Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Þeir semfylgjastmeð opin- berri umræðu, hvort sem er hér eða erlendis, verða fljótt varir við að fólk hefur almennt mætur á fræðslu, menntun, rann- sóknum og vísindum. Engan skyldi undra að þetta sé í há- vegum haft því að sífelld þekkingarleit mannsins hefur orðið til þess að umbylta að- stæðum hans og breyta þeim að flestu leyti til betri vegar. Vísindalegar rannsóknir hafa verið álitnar ein af grundvallarforsendum fram- fara og fræðileg umfjöllun um slíkar rannsóknir er höfð sem mælistika á rannsóknirnar og á þá sem þær stunda. Þegar rætt er um slíka umfjöllun hefur helst verið horft til svo- kallaðra ritrýndra vísindarita og vísindamenn, háskólamenn og háskólar til að mynda metnir eftir afköstum í þess- um efnum. Litlar efasemdir hafa verið um greinar í ritrýndum fræði- ritum og iðulega um þær fjallað á þann hátt að ástæðu- laust sé að efast um grein- arnar eða ritin sem þær eru birtar í. En að sama skapi og heilbrigðar efasemdir og for- vitni geta verið nauðsynleg forsenda vísindarannsókna eru sterkar vísbendingar um að ríkari ástæða en ætla mátti sé til að efast um vísindaritin og það sem þar er til umfjöll- unar. Nýverið birti vikuritið The Economist fróðlega úttekt um vísindarit og -greinar og þar kemur fram að margt bendir til að full ástæða sé til að taka vísindalegum niðurstöðum með meiri fyrirvara en oft er gert. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ástæða sé til að efast um öll vísindi en miklu frekar að nauð- synlegt sé að hafa í huga að margt kann að leiða til þess að það sem kallað er vísindaleg nið- urstaða er ekki endilega feng- ið fram með réttum vísinda- legum aðferðum og stenst oft ekki eftirá þau próf sem nauð- synlegt væri til að niður- staðan stæðist í raun. Þetta á sér ýmsar skýr- ingar, til að mynda ákafa vís- indamanna að birta greinar til að fá hagstætt mat á störf sín og að birta þær niðurstöður sem áhugi er á að birta og fjalla um. En skýringanna er líka að leita í þeim vinnu- brögðum sem vísindaritin beita við val á greinum. Þar virðist pottur víða vera brot- inn og ekki síst í því hvernig hinir nafnlausu ritrýnar inna störf sín af hendi. Samkvæmt The Economist eru sterkar vísbendingar um að við ritrýni sé kastað til hendinni og má jafnvel efast um að að sá þátt- ur í útgáfu vísindarita þjóni tilgangi eins og að honum er staðið. Brýnt er að íslenskt fræða- samfélag sé meðvitað um þessar hættur og vandi vel til verka í útgáfu þeirra tímarita sem eru gefin út fyrir að vera ritrýnd og vísindaleg. Þar má ekki láta óvönduð vinnubrögð ritrýna eða annarra draga rit- in niður. Ekki er síður brýnt að al- menningur og fjölmiðlar átti sig á að þær niðurstöður sem kynntar eru í vísindaritum eru ekki endilega heilagur sannleikur og að hæfileg tor- tryggni á sama rétt á sér gagnvart vísindaritum og öðr- um mannanna verkum. Ritrýni er ekki alltaf upp á marga fiska í vísindaritum} Vandi vísindanna Sú tortryggnisem nú ríkir í samskiptum Bandaríkjanna og ýmissa Evrópu- ríkja verður tæp- lega til að flýta fríverslunarsamningi Banda- ríkjanna og ESB. Engu að síð- ur kann að vera að hann verði að veruleika á næstu misserum og þá skiptir máli hvaða áhrif hann mun hafa hér á landi. Eitt af því sem íslenskir að- ildarsinnar hafa gripið til í um- ræðunni er að þessi fríversl- unarsamningur mundi skaða viðskiptahagsmuni Íslands stæði það utan ESB. Þessi málflutningur hefur alltaf hljómað sér- kennilega og ekki stuðst við rök. Í því sambandi er athyglisvert að í frétt utanríkis- ráðuneytisins af fundi utanríkisráðherra með norrænum viðskiptaráðherr- um segir frá því að ráðherr- arnir hafi verið sammála um að tækjust samningar hefði það jákvæð efnahagsleg áhrif á öllu EES-svæðinu. Full ástæða er fyrir ís- lenska aðildarsinna að hlusta á þessi sjónarmið, þó að hlustun, eins og það er stund- um kallað, kunni að seinka fríverslunarsamningi. Samningur á milli Bandaríkjanna og ESB kæmi sér vel fyrir Ísland} Fríverslunarsamningurinn F yrir nokkrum árum var ég staddur í matarboði hjá konu sem var þá handgengin leiðtoga Reykjavíkurlistans, R-listans, sem var. Getur nærri að í boð- inu hafi verið mikið af upplýstum vinstri- mönnum, háskólamenntuðu fólki sem margt hafði staðið í fylkingarbrjósti hvort sem það var sem baráttumenn fyrir bættum kjörum háskólamenntaðra, betri aðstöðu listamanna eða fyrir alþýðufólk yfirleitt. Mér fannst ég eiga vel heima í þessum hópi Alþýðu- bandalags- og Kvennalistafólks, þótt enga hafi ég menntunina, og bjóst við fjörugum umræðum um framtíðarsýn vinstrimanna og greiningu á því hvernig ungur sósíalisti gæti haldið veg sínum hreinum. Fljótlega var ég þó kominn út í horn á umræðunni, því viðstaddir höfðu aðeins eitt í huga – þeir vildu ræða um einn mann og það mann sem ekki var lengur þátttakandi í pólitík. Næsta klukkutímann eða svo rifjuðu viðstaddir því upp allar þær kárínur sem viðkomandi hefði gert íslenskum vinstrimönnum, allar mögulegar og ómögulegar kjaftasögur sem af honum færu og um leið hvernig hann hefði komið því til leiðar að Ísland væri helvíti á jörðu af svo miklum ákafa að rauðvín sullaðist upp úr glösum. Ég lét lítið á mér bera, ekki vegna þess að ég væri ósammála eða sammála, heldur vegna þess að mér fannst fróðlegt að sjá hvernig svo mögnuð þráhyggja hefði eitrað heila kynslóð af íslenskum vinstrimönnum sem höfðu fyrir vikið enga framtíðarsýn aðra en þá að lifa í fortíðinni. Því er þetta rifjað upp hér, að ámóta hug- arástand hefur verið ríkjandi meðal sjálf- stæðismanna í Reykjavík undanfarin fjögur ár, eða allt frá því Besti flokkurinn kynnti framboð sitt í byrjun árs 2010. Þessa sér stað í því hve sjálfstæðismenn hafa hamast að borgarstjóra og Besta flokknum og sí- fellt bætt í eftir því sem nær dregur kosn- ingum. Sú gagnrýni hefur nánast öll beinst að persónu borgarstjóra og fyrir vikið er minna rætt um hugsjónir og framtíðarsýn en maður myndi vænta af flokki sem er í minnihluta og langar í meirihluta. Sjá til að mynda þegar tveir borgarfulltrúar Sjálf- stæðisflokksins komu fram á sjónvarps- stöðinni ÍNN fyrir stuttu. Ef ekki var verið að kveinka sér yfir „vinstripressunni“ var kvartað yfir stjórnkerf- inu í borginni, býsnast yfir borgarstjóranum eða nöldrað yfir því hve mikið af amatörum hefði komist í borgarstjórn í síðustu kosningum. Það var ekki fyrr en í lokin að áheyrendur fengu að heyra einhverja framtíðarsýn. Þráhyggja vinstrimanna sem ég nefni í upphafi er síst á undanhaldi. Hvort atburðir gærdagsins muni einhverju breyta um þráhyggju hægrimanna er ekki gott að segja. Líklega litlu eða hvað heldur þú lesandi góður? arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Pólitísk þráhyggja STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Gerðar eru athugasemdir viðskattstofn svonefndsbankaskatts á fjármála-stofnanir í slitameðferð í umsögnum til efnahags- og viðskipta- nefndar Alþingis. Þær slitastjórnir sem hafa tjáð sig og ýmis samtök og stofnanir benda á að bókfærðar kröf- ur sem skatturinn á að miðast við séu mun hærri fjárhæðir en samþykktar verða auk þess sem kröfur endur- spegli ekki þær eignir sem að lokum muni verða greiddar út. Slitastjórnir áskilja sér rétt til að láta reyna á lög- mæti skattlagningarinnar fyrir dóm- stólum. Fjármálastofnanir í slitameðferð þurfa framvegis að greiða sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki, verði und- anþágur þeirra afnumdar eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2014. Hlutfall bankaskattsins er jafn- framt meira en þrefaldað. Gert er ráð fyrir að 11 milljarðar verði lagðir á föllnu bankana. Taka þátt í kostnaði við hrunið Rökin fyrir bankaskattinum eru að afla ríkinu tekna til að mæta þeim mikla kostnaði sem fallið hefur á rík- issjóð vegna hruns íslenska fjár- málakerfisins og að draga úr áhættu- sækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt á skuldir þeirra. Í umsögn til efnahags- og skatta- nefndar bendir Bankasýsla ríkisins á að með því að skattleggja skuldir fjármálafyrirtækja í slitameðferð sé verið að skattleggja uppsprettu þess kostnaðar sem fallið hefur á ríkissjóð, það er hina miklu skuldsetningu sem leiddi til þrots þeirra. Erfitt sé að réttlæta að starfandi fjármálafyrir- tæki, sem jafnvel voru ekki til við fall- ið, borgi ein brúsann. Sem dæmi um kostnað ríkisins nefnir Bankasýslan mikinn fjölda mála vegna fjármála- fyrirtækja í slitameðferð sem farið hefur fyrir dómstóla. Eign gerð upptæk Slitastjórnir gömlu bankanna nefna til ýmsa annmarka sem þeir telja geta valdið því að skattlagningin verði talin ólögmæt fyrir dómstólum. Slitastjórn Glitnis og fleiri slita- stjórnir benda á að skattlagningin komi með mismunandi hætti niður á einstökum fjármálafyrirtækjum í slitameðferð, eftir því hversu hátt hlutfall eigna þeirra er miðað við skuldir. Ekki sé hægt að útiloka að fyrirtæki þurfi að láta allar eignir sín- ar af hendi til þess að geta staðið und- ir greiðslu skattsins. Það gangi mjög nærri því að vera í andstöðu við eign- arréttarákvæði stjórnarskrár. Í umsögn endurskoðunarfyrirtæk- isins Deloitte kemur fram það álit að skattstofninn sé óljós. Bent er á að bókfærðar heildarskuldir fyrirtækj- anna byggist meðal annars á kröfum sem lýst hafi verið við slitameðferð- ina. Þær séu eignfærðar hjá viðkom- andi kröfuhafa. Með skattlagning- unni sé lögmæt eign kröfuhafanna gerð að andlagi skattheimtu hjá fjár- málafyrirtækjum. Það kunni að stríða gegn eignarréttarákvæði stjórnar- skrár. Deloitte bætir því við að aðeins hluti krafnanna verði greiddur við út- hlutun og því óljóst um raunverulega skuld fyrirtækjanna þar til skiptum er lokið. Bankasýsla ríkisins telur í umsögn sinni æskilegt að skýra skattstofninn betur svo ekki leiki vafi á honum þeg- ar kemur að framkvæmd laganna. „Líklega er einfaldast í þeim efnum að miðað sé við samþykktar kröfur. Eðlilegt væri þá að skattstofninn myndi síðan lækka í samræmi við út- greiðslur til kröfuhafa.“ Skattur lagður á óljós verðmæti Samsett mynd Gömlu bankarnir Meginhluti hækkunar bankaskatts leggst á fjármálafyrir- tæki í slitameðferð, einkum Kaupþing, Glitni og gamla Landsbankann. Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að bankaskatturinn verði for- gangskrafa við gjaldþrotaskipti en í öðrum tilvikum teljast skattar almennar kröfur. Hann verður væntanlega ekki greidd- ur út fyrr en forgangskröfur verða greiddar. Slitastjórn SPB, áður Spari- sjóðabanka Íslands, telur að með þessu ákvæði sé verið að breyta réttindaröð við slit á fjármálafyrirtæki sem þegar eru hafin. Um sé að ræða aft- urvirka íþyngjandi löggjöf sem slitastjórnin telur ekki stand- ast. Bankasýsla ríkisins telur að tilefni kunni að vera fyrir efna- hags- og viðskiptanefnd Al- þingis að huga að því hvort tryggja megi skýra framkvæmd skattheimtunnar svo að það jafnræði sem stefnt sé að með frumvarpinu náist á milli fyrir- tækja. Bankaskattur í forgangi ÓSKÝR FRAMKVÆMD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.