Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. LÉTTOG LAKTÓSAFRÍ SÚRMJÓLK H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Þyrla Landhelgisgæslunnar bjarg- aði ellefu manna áhöfn flutninga- skipsins Fernöndu eftir að eldur kom upp í skipinu suður af Vest- mannaeyjum um miðjan dag í gær. Ekkert amaði að mönnunum en sum- ir þeirra höfðu ekki komist í björg- unargalla vegna eldsins. Áhöfnin komst heldur ekki að björgunarbát- um skipsins. Slæmt veður var á svæðinu, með- alvindhraði var 27 metrar á sekúndu á Stórhöfða og ölduhæð rúmir fjórir metrar við Surtsey. Eldurinn kom upp í vélarrúmi flutningaskipsins og tókst skipverj- um ekki að ráða niðurlögum hans. Því óskaði skipstjórinn eftir aðstoð við að koma áhöfninni frá borði. Hífðir um borð í þyrluna Í kjölfarið voru þyrlur Landhelg- isgæslunnar kallaðar út en áður höfðu Þór, björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar í Vest- mannaeyjum, og hafnsögubátur haldið til móts við skipið. Brú skipsins var orðin alelda þeg- ar þyrlurnar komu á vettvang en áhöfnin hafði leitað skjóls á þilfarinu. Skipið var vélarvana og rak þvert á öldu og vind. Að sögn Guðmundar Ragnars Magnússonar, stýri- og sig- manns Gæslunnar, sem seig niður í skipið, voru skipverjarnir aðeins með handtalstöð og komust ekki að björgunarbátum vegna eldsins. Flestir voru í björgunargalla og vesti en nokkrir höfðu þó ekki komist í galla. Um tuttugu mínútur tók að hífa mennina, sótuga af baráttu við eldinn, um borð í þyrluna. Meirihluti skipverjanna er Rússar en auk þeirra voru Eistar og að minnsta kosti einn Úkraínumaður í áhöfninni. Flogið var með þá til Reykjavíkur en ekkert reyndist ama að þeim. Strandaði við Sandgerði í fyrra Að svo búnu fengu mennirnir að- hlynningu og hressingu hjá Rauða krossi Íslands. Þar voru þeim útveg- uð föt, skór og hreinlætisvörur enda gátu þeir ekki bjargað neinu frá borði og fatnaður þeirra var illa far- inn og sótugur eftir hremmingarnar. Umboðsaðili Fernöndu hér á landi er Eimskip og útvegaði fyrirtækið mönnunum gistingu á hóteli. Sam- kvæmt upplýsingum Eimskips var Fernanda á leið hingað til að sækja dýrafóður fyrir danskan loðdýra- ræktanda. Enginn farmur var um borð í skipinu. Það er skráð í Dóm- iníska lýðveldinu og var smíðað árið 1981. Það strandaði við Sandgerði í maí í fyrra. Varðskipið Þór kom að skipinu á tíunda tímanum í gærkvöldi og log- aði þá enn í því. Taka átti ákvörðun nú í morgun um frekari björgunar- aðgerðir. Sluppu óhultir úr eldinum  Brú flutningaskipsins Fernöndu var alelda þegar þyrlur Gæslunnar komu á vettvang  Skipverjar flúðu á þilfarið og komust ekki í björgunarbátana Björgunin 13:14 Eimskip, umboðsaðili skipsins hérlendis, hafði sam- band við vaktstöð siglinga og lét vita af því að það væri í vandræðum. Lóðs og björg- unarskip Landsbjargar kölluð út. 13:30 Báðar þyrlur Landhelgis- gæslunnar voru kallaðar út. 13:51 Þyrlurnar fara í loftið og halda á vettvang. 14:35 TF-GNA kemur að skip- inu og sigmaður sígur um borð. 15:40 Þyrlan lendir með áhöfn- ina á Reykjavíkurflugvelli. Ljósmynd/Landhelgisgæslan Öldurót Þyrla Landhelgisgæslunnar athafnar sig við Fernöndu. Brúin var alelda þegar þyrluna bar að garði og voru veðuraðstæður erfiðar. Morgunblaðið/RAX Áhöfnin Skipverjar Fernöndu í flugskýli Gæslunnar. Þeim var skiljanlega brugðið eftir hrakfarirnar en eldurinn breiddist hratt út og veður var slæmt. Morgunblaðið/RAX Björgun Áhöfn TF-GNA sem bjarg- aði skipverjum flutningaskipsins. „Það breytist í sjálfu sér ekkert. Það verður áfram í gildi kerfið sem verið hefur við lýði, að íslensk fyrirtæki sem vilja flytja inn kjöt þurfa að sækja um leyfi. Umsóknir fara í ákveðinn farveg og ef öll vottorð standast fá þau heimild til innflutnings,“ segir Hall- dór Runólfsson, skrifstofustjóri á skrifstofu matvæla, landbúnaðar og byggðamála hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, aðspurður um áhrif formlegs áminningarbréfs frá Eftirlitsstofnun EFTA, ESA. Varðar bréfið takmarkanir á inn- flutningi á kjöti til Íslands en það er mat ESA að þær brjóti í bága við EES-samninginn. Þær feli þannig í sér óréttmætar viðskiptahindranir. „Það verða engar laga- eða reglu- gerðarbreytingar. Hins vegar þarf að svara þessu bréfi. Til þess hefur ráðuneytið tvo mánuði. Það hefur reyndar möguleika á að sækja um framlengingu. Þegar er hafin vinna við að framkvæma áhættumat á frjálsu flæði fersks kjöts frá ríkjum ESB,“ segir Halldór en ætlunin er að ljúka matinu í ársbyrjun 2014. Það verði notað til að sýna fram á málstað Íslands. baldura@mbl.is Draga fram málstað Íslands  Viðbrögð við áminningu ESA Halldór Runólfsson Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 44,8% í nýrri könnun MMR en mældist 44,0% í síðustu könnun. Fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist 28,6% en var 26,5% í síðustu mæl- ingu um miðjan október. Fylgi Sam- fylkingar mældist 15,5%, en 17,3% síðast. Vinstri-græn mældust með 14,8% fylgi, en 12,6% síðast. Fylgi Framsóknarflokksins mældist 13,2%, en 15,4% í síðustu mælingu. Björt framtíð mældist nú með 12,1% fylgi, en 12,2% síðast, og Pírata- flokkurinn með 8,4% fylgi, en 7,7% síðast. Könnunin var gerð dagana 25.-29. október og tóku 1.034 einstaklingar þátt í henni. 83,3% gáfu upp afstöðu til flokka og 86,4% gáfu upp afstöðu sína varðandi stuðning við stjórnina. Fylgi Fram- sóknar dalar Skannaðu kóðann til að sjá mynd- skeið af vettvangi. Snjó kyngdi víða niður norðanlands í gær og hvessti jafnframt eftir því sem leið á kvöldið. Þannig var nokk- urra sentimetra jafnfallinn snjór á Akureyri. Skafrenningur var á fjall- vegum í gærkvöldi og víða snjókoma norðaustanlands. Veðurstofan spáir í dag allhvassri eða hvassri norðaustanátt á Vest- fjörðum, með slyddu eða rigningu. Mun hægari vindur og stöku skúrir eða él verða annars staðar. Hiti verður á bilinu 0 til 6 stig, en vægt frost fyrir norðan. Á morgun og um helgina er spáð áfram norðlægum áttum og köldu veðri. Hvassast verður norðan- og austanlands, allt að 18 m/sek. Létt- skýjað og bjart verður syðra. Snjóaði norðanlands Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri Hallur, sex ára, fór í fót- bolta í gær þrátt fyrir snjóinn.  Kuldalegt verð- ur um helgina Héraðsdómur Reykjaness hefur fallist á kröfu lög- reglunnar á Suð- urnesjum um tveggja vikna gæsluvarðhald yfir karlmanni frá Litháen sem handtekinn var í Leifsstöð á þriðjudag vegna smygls á amfetamínbasa til landsins. Maðurinn kom til landsins um há- degisbil á þriðjudag og var stöðv- aður í tollinum þegar grunsemdir vöknuðu um vínflösku sem hann hafði meðferðis. Þegar hann var beðinn að stíga inn í leitarklefa grýtti hann flöskunni í gólfið þannig að hún brotnaði og amfetamínbasi sem í henni var slettist upp um alla veggi. Verjandi mannsins hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Tvær vikur í varðhaldi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.