Morgunblaðið - 23.08.2013, Blaðsíða 42
42 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
Viðskiptafræð-ingurinn Sig-urður Olsen
fagnar 47 ára af-
mæli sínu í dag.
Hann býst ekki við
því að halda sér-
staklega upp á dag-
inn en segir að lík-
lega muni
eiginkonan kaupa
eitthvað gott á grill-
ið. „Ég verð nú að
viðurkenna það að
maður hefur lítið
verið að halda upp á
afmælið sitt, nema
þegar um stór-
afmæli er að ræða,“
segir Sigurður sem
hélt veglega fer-
tugsafmælisveislu,
þar sem gestum var
boðið í mini-golfmót
í garðinum. Sig-
urður segist hafa
mjög gaman af golf-
íþróttinni og er með
15,2 í forgjöf. „Mað-
ur er mikið í golfinu
með félögunum og svo finnst mér mjög gaman að vera í góðra
vina hópi. Við æskuvinirnir úr Garðabænum höfum lengi haldið
hópinn.“
Sigurður starfar hjá Tekjuvernd, dótturfélagi Arion banka.
Eiginkona hans heitir Ruth Guðnadóttir og starfar sem mann-
auðsfulltrúi hjá Ístaki. Börn þeirra eru þau Sveinn Gísli sem er
10 ára og Helga Sæunn sem er á sextánda ári. Í sumar fór Sig-
urður í fyrsta skipti á þjóðhátíð. „Þetta var skemmtilegra en ég
gat búið mig undir. Stemmingin var frábær og veðrið gott. Svo
fengum við lögregluna í heimsókn í íbúðina sem við höfðum
leigt. Þangað komu fjórar fílefldar löggur. Þeir sögðu okkur að
hringt hefði verið út af kannabislykt frá þessari íbúð. Við kom-
um auðvitað af fjöllum og þeir sáu á viðbrögðum okkar að þetta
hlaut að vera einhver vitleysa. En þetta var í það minnsta ein af
sögunum sem fæddust í ferðinni,“ segir Sigurður kíminn.
vidar@mbl.is
Sigurður Olsen er 47 ára í dag
Skellti sér loks á
þjóðhátíð í Eyjum
47 ára Sigurður Olsen býr í Seljahverfi en er
Garðbæingur að upplagi. Hann ætlar ekki að
halda sérstaklega upp á afmælið.
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Áslaug Sólbjört Jensdóttir er níu-
tíu og fimm ára í dag, 23. ágúst.
Hún bjó á Núpi í Dýrafirði mestan
hluta ævi sinnar, ásamt manni
sínum Valdimar Kristinssyni,
bónda og skipstjóra, sem lést
2003. Áslaug dvelur nú á hjúkr-
unarheimilinu Eir í Reykjavík. Ás-
laug og Valdimar eignuðust níu
börn, sem halda upp á daginn
með móður sinni og nánustu fjöl-
skyldu.
Árnað heilla
95 ára
Reykjavík Victor Már fæddist 20. des-
ember kl. 3.49. Hann vó 3.645 g og var
51,5 cm langur. Foreldrar hans eru
Auður Lorenzo og Hörður Már
Henrysson.
Nýir borgarar
Mosfellsbær Máni fæddist 1. desem-
ber kl. 23.48. Hann vó 3.485 g og var
52 cm langur. Foreldrar hans eru
Brynja Guðmundsdóttir og Matthías
Hálfdánarson.
R
ögnvaldur fæddist og
ólst upp í Bolungarvík.
Hann var í Grunn-
skóla Bolungarvíkur,
lauk stúdentsprófi frá
VÍ 1983, stundaði nám í sjáv-
arútvegsfræðum við HA 1994-98 og
lauk MBA-prófi frá HÍ 2011.
Rögnvaldur vann í fiskvinnslu í
Bolungarvík frá því á æskuárunum
og öll sumur fram yfir tvítugt.
Hann var sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðs Súgfirðinga 1990-94 og sölu-
stjóri sjófrystra fiskafurða hjá Þor-
móði ramma – Sæbergi 1997-2000.
Rögnvaldur var búsettur í
Bandaríkjunum á árunum 2000-
2004 og starfaði þar m.a. í banka
og var framleiðslustjóri við hörpu-
diskvinnslu. Hann var lánasérfræð-
ingur í Sparisjóðabanka Íslands
(síðar Icebank) 2005-2008, fjár-
málastjóri hjá Frostfiski 2009-2012
og er nú þjónustufulltrúi í vöruhúsi
Samskipa.
Rögnvaldur og Sigríður hafa ver-
ið búsett í Bolungarvík, í Súg-
andafirði, á Akureyri, á Ólafsfirði, í
New Jersey og Massachusetts en
síðastliðin níu ár í Grafarholtinu.
Rögnvaldur var félagi í Kiwanis-
klúbbnum Súlum á Ólafsfirði og
forseti hans, situr í stjórn Félags
viðskiptafræðinga MBA frá HÍ og
tók þátt í uppfærslum leiksýninga
áhugaleikhúsa í Bolungarvík, á
Suðureyri og á Ólafsfirði.
Ljósmyndun og hjólreiðar
„Ég hef haft áhuga á ýmsu í
gegnum tíðina en góðar bækur og
klassísk tónlist hafa samt alltaf
Rögnvaldur Guðmundsson þjónustufulltr. hjá Samskipum – 50 ára
Hefur hjólað 1500 km í ár
og sparað mikið bensín
Hjón og synir Rögnvaldur og
Sigríður, ásamt Hjalta, Guðmari,
hér nýfermdum, og Hraunberg.
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16
ÚTSALA
298.200
kr.
JOERI
ÁÐUR kr. 372.800
185.900kr.ÁÐUR kr. 232.400
27.300
kr.
MURCIA
LAMPI
ÁÐUR kr. 36.400
PÚÐAR
AVIGNON
SÓFAR
SKÁPAR
STÓLAR
SÓFABORÐ
SMÁVARA
20-50%
AFSLÁTTUR
35.800kr.
kr.
kr.
FRENCH
SPEGILL
ÁÐUR kr. 44.800