Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Það er fínt að vera krakki á Flúð- um, þar mættu þó vera fleiri versl- anir og kvikmyndahús væri vel þegið. Þetta er mat tveggja ungra Flúðabúa, þeirra Laufeyjar Helgu Ragnheiðardóttur, sem er í 7. bekk í Flúðaskóla og Jónasar Guðmunds- sonar, sem gengur í 6. bekk í sama skóla. „Meirihlutinn af krökkunum er að æfa körfubolta. Íþróttafélagið okkar heitir Hrunamenn og við æf- um í íþróttahúsinu í skólanum,“ segir Laufey. Jónas segir fótbolta og frjálsar einnig njóta nokkurra vinsælda. Sjálfur æfir hann bæði körfubolta og frjálsar og stundar golf að sumarlagi og Laufey æfir körfubolta. Hvað gerið þið yfirleitt eftir skóla? „Ég fer heim, fæ mér að borða og fer svo á æfingu,“ segir Laufey. „Sama hjá mér,“ segir Jón- as. „Um helgar hittast krakkar oft við skólann á hjólabrettum. Svo er- um við auðvitað mikið með vinum okkar. Stundum eru haldin partí fyrir alla krakkana, það heitir mið- stigsgleði.“ Hvað gerið þið í þessum partí- um? „Bara eitthvað, sumir dansa, sumir spila FIFA, horfa á myndir og svoleiðis.“ Í Laufeyjar bekk eru 12 krakk- ar og fimm í bekk Jónasar. Spurð að því hvernig sé að vera í til- tölulega fámennum bekk láta krakkarnir vel af því og eru sam- mála um að í slíkum aðstæðum sé enn mikilvægara að öllum líði vel saman. „Þess þarf eiginlega þegar við erum svona fá,“ segir Laufey. Hvað mynduð þið gera ef þið mættuð ráða öllu á Flúðum í einn dag? „Setja rennibraut í sundlaug- ina. Fá betri leikvöll við skólann og nýjar körfuboltakörfur,“ segir Laufey. „Ég myndi setja hérna frjálsíþróttavöll og stækka skólann, hann er of lítill,“ segir Jónas. Langar ykkur aldrei til þess að fleiri krakkar byggju á Flúðum? „Nei, alls ekki,“ segja krakkarnir í kór. „Það er alveg nóg af skemmti- legum krökkum á Flúðum.“ „En það mættu vera fleiri og stærri búðir hérna,“ segir Jónas. „Og bíó.“ „Það er nóg af skemmtilegum krökkum á Flúðum“  Ungir Flúðabú- ar láta vel af lífinu og tilverunni Morgunblaðið/Kristinn Laufey og Jónas Þau eru ánægð með tilveruna á Flúðum, en myndu þó ekki slá hendinni á móti kvikmyndahúsi í bænum. Flúðakrakkar Kátir krakkar á leikvell- inum við skólann sinn, Flúðaskóla.  Árleg folaldasýning Hrossaræktarfélags Hrunamanna verður haldin á Flúðum næstkomandi sunnudag, 3. nóvember. Þar verður keppt í merfol- alda- og hestfolaldaflokki og áhorfendur munu einnig velja glæsilegasta folaldið. En hvaða skilyrði þarf folald að uppfylla til að teljast sigurstranglegt í keppni sem þessari? „Það þarf fyrst og fremst að vera fallega byggt og með mjúkar og góð- ar hreyfingar,“ segir Sigurður Haukur Jónsson, gjaldkeri hrossaræktar- félagsins. „En auðvitað ræðst þetta af smekk hvers og eins.“ Sigurður segir að von sé á 20-30 folöldum á sýninguna og að valin- kunnir hestamenn og hrossaræktendur muni dæma þau. Sýningin verður haldin í Reiðhöllinni á Flúðum og hefst kl. 14. annalilja@mbl.is Folöld Nokkur þeirra folalda sem kepptu á sýningunni á Flúðum í fyrra. Velja glæsilegasta folaldið  Farið verður á Hvolsvöll í 100 daga hringferð Morgun- blaðsins á morgun. Á morgun  Í gamalli kartöflugeymslu á bæn- um Birtingaholti, í um 10 mín. akst- ursfjarlægð frá Flúðum, er Bragginn, leirvinnustofa og kaffihús systranna Ernu og Ásthildar Skúladætra. Bragginn dregur nafn sitt af hús- næðinu, sem er gamall her- mannabraggi sem afi systranna keypti fyrir um 45 árum og hefur nú heldur betur fengið nýtt líf. Erna er sú systranna sem skapar úr leir bolla, diska og skálar með ævintýrablæ og á kaffihúsinu er lögð áhersla á hrá- efni úr sveitinni. „Við bjóðum t.d. upp á reyktan silung frá Laugarvatni, heimabakað brauð úr korni sem ræktað var í grenndinni og búum til hundasúrupestó og rabarbarasafa,“ segir Ásthildur. Bragginn er opinn allt sumarið og við sérstök tækifæri yfir veturinn, eins og t.d. um Safnahelgi á Suður- landi næstu helgi og einnig verður opið er nær dregur jólum. Ljúffengt í Bragga Kræsingar úr sveitinni bornar fram á leir eftir Ernu. List og kræs- ingar í gamalli kartöflu- geymslu FLÚÐIR DAGA HRINGFERÐ Fyrir þá sem elska hönnun Stórhöfða 21 | sími 545 5500 | flis.is PARKETFLÍSAR þú flísar þær í botn

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.