Morgunblaðið - 23.08.2013, Side 52
FÖSTUDAGUR 23. ÁGÚST 235. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
1. „Allt of margir frídagar kennara“
2. Lýst eftir Tyrfingi
3. Féll í gólfið þegar svifrá brotnaði
4. Stóð aldrei til að senda ávísun í pósti
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikarinn Charlie Sheen birtist
glaðhlakkalegur á Twitter-síðu sinni á
mynd sem tekin var í verslun Eggerts
feldskera. Er hann með forláta húfu
úr refaskinni, sem hann festi kaup á,
en einnig keypti hann tvo hatta af
Önnu Gullu, dóttur Eggerts, sem
saumaði þá sérstaklega fyrir Sheen.
Gaf hann henni gamla hattinn sinn.
Sheen með höfuðföt
frá feldskeranum
Fyrrverandi
knattspyrnukapp-
inn og kvikmynda-
leikarinn núver-
andi Vinnie Jones
var við veiðar í
Vatnsdalsá í vik-
unni og gekk vel;
fékk hann nokkra
laxa en einnig
væna sjóbirtinga og bleikjur. „Hann
var bara rosalega almennilegur, engir
stælar og bara hinn fínasti drengur,“
segir Pétur Pétursson staðarhaldari.
Vinnie Jones veiddi
vel í Vatnsdalsá
Mikið er um dýrðir í Hallgríms-
kirkju þar sem kirkjulistahátíð
stendur sem hæst. Framsæknir
listamenn hafa samið tónlist
fyrir nýuppfærðan rafbún-
að orgelsins stóra og
verða verkin flutt í
kvöld. Meðal tón-
skáldanna eru
Guðmundur
Steinn
Gunnarsson
og Arnljótur
Sigurðsson.
Nýjar víddir Klais-
orgelsins kannaðar
VEÐUR
Stjarnan komst nær toppi
Pepsideildar karla í knatt-
spyrnu í gær með dísætum
sigri á Fram, 3:2. Stjarnan
var 2:1 undir og hafði misst
Atla Jóhannsson af velli
með rautt spjald þegar 25
mínútur voru til leiksloka,
en náði að hefna fyrir tapið
í bikarúrslitaleiknum um
helgina. ÍA og Breiðablik
gerðu 2:2-jafntefli og í Eyj-
um gerðu ÍBV og Keflavík
1:1-jafntefli. »2-3
Sæt hefnd
Stjörnumanna
„Alexander verður vonandi byrjaður
að spila með okkur fyrir jólin en það
er ómögulegt að slá nokkru föstu.
Það er of snemmt að segja til um það
á þessu stigi hvort aðgerðin hafi
heppnast vel en það er vonandi,“ seg-
ir Guðmundur Þ. Guðmundsson,
þjálfari landsliðsmannsins í
handknattleik Alexanders
Peterssons hjá þýska
liðinu Rhein-
Neckar Löwen.
»1
Vonast eftir Alexander
fyrir áramót
Útlit er fyrir að þátttöku FH-inga í
Evrópukeppnunum í knattspyrnu ljúki
þetta árið í Belgíu í lok mánaðarins.
Staða Íslandsmeistaranna er í það
minnsta ekki góð eftir 0:2 tap fyrir
Genk á heimavelli í gærkvöldi. Leik-
urinn var þó nokkuð jafn og FH hefði
getað náð jafntefli með örlítið betri
frammistöðu. Liðið brenndi til að
mynda af víti á lokamínútunum. »4
Nokkuð jafnt en 0:2 tap
hjá FH á móti Genk
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Gunnar Dofri Ólafsson
gunnardofri@mbl.is
Starfsbraut Fjölbrautaskólans í
Breiðholti var sett í gær. Guðrún
Hallgrímsdóttir, fagstjóri starfs-
brautarinnar, segir hana hafa vaxið
úr sex nemenda braut árið 1998 í 39
nemendur í ár, sem ýmist hófu eða
héldu áfram framhaldsskólagöngu
sinni í gær.
„Krakkarnir koma til okkar úr
grunnskóla og eru hér í fjögur ár.
Sumir þeirra eru eingöngu á starfs-
brautinni, en aðrir taka áfanga utan
hennar. Nemendahópurinn er ólík-
ur, en okkar markmið er að veita öll-
um nemendum nám við hæfi. Nem-
endur á eldri árum hjá okkur fara
víða í starfsnám til að kanna hvar
þau geta séð sig starfa í framtíð-
inni.“
Kjartan Ólafsson er nýnemi á
starfsbrautinni, en hann hóf
framhaldsskólagöngu sína í FB í
gær. Kjartan útskrifaðist
úr Klettaskóla í vor og
hlaut þar meðal annars tit-
ilinn sundmaður ársins.
„Þetta er alveg frábært,“ sagði
Kjartan. „Nú er ég kominn í FB.“
Styðjast við iPad spjaldtölvur
Guðrún segir iPad-spjaldtölvur
henta einstaklega vel í kennslu á
starfsbraut. „Við höfum mikið nýtt
okkur iPad-spjaldtölvur í kennsl-
unni. Grafíkin í þeim er svo góð og
myndirnar svo lifandi og það er
mjög gott að nota þær til að miðla
upplýsingum, bæði til nemendanna
og annarra. Við fengum mjög fínan
styrk til iPad-kaupa frá Thorvald-
sensfélaginu en getum alltaf bætt
við okkur fleiri tækjum,“ sagði hún.
Nemendur skólans nota iPad ekki
eingöngu við nám sitt, því blaðamað-
ur og ljósmyndari Morgunblaðsins
voru beðnir um að stilla sér upp í
myndatöku hjá einum nemendanna,
sem heldur dagbók með myndum yf-
ir það sem á daga hans drífur í skól-
anum.
Nýr skóli viðbrigði fyrir alla
Guðrún segir fyrstu önn námsins
fara að miklu leyti í að aðlagast nýju
skólaumhverfi. „Þau koma yfirleitt
ekki eitt og eitt til okkar, heldur
koma þau oft nokkur saman úr
hverjum skóla. Það styrkir krakk-
ana og sjálfri finnst mér það ganga
mjög vel.“ Guðrún segist ennfremur
ekki hafa orðið vör við að nemendur
á starfsbraut hafi orðið fyrir nei-
kvæðu áreiti samnemenda sinna af
öðrum brautum. „Svo erum við alltaf
að leita eftir nemendum af öðrum
brautum til að vera liðsmenn fyrir
þau á starfsbrautinni í frímínútum.
Nemendur fá einingu fyrir það og
það er mikill kostur að hafa einhvern
félaga til að heilsa þegar þú mætir
honum á göngunum,“ sagði Guðrún.
Nota iPad við kennsluna í FB
Fyrsti skóladagur starfsbrautar FB var í gær Fjölgað úr sex í 39 frá árinu
1998 þegar brautin tók til starfa Nemendurnir aðlagast vel lífinu í skólanum
Morgunblaðið/Styrmir Kári
Starfsbraut Nemendur starfsbrautar FB notast mikið við tækni í sínu námi. Brautin heldur úti facebooksíðu og slóðin er facebook.com/starfsbraut.
Atli Steinn Bjarnason, formaður
Nemendafélags Fjölbrautaskólans
í Breiðholti, segir nemendur á
starfsnámsbraut eiga í litlum
vandræðum með að taka þátt
í félagslífinu. „Krakkarnir að-
lagast mjög vel. Þau borða
alltaf með nemendum af hin-
um brautunum í mat-
salnum og taka oft þátt
í viðburðum nem-
endafélagsins, þó
svo þau stundi böllin kannski ekki
mikið,“ sagði Atli Steinn. „Mörg
þeirra eru mjög hress og blanda
geði við hina nemendurna.“
Hann segir starfsfólk skólans
halda mjög vel utan um nemend-
urna. „Það geta ekki myndast
neinir fordómar í þessu umhverfi
hjá okkur. Við búum líka í þannig
samfélagi að ungt fólk í dag er
með mjög opinn huga varðandi
flest,“ sagði Atli Steinn.
Taka þátt í félagslífi skólans
STARFSBRAUT FJÖLBRAUTASKÓLANS Í BREIÐHOLTI
Atli Steinn
Bjarnason
VEÐUR » 8 www.mbl.is
Á laugardag Vestan 8-13 m/s og súld eða dálítil rigning, en léttir
heldur til fyrir austan. Hiti 7 til 18 stig, hlýjast á Austurlandi.
Á sunnudag Suðlæg og síðan suðvestlæg átt og rigning, einkum
á Suðurlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast fyrir austan.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Víða rigning og talsverð úrkoma fyrir suð-
austan. Austan 8-13 síðdegis. Áfram vætusamt. Hiti 10 til 18 stig.