan stað.
Seinasta mánuðinn þinn áttum
við skemmtilegar stundir og var
húmorinn alltaf til staðar hjá þér.
Ég sakna þess að geta ekki komið
að raka þig, ég sakna þess að geta
ekki komið með grænan orkubo-
ozt til þín, ég sakna spjallsins við
eldhúsborðið.
Elsku pabbi, síðustu klukku-
tímarnir voru erfiðir en ég er
þakklátur fyrir að hafa fengið að
halda í þumalinn þinn í hinsta
sinn. Hvíl í friði pabbi minn,
sjáumst síðar.
Þinn sonur,
Andrés.
Elsku pabbi. Það er hálfskrítið
að setjast niður og skrifa nokkur
orð til þín og átta sig á því að þú
sért ekki lengur hér hjá okkur.
Ég man hvað mér fannst gaman
að fara með þér sem lítill gutti á
Kókbílnum þínum „R 1360“ út á
land þegar þú starfaðir hjá Víf-
ilfelli. Það var þá sem ég fór að
hafa mikinn áhuga á bílum. Það
var okkar áhugamál. Ég get ekki
ímyndað mér þann sársauka og
vanlíðan sem þið mamma genguð
í gegnum þegar Gussi bróðir dó
úr vöggudauða á afmælisdaginn
þinn. Í mörg ár á eftir fannst þér
ekki neinn tilgangur að halda upp
á afmælið þitt og var þetta meiri
sorgardagur en gleði. En þið
mamma stóðuð þétt saman og
reynduð að vinna úr þessu á ykk-
ar hátt. Addi bróðir fæddist
tveimur árum seinna og ég held
að hann hafi hjálpað ykkur mikið.
Þið eruð mjög rík, áttuð 7 börn á
20 árum og var alltaf mjög mikið
líf á Grenimelnum. Ég var einnig
svo heppinn að starfa með þér hjá
Landsbankanum og þar áttum við
nokkur góð ár saman. Þær eru
margar sögurnar úr bankanum
sem við gátum hlegið yfir. Það var
líka góður dagur sem við áttum
saman á Þingvöllum fyrir 2 árum
síðan þegar við vorum að sjósetja
gamla bátinn hans afa. Þar sigldir
þú um vatnið eins og enginn væri
morgundagurinn í 24 stiga hita og
logni, náttúran í allri sinni dýrð.
Það hafa örugglega streymt
margar minningar og þú farið 30
ár aftur í tímann. Ég gleymi ekki
þeim degi sem þú fékkst þær
fréttir að þú værir með krabba-
mein og við krakkarnir vorum hjá
þér uppi á spítala. Þá sagðir þú:
Já, ég er nú bara búinn að lifa
góðu lífi. Eins rólegur eins og þú
varst alltaf. Ég gæti skrifað
margt og mikið en það sem stend-
ur upp úr er þakklæti. Ég vil enda
þessa grein með því að segja takk
fyrir þá ást og hlýju sem þú gafst
okkur. Takk fyrir öll árin. Takk
fyrir að vera þú, takk fyrir að
leiða mig í gegnum lífið og takk
fyrir að vera góður vinur.
Mér tregt er um orð til að þakka þér,
hvað þú hefur alla tíð verið mér.
Í munann fram myndir streyma.
Hver einasta minning er björt og blíð,
og bros þitt mun fylgja mér alla tíð,
unz hittumst við aftur heima.
Ó, elsku pabbi, ég enn þá er
aðeins barn, sem vill fylgja þér.
Þú heldur í höndina mína.
Til starfanna gekkstu með glaðri lund,
þú gleymdir ei skyldunum eina stund,
að annast um ástvini þína.
Þú farinn ert þangað á undan inn.
Á eftir komum við, pabbi minn.
Það huggar á harmastundum.
Þótt hjörtun titri af trega og þrá,
við trúum, að þig við hittum þá
í alsælu á grónum grundum.
Þú þreyttur varst orðinn og þrekið
smátt,
um þrautir og baráttu ræddir fátt
og kveiðst ekki komandi degi.
(Hugrún)
Þinn sonur
Halldór.
„Vegir liggja til allra átta, eng-
inn ræður för.“ Svona er fyrsta
línan í þekktu dægurlagi sem var
m.a. flutt af söngkonunni Ellý
Vilhjálms. Þetta eru orð að sönnu
því að enginn veit fyrirfram hvert
leiðir hans liggja og ekki erum
við alltaf sátt við þann veg sem
okkur er ætlað að fara.
Elsku Bjössi, tengdapabbi
minn, þú varst ekki tilbúinn að
fara strax veginn til Guðs þegar
hann kallaði á þig nú fyrir
skömmu. Við vorum heldur ekki
sátt við að missa þig og vorum
þess fullviss að þú myndir að lok-
um sigra þennan óvin sem réðst
svo óvelkominn inn í fjölskyld-
una.
Þú varst besti tengdapabbi
sem hægt var að hugsa sér. Þú
varst alltaf svo rólegur og þolin-
móður og það var gott að vera í
kringum þig og spjalla við þig um
heima og geima. Þú vissir svo
mikið um svo margt, svo fullur af
fróðleik. Þú varst mikið fyrir að
hlusta á góða tónlist og mér
fannst gott að geta sett þína
uppáhaldstónlist upp við eyrað
þitt rétt áður en þú dróst síðasta
andardráttinn. Ég veit að þú
heyrðir í tónlistinni, við heyrðum
það og sáum á andardrættinum.
Þegar pabbi minn lést var erf-
iður tími fyrir mig og þá varstu til
staðar fyrir mig og mér fannst
gott að eiga þig að. Ég sagði alltaf
við Andrés að ég ætti samt pabba
og hann leyfði mér að eiga þig
með sér. Þú varst líka besti afi
sem hugsast getur og litlu krílin
elskuðu þig mikið og sakna þín
núna mikið. Þú sýndir því ávallt
mikinn áhuga sem barnabörnin
tóku sér fyrir hendur og komst
t.d á hverja einustu ballettsýn-
ingu hjá Andreu minni í tíu ár.
Undir það síðasta, þegar þú
hafðir ekki mikla matarlyst og
það eina sem þú gast hugsað þér
var boozt, naut ég þess að blanda
það fyrir þig og færa þér, fannst
gott að gera eitthvað fyrir þig.
Þér fannst líka rosa gott hollustu-
konfektið sem ég færði þér á jól-
unum.
Núna horfum við öll á sætin
þín í eldhúsinu og sjónvarpsstof-
unni á Grenimelnum og verðum
döpur að sjá þau auð. Það vantar
afann sem var vanur að sitja þar,
og enginn annar mátti það. Mér
finnst gott að sitja þar núna og
minnast þín.
Margar góðar minningar lifa
um þig, elsku Bjössi minn, og við
lofum að passa Áslaugu ömmu
vel og líka paradísina þína, Mom-
basa, þar sem þér leið best. Við
lofum að slá grasið. Hvíldu í friði,
elsku tengdapabbi. Bið að heilsa
pabba.
Þín
Eva.
Það var um haustið 1975 sem
eldri hjón voru á göngu í Vest-
urbænum og sáu þegar bíll kom á
tveimur hjólum fyrir horn á
Grenimelnum. Þau urðu vitni að
því að ungur maður stökk út úr
bílnum og hljóp inn í kjallarann í
húsi þeirra. Að sjálfsögðu fóru
þau þangað að kanna málið því
dóttir þeirra fékk að búa þar út af
fyrir sig. Þau fundu drenginn þar
inni og létu hann heyra það að
svona aksturslag væri ekki liðið í
Vesturbænum. Þetta var í fyrsta
sinn sem tengdaforeldrar mínir,
sem þarna voru 36 og 37 ára göm-
ul, skömmuðu mig, en síðan eru
liðin 38 ár og enn hafa þau ekki
gert það í annað sinn. Það var alla
tíð mjög gaman að ræða lands- og
heimsmálin við tengdaföður
minn. Hann hafði mikinn áhuga á
skipum, veiðarfærum og útgerð.
Hann hafði verið á sjó sem ungur
maður og alltaf hafði ég á tilfinn-
ingunni að í honum leyndist svo-
lítill sjómaður. Þegar við kynnt-
umst gerði hann út flutningabíl,
R-1360, og ók fyrir Vífilfell hf.
Hann var brautryðjandi í því að
vera með yfirbyggðan og ein-
angraðan kassa á bílnum, en það
hafði oft verið vandamál að flytja
gos út á land því að á veturna vildi
gosið frjósa á pallinum. Hann
hélt því fram að það hlyti að þurfa
svona bíla við flutninga á fiski
milli landshluta sem héldu lágu
hitastigi, en mér fannst þá að
fiskflutningar milli landshluta
væru ekki svo miklir og það yrði
alltof dýrt að útbúa þannig bíla
fyrir fiskflutninga. Eftir á séð
áttaði ég mig á því að auðvitað
hafði hann rétt fyrir sér í þessu
og þarna hefði verið hægt að búa
til mikinn útveg, því í dag er eng-
inn fiskur fluttur neitt nema í ein-
angruðum eða kældum kassa á
bíl og endalausir flutningar eru á
fiski milli landshluta. Um miðjan
níunda áratuginn hætti hann í
gosflutningunum og réð sig til
Landsbankans. Þar sinnti hann
bílamálum og akstri yfirmanna
bankans til ársins 2008 að hann
var sendur á eftirlaun. Heldur
var honum misboðið að vera
sendur á eftirlaun meðan hann
hafði fulla heilsu. Þau hjón hafa
ferðast mikið um allan heim í
gegnum tíðina en sennilega leið
honum aldrei eins vel og í sum-
arbústaðnum sínum. Þar vildi
hann vera sem oftast. Á Greni-
melnum hefur í gegnum tíðina oft
verið mjög fjölmennt í mat og
kaffi. Síðastliðinn vetur, þegar
hann var farinn að verða talsvert
veikur og flestir af hans afkom-
endum voru eitt sinn í mat, spurði
ég hann hvort ég ætti ekki að
passa upp á að börnin væru ekki
með hávaða í kringum hann.
Svarið var einfalt: „Veistu það,
mér finnst svo gott að heyra í
þeim og hafa þau hér í kringum
mig.“ Þetta fannst mér lýsandi
dæmi um hans innra eðli gagn-
vart fjölskyldu sinni. Synirnir
nefndu pabba sinn „don-inn“ með
tilvísun í myndina The Godfat-
her. Með sanni má segja að hann
hafi verið virkilegur don fjöl-
skyldunnar, en nú er doninn fall-
inn. Núna er það fjölskyldunnar
að halda fallegri minningu hans
lifandi um ókomna tíð. Þeir eru
orðnir æði margir vinir mínir sem
Björn J. Björnsson HINSTA KVEÐJA
Elsku Bjössi.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér,
og það er svo margs að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir)
Hvíl í friði minn kæri.
Þín tengdadóttir,
Magnea.
Elsku afi.
Farinn ertu jörðu frá
og sárt ég þín sakna
stundum þig ég þykist sjá
á morgnana, þegar ég vakna.
Ég veit þér líður vel, afi minn
vertu nú hress og kátur,
innra með mér nú ég finn
þinn yndislega hlátur.
Fyrir sál þinni ég bið
og signi líkama þinn
í von um að þú finnir frið
og verðir engillinn minn.
Hvert sem ég fer
ég mynd af þér
í hjarta mér ber.
(Hanna)
Hafðu engar áhyggjur,
við skulum passa upp á
ömmu. Sofðu rótt elsku afi.
Þínir afastrákar,
Arnór Daði Halldórsson og
Kjartan Kári Halldórsson.
Elsku afi.
Þegar við fengum fréttirnar af
andláti þínu sóttu á okkur blendn-
ar tilfinningar. Á sama tíma og
sorgin sótti að þá streymdu að
ótalmargar góðar minningar frá
æsku okkar í Litlu-Brekku.
Við vorum svo heppin að fá að
alast upp með ykkur ömmu í
næsta húsi, eða „hinum megin“
eins og það var þá kallað. Við eig-
um ófáar yndislegar minningar
þar sem við sátum hjá þér við eld-
húsborðið, spiluðum veiðimann
eða skák. Hlustuðum á sögurnar
þínar, sungum saman eða sögðum
þér frá afrekum dagsins.
Er það okkur minnistætt hvað
þú varst alltaf tilbúin að gera allt
fyrir okkur.
Það voru ófá skiptin sem við
systkinin þurftum að komast í
Hofsós, hvort sem það var til þess
að komast á einhverjar æfingar,
eða það þurfti að sækja okkur í
Axel Þorsteinsson
✝ Axel Þor-steinsson
fæddist á Vatni á
Höfðaströnd 28.
október 1927.
Hann lést á heim-
ili sínu 3. ágúst
2013.
Útför Axels fór
fram frá Hofs-
óskirkju 17. ágúst
2013.
skólann eða leik-
skólann eða hvað
sem er.
Maður gat alltaf
treyst á það að afi
myndi bjarga manni
og þegar „búið“ okk-
ar krakkana var al-
veg komið á sín ystu
þolmörk þá tókst þú
þig til og smíðaðir
fyrir okkur og öll
barnabörnin nýjan
kofa alveg frá grunni.
Þú varst ótrúlega stór hluti af
æsku okkar allra og varst ævin-
lega til staðar fyrir okkur og
tilbúinn að leiðbeina okkur eða
kenna þegar á þurfti að halda og
við getum sagt án nokkurs efa að
þið amma hafið haft ótrúlega mik-
il áhrif á okkur og hafið mikið um
það að segja hvernig manneskjur
við erum í dag.
Elsku afi. Öll þurfum við að
lúta fyrir ellinni en þú barst þig
alltaf ótrúlega vel þrátt fyrir veik-
indi þín undir það síðasta.
Við verðum þér ævinlega
þakklát fyrir allt sem þú gerðir
fyrir okkur og þú munt alltaf lifa í
huga okkar og við munum minn-
ast þín með mikilli gleði og þakk-
læti.
Með kveðju,
Júlíus, Kristbjörg, Lilja
og Axel – systkinin
frá Litlu-Brekku.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og bróðir,
STEFÁN GUÐMUNDSSON,
Framnesvegi 7,
Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja sunnu-
daginn 18. ágúst.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 28. ágúst
kl. 13.00.
Jónína Kristín Jónsdóttir,
Guðmundur Stefánsson,
Kristín Ingibjörg Stefánsdóttir, Edvard Leo Osborne,
Jón Tryggvi Arason,
Heiðrún Þóra Aradóttir, Jóhann Hermann Ingason,
barnabörn,
Guðleifur, Kristinn, Sigurlaug,
Jóhanna og fjölskyldur.
✝
Elskulegur frændi okkar,
EGGERT PÁLSSON,
Ártúni
(Lönguhlíð 15),
Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 4. ágúst.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk
hins látna.
Seselía María Gunnarsdóttir, Gunnhildur Ásgeirsdóttir,
Rósfríður Friðjónsdóttir, Helgi Friðjónsson,
Hulda Friðjónsdóttir, María Friðjónsdóttir,
Páll Friðjónsson, Hólmfríður Sara Friðjónsdóttir,
Sigurgeir Arngrímsson, Guðrún Elva Arngrímsdóttir,
Atli Rúnar Arngrímsson, Sigurbjörn Sigurgeirsson.