Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Gólfþjónustan er með sérlausnir í smíðun borða fyrir fyrirtæki og heimili svo sem fundarborð, eldhús- og borðstofuborð. SÉRSMÍÐI ÚR PARKETI Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Í ljósi neikvæðrar umræðu um miða- sölu á landsleik Íslands og Króatíu sem fram fer á laugardalsvelli hinn 19. nóvember ákvað Guðjón Svansson að gefa fjóra miða sem hann hafði nælt sér í til langveikra barna. Með þessu vill hann senda frá sér jákvæða strauma út í samfélagið sem hann telur einkennast af ergelsi og gremju í kjölfar mistaka í miða- sölu. „Allir eru búnir að vera að skammast út í KSÍ. Mikið er talað um spillingu og annars konar neikvæðni. Þar með fannst mér athyglin farin frá því sem skiptir mestu máli, sem er að þetta er stærsti viðburður í knatt- spyrnusögu þjóðarinnar,“ segir Guð- jón. Hann bendir á að landsliðsmenn fylgist með umræðunni og horfi upp á að allt í einu sé aukaatriði á borð við miðasölu farið að stela athyglinni. „Ég keypti miða fyrir mig, tvo af mínum fótboltastrákum og pabba. En í ljósi umræðunnar langaði mig að senda frá mér jákvæða strauma út í samfélagið og datt í hug að gefa lang- veikum börnum miðana,“ segir Guð- jón. Hann hafði samband við Um- hyggju, félag langveikra barna, og gaf þeim miðana í gær. „Ég bað Rögnu Marínósdóttur fram- kvæmdastjóra að finna tvo krakka sem hefðu mikinn áhuga á fótbolta. Ég veit að það er búið að finna strák sem mun fara með forráðamanni á leikinn og mér skilst að það sé búið að finna annan til. Mamma annars þeirra hafði reynt að finna miða um morguninn en ekki tekist.“ Gaf miða á landsleik í von um jákvæðari umræðu Gjafmildur Guðjón er hér ásamt sonum sínum Arnóri og Patreki.  Langveik börn á landsleikinn Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Framkvæmdastjóri efnarannsókn- arstofunnar Fjölvers telur að lög um endurnýjanlegt eldsneyti til samgangna, sem samþykkt voru nóttina fyrir þinglok í mars, muni hafa áhrif á eldsneytisverð. Einnig telur hann umhverfislegan ávinning af því að blanda etanóli og jurtaolíu saman við eldsneyti á misskilningi byggðan. Lögin voru sett með vísan í til- skipun ESB frá árinu 2009 og í þeim er þess krafist að 3,5% eldsneytis til samgangna verði endurnýjanleg á næsta ári. Hlutfallið verði svo 5% árið 2015 og 10% árið 2020. Sam- hliða verði hlutfall endurnýjan- legrar orku í heild 20% í landinu. Skattaafsláttur skilar sér ekki Bendir Glúmur Jón Björnsson, framkvæmdastjóri Fjölvers, á að á Íslandi sé hlutfall endurnýjanlegrar orku um 75% og því langt umfram þau 20% sem tilskipun ESB kveður á um. Því sé óþarfi að huga að laga- setningu í þessum efnum fyrr en í fyrsta lagi árið 2020. Raunar vakni spurning um hvort tilskipunin eigi yfirhöfuð við hér á landi vegna þess hve hátt hlutfall endurnýjanlegrar orku er. „Skattar verða felldir niður af þessum 3,5%. Við það verður rík- ið af um 800 milljóna króna tekjum. Þessir peningar munu ekki skila sér til neytenda vegna þess hve kostn- aðurinn eykst við innkaupin. Menn þurfa að kaupa dýrara eldsneyti sem er rýrara að gæðum. Samhliða eykst kostnaðurinn hér á landi, bæði við það að flytja íblöndunar- efni til landsins og að blanda þeim í eldsneytið. Í því samhengi má benda á að við erum að flytja gjald- eyri úr landi til þessara kaupa sem annars hefði getað farið í ríkiskass- ann. Þess njóta erlendir framleið- endur jurtaolíu og etanóls,“ segir Glúmur. Að óbreyttu mun etanóli verða blandað í bensín en jurtaolían notuð til íblöndunar í díselolíu. „Í þeim til- vikum sem etanóli verður blandað í bensín mun orkuinnihald þess lækka og eyðsla bílvéla aukast. Þetta þýðir að íslenskir bíleigendur munu fá lakara eldsneyti á hærra innkaupsverði en nú er. Því munu þeir þurfa að fara fleiri ferðir á bensínstöðvar en áður. Ekki er ljóst hvernig það má vera til hagsbóta fyrir umhverfið að eldsneytiseyðsla aukist í bílum landsmanna. Það dug- ir skammt að kalla hlutina „sjálf- bæra“ og „endurnýjanlega“ í lögum þegar veruleikinn er annar,“ segir Glúmur Jón sem dregur í efa um- hverfislegan ávinning af löggjöfinni. Þá bendir hann á að etanól og bens- ín séu tvö aðskilin efni sem blandað er saman. Annað þeirra leysist vel í vatni en hitt ekki, sem geri það að verkum að geymsla og meðhöndlun á blöndu þeirra sé viðkvæmari fyrir raka en geymsla á óblönduðu bens- íni. Hvorki sparn- aður né ávinn- ingur umhverfis  Telur lög um hlutfall endurnýjan- legs eldsneytis ekki eiga við hér á landi Morgunblaðið/Kristinn Jurtaolía Samkvæmt lögunum ber að setja íblöndunarefni í eldsneyti. Endurnýjanleg orka » Framkvæmdastjóri efna- rannsóknarstofu telur að nýleg lög um endurnýjanlega orku- gjafa eigi ekki við hér á landi. » Blandað bensín sé verri orkugjafi og geri ekkert nema fjölga ferðum fólks á bens- ínstöðvar. » Skattaafsláttur skili sér ekki til neytenda þar sem kaup á íblöndunarefni séu kostn- aðarsöm. Í kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2014 til 2023 verður yfirlit yfir áætlaða þróun notk- unar og fram- leiðslu raf- orku sem fer um flutnings- kerfið, auk áformaðrar upp- byggingar kerfisins. Í matslýsingu vegna um- hverfismats áætlunarinnar eru bornir saman ýmsir val- kostir og áhrif þeirra á um- hverfið. Sem dæmi um valkosti má nefna ákvarðanir um spennu á flutningskerfinu, ákvarðanir um loftlínur, jarðstrengi eða aðrar kerfisútfærslur og ákvarðanir um leiðaval. Allt er þetta borið saman við svo- nefndan núllkost, það er að segja að ekki verði ráðist í neinar framkvæmdir í flutn- ingskerfi Landsnets. Valkostir bornir saman UMHVERFISMAT KERFIS- ÁÆTLUNAR LANDSNETS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Vonast er til að betri heildar- mynd fáist af umhverfisáhrifum framkvæmda við raforkukerfið í framtíðinni með umhverfismati áætlana sem Landsnet hefur ákveðið að láta vinna samhliða vinnu við kerfisáætlun fyrir árin 2014 til 2023. Matslýsing vegna umhverfismatsins verður kynnt á næstunni og geta hagsmunaaðil- ar gert athugasemdir í fjórar vikur. Ákvörðun Landsnets grund- vallast á úrskurði umhverfis- og auðlindaráðherra frá því í vor vegna stjórnsýslukæru landeig- anda í Eyjafirði. Úrskurðað var að kerfisáætlun Landsnets fyrir árin 2012 til 2016 félli undir ákvæði laga um umhverfismat áætlana. Samráðsferli fyrr Umhverfismat kerfisáætlunar verður tvískipt. Annars vegar verður fjallað um áhrif framtíð- aruppbyggingar meginflutnings- kerfis raforku á umhverfið og hins vegar um umhverfisáhrif helstu framkvæmda sem í áætl- uninni felast. Matsskyldar fram- kvæmdir fara eftir sem áður í gegnum hefðbundið mat. Guðmundur Ingi Ásmundsson, aðstoðarforstjóri Landsnets, seg- ir að með þessu nýja vinnulagi hefjist samráðsferlið fyrr og meira verði fjallað um stóra val- kosti til framtíðar. Bendir hann á að aðeins séu teknir þeir valkost- ir sem taldir eru henta í líklegar sviðsmyndir fyrir framtíðina. Á þessu stigi sé metið hvaða kostir komi helst til greina og nauðsyn- legt sé að skoða nánar. „Vönduð vinnubrögð af þessu tagi leiða vonandi til betri sáttar um nauðsynlega uppbyggingu flutningskerfisins,“ segir Guð- mundur. Áfram unnið að byggðalínu Landsnet hefur unnið að und- irbúningi þess að styrkja byggða- línuna frá Blönduvirkjun til Aust- fjarða. Endurbyggja þarf þrjár línur, sú fyrsta liggur frá Blöndu- virkjun til Akureyrar, sú næsta til Kröflu og sú þriðja í Fljótsdal. Umhverfismat er langt komið. Landsnet hefur einnig sett á dag- skrá möguleikann um hálendisl- ínu meðfram Sprengisandsleið. Guðmundur Ingi segir að ákvörðun um umhverfismat áætl- ana breyti ekki brýnum fram- kvæmdum sem unnið er að. „Um- hverfismat áætlana gildir fyrst og fremst um framkvæmdir í fram- tíðinni. Það er meginreglan. Í umhverfismati kerfisáætlunar er verið að skoða sviðsmyndir og ef niðurstaða þeirra skarast við framkvæmdir sem eru lengra komnar verður að taka ákvarð- anir um það út frá skynsamlegum rökum,“ segir Guðmundur. B D C A TæknikostirÁkvörðun um spennu á flutningskerfinu A1:132 kV A2:220 kV A3:400 kV Kerfisútfærslur Ákvörðun um tæknilega útfærslu B1: Loftlínur B2: Jarðstrengir B3: Aðrar lausnir Ákvörðun um leiðaval Lega flutningsvirkja C1: Nýjar línuleiðir, ósnortið svæði C2: Nýjar línuleiðir í mannvirkjabelti C3: Núverandi línugötur Núllkostur Ákvörðun um óbreytt ástand Ekki verður ráðist í framkvæmdir í flutningskerfi Landsnets Samanburður valkosta Vonast til að sátt ná- ist um uppbyggingu  Landsnet lætur gera umhverfismat á kerfi framtíðarinnar Guðmundur Ingi Ásmundsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.