Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 27

Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 27
UMRÆÐAN 27Bréf til blaðsins MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Maður lést. Hann fór til himna og hitti Lykla-Pétur sem gaf honum tvo kosti. Að búa efra eða neðra til eilífðar. Maðurinn sá að í efra var allt í ró- legheitum, menn svifu á skýjum og spiluðu á hljóðfæri. Í neðra var hinsvegar blússandi partí, veigar, stuð og flottheit. Manninum leist vel á, fór og tilkynnti Lykla- Pétri að hann hygðist setjast að neðra því það leit svo vel út. Daginn eftir mætti maðurinn neðra með búslóð sína og hugðist flytja inn. Mætir hann þá kölska á klaufum, allt leit verr út en deg- inum áður, eldar loga, menn í hlekkjum og engin gleði. Maðurinn spyr kölska hvað sé eiginlega í gangi, þetta leit ekkert út eins og lofað hafði verið. Kölski grípur í öxl mannsins, glottir við og sagði: „í gær vorum við í kosningum“. Á komandi misserum ganga sjálf- stæðismenn nær og fjær að próf- kjörsborðum og stilla upp fram- boðslistum fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar. Á því verður engin undantekning hér á Seltjarn- arnesinu. Í prófkjörum geta flokks- menn komið sínum áherslum áleiðis og valið sér það fólk sem það treystir best til verksins. Vart er til önnur lýðræðislegri leið. Sjálfstæðismenn hafa áratugum saman stýrt sveitarfélaginu Sel- tjarnarnesi af mikilli festu og ör- yggi. Hver er árangurinn af þessu öllu saman? Er bærinn ekki nánast skuldlaus? Eru skattálögur hér ekki með lægsta móti? Er árangurinn í skóla- starfi hér ekki með því besta sem gerist í öll- um samanburði? Er ekki hér allt til alls í íþrótta-, tómstunda og æskulýðsmálum? Eru hér einhver sérstök vandamál? Einhver mistök hafa verið gerð. Hver er nú svo fullkominn að hafa aldrei gert mistök? Við vitum það í dag að bærinn átti aldrei að ráðast í smíði lækningaminjasafns á eigin ábyrgð. Enda hafa for- ystumenn bæjarins hætt öllum framkvæmdum. Er húsið nú fokhelt og upphitað og liggur því ekki und- ir skemmdum, málið allt er í bið- stöðu þar til annað verður ákveðið. Útsvar var hækkað árið 2011 enda stefndi í hallarekstur á sveit- arfélaginu ef ekki hefði verið gripið til þess ráðs. Útsvarið var síðan lækkað aftur í desember 2012 eftir að búið var að fara í gegnum rekst- ur bæjarins, skera niður og draga úr framkvæmdum. Útsvarið er nú 13,66%, lægst allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu ásamt Garða- bæ. Það er á ábyrgð kjörinna fulltrúa að veita grunnþjónustu lögum sam- kvæmt og innheimta skattfé til að standa undir þeim rekstri. Reiptog- ið stendur alltaf milli þess hversu vel á að veita umrædda þjónustu og hversu mikið skattfé skal innheimt. Einhverjir vilja innheimta mikið skattfé til þess að standa vel að málum. Aðrir vilja innheimta minna skattfé og veita kannski minni þjónustu. Sjálfstæðismönnum á Nesinu hefur hinsvegar tekist hið ætlaða ómögulega, að veita bæði frábæra þjónustu og haldið álögum í lágmarki. Það er hin fína lína sem bæjarfulltrúar þurfa að feta. Sumir vilja meiri framkvæmdir og meira fé í hina ýmsu málaflokka meðan aðrir vilja lægri skatta. Að mínu mati hefur núverandi meirihluti sjálfstæðismanna undir forystu Ás- gerðar Halldórsdóttur bæjarstjóra staðið sig frábærlega. Ég held að allflestir Nesbúar geti verið sammála um að gott sé að búa á Seltjarnarnesi. Ef staðið er við bæjarmörkin og horft yfir til ná- grannasveitarfélaganna virðist grasið ekki grænna. Hér er staðið vel að flestum málum en það er al- veg örugglega víða hægt að bæta. Hitt er líka öruggt að það má sennilega innheimta minna skattfé. Fyrir komandi prófkjör sjálf- stæðismanna hér á Nesinu þarf ekki að lofa sífelldu partíi og öllu fyrir alla. Við vitum nákvæmlega að hverju við göngum í forystufólki sjálfstæðismanna á Nesinu. Það ríkir mikill stöðugleiki á Seltjarn- arnesi í öllu öldurótinu umhverfis okkur. Gárungar segja að það sé alltaf rok á Nesinu, ég lít hinsvegar sem svo á að við séum bara með ferskasta loftið. Stöðugleiki á Seltjarnarnesi Eftir Jón Gunnstein Hjálmarsson » Í prófkjörum geta flokksmenn komið sínum áherslum áleiðis og valið sér það fólk sem það treystir best til verksins. Vart er til önnur lýðræðislegri leið. Jón Gunnsteinn Hjálmarsson Höfundur er löggiltur endurskoðandi. Undanfarið hefur verið mikil um- ræða um stöðu Landspítala háskóla- sjúkrahúss. Í þeim umræðum hefur komið fram að LSH nýtur verulegs velvilja hjá stórum hópi þjóðarinnar. Í allmörg ár lagði Lionsklúbb- urinn Fjörgyn Barnaspítala Hringsins lið með margvíslegum tækjagjöfum en síðastliðin 11 ár hefur Fjörgyn lagt Barna- og unglingageðdeild LSH lið. Sú aðstoð hef- ur m.a. verið fólgin í kaupum og rekstri 2ja bifreiða undanfarin sex ár. Önnur bifreiðin er m.a. nýtt til að fara með skjólstæðinga BUGL í ýmsar ferðir og hin til að sérfræð- ingar vettvangsteymis geti sinnt sín- um störfum. Nýverið hefur Fjörgyn tryggt áframhaldandi rekstur þess- ara bifreiða í góðu samstarfi við Sjóvá og N1. Eins hefur klúbburinn fjármagnað innréttingu á sérstöku viðtalsherbergi göngudeildar þar sem sérfræðingar BUGL geta lagt mat á aðstæður sinna skjólstæðinga. Framundan er að innrétta sérstakt viðtalsherbergi í fjölskylduíbúð sem legudeild BUGL nýtir fyrir sína starfsemi. BUGL sinnir í dag bráðaþjónustu, göngu-, dag- og legudeildarþjónustu auk þess sem rannsóknir, hand- leiðsla og kennsla er mikilvægur þáttur starfseminnar. Meginverkefni deildarinnar hvað varðar þjónustu við fjölskyldur barna með geðraskanir er að geta mætt þeim með þverfaglegri teym- isvinnu þeirra starfshópa sem á henni starfa. Ef vandinn er þess eðlis að aðkoma eins sérfræðings með samvinnu við aðra aðila í nær- umhverfi barnsins er fullnægjandi, fer sú þjónusta að öllu jöfnu fram ut- an BUGL en þegar þörf er fyrir sam- eiginlegt inngrip fleiri fagaðila sam- tímis og á sama stað er BUGL sá vettvangur. Þannig er BUGL eins konar endastöð geðheilbrigðisþjón- ustu fyrir börn og unglinga hér á landi, að öllu jöfnu sérhæfðasta úr- ræðið sem völ er á. BUGL er mikilvægur samstarfs- vettvangur margra faghópa sem samtímis geta unnið markvisst að bata barns með þeim fjölbreyttu úr- ræðum sem deildin hefur yfir að ráða. Stuðningur samfélagsins við starfsemina hefur alla tíð verið ómet- anleg stoð fyrir hana og á síðustu ár- um hafa árleg framlög Fjörgynjar gert deildinni kleift að bæta aðstöðu hennar með margvíslegum hætti bæði hvað varðar afþreyingarmögu- leika fyrir skjólstæðinga BUGL og bættrar starfsaðstöðu starfsfólks. Lionsklúbburinn Fjörgyn leggur metnað sinn í að halda áfram stuðningi við BUGL. ÞÓR STEINARSSON, félagi í Lionsklúbbnum Fjörgyn. Fjörgyn leggur Barna- og unglingageðdeild LSH lið Frá Þór Steinarssyni Þór Steinarsson - með morgunkaffinu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.