Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 44

Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 44
FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 304. DAGUR ÁRSINS 2013 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 425 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470 1. Skrifaði kveðjubréf fastur í … 2. Misþyrmdu ættleiddri dóttur 3. Jón Gnarr hættir í vor 4. Búið að bjarga áhöfninni »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Kvikmyndum fransk-íslenska leik- stjórans Sólveigar Anspach verða gerð skil í sérstakri dagskrá á frönsk- um kvikmyndadögum sem hófust í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Þá verð- ur einnig farið yfir feril Sólveigar með sérstakri dagskrá í nokkrum borgum og bæjum í Frakklandi seinna á árinu, m.a. í Mâcon, Beauvais og Caen og m.a. varpað ljósi á þær kvikmyndir og heimildarmyndir Sólveigar sem tengjast Íslandi. Farið yfir feril Sól- veigar Anspach  Sönghópurinn Hymnodia býður upp á fjölbragðadagskrá á átta tón- leikum í Eyjafirði, Þingeyjarsýslu og Vopnafirði næstu tvær vikur. Hym- nodia mun syngja og leika á alls kyns skrýtin og skemmtileg hljóðfæri, hafa uppi glens og grín, leikræn til- þrif og jafnvel dans ef vel liggur á, eins og segir í tilkynningu. „Jóðlandi sálfræðingurinn, drynjandi geðlækn- irinn, fljúgandi Hollendingurinn, sænski grunnskólakennarinn, lag- vissi lögfræðingurinn, tölvuóði trompetleikarinn og margir fleiri koma fram,“ segir í tilkynningunni. Söngmenn muni m.a. leika á rúm- enskan dúlsímer, þrjár ólíkar afrískar trommur, pikkolóflautu, tyrkneskt þurrkað ávaxtahýði, ryðgaða báru- járnsplötu, stóra sænska sálmabók, brjóstkassa á tenórum og græna verkfæratösku. Fyrstu tónleikar fara fram í kvöld kl. 20 í Tjarnarborg, Ólafsfirði. Eyþór Ingi Jónsson, stjórnandi Hymno- diu, sést hér leika á salt- ara. Hymnodia heldur „fjölbragðatónleika“ Á föstudag Norðan og norðaustan 10-18 m/s, hvassast N-til. Þurrt á S- og SV-landi, annars slydda eða snjókoma. Á laugardag Norðaustanátt, víða 10-15 m/s. Léttskýjað SV-lands, annars slydda eða snjókoma en rigning austast. Hiti breytist lítið. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Allhvöss eða hvöss norðaustanátt á Vest- fjörðum með slyddu eða rigningu. Hiti 0 til 6 stig. VEÐUR „Að minnsta kosti erum við ennþá óstöðvandi en mótið er rétt að byrja. Þetta er langt og strangt tímabil og til þess að vinna eitthvað verðum við að halda út,“ sagði Bryndís Guðmunds- dóttir, fyrirliði Keflavíkur í körfuknattleik kvenna, en liðið er efst og ósigrað eftir sex umferðir í Dominos- deildinni. Í gær vann Kefla- vík lið KR en heil umferð fór fram. »2 Keflavíkurliðið er óstöðvandi Spánverjinn Pep Guardiola, þjálfari Evrópumeistara Bayern München, segir knattspyrnu ekki einvörðungu snúast um leikinn. Íþróttin sé eins og lífið sjálft; samfélag, þar sem ástríða, virðing og samkennd skipti miklu máli. Blaðamaður Morgun- blaðsins hitti Guar- diola að máli í München. Hann segir heillandi verkefni að gera besta lið Evrópu ennþá betra. »2 Heillandi verkefni að gera besta liðið betra „Um 200 miðar fóru á fyrstu 40 mín- útum sölunnar, sem mér finnst benda til þess að ekki hafi verið lekið nein- um upplýsingum um miðasölutím- ann,“ segir Þórir Hákonarson, fram- kvæmdastjóri KSÍ, en á honum standa öll spjót eftir fjarðrafokið vegna sölu aðgöngumiða á landsleik Íslands og Króatíu. Skýrsla vegna málsins verði lögð fyrir stjórn KSÍ. »1 Þórir segir ekkert benda til leka á upplýsingum ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Síðasti vinnudagur Guðmundar Har- aldssonar í Héraðsdómi Reykjavíkur er í dag og nú fer hann á eftirlaun. „Ég hef verið dómvörður í 21 ár en nú missir héraðsdómur eina milliríkja- dómarann,“ segir hann. Allt í einu rankar Guðmundur við sér. „Drottinn minn dýri, 21 ár,“ segir hann og bætir svo við: „Ég hefði svo sem getað verið eitt ár í viðbót, en nú er brýnast að lækka forgjöfina í golf- inu. Hún er 21 eins og árin hérna. Þetta er skelfilegt og segir meira en mörg orð.“ Hvernig þekkirðu hann? Mikil depurð og leiðinleg mál fylgja starfsemi dómstóla en Guðmundur, sem er mikill reglumaður, segir að tíminn þar hafi verið geysilega skemmtilegur. „Starfsfólkið er svo gott og hefur gert staðinn að áhuga- verðum vinnustað, þótt hér fari fram óskaplega leiðinlegir gjörningar,“ seg- ir hann. „Þegar ég byrjaði ákvað ég að skilja vinnuna eftir að vinnudegi lokn- um og það hefur mér tekist.“ Hann segist samt hafa kynnst mörgum sem hafi farið út af beinu brautinni og stundum hafi komið upp vandræðaleg augnablik. „Þegar ég var nýbyrjaður var útigangsmaður heilan dag í aðal- meðferð. Skömmu síðar var ég á gangi með konunni í miðbænum og þá mætt- um við manninum. Hann var illa á sig kominn, blessaður karlinn, skítugur og ekki frýnilegur. „Blessaður Guð- mundur og þakka þér fyrir síðast,“ kallaði hann. Konan leit á mig, byrsti sig og sagði: Guðmundur! Hvernig í ósköpunum þekkirðu þennan mann?“ Þetta eru samt yfirleitt sómadrengir sem koma hingað en flestir því miður með dapra sögu.“ Guðmundur segir að lögmenn og dómstjórar gantist mikið með það að dómvörðurinn sé merkilegri en þeir sem milliríkjadómari. „Þeir gera enda mikið úr dómverðinum þegar þeir kynna skjólstæðinga sína fyrir mér og árétta að ég sé eini milliríkjadóm- arinn á svæðinu.“ Dómararnir fara ekki í spor Guð- mundar sem milliríkjadómara en hann hefur verið dómari í einu dóms- máli. „Leikmaður fótbrotnaði í innan- hússfótbolta í Kópavogi, málið fór fyrir Héraðsdóm Reykjaness og ég var kallaður til sem sérfróður með- dómandi,“ rifjar hann upp. „Þegar búið var að yfirheyra ákærða sagði dómarinn: „Þá skulum við bara fá inn fyrsta vitnið.“ Mér rann blóðið til skyldunnar, ætlaði að fara að ná í fyrsta vitnið og var að standa á fætur þegar ég áttaði mig á því að ég var dómandi en ekki dómvörður. Vitnið sem slíkt var mér því óviðkomandi. Aðalmeðferðin tók heilan dag og síð- an tók tíma að semja dóminn. Þetta var gaman og ekki skemmdi fyrir að ég fékk mjög góð laun – þau slöguðu hátt upp í mánaðarlaun mín sem dómvörður.“ Enginn milliríkjadómari eftir  Guðmundur hættir í Héraðs- dómi Reykjavíkur Morgunblaðið/Kristinn Héraðsdómur Reykjavíkur Guðmundur Haraldsson dómvörður á eftir að sakna vinnufélaganna. Guðmundur Haraldsson er prent- ari að mennt og starfaði lengi sem slíkur með meðeigendum sínum í Víkingsprenti. Þegar þeir seldu prentsmiðjuna gerðist hann sölu- maður hjá Sambandinu og fljót- lega eftir að það fór í þrot fór hann í Héraðsdóm Reykjavíkur. Einna þekktastur er hann fyrir dómara- störf í fótbolta. Hann var virtur knattspyrnudómari í þrjá áratugi, dæmdi í efstu deild karla í 23 ár og var UEFA- og FIFA-milliríkjadómari í 22 ár. „Nú hætta menn eftir 10 til 15 ár af því að þeir hafa verið svo lengi í þessu,“ segir hann. Athygli vakti að áður en Guðmundur flautaði af í síðasta sinn stöðvaði hann leik FH og ÍA og sýndi Skagamanninum Karli Þórðarsyni, einum prúðasta manni sem vitað er um innan sem utan vallar, gula spjaldið og svo það rauða. Karl vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið og allt varð hrein- lega vitlaust í herbúðum Skaga- manna. „Hann missti alveg andlit- ið enda ekkert gert til þess að fá spjald en þegar ég gaf honum árit- uð spjöldin með þökkum til hans og flautaði leikinn af áttaði hann sig á gríninu.“ Sýndi þeim prúðasta rautt KUNNUR OG VIRTUR KNATTSPYRNUDÓMARI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.