Morgunblaðið - Sunnudagur - 08.09.2013, Qupperneq 61
laus gagnvart vandræðum. Hann
hefur reyndar orð á sér fyrir að
vera töluvert fyrir framan speg-
ilinn fyrir leiki og eitt sinn sagði
Harry Redknapp um hann: Það er
eins og honum sé alveg sama
hvort hann vinnur eða tapar – svo
framarlega sem hann lítur vel út
á vellinum. Ástæðan fyrir reiði
Redknapps var að eitt sinn var
Bale þrumaður niður á æfingu og
þurfti á sjúkraþjálfara að halda.
En áður en meðferðin hófst hopp-
aði Bale á öðrum fæti og sótti
hárbandið sitt. Það var ekki fyrir
Redknapp.
Bale hefur átt eina kærustu alla
sína tíð, Emmu Rhys-Jones, og
með henni á hann dótturina Ölbu
Violet. Þegar hann skorar og gerir
sitt fræga hjarta er það merki til
Emmu og Ölbu. Þegar Bale skrif-
aði undir hjá Real var hann um-
kringdur fortíðarstjörnum Real
Madrid, ráðgjöfum og öðrum sem
vilja hafa áhrif á hans líf. En Bale
sagði að þær mikilvægustu sem
hefðu verið þarna í Madríd þenn-
an dag væru Emma, Alba og Deb-
bie, móðir hans.
Eftir frammistöðu sína gegn
Inter, þar sem Bale vakti fyrst at-
hygli heimsins með því að skora
þrennu og tæta Maichon í sig,
sagði Harry Redknapp honum að
fara í frí. Hann væri 21 árs og
ætti verðskuldað fimm daga frí.
Flestallir fótboltamenn hefðu farið
til Dúbaí eða sleikt sólina á ein-
hverri lúxusströnd en ekki Bale.
Hann keyrði til mömmu og pabba.
Eyru hans voru útstæð þegar
hann var barn og fékk Bale tölu-
vert að kenna á stríðni í skól-
anum. Hann var með bítlahár til
að fela eyrun en í júlí á síðasta
ári fór hann í lýtaaðgerð og lét
laga þau. Klippti sig og hætti að
skammast sín fyrir eyrun. Bale
stækkaði mikið á milli 14 og 16
ára aldurs og meiddist mikið. Á
tímabili leit út fyrir að hann þyrfti
að hætta í fótbolta. Illa gekk hjá
honum og fólk innan Southampton
var að missa þolinmæðina gagn-
vart honum. En í leik þar sem
Southampton var búið að ákveða
að losa sig við leikmanninn sýndi
Bale frammistöðu sem verðskuld-
aði samning. Bale hefur aldrei
smakkað áfengi. Hann reynir samt
að missa ekki af afmæli vina sinna
og heldur enn sterku sambandi
við vini sína frá Wales.
Skuggi hvílir á félagaskiptum Bales. Enginn liðsfélagi hans hefur fagnað komu
hans. Þeir hafa frekar eytt púðri í að Mesut Özil hafi verið seldur til Arsenal.
AFP
8.9. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 61
Bale og tölurnar
Real Madríd býst við að fá 60
milljónir til baka í formi minja-
gripa tengdra Bale.
Jonathan Barnett, umbðsmaður
Bales, fær 5-7% af 100 millj-
ónunum.
Bale er sagður fá 300 þúsund
pund á viku. Það gera rúmar 56
milljónir króna. Hann þrefaldar
laun sín hjá Tottenham. Það gerir
tvo og hálfan milljarð á ári.
6.832.841 krónu þénar hann á
dag, 284 þúsund krónur á
klukkustund, 4.745 krónur á
mínútu.
Hæsti vinningur í lottó hér á
landi var 80 milljónir.
80 þúsund mættu til að taka á
móti Ronaldo.
30 þúsund tóku á móti Bale.
Spænsk félög skulda 670 millj-
ónir evra í skatta. Þau skulduðu
750 milljónir evra 2012.
2011 fékk Real Madrid 140 millj-
ónir evra fyrir sjónvarpsréttinn.
Barcelona sömuleiðis. Atletico
Madrid kom í þriðja sæti með 50
milljónir evra. 42% af öllum
tekjum La Liga fara til Real og
Barca.
Fjölmörg spænsk lið glíma við
fjárhagsvandræði. Deportivo La
Coruna varð þannig gjaldþrota í
janúar. Skuldaði 99 milljónir
evra. Depor varð meistari 1999-
2000.
Sex milljónir manna eru atvinnu-
lausar á Spáni eða 26%. 56% at-
vinnuleysi er meðal þeirra sem
eru yngri en 25 ára.
Real var fyrsta liðið sem græddi
yfir 500 milljónir.
Það hefur skilað yfir 200 milljóna
hagnaði fimm ár í röð.
Real greiðir 46% af öllum sínum
tekjum í laun.
Liðið er í þriðja sæti yfir hæstu
laun í íþróttum. Aðeins Man.
City og Los Angeles Dodgers
(hafnabolti) greiða meira.
BÆJARLIND 16 KÓPAVOGUR SÍMI 553 7100 WWW.LINAN.IS
OPIÐ MÁNUDAGA TIL FÖSTUDAGA 12 - 18 LAUGARD. 11 - 16
TIMEOUT
Hönnun Jahn Aamodt
Stóll kr.. 303.700
Stóll + skemill kr. 381.400
TILBOÐSVERÐ
Stóll kr. 267.500
Stóll + skemill kr. 334.900