Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Page 49
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 49 Flestir Íslendingar hafa heyrt sögur af innlendum eitur- lyfjabarónum. Mönnum sem sagðir eru lifa í allsnægtum í skjóli fíkniefnaviðskipta og halda öllu sínu nánasta um- hverfi jafnvel í heljargreipum í krafti stöðu sinnar og máttar. Eins hefur lengi verið orðróm- ur um umsvifamikla menn í ís- lensku atvinnulífi, sem stundi löglegan rekstur í dag, en hafi notað fíkniefnaviðskipti til að koma undir sig fótunum. Karl Steinar Valsson úti- lokar ekki að slíkir menn séu til og gangi lausir. Þeir séu þó varla margir, sögurnar af mönnum sem þessum séu gjarnan mýta. Þá sé ekki óal- gengt að menn spili sig stærri en þeir raunverulega eru. Til að ala á ótta. „Það er hins vegar alveg rétt að okkur tekst ekki alltaf að ná toppunum í hverju máli fyr- ir sig. Stundum tekst mönnum að hylja slóð sína og fá aðra, minni spámenn, til að taka á sig sökina. Stundum grunar okkur og við vitum jafnvel meira en við getum sannað. Með því verðum við að lifa.“ Heppnast ekki alltaf Hann segir þó af og frá að það séu alltaf bara peðin sem lendi í skotlínunni, millimenn og höf- uðpaurar náist oft líka. Nefnir hann í því sambandi „Kaup- mannahafnarmálið“, „skútu- málið“ og „efnaverksmiðju- málið“. „Þar náðust allir topparnir.“ Spurður hvort einhverjir lyk- ilmenn í fíkniefnaviðskiptum á Íslandi hafi aldrei þurft að svara til saka getur Karl Steinar ekki útilokað það en séu þeir yfir höfuð til hljóti þeir að vera mjög fáir. „En það verður að viðurkennast að okkur hefur ekki alltaf heppnast í aðgerðum gegn meintum höfuðpaurum í fíkniefnaheiminum. Við höfum ekki alltaf haft heppnina með okkur eða lesið ástandið rétt.“ Hann bendir á, að nýlega hafi verið gerð breyting á lagaum- hverfinu í samræmi við Evr- ópulönd til að reyna að nálgast peningaþvætti þegar svokall- aður Palermosamningur var viðurkenndur á Alþingi. „Von- andi á það eftir að hjalpa lög- reglu í að ná til hæstu laga brotamanna.“ MÝTA EÐA VERULEIKI? orhjólagengin á sínum tíma. Þeir spyrntu ekki nógu snemma við fót- um með þeim afleiðingum að þeir hafa þurft að setja svakalegan mannafla og fjármuni í baráttuna gegn gengjunum. Sú staða er tvísýn og erfið, eins og við þekkjum, og hefur skaðað orðspor landsins, að ekki sé talað um öryggi borg- aranna.“ Spurður hvort við séum að sigla inn í það ástand að lögregla þurfi að bera vopn dags daglega kveðst Karl Steinar vona ekki. „Í ákveðnum aðferðum þarf lögregla að vera vopn og gerir það nú þegar. Ég vona á hinn bóginn að sá dagur komi ekki að vopnaburður lögreglu verði almennur. Það myndi breyta ásýnd og samskiptum lögreglu við almenning verulega til hins verra en þessi samskipti eru hvergi sem ég þekki til eins mikil og góð.“ Upplýsingamiðlun er heldur hvergi eins mikil – á báða bóga. „Bæði er lögregla dugleg að miðla upplýsingum til almennings og eins berst lögreglu óvenju mikið af upp- lýsingum frá hinum almenna borg- ara sem oftar en ekki skilar miklu í baráttunni gegn glæpum og mis- rétti.“ Meira fé og fleiri menn Af framansögðu má ráða að ástand- ið í undirheimum Íslands fer versn- andi. Umsvifin og harkan eru að aukast. Á því vandamáli er ein- ungis ein lausn, að áliti Karls Steinars. Verja þarf meira fé til málaflokksins og fjölga lög- reglumönnum. „Lögregla hefur ágæta yfirsýn yfir sviðið og eins góða stjórn á málum og mögulegt er við núverandi skilyrði. Hitt er annað mál að ábendingar eru fjöl- margar og við gætum hæglega hafið nýja rannsókn á hverjum degi. Til þess höfum við hins veg- ar hvorki fjármagn né mannafla. Í mínum huga er þetta fyrst og fremst þjóðhagsleg spurning. Er ekki ávinningur í því fyrir íslensku þjóðina að fara í hart átak gegn skipulagðri brotastarfsemi og yrði því fé ekki vel varið? Viljum við hafa þessa starfsemi hangandi yfir okkur?“ Sú ákvörðun verður þó ekki tek- in af lögreglu, heldur stjórnvöldum í þessu landi. „Það hefur legið fyrir í mörg ár að stjórnvöld þurfa að taka stóra ákvörðun í þessu efni. Því fyrr þeim mun betra.“ Morgunblaðið/Kristinn Erlendir félagar í Hells Angels handteknir í Leifsstöð og snúið til síns heima. Aðgerðir lögreglu gegn mótorhjólagengjum hafa vakið athygli víða. Morgunblaðið/Sverrir Einn sakborninga í skotárársarmálinu í Bryggjuhverfinu í Reykjavík fyrir tæpum tveimur árum færður fyrir dómara. Málið vakti mikinn óhug meðal almennings. Morgunblaðið/Golli Lögregla getur þurft að beita hörku til að yfir- buga misindismenn. P IP A R \T B W A - S ÍA Sæktu um lykil núna á ob.isí tíunda hvert skipti sem þú dælir 25 lítrum eða meirameð ÓB-lyklinum

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.