Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Side 50
Þ
orbjörg Helga Þorgils-
dóttir hefur vakið at-
hygli fyrir magnaðan
kvikmyndaleik síðustu
misserin. Verðskuldaða
athygli. Í fyrra var það leikur
hennar í Djúpinu sem gagnrýn-
endur lofuðu hana í hástert fyrir.
Einn þeirra sagði að hún væri svo
góð í hlutverkinu að „mann skortir
eiginlega orð“.
Þegar Þorbjörg lék í Djúpinu
sumarið 2010 hafði hún samt, miðað
við nýútskrifaða leikkonu, farið afar
óvenjulega braut í starfsframa eftir
útskrift. Hún hafði leikið í einu
sviðsverki í Borgarleikhúsinu og í
stuttmynd eftir Ómar Örn Hauks-
son. Hún hafði auk þess unnið sem
ritari á lögmannsstofu heilan vetur
áður en hún fékk hlutverkið í Djúp-
inu um sumarið. Hún vann því til
skiptis við að lesa dóma og fljúga
til Vestmannaeyja í tökur.
Þorbjörg fann að lögfræðin höfð-
aði sterkt til hennar og ákvað að
setjast á skólabekk í Háskóla Ís-
lands haustið eftir tökur. Hún stóð
við það. Hún náði „almennunni“ í
fyrstu atrennu og er búin að ljúka
ári í lögfræðinni.
Þorbjörg hefur nú leikið í tveim-
ur kvikmyndum sem hefur verið
boðið á kvikmyndahátíðina í To-
ronto. Djúpið fór þangað í fyrra og
nú er það Málmhaus eftir Ragnar
Bragason. Djúpið hefur vakið
heimsathygli og nú þegar hefur
verið samið um dreifingu á Málm-
haus um allan heim.
Fjölbreytt umhverfi í æsku
Leikkonan kemur á hjóli í viðtalið
og er búin að hjóla alla leið úr
Kópavogi þar sem hún var hjá
tannlækni. Hún er hressileg,
hummar ekki yfir neinum spurn-
ingum, þarf lítið að hugsa sig um
og er óvenjuhraðmælt. Blaðamaður
verst ekki þeirri hugsun að það
hefði verið gaman að mæla fjölda
orða á mínútu. Hraðmælgi er gáfu-
merki samkvæmt erlendum rann-
sóknum (og það er engin lygi).
Þorbjörg er þar að auki forvitin
um hvernig lífið virkar hjá öðrum
því hún er ófeimin við að spyrja
blaðamann spurninga á móti. Enda
segist hún hafa getað nýtt sér í
leiknum svo ótalmargt annað en
leiklistarnámið sjálft.
„Fólk sem maður hittir og kynn-
ist, persónu þess og eiginleikum og
hvernig það tekur á sínu lífi, hefur
alltaf haft mikil áhrif á mig, á ýms-
um sviðum. Stundum eru leikarar
spurðir að því hvaða leikarar hafa
haft áhrif á þá en alls konar fólk
hefur haft áhrif á mig. Ég var einu
sinni að vinna á veitingastað og var
að þjóna með frábærri konu sem ég
varð fyrir áhrifum frá; hvernig hún
var og hvernig hún hagaði sínu lífi.
En svo hafa samleikarar mínir í
Málmhaus, Ingvar E. Sigurðsson
og Halldóra Geirharðsdóttir til
dæmis haft áhrif á mig sem leik-
konu. Það hefur verið magnað að
sjá hvernig þau vinna og gera hlut-
ina. Sýn Halldóru á leiklistina hríf-
ur mann.“
Þorbjörg Helga er hver? „Ég er
fædd árið 1983 og flutti fjögurra
ára gömul til Grænlands því faðir
minn, sem er verkfræðingur, var
fenginn til að reisa frystihús í Nu-
uk. Þar átti ég tvíburavini, Kasper
og Jesper og við áttum öll eins
snjógalla. Líklega hefur dvölin
þarna verið eitthvað á við að búa
fyrir norðan við óvenjuharðan vet-
ur. Maður lék sér bara í snjósköfl-
um og var ekkert sérstaklega að
spá í þetta. Við fluttum svo til Sví-
þjóðar þegar ég var sex ára og ég
flutti ekki aftur til Íslands fyrr en
ég var 11 ára. Hvað gaf þessi
reynsla mér? Auðvitað reiprennandi
dönsku og sænsku sem ég bý að,
vini sem ég þurfti að kveðja með
trega þegar ég flutti til Íslands,
sérstaklega Boel, eina af mínum
bestu vinkonum. Ég held líka að ég
hafi búið að því alla tíð að fjöl-
menning var sjálfsagður hluti lífs-
ins. Með mér í bekk voru börn sem
voru hvaðanæva úr heiminum og
tilheyrðu hinum ýmsu trúar-
brögðum. Þegar maður kom til Ís-
lands var umhverfið einsleitara og
að vissu leyti fátæklegra fyrir vikið,
að mér fannst.“
Ilmur hver?
Þorbjörg flutti í Bústaðahverfið og
ólst upp í fjögurra systkinahópi.
Hún á eldri bróður og tvær yngri
systur. Fyrir áhugafólk um ætterni
fólks eftir landshlutum má segja að
Þorbjörg sé Austfirðingur í móð-
urætt en Vestfirðingur í föðurætt.
Móðir hennar er frá Djúpavogi.
Það veitti Þorbjörgu dýrmæta inn-
sýn í sjómannslíf við tökur á Djúp-
inu að móðurbræður hennar höfðu
allir verið á sjó fyrir austan auk
þess sem móðir hennar hafði á
yngri árum bæði verið kokkur og
háseti á sjó. Og að sjálfsögðu var
afi hennar sjómaður.
„Ég dvaldi oft hjá ömmu og afa í
Neskaupstað þegar ég kom til Ís-
lands á sumrin og auðvitað fyrir og
eftir það.“ Sögðu þau þá gæskan?
„Já, örugglega. Afi var flámæltur.
Sagði sekur í staðinn fyrir sykur og
spela þegar við tókum í spil. Ég var
afar hænd að þeim og minningin
um þau er amma að steikja kleinur
og gera flatkökur, þau að spila við
mig og spá fyrir mér og svo sátu
þau saman við eldhúsgluggann og
drógu gardínuna frá til að fylgjast
með hver væri að koma og fara.
Þegar afi var kominn á elliheimilið
fylgdist hann með úr glugganum
hvaða skip voru að sigla inn og
hann gat komið auga á rekavið hin-
um megin í firðinum og bað þá syni
sína að ná í hann. Hann sá betur
eldgamall en við hin öll.“
Fólkið í hennar nærfjölskyldu
hefur ekki lagt fyrir sig leiklistina.
Systur hennar eru báðar í meist-
aranámi í jarðfræði, móðir hennar,
Auður Sveinsdóttir, er fótaaðgerð-
arfræðingur og nuddari og faðir,
Þorgils Arason, er sem fyrr segir
verkfræðingur. Hvernig varð fjöl-
skyldunni við að hún ætlaði út í
ótryggt og hugsanlegt hark leiklist-
arinnar?
„Ég hef alltaf fengið stuðning við
allt sem ég hef tekið mér fyrir
ÞAÐ ER LEIKKONA HÉR Í BÆ
SEM LEIKSTJÓRAR LANDSINS
VIRÐAST KEPPAST UM AÐ
FÁ Í KVIKMYNDIR SÍNAR.
ÞORBJÖRG HELGA ÞOR-
GILSDÓTTIR HEFUR VERIÐ
SÖGÐ SVO GÓÐ AÐ FÓLK
SKORTI ORÐ.
Júlía Margrét Alexandersdóttir
julia@mbl.is
Senur úr kvikmynd Ragnars Bragasonar, Málmhaus, sem frumsýnd er á kvikmyndahátíðinni í Toronto um helgina. Ragnar fékk Þorbjörgu í aðalhlutverkið eftir að hún hafði lokið við að leika í kvikmynd Baltasars
„Faðir minn verkfræðingurinn reiknaði þetta auð-
vitað út á mjög einfaldan hátt og fannst útkoman
frekar fyndin og keypti hana ekki alveg. Að það
væru yfir 150 manns sem sæktu um pláss í leik-
aradeild Listaháskólans, að það væru samt aðeins
átta pláss í boði og hversu margir af þeim átta
fengju svo vinnu að lokinni útskrift?“
Fólk hefur
áhrif á mig
Viðtal
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 8.9. 2013