Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 25
25 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Hinn 1. nóvember nk. taka gildi ný lög um neytendalán sem taka til meginþorra allra útlána til ein- staklinga, þ.á m. húsnæðis-, bíla-, lífeyrissjóðs-, raðgreiðslu- og yf- irdráttarlána. Lögin byggjast á tilskipun Evrópusambandsins og er ætlað að stuðla að ábyrgum lánveitingum og koma í veg fyrir að lántakar skuldsetji sig umfram greiðslugetu. Þessi markmið end- urspeglast vel í þeim nýmælum laganna sem annars vegar skylda lánveitendur til að lánshæfis- og greiðslumeta lántaka og leggja hins vegar bann við lánveit- ingum þegar verulegar líkur eru á því að lán- taki muni lenda í vanskilum. Lögin eru líkleg til að hafa umtalsverð áhrif á lántakendur en gera má ráð fyrir því að vext- ir ráðist meira af lántakanum sjálfum, notkun ábyrgða og trygginga verði sjaldgæfari og vanskil minnki. Með hliðsjón af því er rétt að víkja sérstaklega að þessum breytingum og hvernig þær geta haft áhrif á lánveitingar til neytenda. Hvað er lánshæfis- og greiðslumat? Samkvæmt neytendalánslögunum er lán- veitanda skylt að meta lánshæfi allra lántak- enda. Í þessu felst að lánveitandi þarf að geta lagt mat á, og spáð fyrir um, hvernig atvik verða í framtíðinni þegar kemur að efndum lánasamnings. Þó að einstaklingur sé ekki í vanskilum á lántökudegi geta verið verulegar líkur á því að hann lendi í alvarlegum van- skilum í nánustu framtíð. Þannig er ekki nægj- anlegt fyrir lánveitanda að staðreyna hvort vanskil séu til staðar á lántökudegi heldur verður einnig að horfa til framtíðar enda er greitt af lánum í framtíðinni. Í þessu felst um- talsverð breyting fyrir þá lánveitendur sem alla jafna hafa látið nægja að kanna hvort lán- taki sé í vanskilum á lántökudegi. Lánshæfismatið er í raun tölfræðileg spá sem reiknar út prósentulíkur á því hvort ein- staklingur lendi í vanskilum innan tiltekins tímabils, sem oftast eru níutíu dagar eða eitt ár. Til að lánveitandi geti framkvæmt lánshæf- ismat þarf hann því aðgengi að upplýsingum sem hafa tölfræðilegt spágildi um lánshæfi. Hérlendis, sem og erlendis, byggir lánshæf- ismat m.a. á upplýsingum um greiðslur og van- skil í fortíðinni, hversu víða einstaklingur nýt- ur lánafyrirgreiðslu, aldri hans, búsetu og hjúskaparstöðu. Notkun lánshæfismats hefur verið fremur lítil hérlendis ólíkt því sem tíðk- ast í öðrum vestrænum löndum þar sem flestar lánsákvarðanir byggjast á láns- hæfismati (e. credit score), en sem dæmi má nefna að fjöldi lánshæfismata sem eru fram- kvæmd árlega í Bandaríkjunum hleypur á tugum milljarða. Greiðslumat er ólíkt lánshæf- ismati þar sem því er ætlað að reikna út greiðslugetu lántaka á lántökudegi, þ.e. hvort ráðstöfunartekjur hans dugi til að standa undir afborgunum nýs láns. Í lögunum er tiltekið að við útreikning greiðslumats eigi að horfa til skulda, tekna, ábyrgða og eigna lántakans. Áhrif lánshæfis- og greiðslu- mats á vaxtakjör Þegar ákvörðun um útlán ræðst af því hvort einstaklingur sé í vanskilum á lántökudegi eð- ur ei er lántökum í raun skipt í tvo flokka, þ.e. þá sem eru lánshæfir (ekki í vanskilum) og þá sem ekki njóta lánshæfis (í vanskilum). Galli þessarar framkvæmdar er sá að lítill grein- armunur er gerður á hversu góðir lántakendur eru, sem teljast lánshæfir, og því fá þeir alla jafna sömu vaxtakjör. Með tilkomu lánshæf- ismats geta lánveitendur greint betur hversu líklegt það sé að einstaklingur lendi í van- skilum. Þannig geta tveir einstaklingar, sem ekki eru í vanskilum, fengið ólíka niðurstöðu úr lánshæfismati. Annar gæti t.d. verið metinn þannig að eins prósents líkur væru taldar á því að hann lenti í vanskilum á meðan líkur hins væru tíu prósent. Við þessar aðstæður má ljóst vera að sá sem er minna líklegur til að lenda í vanskilum ætti að njóta betri vaxtakjara. Þeir einstaklingar, sem fá gott lánshæfismat, eru því sérstaklega eftirsóknarverðir við- skiptavinir lánveitenda og ættu að vera í betri samningsstöðu til að semja um betri lánskjör en almennt tíðkast. Ef niðurstaða greiðslu- mats staðfestir síðan að afborganir nýs láns eru tiltölulega lágt hlutfall af ráðstöf- unartekjum ætti slíkt að leiða til ennþá hag- felldari lánskjara. Um ábyrgðir og tryggingar Notkun lánshæfis- og greiðslumats mun draga ennfrekar úr notkun ábyrgða og/eða trygginga fyrir lánveitingum þar sem nefndar matsaðferðir eru líklegar til að endurspegla betur útlánaáhættuna. Gildir þetta sér- staklega um lán til skemmri tíma, t.d. 3-5 ára lánasamninga. Einstaklingur með gott láns- hæfismat ættu því ekki að þurfa að útvega ábyrgðarmenn eða tryggingar, t.d. veð í fast- eign, sæki slíkur aðili um skammtímalán. Þeg- ar lán eru hins vegar veitt til langs tíma, s.s. íbúðarlán, fá tryggingar aukið vægi enda ómögulegt að spá fyrir um lánshæfi og greiðslugetu einstaklings langt fram í tímann. Minni vanskil Þegar lánveitendur meta lántaka út frá lík- indum á vanskilum mun koma í ljós að hluti þeirra sem eru ekki í vanskilum á lántökudegi eru líklegir til að lenda í vanskilum komi til lánveitingar. Við þær aðstæður getur lánveit- andi ákveðið að lækka lánsfjárhæð til að draga úr líkum á því að lántaki lendi í greiðsluerf- iðleikum, gert kröfu um hærri vexti vegna aukinnar áhættu á greiðsluerfiðleikum eða hafnað lánsumsókn. Með þessum hætti má draga úr líkindum á því að lántaki lendi í greiðsluerfiðleikum. Framangreint er líklegt til að hafa nokkra breytingu í för með sér fyrir þá einstaklinga sem ekki eru í vanskilum á lántökudegi því þeir gætu fengið synjun um lánveitingu þar sem líkur á vanskilum væru taldar of miklar. Viðbúið er þó að útlánaákvarðanir geti orðið mismunandi eftir lánveitendum enda hafa þeir mismunandi reglur um það hvenær umsókn er hafnað, fjárhæð lána og vaxtakjör. Ein- staklingi kann því að verða synjað um lánveit- ingu hjá einum lánveitanda en fengið sam- þykki hjá öðrum. Bann við lánveitingum Tilgangur neytendalánslaganna, líkt og til- skipunar Evrópusambandsins, er að draga úr lánveitingum þar sem einstaklingar skuldsetja sig umfram greiðslugetu. Á þessum sjón- armiðum byggist regla neytendalánslaga sem kveður á um bann við lánveitingu ef augljóst er, samkvæmt niðurstöðu lánshæfis- og/eða greiðslumats, að lántaki muni lenda í van- skilum komi til lánveitingar. Fyrrgreind regla er þó ekki án undantekningar því samkvæmt lögunum er heimilt að veita lán, þrátt fyrir að lántaki standist ekki lánshæfis- og/eða greiðslumat, ef virði tryggingar (t.d. fast- eignar) er meira en lánsfjárhæðin. Kjósi lán- veitandi að veita lán við slíkar aðstæður ber honum skylda til að upplýsa lántaka um nið- urstöðu lánshæfis-/greiðslumats og eftirláta honum að taka ákvörðun um lántökuna. Óhætt er að segja að þessi undantekning fari ekki að fullu saman við markmið tilskipunar Evrópu- sambandsins um ábyrgar lánveitingar, auk þess sem hún er holdgervingur svokallaðra undirmálslána (e. subprime loans) sem áttu þátt í hruni á alþjóðlegum fjármálamörkuðum 2008. Um lán sem óheimilt var að veita Líkt og vikið var að hér að framan leggja neytendalánslögin bann við tilteknum lánveit- ingum þegar niðurstaða lánshæfis- og/eða greiðslumats er neikvæð. Við slíkar aðstæður vaknar upp sú spurning hvað gerist ef lán er veitt þegar lögin leggja bann við slíkri lánveit- ingu. Óhætt er að slá því föstu að ef lántaki, sem hefur fengið lán þrátt fyrir neikvætt láns- hæfis- og/eða greiðslumat, getur ekki efnt lánasamning þá séu veruleg líkindi fyrir því að lánasamningur verði metinn ógildur og greiðsluskylda lántaka felld niður eða lækkuð. Slík niðurstaða væri í samræmi við dóma- fordæmi Hæstaréttar þar sem reynt hefur á gildi ábyrgðarskuldbindinga en slíkar ábyrgð- ir hafa verið felldar niður hafi ábyrgðarmaður ekki verið upplýstur um neikvæða niðurstöðu greiðslumats lántaka áður en hann veitti ábyrgð sína. Lokaorð Mikilvægt er að einstaklingar séu meðvit- aðir um eigið lánshæfismat og geti þannig nýtt sér það til að fá hagstæðari kjör hjá lánveit- endum enda á lánsáhætta að endurspeglast í lánskjörum. Þá skiptir einnig máli að ein- staklingar geri sér grein fyrir því hvað þeir geta gert til að bæta lánshæfismat sitt. Óhætt er að slá því föstu að draga muni úr vanskilum neytendalána vegna bannákvæðis laganna sem tekur til lána til aðila sem aug- ljóst er að muni lenda í vanskilum komi til lán- veitingar. Á sama tíma má búast við því að ein- hverjir lántakendur, sem hafa getað tekið lán í tíð eldri laga, fái ekki lán vegna bannákvæðis nýju laganna. Þess ber þó að geta að mögu- leikar til endurfjármögnunar og/eða skuld- breytingar lána, sem einstaklingur á í erf- iðleikum með að halda í skilum og eru eftir atvikum komin í vanskil, mun lítt breytast enda í slíkum tilvikum oft verið að bregðast við greiðsluerfiðleikum. Hafa ber í huga að lánveitendur og aðrir, s.s. Creditinfo, geta búið til lánshæfismat sem metur líkindi á vanskilum. Af því leiðir að ein- staklingur kann að fá mismunandi lánshæf- ismat hjá mismunandi lánveitendum. Þá ber að hafa í huga að lánshæfismat verður aldrei betra en gögnin sem lögð eru til grundvallar við gerð þess en því betri og yfirgripsmeiri sem þau gögn eru, því réttari verður nið- urstaða lánshæfismatsins. Eftir Hákon Stefánsson » Lögin eru líkleg til að hafa umtalsverð áhrif á lántak- endur en gera má ráð fyrir því að vextir ráðist meira af lán- takanum sjálfum. Hákon Stefánsson Um áhrif nýrra laga um neytendalán Höfundur er lögfræðingur og frkvstj. Creditinfo. Airwaves Gífurleg stemning var í gærkvöldi í stútfullu Hafnarhúsinu þegar fyrsta kvöld tónlistarhátíðarinnar Airwaves skall á. Gestir tóku undir af innlifun þegar Agent Fresco spilaði. Styrmir Kári

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.