Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 14

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 14
G uðbrandur Árni Ís- berg sálfræðingur er höfundur bók- arinnar Í nándinni – Innlifun og um- hyggja, en þar fjallar hann um það sem hann segir vera kjölfestu ham- ingjunnar: nærandi og örugg tengsl við annað fólk. „Síðustu áratugina hafa rann- sóknir leitt í ljós að aðaluppsretta hamingjunnar eru örugg og nær- andi tengsl við annað fólk,“ segir Guðbrandur Árni. „Til að ná slík- um tengslum þurfum við hins veg- ar að geta upplifað nánd með öðr- um, en nándin er það ástand þegar við upplifum öryggiskennd, finnst við geta verið við sjálf og sagt það sem okkur býr í brjósti. Í nándinni gerast ýmsar efna- breytingar í heilanum og lík- amanum. Framleiðsla á streitu- hormónum minnkar á sama tíma og framleiðsla á efnum eins og ox- ítósíni, sem stundum er kallað tengslahormónið, eykst. Meðan þessi efnagrautur er í gerjun inni í okkur finnum við hvernig kvíði og aðrar óþægilegar tilfinningar minnka og vellíðan og gleði koma í þeirra stað. Í þessu ástandi líður okkur vel, við finnum til löngunar til að leika okkur og gera skemmti- lega hluti með öðrum. Það er því engin furða að nándin er aðal- uppspretta hamingjunnar.“ Þú tileinkar bókina móður þinni, Halldóru Kolka Ísberg, sem veitti þér mikið öryggi. Hvernig mamma var hún? „Mamma var greind og um- hyggjusöm kona með jákvæða lífs- sýn og yndislegan húmor. Þess ut- an hafði hún einstakt jafnaðargeð sem ég dáist að enn þann dag í dag. Henni tókst að festa í huga mínum þá vissu að ég væri þess verður að vera elskaður eins og ég er, en það er mikilvægasta vega- nestið sem foreldrar geta gefið börnum sínum. Freud, sem var mjög karllægur blessaður, sagði einhvern tíma að drengir sem væru augasteinar móður sínnar upplifðu sig alltaf sem sigurvegara. Ég vil orða þetta þannig að börn sem alast upp við gott atlæti upplifi sig sem litla prinsa og prinsessur í já- kvæðri merkingu þess orðs.“ Hvenær fórstu fyrst að velta fyr- ir þér samskiptum fólks? „Ég var enn í barnaskóla þegar þær pælingar byrjuðu. Aðal- ástæðan var sú að pabbi átti við áfengisvandamál að stríða og á þeim tíma var mikil skömm tengd áfengissýki, helst átti ekki að tala um hana. Ég var oft að velta því fyrir mér hvað ég mætti segja og við hvern. Á unglingsárum var ég í stórum vinahópi, við vorum eig- inlega eins og fjölskylda, og þegar ágreiningur kom upp íhugaði ég „Ég vona að þessi bók mín hjálpi þeim sem lesa hana til að gera sér grein fyrir því hvað gerir okkur hamingjusöm og þar er nánd lykilatriði,“ segir Guðbrandur Árni. Öryggi í gegnum nándina SÁLFRÆÐINGURINN GUÐBRANDUR ÁRNI ÍSBERG, HÖFUNDUR BÓKARINNAR Í NÁND- INNI, RÆÐIR Í VIÐTALI UM MIKILVÆGI ÞESS AÐ EIGA ÖRUGG OG NÆRANDI SAMSKIPTI. HANN TELUR AÐ TILGANGUR LÍFSINS SÉ AÐ VERA HAMINGJUSAMUR OG SEGIR EKKI HÆGT AÐ SKAPA NÁND Í GEGNUM FACEBOOK Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is vandlega hvernig best væri að taka á honum. En ég var ekki með hug- ann við sálfræði sem starf heldur ætlaði ég að verða náttúrufræð- ingur og skrifaði reyndar tvær „bækur“ um náttúruna þegar ég var tólf og fjórtán ára. Mig langaði til að verða eins og David Atten- borough. Smám saman fór áhuginn á náttúrinni og samhengi hlutanna að snúast upp í athuganir á mann- inum. Í menntaskóla ákvað ég svo að verða sálfræðingur.“ Fólk í enda- lausu sorgarferli Nú geta samskipti fólks verið ákaf- lega erfið og þú færð örugglega margt fólk til þín sem glímir við samskiptavandamál. Hvaða ráð gefurðu fólki? „Áður en að nokkrum ráðum kemur fer ég vandlega með skjól- stæðingi mínum yfir hvað það er í sambandinu sem veldur vanlíðan. Samband er sköpunarverk tveggja einstaklinga og þegar um tvo full- orðna einstaklinga er að ræða er ekkert sem heitir fórnarlamb og böðull heldur tveir jafnréttháir ein- staklingar sem í sameiningu bera ábyrgð á sambandinu. Það sem oft- ast veldur sárindum í samböndum er ofbeldi eða vanræksla í ein- hverri mynd. Ofbeldi drepur sköp- unarverkið, sambandið, á meðan vanrækslan, sem oft kemur fram í 14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Svipmynd www.gilbert.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.