Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 28
*Matur og drykkir Gómsæt en ekki dísæt pippkaka var í eftirrétt í líflegu matarboði í Vestmannaeyjum »32 Forréttur fyrir fjóra ÞORSKUR (hnakkastykki) 300 g þorskur 6 msk. salt 4 msk. sykur 1 sítróna 1 appelsína sítrónuolía Skerið þorskinn niður í 60 g bita. Blandið salti og sykri sam- an, rífið í rifjárni eða skrælið börk af sítrónu og appelsínu og blandið saman. Látið fiskinn liggja í þessu í 4 klst. Skolið síð- an blönduna af. Hellið þessu næst sítrónu- olíu yfir fiskinn. Bakið að svo búnu í ofni á 180 gráðum í 10 mín. BEIKONKREM 1 pakkning beikon (Ali) 1 stór kartafla 600 ml rjómi Skerið beikonið niður og steikið á pönnu. Skerið næst kartöfluna í teninga og setjið út á. Hellið síðan rjómanum yfir og látið sjóða í 4-5 mín. Setjið svo allt í blandara og látið vinna, þar til að kremið verður alveg maukað. Gott er að taka það síðan í gegnum sigti. STÖKKT BEIKON 1 pakkning beikon (Ali) Steikið á pönnu í 5 mín., látið það svo inn í ofn á 150 gráður þar til að það er orðið stökkt. SÝRÐAR AGÚRKUR 1 agúrka 1 dl vatn 1 dl edik 1 dl sykur Skerið agúrkuna í litla bita og setjið í skál. Setjið því næst vatn, edik og sykur í pott og hitið upp á blöndunni þar til sykurinn hefur bráðnað. Hellið loks vökvanum yfir gúrkurnar og látið kólna í ísskáp. Raðið fiskinum á disk, með bæði beikonkremi og beikoni. Skreytið með sýrðum agúrkum og ferskri sólselju (dilli). É g byrjaði snemma, þetta í kringum fermingu eða 14 ára. Ég byrjaði að vinna í eldhúsinu á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjá afa mínum,“ seg- ir Gústav spurður að því hvernig leið hans lá inn á brautir matreiðslunnar í upphafi. Afi hans og nafni, Gústav Axel Guðmundsson, var um langt skeið kokkur á fyrrnefndu sjúkrahúsi og réð strák til starfa. Þar með virðist fræinu hafa verið sáð, eitt leiddi af öðru og árið 2008 útskrifaðist Gústav yngri sem matreiðslumaður. Í dag heldur hann um stjórn- artaumana á veitingastaðnum Sjávargrillinu á Skóla- vörðustíg. Þrátt fyrir að hafa einkum verið viðloðandi sjávar- réttastaði í gegnum tíðina, en Gústav lærði m.a. á veitingastaðnum Sjávarkjallaranum sem var og hét, hefur hann ekki síður gaman af því að vinna með kjöt. „Það er til dæmis bara gaman að tvinna saman kjöt og fisk í matseldinni,“ bætir hann við og segir lít- ið mál. Gústav gefur Sunnudagsblaðinu hér uppskrift að ljúffengum forrétti. Ekki er að undra að beikon komi þar við sögu en Gústav og Sjávargrillið eru á meðal þeirra staða sem þátt taka í Reykjavík Beikon Festi- val-götuhátíðinni, sem haldin er í þriðja skipti á Skólavörðustígnum um helgina, þ.e. á laugardeginum. Í fyrra lögðu ríflega tíu þúsund manns leið sína á við- burðinn, þar sem ýmsir veitingastaðir, á og við götuna, buðu upp á beikon í ýmsum útfærslum. Hefur hátíðinni heldur betur vaxið fiskur um hrygg frá því að vinahóp- ur, kenndur við Beikonbræður, blés fyrst til hennar í miklu smærri mynd til gamans fyrir bandaríska beik- onáhugamenn í heimsókn á Íslandi árið 2011. „Þetta er létt og skemmtileg hátíð og frábær viðbót við til dæmis Kjötsúpudaginn, sem við höfum haldið hátíðlegan á Skólavörðustígnum undanfarin ár,“ segir Gústav. „Beikonið er líka mjög skemmtilegt hráefni, sí- vinsælt og gaman að vinna með. Það er hægt að út- færa það á ýmsan hátt annan en bara steikja það á pönnu með eggi,“ bætti hann við. Í ár ætluðu menn á Sjávargrillinu að bjóða upp á skemmtilega útfærslu á þorski og beikoni á sínum bás en í fyrra buðu þeir upp á rétt úr döðlum, beikoni og svínasíðu. Átti Gústav ekki von á öðru en stemningin yrði ekki síðri nú en áður enda fjölbreyttir réttir á smakkseðlinum sem fyrr, m.a. beikon í plokkfiski, á pítsum o.s.frv. Nýbreytni í ár væri að gestir keyptu sér matarmiða sem framvísa þyrfti til að fá rétti afhenta en allur ágóði af sölu þeirra rennur til stuðnings hjartadeild Landspítalans. „Maður telur sig bara hepp- inn að fá að reka fyrirtæki við svona flotta götu og láta gott af sér leiða í leiðinni,“ bætti kokkurinn frá Húsa- vík við að endingu, léttur í bragði. Morgunblaðið/Kristinn Gústav Axel og Sjávargrillið bjóða upp á beikon og þorsk í bænum á laugardag. Morgunblaðið/Kristinn BYRJAÐI Í ELDHÚSINU HJÁ AFA Tvinnar saman beikon og fisk GÚSTAV AXEL GUNNLAUGSSON, KOKKUR OG MATGÆÐINGUR, HEFUR AFAR GAMAN AF ÞVÍ AÐ TVINNA SAMAN KJÖT OG FISK. HANN VAR EKKI HÁR Í LOFTINU ÞEGAR LEIÐ HANS LÁ FYRST Í ATVINNUELDHÚS TIL STARFA. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Léttsaltaður þorskur í beikonveislu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.