Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 33
Ljósmyndir/Lind Hrafnsdóttir
* „Ég er hlynnt því að við borðumfjölskyldumáltíð, að það sé ekkimargrétta þar sem verið er að elda eitt
fyrir foreldrana og annað fyrir börnin.„
Ágúst Óskar Gústafsson, Jórunn Einarsdóttir, Berglind Sig-
marsdóttir, Sigurður Gíslason, Kristrún Ósk Hlynsdóttir
og Andri Heimir Friðriksson.
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 33
STEIKTUR FISKUR
1 kg þorskur, hægt að nota
annan hvítan fisk og einnig lax,
roðflettur og beinhreinsaður
150-200 g möndlumjöl, spelt-
eða heilhveiti
3 egg
100 ml möndlumjólk, geita-
mjólk eða hvaða mjólk sem
þið viljið nota
sjávarsalt og svartur pipar að
smekk
jómfrúarólífuolía eða smjör til
steikingar
Aðferð
1. Skerið hvert flak í 3-4 bita.
2. Hafið tilbúið möndlumjöl eða
hveiti, t.d. spelthveiti í djúpri skál.
3. Hrærið egg og mjólk saman í
annarri skál.
4. Hitið olíu eða smjör á pönnu við
meðalháan hita.
5. Veltið fiskbitunum upp úr mjöl-
inu og síðan eggjunum. Setjið þann-
ig beint á heita pönnuna.
6. Kryddið með salti og pipar.
7. Steikið í örfáar mínútur á hvorri
hlið.
BLÓMKÁLSMAUK
1 blómkálshaus eða 600 g nið-
urskorið í lítil tré
250 g kartöflur, skrældar og
skornar í litla bita
1 hvítlauksgeiri, maukaður
eða saxaður
300 ml mjólk eða vatn
2 tsk. kjúklingakraftur
100 g smjör eða bragðlítil
olía
Aðferð
1. Allt sett í pott nema smjör/olía.
Látið suðu koma upp og látið malla
í korter eða þar til kartöflur og
blómkál er orðið mjúkt.
2. Allt sett í blandara, smjöri/olíu
bætt við og maukað.
Athugið að nota hæfilega stóran
pott því vökvinn þarf að fljóta vel
yfir blómkálið og kartöflurnar á
meðan þær sjóða.
TÓMATAR OG BASILÍKA
4-5 stk. tómatar eða 1 pk. kon-
fekttómatar, skerið konfekt-
tómata til helminga, ef þið
notið venjulega skerið þá í
teninga.
2 hvítlauksrif, maukuð
2 msk. jómfrúarólífuolía
1 msk. hunang
sjávarsalt
1 búnt fersk basilíka
2 msk. balsamikedik
Aðferð
1. Hitið ofninn í 150 gráður.
2. Setjið tómata í lítið eldfast mót.
3. Blandið hvítlauk, hunangi og olíu
saman, hellið yfir tómatana og velt-
ið þeim aðeins upp úr olíunni.
4. Saxið basilíku og sáldrið yfir.
5. Kryddið með sjávarsalti og bakið
í 30 mínútur.
Setjið blómkálsmauk á diskinn, fisk-
inn þar ofan á og síðan tómat og
basilíku.
Steiktur fiskur á blómkáls-
mauki með ofnbökuðum
konfekttómötum og basilíku
ANANAS- OG
ENGIFERDRYKKUR
3 dl frosinn ananas
1 tsk. ferskt engifer, rifið
2 dl hreinn appelsínusafi
cayenne-pipar á hnífsoddi
Allt sett í matvinnsluvél og blandað vel. Bæta
má meiri appelsínusafa eða vatni saman við ef
ykkur finnst drykkurinn of þykkur.
PIPP HRÁKAKA
Botn
300 g möndlur
200 g mjúkar döðlur, steinlausar. Ef
döðlurnar eru ekki mjúkar er ágætt
að leggja þær í volgt vatn í 10-15 mín-
útur, hella vatninu af og nota þær svo.
1½ dl kakó, lífrænt
Aðferð
1. Malið möndlur í matvinnsluvél fínt.
2. Saxið döðlur og setjið út í matvinnsluvél
ásamt kakói og blandið vel saman.
3. Setjið smjörpappír í hringlaga form og
þjappið blöndunni í formið. Setjið í frysti
og búið næst til piparmyntukrem.
PIPARMYNTUKREM
2 dl kasjúhnetur sem lagðar hafa ver-
ið í bleyti, sjá aðferð
1 dl kókosolía (mjúk en ekki fljót-
andi)
1 dl fljótandi sætuefni, agavesíróp
eða lífrænt hunang
piparmyntudropar, að smekk
Ef þið notið hreina ilmkjarnaolíu þá eru
2 dropar nóg. Ágætt er að setja skeið und-
ir þegar droparnir eru taldir því ef fleiri
en tveir dropar fara óvart í kremið verð-
ur það of bragðsterkt og er því líklega
ónýtt. Ef notaðir eru venjulegir pip-
armyntudropar þarf um 2 tsk.
Aðferð
1. Setjið hneturnar í skál og látið kalt vatn
yfir þar til flýtur yfir hneturnar. Látið
standa í um 6 klukkustundir eða yfir nótt.
Hellið þá öllu vatni af og setjið í mat-
vinnsluvél.
2. Bætið kókosolíu og sætuefni við og
blandið vel þar til kekkjalaust og mjúkt.
3. Setjið piparmyntudropa út í og blandið
saman.
2-3 bananar, skornir í sneiðar
100-150 g 70% súkkulaði
Kakan sett saman
1. Takið botninn úr frysti og smyrjið krem-
inu á.
2. Sneiðið banana og raðið yfir.
3. Bræðið súkkulaði yfir vatnsbaði og notið
skeið til að hella yfir, svipað og á mynd.
Kakan er þá tilbúin til að bera fram. Einnig
má setja hana aftur í frysti og bera fram
þegar hentar.