Morgunblaðið - 23.08.2013, Síða 43
verið ofarlega á vinsældalistanum.
Nú sem stendur er ljósmyndun
mitt helsta áhugamál. Það fer af-
skaplega vel saman að fara í
óvissuferð á reiðhjólinu með
myndavélina og reyna að fanga
augnablikið í íslenskri náttúru.
Síðan eru það forréttindi að búa í
Grafarholtinu og vera kominn á
Hólmsheiðina eftir fáein spor.
Þá er ég óneitanlega stoltur af
því hvað ég hjóla mikið nú í seinni
tíð. Nú hjóla ég í vinnuna sem er
10 km. leið. Á þessu ári hef ég hjól-
að rétt tæpa 1.500 km, hef sparað
137 kg af CO2 og 60 lítra af bens-
íni.
Ég á núna gott fjallahjól til að
fara á út úr bænum og nota innan-
bæjar á veturna með nagladekkjum
en mig langar í annað léttara borg-
arhjól til að hjóla á innanbæjar yfir
sumarið.
Hjólreiðar hafa færst gífurlega í
vöxt og stígum hefur fjölgað mjög
hér í Reykjavík að undanförnu.
Mér finnst hins vegar enn skorta á
skýra stefnumörkun um þennan
samgöngumáta. Einkum þarf að
aðgreina betur umferð hjólreiða-
manna og gangandi vegfarenda, og
hjólreiðamanna og vélknúinna öku-
tækja. Við þurfum umræðu og
stefnumótun um þennan sam-
göngumáta og sérstakt samgöngu-
kerfi sem gerir hjólreiðar að dag-
legum ferðamáta, til og frá vinnu.“
Fjölskylda
Eiginkona Rögnvaldar er Sigríð-
ur Guðmarsdóttir, f. 15.3. 1965,
sóknarprestur í Guðríðarkirkju.
Hún er dóttir Guðmars Magn-
ússonar, f. 14.5. 1941, og Rögnu
Guðríðar Bjarnadóttur, f. 21.7.
1941, stórkaupmanna sem bjuggu
lengst af á Seltjarnarnesi en eru nú
búsett í Garðabæ.
Synir Rögnvaldar og Sigríðar
eru Hjalti, 2.4. 1987, markaðs-
sérfræðingur hjá Símanum, búsett-
ur í Kópavogi en kona hans er
Tinna Miljevic, 5.4. 1985, förð-
unarfræðingur; Hraunberg, f. 17.8.
1990, starfsmaður hjá Actavis, bú-
settur í Reykjavík; Guðmar, f. 25.7.
1994, nemi við MS.
Systkini Rögnvaldar eru Svan-
hildur Ólöf, f. 14.2. 1950, háskóla-
kennari í Noregi; Steinunn, f. 4.1.
1952, aðstoðarskólastjóri Grunn-
skóla Bolungarvíkur; Egill, f. 20.2.
1953, skólastjóri Fjöltækniskólans;
María, f. 12.7. 1955, leikskólakenn-
ari og starfsráðgjafi hjá Örva; Ólaf-
ur Helgi, f. 16.6. 1959, stoðtækja-
smiður hjá Stoð hf; Guðrún, f. 4.7.
1960, ritari hjá Fræðsluþjónustu
Hafnarfjarðar.
Foreldrar Rögnvaldar eru Guð-
mundur Sigvaldi Hraunberg Eg-
ilsson, f. 9.12. 1927, fyrrv. versl-
unarmaður í Bolungarvík, og Helga
Svana Ólafsdóttir, f. 3.8. 1926,
kennari í Bolungarvík.
Úr frændgarði Rögnvaldar Guðmundssonar
Rögnvaldur
Guðmundsson
Kristín Guðmundsdóttir
húsfr. á Uppsölum
Rögnvaldur Guðmundsson
b. á Uppsölum við Seyðisfjörð
María Rögnvaldsdóttir
húsfr. í Tröð og Bolungarvík
Hálfdán Ólafur Hálfdánsson
b. í Tröð og sjóm. í Bolungarvík
Helga Svana Ólafsdóttir
Daðey Steinunn Elísabet
Daðadóttir
húsfr. á Hvítanesi og Hesti
Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir
húsfr. á Meirahrauni
Júlíus Jón Hjaltason
b. á Meirahrauni í Skálavík
Steinunn Sigrún Júlíusdóttir
húsfr. í Bolungarvík
Egill Guðmundsson,
sjóm. og verkam. í Bolungarvík
Guðmundur Sigvaldi Hraunberg
verslunarm. í Bolungarvík
Margrét Jónsdóttir
húsfr. í Efstadal
Guðmundur Egilsson
b. í Efstadal í Ögursókn
Guðfinnur Einarsson
útvegsb. við Djúp
Einar Guðfinnsson
útgerðarm.
í Bolungarv.
Guðfinnur
Einarsson
forstj. í Bolungarv.
Einar K.
Guðfinnsson
forseti Alþingis
Hildur
Einarsdóttir
húsfr. í Bolungarv.
Einar
Benediktsson
forstjóri.
Hálfdán Einarsson
b. á Hvítanesi og Hesti í Hestsfirði,
bróðursonur Helga Hálfdánarsonar
prestaskólakennara
Afmælisbarnið Rögnvaldur - örlítið
yngri hér eða um eins árs aldurinn.
ÍSLENDINGAR 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
Þórir Bergsson er skáldanafnÞorsteins Jónssonar semfæddist í Hvammi í Norður-
árdal 23.8. 1885. Hann var sonur
Jóns Ólafs Magnússonar, prests á
Mælifelli og á Ríp í Skagafirði, en
síðast bónda í Bjarnarhöfn og í Ögri
í Helgafellssveit, og k.h., Steinunnar
Guðrúnar Þorsteinsdóttur hús-
freyju.
Jón var sonur Magnúsar Andrés-
sonar, bónda í Kolgröf og á Ytra-
Mælifelli í Skagafirði og á Steiná í
Svartárdal, og Rannveigar Guð-
mundsdóttur húsfreyju.
Steinunn Guðrún var dóttir Þor-
steins Þorsteinssonar, b. í Úthlíð í
Biskupstungum, og Sesselju Árna-
dóttur húsfreyju.
Þórir var bróðir Magnúsar Jóns-
sonar, guðfræðiprófessors, alþm. og
atvinnuráðherra í minnihlutaríkis-
stjórn Ólafs Thors 1942. Bróðir Jóns
á Mælifelli var Konráð á Syðra-
Vatni, afi Eyjólfs Konráðs Jóns-
sonar alþm. og langafi Jóns Steinars
Gunnlaugssonar, fyrrv. hæstarétt-
ardómara. Bróðir Steinunnar Guð-
rúnar var Árni Þorsteinsson, prest-
ur á Kálfatjörn og jafnframt faðir
Gróu, eiginkonu Þóris.
Þórir ólst upp í foreldrahúsum á
Mælifelli og á Ríp, stundaði skóla-
lærdóm hjá föður sinum en fór ekki í
skóla sökum heilsubrests. Þó stund-
aði hann tungumálanám i einka-
tímum í Reykjavík um skeið.
Þórir var póstafgreiðslumaður í
Reykjavík 1907-14, fulltrúi og deild-
arstjóri í Landsbanka Íslands 1914-
43 og starfrækti eigin innflutnings-
verslun, einkum á skrifstofuvélum.
Þórir er þekktasti smásagnahöf-
undur Íslendinga en hann varð þjóð-
kunnur fyrir smásögur sínar sem
birtust í tímaritum, löngu áður en
hann gaf þær út. Margar þeirra hafa
síðan oft verið endurprentaðar í
smásagnasöfnum.
Smásögur Þóris eru gjarnan
hversdagssögur úr samtíma hans.
Þær fjalla oft um tregablandnar til-
finningar og dapurleg örlög. Meðal
smásagnasafna hans eru Sögur,
1939; Hinn gamli Adam, 1947, og Á
veraldar vegum, 1953.
Þórir lést 14.11. 1970.
Merkir Íslendingar
Þórir
Bergsson
95 ára
Áslaug Sólbjört Jensdóttir
Heiðbjört Halldórsdóttir
90 ára
Sigríður Ragnh. Ólafsdóttir
Sigríður Vilhelmsdóttir
85 ára
Erla Ragna Hróbjartsdóttir
Lofthildur Loftsdóttir
Sigríður Herdís Hallsdóttir
Svavar Jónsson
80 ára
Gunnar Smári Þorsteinsson
Kristín Fanney Jónsdóttir
Kristmundur
Guðmundsson
75 ára
Guðrún Ormsdóttir
Jóna Jónsdóttir
Lea Egilsdóttir
Magnús Lillie Friðriksson
Stefán Pálmason
Þorbjörg Þóroddsdóttir
70 ára
Bergljót Magnadóttir
Brynhildur Ósk
Sigurðardóttir
Gunnhildur Helga
Eldjárnsdóttir
Helga Sigurbjörnsdóttir
Ingibjörg Jónasdóttir
Ólafur V. Skúlason
Þórunn Kolbeinsdóttir
60 ára
Bjarni Már Jensson
Elín Edda Árnadóttir
Gísli Gíslason
Hannes Jónsson
Helmut Helgi Hinrichsen
Kristbjörg Gunnarsdóttir
Lilja Friðriksdóttir
Linda Hrönn Sigurðardóttir
Ragnar Snær Karlsson
Ragnheiður Hrafnkelsdóttir
Sigríður Bílddal Ruesch
Sigurbjörn S. Jónsson
Teitur Bergþórsson
Unnur Sólveig Björnsdóttir
Vigfús Lýðsson
50 ára
Anna Kristín Jónsdóttir
Elísabet Olsen
Ewa Jadwiga Wozniak
Helmut Pensa
Ingiríður Lúðvíksdóttir
Katrín Helga Árnadóttir
Magnús Þór Þórisson
Reynir Sigurðsson
Rúna Alexandersdóttir
Sigurður Hrafn Stefnisson
Skúli Rúnar Skúlason
Torfhildur Jónsdóttir
Vilborg Anna Björnsdóttir
Víglundur Magnússon
40 ára
Björk Snorradóttir
Heiða Snorradóttir
Katrín Ósk Adamsdóttir
Kristján Georg Leifsson
Magna Ósk Júlíusdóttir
Merita Morina
Pétur Karlsson
Sigurður Arnar Sigurðsson
30 ára
Daði Örn Heimisson
Eva Dagbjört Óladóttir
Eydís Ósk Traustadóttir
Hildur Hjartardóttir
Jón Söring
Krystian Rucinski
Lena Rut Olsen
Sheeja Divakara Panicker
Steinunn Ingólfsdóttir
Þröstur Sigtryggsson
Til hamingju með daginn
30 ára Sesselja lauk próf-
um í framreiðslu frá MK,
er veitingastjóri á Strikinu
og Bryggjunni á Akureyri
og rekur Kaffi Kú.
Maki: Einar Örn Aðal-
steinsson, f. 1980, veit-
ingamaður.
Dætur: Ásdís Rós Barð-
dal, f. 2008, og Helena
Lóa Bardal, f. 2012.
Foreldrar: Reynir Barð-
dal, f. 1949, minkab., og
Helena J. Svavarsdóttir, f.
1948, við umönnun.
Sesselja I.
Reynisdóttir
30 ára Lára ólst upp í
Reykjavík, lauk prófum í
kvikmyndagerð í Ástralíu,
er nú búsett í Reykjavík
og er í fæðinarorlofi.
Maki: Daði Örn Heimis-
son, f. 1983, flugvirki.
Dóttir: Amelía Sól Daða-
dóttir, f. 2013.
Foreldrar: Ásgrímur
Kristjánsson, f. 1959,
starfsmaður hjá Öskju, og
Sigríður Traustadóttir, f.
1961, stuðningsfulltrúi.
Þau búa í Reykjavík.
Lára Ósk
Ásgrímsdóttir
30 ára Rebekka ólst upp í
Reykjavík og er þar bú-
sett. Hún lauk prófi í við-
skiptalögfræði frá Háskól-
anum á Bifröst og starfar
hjá Pennanum.
Sonur: Ernir Snær, f.
2005.
Foreldrar: Þórunn Inga
Sigurðardóttir, f. 1965,
starfsmaður hjá Penn-
anum, og Borgar Jón-
steinsson, f. 1960, starfs-
maður hjá Pennanum,
búsett í Reykjavík.
Rebekka Rut
Borgarsdóttir