Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013 Föt og fylgihlutir Í fremstu röð í 20 ár... Humarhúsið 101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303 S if Baldursdóttir telur mikla grósku vera í lista- og hönnunarsenunni á Íslandi undanfarið og samstöðu ríkja milli hönnuða. Hún segir and- rúmsloftið og fólkið í kringum hana hafa mikil áhrif á hönnunarferlið. „Notagildi skiptir sköpum og mikilvægt að fallegar flíkur endi ekki bara á herðatré í skápnum og bíði eftir réttu stundinni,“ segir Sif sem leggur mikla áherslu á þægi- leg snið í náttúrulegum efnum. Kyrja verður fáanleg frá og með haustinu í versluninni Kiosk á Laugavegi 65 en Kiosk er tísku- verslun í eigu þeirra sjö hönnuða sem selja vörur sínar í versluninni og skiptast á að standa vaktina í búðinni. Hvernig myndir þú lýsa línunni? „Línan er aðallega svört og ein- kennist af frekar víðum og þægi- legum sniðum í náttúrulegum efn- um eins og silki, bambus jersey og mohair ull. Síðan glittir einstöku sinnum í bert bak“. Hvert sækir þú innblástur? „Tónlist og í minn eigin litla draumaheim. Ég á það til að fá bestu hugmyndirnar mínar þegar ég er milli svefns og vöku.“ Á hverju hefur þú lært mest? „Auðvitað lærði ég mikið í skól- anum mínum úti í Mílanó en lær- dómsríkast fannst mér að vera í starfsnámi hjá ítalska merkinu Vi- vetta, en þá vorum við bara tvær, ég og hönnuðurinn, að vinna saman og urðum fyrir vikið hinar bestu vinkonur. Þar fór ég með henni í flestar erindagerðir, til dæmis allar mátanir og fundi hjá fram- leiðsluverksmiðjunni ásamt því að hanna fyrir hana og gera meiri- hlutann af sniðunum. Hún hafði rosalega mikla trú á mér og vildi helst ráða mig í vinnu en því miður leyfðu fjármálin hjá henni það ekki þá stundina, en þetta reyndist vera dýrmæt reynsla í alla staði. Ég fór síðan frá Mílanó til London og vann þar fyrir nærfatamerki sem heitir Loulou Loves You og vini mína þá Agi&Sam sem gera dýr- indis karlmannsföt með alls konar munstrum.“ Lýstu fyrir mér hönnunarferlinu. „Ég reyni að einskorða mig ekki alltof mikið við eitthvert ákveðið þema heldur fylgi frekar innsæinu, oft byrjar þetta á lagi eða plötu sem gefur mér einhverja ákveðna tilfinningu sem ég fer síðan að vinna út frá. Mér finnst ekkert sér- staklega gaman að teikna, þannig að ég vinn oftast beint út frá snið- unum, sem geta tekið ýmsum breytingum í ferlinu“. Hvað er það besta við að vera fatahönnuður? „Sköpunargleðin og að sjá fólk ganga í flíkunum mínum. Ég fæ al- veg gæsahúð.“ KYRJA ER NÝTT MERKI FATAHÖNNUÐARINS SIFJAR BALDURSDÓTTUR SEM ER VÆNT- ANLEGT MEÐ HAUSTINU. SIF NAM FATAHÖNNUN Í ISTITUTO MARANGONI Í MÍLANÓ OG ER HÆGT OG RÓLEGA AÐ BYGGJA UPP EIGIÐ FYRIRTÆKI Á ÍSLANDI. HÚN VONAST ÞÓ TIL AÐ GETA SELT VÖRUR SÍNAR ERLENDIS Í NÁINNI FRAMTÍÐ. Sigurborg Selma sigurborg@mbl.is Falleg peysa úr „mohair“ ull og silki- pils. Hálsmenið ber heitið verndarbaugur og er eftir Elínu Brítu vöruhönnuð. Sif Baldursdóttir hannar fatnað með víðu og þægilegu sniði. Morgunblaðið/Rósa Braga Fær bestu hug- myndirnar milli svefns og vöku Ljósmyndir/Marsý Hild Þórsdóttir Gegnsær hvítur ullarkjóll. Kjóll úr bambus jersey.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.