Morgunblaðið - 23.08.2013, Qupperneq 46
46 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 2013
HÁDEGISMATUR
Í FYRIRTÆKI OG
STOFNANIR
VINSÆLT - HEILSUBAKKAR
Heilsubakkar eru réttir sem samanstanda af léttu fæði
Hólshraun 3 · 220 Hafnarjörður · Símar 555-1810, 565-1810 · Fax: 565-2367 · veislulist@veislulist.is · www.veislulist.is
Fjölbreyttur matseðill
og valréttir alla daga
Við sendum hádegismat
í bökkum og kantínum
til fyrirtækja og stofnana
alla daga ársins.
Boðið er upp á sjö valrétti á virkum dögum:
Tvo aðalrétti, þrjá aukarétti, heilsurétt og ávaxtabakka.
Aðalréttirnir eru breytilegir frá degi til dags.
Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is
Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir
gunnhildur@mbl.is
Í kvöld verður verkið To The Bone,
eftir Shalala-tvíeykið Ernu Ómars-
dóttur og Valdimar Jóhannsson,
frumsýnt í Kassanum í Þjóðleikhús-
inu. Verkið er hluti af Reykjavík
Dance Festival, sem hefst í dag og
stendur til 1. september næstkom-
andi.
Hugmyndin að verkinu hafði
þróast með þeim um tveggja ára
skeið að sögn Ernu en í því er tek-
ist á við hvernig nútímamaðurinn
getur beitt óhefðbundnum leiðum
til að létta á sér og auðvelda sér að
lifa af í þeim hraða og harða heimi
sem við búum við í dag.
Einvalalið listamanna stendur að
sýningunni en við sköpun hennar
fengu höfundarnir til liðs við sig
jafnt leikara, dansara og tónlist-
armenn. Á meðal þátttakenda má
m.a. nefna leikarana Ólaf Darra
Ólafsson, Dóru Jóhannsdóttur og
Friðgeir Einarsson, dansarana Sig-
ríði Soffíu Níelsdóttur og Lovísu
Ósk Gunnarsdóttur, auk tónlistar-
mannanna Óttars Proppé, Flosa
Þorgeirssonar og Sigtryggs Berg
Sigmarssonar.
Í spjallþáttastíl
Í verkinu er unnið út frá spjall-
þáttaformi, þar sem leikur, dans,
tónlist og önnur listform spila sam-
an, með óhefðbundnum hætti þó.
„Í gegnum spjall og óhefðbundin
skemmtiatriði kynnum við til sög-
unnar hugmyndir að nýjum leiðum
sem við trúum að geti haft jákvæð
áhrif á líf fólks,“ segir Erna. „Það
er alltaf verið að benda manni á að-
ferðir sem eiga að bæta líf okkar,
eins og verið sé að segja manni að
það sé alltaf eitthvað að manni og
verði stöðugt að prófa eitthvað nýtt
til að halda jafnvægi og geta lifað
af þetta klikkaða líf,“ bætir hún við.
Á sama tíma og finna má vissa
ádeilu á fyrrnefnda þróun í verkinu
segir Erna að aðstandendur hafi
fulla trú á þeim óhefðbundnu að-
ferðum sem þeir kynna til sög-
unnar.
Höfuð- og hljóð-
sveiflur í bland við öskur
Á meðal nýjunga sem áhorfendur
fá að kynnast í verkinu er svonefnt
metal-aerobics, þar sem metal-
dauðarokk mætir þolfimi og höf-
uðsveiflum. Waveology er önnur
aðferð sem kemur einnig við sögu
en að sögn Ernu gengur sú út á að
hljóðbylgjur eru notaðar til að örva
tilfinningarnar. Þá er fátt eitt upp
talið.
Þess má geta að almenningi mun
gefast kostur á að læra fyrrnefnda
tækni í opnum tímum sem í boði
verða í húsnæði Dansverkstæðisins
við Skúlagötu, á meðan á danshá-
tíðinni stendur.
Svartir öskur-
kassar fyrir útrás
Ekki má gleyma að minnast á
öskurröddina, sem gegnir stóru
hlutverki í verki Ernu og Valdi-
mars, jafnt á sviðinu í Kassanum
sem og víðar næstu daga.
Einhverjir hafa eflaust veitt at-
hygli svörtum klefum sem komið
hefur verið fyrir á nokkrum stöðum
um borgina, m.a. í Hörpu og Hafn-
arhúsinu, undir heitinu Black Yoga
Screaming Chamber, eða svörtu
öskurklefarnir. Klefarnir eru hluti
af listsköpun Ernu og Valdimars og
tengjast verkinu í Kassanum náið.
„Verkið er í raun saga kassanna.
Hugmyndin er að klefarnir séu
nokkurs konar griðastaður, þar
sem fólk getur fundið frið frá
skarkala umhverfisins og fengið
smáútrás með öskrum, án þess að
nokkur finni að því,“ segir hún.
„Þarna erum við að sýna hvað
við gerum til að lifa af daginn.
Þetta er eiginlega hugmynd um að
gera einhvers konar jóga nema
hvað í stað þess að fara inn á við
förum við út á við með því að öskra
eða beita þessum aðferðum sem við
kynnum í dansverkinu. Þannig er-
um við strax að hleypa öllu út,“
segir hún og bætir við að mikil vel-
líðan hljótist af, sem hún þekkir af
eigin raun.
Þess má geta að klefarnir verða
opnaðir formlega í dag og er öllum
frjálst að nýta sér þá á meðan á
danshátíðinni stendur.
Öll öskrin verða tekin upp og
munu þátttakendur síðar fá senda
upptöku af Black Yoga Screaming
Mantra, þar sem öll öskrin hafa
verið sett saman í eitt.
Auk þess að hafa unnið að upp-
setningu eigin verka að undanförnu
hafa Erna og Valdimar einnig verið
í hlutverki listrænna stjórnenda
Reykjavík Dance Festival í ár.
Kveður þar við margvíslegan nýjan
tón en leitast hefur verið við að
skapa leið fyrir áhorfendur til að
taka þátt í verkunum með ýmsum
hætti, t.d. með fyrrnefndum ösk-
urklefum og danskennslu, auk þess
sem fyrirlestrar og fleira verður í
boði, fyrir utan sjálf verkin á dans-
listahátíðinni.
Frumsýning To The Bone hefst
kl. 20 í kvöld auk þess sem einnig
verður hægt að sjá verkið á sama
tíma á mánudag.
Öskur og óhefðbundin slökun
Verk Ernu Ómarsdóttur og Valdimars Jóhannssonar, To The Bone, verður frumsýnt í Kassanum í
Þjóðleikhúsinu í kvöld Barátta mannsins við harðan heim í forgrunni og hvernig hann finnur ró
Ljósmynd/Magnús Andersen
Höfundarnir Valdimar Jóhannsson og Erna Ómarsdóttir eru höfundar To
The Bone og listrænir stjórnendur Reykjavík Dance Festival í ár.
Í dag verður opnuð í Þjóðar-
bókhlöðu kl. 16-18 sýningin
Heimskommúnisminn og Ísland
sem fjallar um hina alþjóðlegu
kommúnistahreyfingu og starf-
semi hennar á Íslandi. Evr-
ópuþingið hefur lýst 23. ágúst
Evrópudag minningarinnar um
fórnarlömb stalínismans og nas-
ismans en þennan dag árið 1939
gerðu Hitler og Stalín griðasátt-
mála sem hleypti af stað heims-
styrjöldinni síðari. Rannsókn-
arsetur um nýsköpun og hagvöxt
(RNH) stendur að sýningunni í
samstarfi við Landsbókasafn Ís-
lands – Háskólabókasafn. Höf-
undur hennar er dr. Hannes
Hólmsteinn Gissurarson prófessor.
Sögumiðlun ehf sér um sýning-
arhönnun. Tveir erlendir fræði-
menn halda erindi af þessu tilefni.
Eistneski sagnfræðingurinn og
þingmaðurinn dr. Mart Nutt flytur
erindið „Eistland: Smáþjóð undir
oki erlendis valds“ og pólski sagn-
fræðingurinn dr. Pawel Ukielski,
forstöðumaður Minningarsafns um
uppreisnina í Varsjá 1944, flytur
erindi um hina sögulegu uppreisn
1944. Varðberg, samtök um vest-
ræna samvinnu og alþjóðamál, og
Alþjóðamálastofnun Háskóla Ís-
lands standa að fyrirlestrum
þeirra Nutts og Ukielskis ásamt
RNH.
Heimskommúnisminn
Í Þingeyjarsýslum er að finna mik-
inn fjölda af áhugaverðum söfnum
og sýningum. Í kvöld verður í
fyrsta sinn haldið Safnakvöld í
Þingeyjarsýslum. Þá munu 14 söfn
og sýningar hafa opið frá sjö til tíu
um kvöldið og bjóða upp á ýmsa
viðburði. Frítt verður inn á allar
sýningarnar. Á Snartarstöðum við
Kópasker verður handverksfólk að
störfum, boðið verður upp á lifandi
tónlist á Hvalasafninu á Húsavík,
Minjasafninu á Mánárbakka og
Samgönguminjasafninu á Ystafelli
og margt fleira á öðrum söfnum í
Þingeyjarsýslunni.
Söfnin í Þingeyjarsýslu
Safnadagur Tónlist, handverk og
margt fleira á safnadeginum í dag.
Ýmissa fleiri grasa kennir í dag-
skrá Reykjavík Dance Festival í
ár. M.a.:
Scape of Grace - Höf. Saga
Sigurðardóttir, fös. 23/8 kl. 18 í
Hafnarhúsi.
Soft Target Installed - Höf.
Margrét Sara Guðjónsdóttir,
sun 25/8 kl. 20 í Hörpu.
Borrowed Landscape - Höf.
Heine Avdal & Yukiko Shinozaki
/ Fieldworks, mán. 26/8 kl. 16 í
Bónus á Hallveigarstíg.
Sjá nánar á vefsíðu hátíðarinnar:
http://reykjavikdancefestival.tumblr.com/
Af dagskrá
hátíðarinnar
RDF 23/8 - 1/9