Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Föt og fylgihlutir Í fremstu röð í 20 ár... Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 S if Baldursdóttir telur mikla grósku vera í lista- og hönnunarsenunni á Íslandi undanfarið og samstöðu ríkja milli hönnuða. Hún segir and- rúmsloftið og fólkið í kringum hana hafa mikil áhrif á hönnunarferlið. „Notagildi skiptir sköpum og mikilvægt að fallegar flíkur endi ekki bara á herðatré í skápnum og bíði eftir réttu stundinni,“ segir Sif sem leggur mikla áherslu á þægi- leg snið í náttúrulegum efnum. Kyrja verður fáanleg frá og með haustinu í versluninni Kiosk á Laugavegi 65 en Kiosk er tísku- verslun í eigu þeirra sjö hönnuða sem selja vörur sínar í versluninni og skiptast á að standa vaktina í búðinni. Hvernig myndir þú lýsa línunni? „Línan er aðallega svört og ein- kennist af frekar víðum og þægi- legum sniðum í náttúrulegum efn- um eins og silki, bambus jersey og mohair ull. Síðan glittir einstöku sinnum í bert bak“. Hvert sækir þú innblástur? „Tónlist og í minn eigin litla draumaheim. Ég á það til að fá bestu hugmyndirnar mínar þegar ég er milli svefns og vöku.“ Á hverju hefur þú lært mest? „Auðvitað lærði ég mikið í skól- anum mínum úti í Mílanó en lær- dómsríkast fannst mér að vera í starfsnámi hjá ítalska merkinu Vi- vetta, en þá vorum við bara tvær, ég og hönnuðurinn, að vinna saman og urðum fyrir vikið hinar bestu vinkonur. Þar fór ég með henni í flestar erindagerðir, til dæmis allar mátanir og fundi hjá fram- leiðsluverksmiðjunni ásamt því að hanna fyrir hana og gera meiri- hlutann af sniðunum. Hún hafði rosalega mikla trú á mér og vildi helst ráða mig í vinnu en því miður leyfðu fjármálin hjá henni það ekki þá stundina, en þetta reyndist vera dýrmæt reynsla í alla staði. Ég fór síðan frá Mílanó til London og vann þar fyrir nærfatamerki sem heitir Loulou Loves You og vini mína þá Agi&Sam sem gera dýr- indis karlmannsföt með alls konar munstrum.“ Lýstu fyrir mér hönnunarferlinu. „Ég reyni að einskorða mig ekki alltof mikið við eitthvert ákveðið þema heldur fylgi frekar innsæinu, oft byrjar þetta á lagi eða plötu sem gefur mér einhverja ákveðna tilfinningu sem ég fer síðan að vinna út frá. Mér finnst ekkert sér- staklega gaman að teikna, þannig að ég vinn oftast beint út frá snið- unum, sem geta tekið ýmsum breytingum í ferlinu“. Hvað er það besta við að vera fatahönnuður? „Sköpunargleðin og að sjá fólk ganga í flíkunum mínum. Ég fæ al- veg gæsahúð.“ KYRJA ER NÝTT MERKI FATAHÖNNUÐARINS SIFJAR BALDURSDÓTTUR SEM ER VÆNT- ANLEGT MEÐ HAUSTINU. SIF NAM FATAHÖNNUN Í ISTITUTO MARANGONI Í MÍLANÓ OG ER HÆGT OG RÓLEGA AÐ BYGGJA UPP EIGIÐ FYRIRTÆKI Á ÍSLANDI. HÚN VONAST ÞÓ TIL AÐ GETA SELT VÖRUR SÍNAR ERLENDIS Í NÁINNI FRAMTÍÐ. Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Falleg peysa úr „mohair“ ull og silki- pils. Hálsmenið ber heitið verndarbaugur og er eftir Elínu Brítu vöruhönnuð. Sif Baldursdóttir hannar fatnað með víðu og þægilegu sniði. Morgunblaðið/Rósa Braga Fær bestu hug- myndirnar milli svefns og vöku Ljósmyndir/Marsý Hild Þórsdóttir Gegnsær hvítur ullarkjóll. Kjóll úr bambus jersey.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.