Morgunblaðið - Sunnudagur

Ulloq

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 61

Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 61
laus gagnvart vandræðum. Hann hefur reyndar orð á sér fyrir að vera töluvert fyrir framan speg- ilinn fyrir leiki og eitt sinn sagði Harry Redknapp um hann: Það er eins og honum sé alveg sama hvort hann vinnur eða tapar – svo framarlega sem hann lítur vel út á vellinum. Ástæðan fyrir reiði Redknapps var að eitt sinn var Bale þrumaður niður á æfingu og þurfti á sjúkraþjálfara að halda. En áður en meðferðin hófst hopp- aði Bale á öðrum fæti og sótti hárbandið sitt. Það var ekki fyrir Redknapp. Bale hefur átt eina kærustu alla sína tíð, Emmu Rhys-Jones, og með henni á hann dótturina Ölbu Violet. Þegar hann skorar og gerir sitt fræga hjarta er það merki til Emmu og Ölbu. Þegar Bale skrif- aði undir hjá Real var hann um- kringdur fortíðarstjörnum Real Madrid, ráðgjöfum og öðrum sem vilja hafa áhrif á hans líf. En Bale sagði að þær mikilvægustu sem hefðu verið þarna í Madríd þenn- an dag væru Emma, Alba og Deb- bie, móðir hans. Eftir frammistöðu sína gegn Inter, þar sem Bale vakti fyrst at- hygli heimsins með því að skora þrennu og tæta Maichon í sig, sagði Harry Redknapp honum að fara í frí. Hann væri 21 árs og ætti verðskuldað fimm daga frí. Flestallir fótboltamenn hefðu farið til Dúbaí eða sleikt sólina á ein- hverri lúxusströnd en ekki Bale. Hann keyrði til mömmu og pabba. Eyru hans voru útstæð þegar hann var barn og fékk Bale tölu- vert að kenna á stríðni í skól- anum. Hann var með bítlahár til að fela eyrun en í júlí á síðasta ári fór hann í lýtaaðgerð og lét laga þau. Klippti sig og hætti að skammast sín fyrir eyrun. Bale stækkaði mikið á milli 14 og 16 ára aldurs og meiddist mikið. Á tímabili leit út fyrir að hann þyrfti að hætta í fótbolta. Illa gekk hjá honum og fólk innan Southampton var að missa þolinmæðina gagn- vart honum. En í leik þar sem Southampton var búið að ákveða að losa sig við leikmanninn sýndi Bale frammistöðu sem verðskuld- aði samning. Bale hefur aldrei smakkað áfengi. Hann reynir samt að missa ekki af afmæli vina sinna og heldur enn sterku sambandi við vini sína frá Wales. Skuggi hvílir á félagaskiptum Bales. Enginn liðsfélagi hans hefur fagnað komu hans. Þeir hafa frekar eytt púðri í að Mesut Özil hafi verið seldur til Arsenal. AFP 8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61 Bale og tölurnar  Real Madríd býst við að fá 60 milljónir til baka í formi minja- gripa tengdra Bale.  Jonathan Barnett, umbðsmaður Bales, fær 5-7% af 100 millj- ónunum.  Bale er sagður fá 300 þúsund pund á viku. Það gera rúmar 56 milljónir króna. Hann þrefaldar laun sín hjá Tottenham. Það gerir tvo og hálfan milljarð á ári. 6.832.841 krónu þénar hann á dag, 284 þúsund krónur á klukkustund, 4.745 krónur á mínútu. Hæsti vinningur í lottó hér á landi var 80 milljónir.  80 þúsund mættu til að taka á móti Ronaldo. 30 þúsund tóku á móti Bale.  Spænsk félög skulda 670 millj- ónir evra í skatta. Þau skulduðu 750 milljónir evra 2012.  2011 fékk Real Madrid 140 millj- ónir evra fyrir sjónvarpsréttinn. Barcelona sömuleiðis. Atletico Madrid kom í þriðja sæti með 50 milljónir evra. 42% af öllum tekjum La Liga fara til Real og Barca.  Fjölmörg spænsk lið glíma við fjárhagsvandræði. Deportivo La Coruna varð þannig gjaldþrota í janúar. Skuldaði 99 milljónir evra. Depor varð meistari 1999- 2000.  Sex milljónir manna eru atvinnu- lausar á Spáni eða 26%. 56% at- vinnuleysi er meðal þeirra sem eru yngri en 25 ára.  Real var fyrsta liðið sem græddi yfir 500 milljónir. Það hefur skilað yfir 200 milljóna hagnaði fimm ár í röð.  Real greiðir 46% af öllum sínum tekjum í laun. Liðið er í þriðja sæti yfir hæstu laun í íþróttum. Aðeins Man. City og Los Angeles Dodgers (hafnabolti) greiða meira. BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16 TIMEOUT Hönnun Jahn Aamodt Stóll kr.. 303.700 Stóll + skemill kr. 381.400 TILBOÐSVERÐ Stóll kr. 267.500 Stóll + skemill kr. 334.900
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.