Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 37
á sendibílnum. Sýningin mín í list- húsinu hans við Laugaveg í des- ember. Hljóðlátar samverustund- ir. Allt spjallið á netinu. Öll föstu skotin – en þó ofar öllu vinarþelið. Jónas Viðar var tilfinningarík- ur og viðkvæmur eins og títt er um listamenn. Honum lét best að vera einn en virtist stundum þrá sálufélaga. Hann brynjaði brot- hætta sál sína með fálæti og hæðni, klæddist svörtu og bar gjarnan sólgleraugu gegn prjáli og glysi veraldar. Jónas Viðar var stoltur af síð- ustu sýningu sinni á Mokka í vor en kvíðinn gagnvart vaxandi heilsuleysi. Hann virtist þó ekki hafa geð í sér til að hlíta ráðum lækna, heldur dvaldi áfram á vinnustofunni löngum stundum og málaði lagskipta málverkið í þungri þraut. Listin skyldi hafa sinn gang. Ég sakna Jónasar Viðars og finn hversu mikill sannleikur er í því fólginn að enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Vertu sæll og blessaður, caro amico. Ragnar Hólm Ragnarsson. Þetta var nú gott lífspartí, sem við áttum saman, vinur. Takk fyr- ir samveruna. Sviðsmyndirnar sem koma upp í hugann eru svo margar. Fyrst kynntumst við á glaðri stundu á Kaffi Karólínu. Þú varst svart- klæddur eins og alltaf, mikill á velli. Það sópaði að þér, karisma og læti. Ég sat á næsta borði. Vissi að þú málaðir fallegar myndir. Man ekki hvor vék fyrsta orðinu að hinum en frá fyrstu kynnum vissum við báðir, held ég, að samvistir okkar ættu eftir að verða margar, glaðar og fagrar. Það gekk eftir. Listin varð okkur endalaus uppspretta að samræð- um. Þú sast alltaf við sama borð á Karólínu, borðið sem þú „áttir“. The Artist átti þetta borð. Ég sagði þér seinna við þetta sama borð að ég hefði kynnst góðri konu. Við höfðum verið nánast samvaxnir í piparsveinalífi þá um skeið en þú varst rausnarlegur, samgladdist strax. Fylgdist spenntur með og hvattir mig til að lifa eins og maður. Svo tókstu heimsborgaralega á móti þeirri sem átti eftir að verða konan mín þegar hún fluttist ásamt dætrum hingað norður. Það var mikilvægt að upplifa kraftinn og jákvæðnina í þér þá. Þrjár myndir eru líka á veggjunum í húsinu okkar eftir þig. Þú varðst mér innblástur að aukapersónu í einni bókinni minni, „Svarti súrrealistinn“. Alltaf lofaðirðu bækurnar mínar og rifjaðir endalaust upp einn kafla sem þér fannst svo fyndinn. Harðfiskbrandarann okkar skildi enginn nema við tveir. Þeg- ar þú hélst upp á 50 ára afmælið með glæsilegri yfirlitssýningu í Hofi færðum við Arndís þér harð- fisk að gjöf. Við hlógum, skríkt- um, létum eins og börn sem við sannarlega gátum leyft okkur að vera í viðurvist hvor annars. Slík er góð vinátta. Þú varst góður maður, Jónas minn, og góður listamaður. Þótt við hefðum stundum gaman af að rífast um stjórnmál og fleira í samfélaginu risti það aldrei djúpt. Þú barst virðingu fyrir mínu sjónarhorni. Ég virti þitt. Mörg hjörtu eru full af sorg vegna fráfalls þíns. En gleðin yfir að hafa fengið að ganga götur lífs- ins með þér er mér líka ofarlega í huga. Takk fyrir allt, kæri vinur. Björn Þorláksson. Jónas Viðar Sveinsson verður mér ávallt minnisstæður. Það var reisn yfir honum. Hann var stór í sniðum, bar sig vel, hávaxinn og mikill á velli. Það vakti einatt at- hygli viðstaddra þegar listamað- urinn gekk í salinn, hægum skref- um, beinn í baki, og horfði beint fram fyrir sig. Þegar hann nam staðar leit hann til beggja hliða og brosti blíðlega. Hann var í senn alvörugefinn og spaugsamur, en umfram allt hlýr og einlægur í samskiptum. Nærvera hans var sterk enda átti hann marga vini sem nutu þess að eiga með honum stund á vinnustofunni eða kaffi- húsi. Það spillti ekki fyrir að hann var góður sögumaður og gat verið einstaklega frjór og skemmtileg- ur. Jónas var annálaður smekk- maður og allt sem honum viðkom bar persónulegum smekk hans glöggt vitni. Leiðir okkar Jónasar lágu fyrst saman í Glerárskóla fyrir 40 árum þegar ég kenndi honum teikn- ingu. Ég varð þess fljótlega áskynja að hann var óvenju næm- ur og gæddur ótvíræðum listræn- um hæfileikum. Í Glerárskóla var vel hlúð að myndlistarkennslu og auk hinna hefðbundnu tíma fengu áhugasamir nemendur tækifæri til að dýpka skilning sinn og bæta við kunnáttu sína á sérstökum myndlistarnámskeiðum utan skólatíma. Jónas var mjög áhuga- samur og duglegur að tileinka sér þá leiðsögn sem í boði var og náði góðum árangri. Það kom því ekki á óvart þegar hann ákvað nokkr- um árum seinna að hefja listnám í Myndlistaskólanum á Akureyri. Eftir að hann hafði lokið fornámi innritaðist hann í myndlistardeild og útskrifaðist vorið 1987. Seinna fór hann í framhaldsnám við Accademia Di Belle Arti Di Carr- ara á Ítalíu 1990-1994. Starfsferill Jónasar Viðars var stuttur en einkar farsæll. Framan af listamannsferlinum málaði hann einkum hlutbundnar mynd- ir þar sem mannslíkaminn var í öndvegi en seinni hluta ævinnar málaði hann landslag. Að eigin sögn leitaðist hann við að fjalla um kyrrðina og fegurðina í mynd- röðinni Portrait of Iceland. Jónas hélt 40 einkasýningar og tók þátt fjölmörgum samsýningum víða um heim. Til stóð að hann tæki þátt í sýningu í Basel í Sviss í haust. Jónas Viðar var maður ekki einhamur. Hann stóð að fjöl- breyttu sýningarhaldi, fyrst á Ak- ureyri og síðar í Reykjavík í eigin galleríi. Jónas Viðar gallery var rekið af miklum myndarbrag í mörg ár og eru margar sýningar á þess vegum minnisstæðar. Þótt Jónas hafi mestan part ævi sinnar sinnt listsköpun sem aðalstarfi kom fyrir að hann kenndi verð- andi listamönnum í Myndlista- skólanum á Akureyri og víðar. Allt sem Jónas tók sér fyrir hend- ur var vel af hendi leyst, smekk- legt og fágað. Það er sárt að missa vin. Margt fólk er oft stærra og mikilvægara en við gerum okkur grein fyrir í daglegu lífi. Þess vegna ættum við að hugsa betur hvert um annað og umfram allt bera virðingu fyrir lífinu og sjálfum okkur um leið. Ég ber djúpa virðingu fyrir framlagi Jónasar Viðars til sam- félagsins. Helgi Vilberg. Það er ótrúlega erfitt að setjast niður og ætla að minnast vinar míns, Jónasar Viðars. Minning- arnar hrannast upp og erfiðara en orð fá lýst að sætta mig við fráfall hans. Vinátta okkar nær langt aftur en við Jónas bundumst tryggðar- böndum eftir að glæstum náms- ferli hans lauk á Ítalíu með hæstu einkunn í myndlist. Þá tók við að koma sér fyrir í fæðingarbænum Akureyri þar sem hann fékk að- stöðu í gamla barnaskólanum. Sá tími sem þar fór í hönd var frábær enda var ýmsum meðulum beitt við að selja málverkin sem vöktu strax mikla athygli. Ég er þakklátur fyrir ferð sem við fórum ásamt öðrum vinum til Liverpool, en sú ferð mun aldrei falla í gleymskunnar dá. Jónas var harður stuðningsmaður Liv- erpool og þegar við fórum á An- field og sungum hástöfum „you never walk alone “ féll ég sjálfur fyrir liðinu, sem styrkti enn okkar vinasamband. Í svona ferð var ekki hægt að hugsa sér betri ferðafélaga en Jónas, hann hafði einstakan húmor og hlátrasköllin voru aldrei langt undan í viðurvist hans. Jónas var um margt sérstakur maður. Hann var einstaklega hreinskiptinn og lét oft orð falla um lífið og tilveruna sem aðrir í besta falli hugsuðu, en þorðu ekki að segja. Hann sagði oft við mig: „Svenni, ég nenni eiginlega ekki að vinna, það slítur svo í sundur daginn.“ Og það besta var að hann meinti þetta frá dýpstu hjartarót- um, þó að þetta sé hugarfar sem margir hneyksluðust á, enda er algengara að við Íslendingar hreykjum okkur frekar af ógnar- mörgum vinnustundum og fjar- veru frá fjölskyldum. Draumur Jónasar var því að vinna eingöngu að listsköpun enda var hann frábær myndlist- armaður. Um tíma rak hann glæsilegt gallerí í Gilinu á Akur- eyri sem bar honum fagurt vitni. Við félagarnir kölluðum hann oft kónginn í Gilinu. Þegar Jónas fékk á sínum tíma úthlutun sem bæjarlistamaður Akureyrar þá sýndi hann þakk- læti í verki með því að setja upp sýningu með 12 verkum og gaf þau öll, en gestir höfðu skráð sig í pott til að freista þess að eignast verk eftir hann. Jónas kunni að þakka fyrir sig og gerði það þarna með glæsibrag. Í fyrra hélt Jónas upp á fimm- tugsafmæli sitt í Hofi á Akureyri. Þar sýndi hann og sannaði með glæsilegri myndlistarsýningu að þar fór einn besti málari samtím- ans á Íslandi. Í afmælinu lék hann á als oddi og gríðarleg aðsókn var að sýningunni. Jónas var ávallt velkominn inn á mitt heimili og hann fékk oftast að ákveða hvað ætti að vera í mat- inn ef von var á honum. Dætur mínar hændust að honum og það var ávallt tilhlökkunarefni að fá hann í heimsókn. Hans verður sárt saknað af fjölskyldu minni. Ég kveð vin minn Jónas Viðar með miklu þakklæti fyrir trausta vináttu og margar ánægjustund- ir. Ég sendi Karlottu dóttur hans, bræðrunum Birni, Birgi og þeirra fjölskyldum, foreldrum Jónasar, ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur frá fjölskyldu minni. Sveinn Rafnsson, Berghildur Þóroddsdóttir, Aldís og Hulda. Minningarnar þjóta um huga mér og get ég vart trúað því að Jónas Viðar hafi kvatt þetta jarð- líf. Að eiga ekki eftir að sjá nafnið hans birtast á símaskjánum, spjalla við hann, fara með honum á kaffihús eða elda handa honum kótelettur er tómleg tilfinning. Fyrstu minningar mínar um Jónas eru frá því að ég var fimm ára og hann sex. Við vorum að leik í sandkassa í Áshlíðinni með bræðrum hans Bjössa og Bigga, en þar ólumst við upp fram á ung- lingsárin, þeir í Áshlíð 12 og ég í Áshlíð 10. Leiðir okkar skildu í allmörg ár en árið 2001 tókst með okkur vin- átta á ný þegar ég flutti aftur heim til Akureyrar en hann var þá búsettur þar og hélst góð vinátta með okkur alla tíð síðan. Hjartahlýja, óeigingirni og nægjusemi eru orð sem mér finnst lýsa Jónasi vel. Hann var einstakur persónuleiki, viðkvæm- ur og harður í senn. Einnig gat hann verið mjög gamansamur og gerði þá ekki síður grín að sjálfum sér en öðrum. Við vorum dugleg við að leggja hvort öðru lífsregl- urnar og vinsæl setning hjá okkur báðum var „þú verður nú að fara betur með sjálfa(n) þig.“ Það hafði skapast sú hefð að ég eldaði annað slagið handa honum kótelettur með sykurbrúnuðum kartöflum, grænum baunum, rauðkáli og rabarbarasultu og það varð sko að vera rabarbarasulta. Í fyrra haust hafði ég orð á því við Jónas að nú yrði ég með eitthvað hollt í matinn en þá var hann fljót- ur að svara: „Æi, Fríða Sara, þá kem ég bara ekkert í mat til þín!“ Og þar með fékk hann sínu fram- gengt. Ég minnist þess þegar Jónas var í kótelettuboði hjá mér um páskana í fyrra og við vorum bæði að „springa“ eftir matinn. Ég lagðist upp í sófa og hann í hæg- indastólinn með barnabarn mitt. Ég lognaðist út af og vaknaði klukkustund síðar og furðaði mig á því hvers vegna Jónas hefði ekki vakið mig. „Þú ert svo þreytt og þarft á hvíld að halda,“ svaraði hann. Hann hafði þá haft ofan af fyrir Friðriku litlu í klukkutíma með því að leika fyrir hana lög í símanum sínum og spila leiki, allt til að amma gæti hvílt sig. Þótt Jónas væri oft með vissan „front“ og virtist ekki taka hlut- unum of alvarlega þá var hann einlægur og sannur vinur vina sinna og kunni vel að meta allt sem fyrir hann var gert og gjaf- mildur var hann. Ég naut góðs af þakklæti hans í málverkum sem hann færði mér eða einhverju öðru og síðast færði hann mér bók sem ber heitið „besti vinur“ sem átti svo sannarlega við um vin- skap okkar. Jónas var hæfileikaríkur mað- ur og málaði fallegar myndir en hann var ekki síður hagmæltur. Oft fékk ég sendingu frá honum með fallegum kveðskap og vel völdum orðum. Ég er rík af minn- ingum um góðan vin. Fjölskylda Jónasar var honum afar kær. Augasteinninn hans var hún Karlotta sem hann var alltaf svo stoltur af. Bræður hans, Bjössi og Biggi og foreldrar hans voru honum ætíð ofarlega í huga. Ég votta þeim öllum og öðrum ættingjum og vinum Jónasar samúð mína og kveð kæran vin með söknuði. Þín vinkona, Hólmfríður Sara. Það er mér erfitt að kveðja þig, Jónas. Þegar ég vaknaði á mánu- dagsmorguninn leit ég strax á símann og sá að Birgir bróðir þinn hafði hringt tveim tímum fyrr, ég vissi um leið hvað hafði skeð. Við vorum hjá þér, við Indiana, kvöld- ið áður. Þetta fannst mér vont, erfitt og ósanngjarnt, þú ert að fara frá okkur alltof ungur, við sem áttum eftir að gera svo margt saman. Ég hef grátið mikið, því ég sakna þín, Jónas, þú ert einn besti vinur minn. Þegar ég lít til baka hugsa ég með hlýhug til þín og hve heppinn ég er að hafa kynnst þér. Þú hefur alltaf reynst mér vel. Ég mun aldrei gleyma hve góður þú varst við mig þegar ég missti litla drenginn minn, fyrir það eitt er ég þér ævinlega þakklátur. Þú hafðir þann eiginleika að geta samglaðst manni þegar eitt- hvað gekk vel, hvort það voru dætur mínar sem ég var að monta mig af eða þegar ég ákvað að gifta mig, eða bara hvað sem var, þú varst alltaf glaður þegar vel gekk hjá mér. Eins þegar Selma litla mín fæddist, þá man ég faðmlagið þitt þegar þú óskaðir mér og okk- ur innilega til hamingju, þú virki- lega gladdist fyrir mína hönd. Við höfum átt margar ánæju- stundir saman Jónas, mikið fíflast og mikið hlegið, já við höfum alltaf átt auðvelt með að hlæja saman. Svo er tvennt sem sameinaði okk- ur enn meira, annarsvegar Liver- pool og hinsvegar myndlistin. Þú sem fagmaður og ég sem unnandi. Já, við höfum mikið talað um myndlist og myndlistarmenn, þú spurðir mig alltaf reglulega hvort ég hefði keypt mynd eða hvort ég hefði séð eitthvað spennandi ný- lega, þú vissir um allar mínar myndir og muni og vildir fá að sjá þegar nýtt bættist við. Liverpool var okkar lið og marga leikina höfum við séð sam- an, þú hafðir alla tíð sterkar skoð- anir á liðinu og gast orðið heitur út í leikmenn og þjálfara ef þeir voru ekki að standa sig. Ef ég komst ekki að sjá leik sendir þú mér ansi oft stöðuna með SMS þegar annað liðið hafði skorað. Við ætluðum saman á Anfield í haust og ætluðum að taka Tóta Blöndal með. Þegar þú komst heim úr heilsu- ferð frá Póllandi fyrir nokkrum árum hringdir þú strax í mig og vildir hitta mig, þú vildir sýna þig og hve vel þér hefði gengið, klukk- an var um 20 og við ákváðum að hittast á bílaplaninu við skrifstof- una hjá mér, þú hafðir lagt BMW- inum þínum á mitt planið og stóðst þar við hlið bílsins settir hendurnar út og snerir þér í hring og ég sá strax hvað þú leist rosa- lega vel út, og ég sá hvað þú geisl- aðir og hvað þú varst glaður. Ég mun aldrei gleyma þessu, Jónas, að sjá þig svona glaðan gerði mig glaðan. Þú talaðir oft um Karlottu dótt- ur þína og það fór aldrei fram hjá mér að hún var augasteinninn þinn og hve mikið þú elskaðir hana og ég vissi alltaf að þú vildir gera allt sem þú gætir fyrir hana, þú varst stoltur af henni og sagðir mér oft frá henni og hvað hún væri að gera. Elsku Jónas, það hefur gert mig að betri manni að hafa kynnst þér og ég þakka þér fyrir allt. Það eru engin orð sem geta lýst því hvernig mér líður núna, það er bara svo sárt að þurfa að vera án þín. Elsku Karlotta, Birgir, Björn, Herborg, Jakob, Sveinn, Aðal- heiður, fjölskyldur og vinir, ég sendi ykkur mínar dýpstu samúð- arkveðjur og bið almættið að leiða ykkur í gegnum sorgina. Jónas, þín verður sárt saknað. Jóhannes Sigurðsson. Kaffihúsaheimurinn er nokkuð stór og á Mokka kemur saman í hádeginu hópur karla og skegg- ræðir tíðaranda, menningu, mat, drykk, kaffi, tilveru, listir, mynd- ir, kvikmyndir, skáldskap, heim- speki, miðilsfundi, konur … Já, það ægir öllu saman og ekki er það allt merkilegt sem sagt er enda bara ætlað til skemmtunar. Fyrir um þremur árum skipaði sér í þennan hóp nokkuð þéttur náungi, utanbæjarmaður, og ég, sem skrifa þetta í nafni kaffifélag- anna og hafði af ýmsum ástæðum verið fjarri þessari samkomu í nokkurn tíma, var eilítið tor- trygginn í fyrstu en settist samt hjá honum og tók hann tali. Ég sá að hann hafði gaman af og með okkur tókst vinátta. Þarna var kominn Jónas Viðar, listmálari og „fyrripartaskáld“. Þessi venja að hittast í hádeg- inu yfir kaffibolla til að gefa skýrslu og kryfja mómentið, gefa þjáningunni nafn og skilgreina gleðina eða bara leyfa sér kjána- lætin og ábyrgðarleysið, var til að brjóta upp daginn og Jónas lét sig sjaldnast vanta. Hans er nú saknað en það er svo undarlegt með Mokka að ósjaldan eru menn á staðnum án þess að vera þar og þannig verður það með Jónas í einhvern tíma. F.h. kaffifélaganna á Mokka, Bárður R. Jónsson. Minn dýrmæti. Á lífsleiðinni verður maður stundum þeirrar gæfu aðnjótandi að einstaklingur kemur inn í lífið og hittir í hjartastað, það er fá- gætt og óendanlega dýrmætt. Ég vissi ekki, Jónas minn, að ég ætti til svona mörg tár, þau streyma bara og streyma, það hafa opnast flóðgáttir og eins og þú myndir segja „ég er í algjörum búðing“. Það var alltaf gott veður í kring- um þig. Ég kom úr stormi og hitti klettinn og þar var sól. Sumt hefði ég ekki getað lifað af án þín, nú verð ég að lifa án þín. En þú varst svo miklu meira en vinur minn, þú dreifðir í kringum þig gullsandi. Frábær listamaður, frábær mannþekkjari og svo djúpvitur, húmoristi af guðs náð og pabbi número uno. Ég held að ég hafi aldrei hitt þig og þú hafir ekki sagt mér eitthvað fallegt um Karl- ottu og stundum hitti ég þig oft á dag þegar við bjuggum fyrir norð- an. Elsku vinur, ég get ekki kvatt þig, ég mun bara hitta þig þegar að því kemur. Það segir enginn bless við Jónas Viðar, það er bara ekki hægt. Ég hef aldrei kvatt þig nema með faðmlagi og ekki heils- að þér heldur nema með faðmlagi. Faðmlagið verður bara að bíða, elsku besti. Ég sit og horfi á myndina mína sem þú málaðir og minnist þess þegar þú sagðir við mig að myndirnar þínar myndu lifa okkur öll og það er rétt, elsku vinur. Við eigum fjársjóð í myndun- um þínum sem eiga eftir að ferðast áfram í gegnum kynslóðir. Við samferðarmenn þínir urðum þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast þér og njóta mannsins sem sá listina í myndum, lífi og fólki. Takk fyrir allt, elsku dýr- mæti vinur minn, takk fyrir svo óendanlega margt. Ég votta þínum nánustu mína dýpstu samúð, Karlottu og Eddu Hrund, mömmu þinni og pabba, Bigga bróður og Bjössa bróður og öllum þeim sem þú snertir með sannri vináttu og kærleika. Þín Laufey Brá. MINNINGAR 37 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013 ✝ Þökkum af hlýhug öllum þeim sem sýnt hafa fjölskyldunni samúð og stuðning við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, systur, ömmu og langömmu, JÚLÍU BALDURSDÓTTUR, Viðjuskógum 15, Akranesi, Baldur Ragnar Ólafsson, Auður Líndal Sigmarsdóttir, Guðrún Ellen Ólafsdóttir, Guðjón Theodórsson, Ragnhildur Ísleifs Ólafsdóttir, Birgir Guðmundsson, Jóhanna Baldursdóttir, Rafn Svan Svansson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ANDRÉSAR GUNNARS JÓNASSONAR, fyrrverandi verksmiðjustjóra, Brekkugötu 22, Þingeyri. Þórdís Jónsdóttir, Sigríður Jónasína Andrésdóttir, Bragi Þór Haraldsson, Jóhanna Jóna Andrésdóttir, Jónas Magnús Andrésson, Vilborg Helgadóttir, Þuríður Andrésdóttir, Sigurður Freyr Hreinsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.