Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 ✝ Dagný Gríms-dóttir fæddist á fæðingardeild LSH 17. apríl 1987. Hún lést af slysför- um í Kaupmanna- höfn 20. október 2013. Foreldrar Dag- nýjar eru Grímur Halldórsson, raf- virki, f. 25.8. 1954, og Hildur María Blumenstein, hárgreiðslumeist- ari, f. 21.2. 1956. Systur Dag- nýjar eru Edda Blumenstein, f. 1.11. 1976, og Kristín María Grímsdóttir, f. 19.8. 1983. Sam- býlismaður Eddu er Árni Ingi Pjetursson, börn þeirra eru Grímur Andri Magnússon, Ósk- ar Atli Magnússon og Emma Ingibjörg Árnadóttir. Sambýlis- maður Kristínar er Axel Axels- son. Unnusti Dagnýjar er Lars Matthiesen, f. 8.4. 1981. Dagný ólst upp í Garðabæ til ársins 2005 og flutti síðan með fjölskyldu sinni í Hafnarfjörð. Dagný lauk burt- fararprófi í píanó- leik frá Tónlistar- skóla Garðabæjar haustið 2007 og stúdentsprófi frá Fjölbrautaskól- anum í Garðabæ vorið 2008. Haustið 2008 hélt Dagný í nám til Danmerk- ur. Hún lauk námi við Lýðháskólann í Randers og hóf svo framhalds- nám í fatahönnun við Design- skolen Kolding. Dagný lauk BA gráðu í fatahönnun vorið 2012 og hóf í kjölfarið mastersnám í fatahönnun. Haustið 2012 var Dagný í skiptinámi í París og var síðan lærlingur í fatahönn- un hjá vörumerkinu Foreign affairs, frá apríl til ágúst 2013. Dagný var að vinna að loka- verkefni í mastersnáminu þeg- ar hún lést. Dagný verður jarðsungin frá Vídalínskirkju í dag, 31. októ- ber 2013, og hefst athöfnin kl. 13. Í helgri bók stendur, Drottinn gaf, drottinn tók. Erfitt að skilja á sorgarstundu. Dagný, dótturdóttirin ljúfa, kvaddi snögglega. Minningarnar kærar, tærar sem daggardropar, lifa. Man æskuárin, fjörkálfinn með hrokkna lokka, sísyngjandi. Man unglinginn, spilandi á pí- anó, umvafin vinum, átti allan heiminn. Man stúdentinn, fróðleiksfús og falleg, farin að huga að fram- tíðinni, síðast en ekki síst. Man ungu stúlkuna, sem fór á vit ævintýra í fatahönnun til Kö- ben. Þar fann hún sína köllun og ástvininn kæra, Lars, sem sárt saknar þín. Þú varst svo kát og lífsglöð í sumar, á leið okkar vestur í Djúp, kæra Dagný, sagðir mér frá framtíðaráformum þínum, svo áköf og geislandi glöð, sú vika var næstsíðasta samverustund okk- ar. Ég elska þig, Dagný mín og minningarnar geymi, þar sem ryð fær eigi grandað, í hjarta mínu. Þú gafst mér dýrmætar stundir, gleði og ánægju. Svo sárt saknað, ljúfust, takk fyrir að vera þú. Listræna ljúfa unga hlín, leiðarlok jarðlífs eru komin. Ótal minningar koma til mín, mætar eins og nærvera þín, við sjáumst, er bjartasta vonin. Elsku Hildur mín, Grímur minn, kærar systur, fjölskyldur og Lars, Guð veri með okkur öll- um. Edda amma. Það var í senn bæði þungbært og óvænt, þegar Grímur sonur okkar, færði okkur þau tíðindi að Dagný, dóttir þeirra Hildar, hefði dáið í slysi þá um nóttina. Fyrstu viðbrögðin voru þannig, að mað- ur neitaði að trúa að þetta hefði gerst. En svo verður maður að sætta sig við orðinn hlut, hversu þungbær sem hann er. Þegar ungt fólk í blóma lífsins, sem á allt lífið framundan, kveður okkur, erum við alltaf skilin eftir með ótal spurningar. Engin orð ná að lýsa sorg okkar. Ekki tími til að kveðja, ekki tími fyrir síð- ustu orðin. Slysin gera ekki boð á undan sér og auðvitað fyllist maður fyrst reiði yfir því rang- læti, að missa svona glæsilegt hæfileikafólk. Dagný var miklum hæfileikum gædd, hafði stundað nám í dansi og píanóleik, og nú síðustu árin var hún komin langt í hönnunarnámi í Danmörku. Hún glansaði í öllu því sem hún tók sér fyrir hendur. Ung kona með lífið framundan og unnusta sér við hlið. Kannski lýsir það hennar per- sónuleika, hversu vinamörg hún var og blómstraði jafnan í hópi vina, samstarfsfélaga og fjöl- skyldu. Ein af síðustu stundunum sem við áttum með Dagnýju var í ágúst sl. í Ármúla í Kaldalóni við Ísafjarðardjúp. Hún bauðst til að búa um rúmið fyrir afa sinn og þetta lýsir henni vel, hjálpsemin og hlýleikinn. Hún bjó um rúmið með þeim hlýleik sem alltaf fylgdi henni, alltaf brosmild og bauð alltaf af sér góðan þokka. Við vorum saman þessa daga í Kaldalóni en þá óraði okkur ekki fyrir að þetta yrði í eitt af síðustu skiptunum sem við sæjum hana. Nokkrum dögum eftir heimkomu að vestan hringdi hún í ömmu sína og pantaði kjötsúpu að hætti ömmu og við þessar og allar hin- ar minningarnar verðum við að dvelja. Þó að sorg okkar sé djúp og sæki á okkur á hverju einasta augnabliki, þá er hugur okkar hjá Hildi og Grími og við biðjum al- mættið að styrkja þau og fjöl- skylduna alla, til að takast á við sorgina. Afi Halldór og amma Kristín María. Til elsku bestu litlu systur í heimi. Það eru ekki til orð sem lýsa því hvað við söknum þín mik- ið, það líður ekki sá dagur sem við hugsum ekki til þín. Sumir hverfa fljótt úr heimi hér. skrítið stundum hvernig lífið er eftir sitja margar minningar. Þakklæti og trú. Þó ég fái ekki að snerta þig veit ég samt að þú ert hér, og ég veit að þú munt elska mig og geyma og gæta hjá þér. Og þegar tími minn á jörðu hér, liðinn er þá er ég burtu fer, þá ég veit að þú munt vísa veg og taka á móti mér. (Höf. texta Ingibjörg Gunnarsdóttir) Við elskum þig alla leið til stjarnanna og heim aftur. Þínar stóru systur, Edda og Kristín María. Upp í hugann skjótast minn- ingabrot um glaðværa, bros- milda, tónelska, listræna, stund- um feimna en ávallt hlýja og einlæga frænku okkar sem horfði glaðbeitt til framtíðar með fangið fullt af fyrirheitum. Dagný mín, nú er glaðværð þín og tónlist hljóðnuð hjá okkur en við vitum að þú munt brosa, hanna og spila eins og þér einni var lagið og hrífa aðra með þér. Minningu þína munum við geyma með okkur. Við kveðjum og biðjum Guðs engla að vaka yf- ir þér og öllum ástvinum þínum. Vorsins barn, þú verður kvatt með tárum og vinahendur hlúa að þínum beð. Ég veit að margir sitja nú í sárum og sakna þess að geta ei fylgst þér með. Við biðjum Guð að blessa minning þína og breyta sorgarmyrkri í ljósan dag og láta kærleiksröðul skæran skína og skreyta jörð við lífs þíns sólarlag. (Guðmundur Guðmundsson) Elsku stóra systir, mágur, börn, tengdabörn og barnabörn. Missir ykkar og okkar allra er mikill og sár. Guð veri með ykk- ur. Ellen Blumenstein, Brynja Blumenstein og fjölskyldur. Hver hefði trúað því að við myndum sitja saman systurnar, föðursystur Dagnýjar, og skrifa um hana minningargrein? Eng- inn hefði trúað því, en svo skellur ískaldur raunveruleikinn á okk- ur. Það er óréttlátt að þurfa að minnast manneskju, dóttur elsta bróður okkar og Hildar, sem við höfum aðeins þekkt í 26 ár. Minn- ingarnar um hana eru bara góð- ar, enda var Dagný einstaklega hjartahlý og geislandi stúlka. Við höfum skipt á henni, gefið henni að borða, svæft hana, keyrt hana í leikskólann og skólann, séð hana dansa og syngja, og spila á píanó. Hvernig má þetta vera? Af hverju er hún ekki lengur með okkur? Við þessari spurningu fæst líklega aldrei svar. Við get- um bara minnst hennar fallega, eins og hennar tilvist var á þess- ari jörð. Dagný var hæfileikarík með ólíkindum. Sama hvað hún tók sér fyrir hendur, leysti hún af þvílíkri færni sem og verkin hennar úr fatahönnunarnáminu sýna svo sannarlega. Árið 2007 tók Dagný burtfararpróf á píanó frá Tónlistarskólanum í Garða- bæ. Þar lék hún af stakri snilld, verk helstu snillinga tónlistar- sögunnar og við fjölskyldan og vinirnir vorum að rifna úr stolti. Þrátt fyrir ómælda hæfileika var það hógværðin sem var hennar leiðarljós. Þegar hún hélt til Dan- merkur í nám í fatahönnun urðu samverustundirnar færri, en dýpri og sterkari. Við fylgdumst með henni hvort sem hún var í Kolding, París eða Kaupmanna- höfn og nú að síðustu við að inn- rétta nýju íbúðina sem hún og Lars voru svo hamingjusöm með. Við eigum síðustu minningu um frænku okkar í Ármúla við Ísafjarðardjúp í lok ágúst nú í sumar. Við vorum þar saman stórfjölskyldan með mömmu og pabba sem syrgja nú barnabarn sitt. Við tíndum saman ber, veiddum og fórum í göngutúra, og böðuðum okkur í heitri laug. Svo sungum við á kvöldin og spil- uðum á gítar. Þetta elskaði Dagný, að vera saman með fjöl- skyldunni sinni og njóta lífsins. Það var yndislegt að fylgjast með henni hvað hún náði góðu sam- bandi við litla frændfólkið sitt. Þannig ætlum við að minnast hennar. Og við ætlum að heiðra minningu frænku okkar og vin- konu með því að reyna að vera enn betri manneskjur í dag en við vorum í gær og styrkja fjöl- skyldutengslin sem aldrei fyrr. Við kveðjum litlu frænku okk- ar og þökkum enn og aftur fyrir að hafa fengið að vera samferða henni, þessa stuttu ævi. Dagný mun eiga stóran stað í hjörtum okkar allra. Hvíl í friði. Guðrún Ellen og Hrafn- hildur Halldórsdætur og fjölskyldur. Ástkæra Dagný. Ég er svo þakklátur allra góðu stundanna sem við áttum saman og minning þín mun ávallt ein- skorðast við hversu hjartahlý, nærgætin og einstök þú varst. Hve örlát þú varst á að veita hrós og þakklát fyrir allt. Tenging okkar var mikil og ná- in og segja má að leiðir okkar hafi alla tíð legið hlið við hlið. Auk þess að vera systkinabörn, vorum við á sama aldursskeiði og ólumst upp saman í Garðabænum. Í gegnum tíðina hef ég ávallt fund- ið það hlutverk hjá sjálfum mér að hafa auga með þér. Vinskapur okkar styrktist enn frekar þegar samband okkar Línu hófst, bestu vinkonu þinnar. Fyrst varst þú hissa, en síðan varst þú svo hlý og hamingjusöm að fá Línu vinkonu í fjölskyldu þína, ég kunni vel að meta það. Leiðir okkar lágu einnig sam- an til Danmerkur, þar sem ég hef verið svo lánsamur að búa í ná- lægð þinnar sl. fjögur ár. Ég fann ávallt fyrir hlýju og öryggi að bæði vorum við búsett í Dan- mörku. Sá tími styrkti okkar samband enn betur og verð ég ávallt þakklátur fyrir þann tíma. Lítil skipti eins og fyrir jól þegar þú gistir hjá okkur Línu áður en við flugum öll saman heim í fjöl- skylduboðin, þegar þú hrósaðir mér manna mest fyrir dönsku- kunnáttu mína, sérílagi á þeim tíma er þú kynntir okkur Línu fyrir Lars og yndislegar sam- verustundir okkar í Hornbæk eru nú ómetanlegar minningar sem munu ylja mér um hjarta- rætur þegar ég minnist þín. Elsku Dagný, ég er svo stoltur af hve dugleg þú varst og fannst ávallt svo ánægjulegt að fá að kynna þig fyrir vinum mínum, sem eru nú svo þakklát að hafa fengið að kynnast þér. Ég vil enda þessar fátæklegu línur á því að minnast á hlýja kveðju sem mér barst frá góðum vinum okk- ar. En þeim þótti frændrækni okkar skína í gegn þegar þau sáu okkur saman og töldu greinilegt að við værum miklu meira en bara frændsystkini, meira sem góðir vinir. Orð fá ekki lýst hve sorglega leiðin þín tók enda. Þú munt ávallt vera í bænum mínum, elsku Dagný, og ég mun hugsa til þín um ókomna tíð. Þetta er kveðjan mín. Þinn frændi, Jóhann Guðmundsson. „Svo líða tregar sem tíðir.“ Til eru dagar svo blíðir, að liðnir þeir laufgast á vorin, létt verða minningasporin. Fegurðin gleymst aldrei getur, hún grær – eins og björk eftir vetur. (Hulda) Minningarnar um Dagnýju frænku okkar hrannast nú upp hver af annarri þegar við höfum verið minnt á hversu fallvalt lífið er. Hún var hrifin brott í blóma lífsins og harmi slegnir ástvinir standa nú ráðþrota og spyrja sig hver sé tilgangurinn. En það er fátt um svör. Ævi Dagnýjar var undurljúf, eins og fallegur sumardagur. Hún ólst upp í Garðabæ við ást- ríki foreldra sinna og systra, ávallt glöð og kát. Við nutum frændseminnar og vináttunnar í ríkum mæli. Þau voru samhent fjölskylda og samrýmd og eiga því digran sjóð minninga til að leita í, þegar fram líða stundir. Dagný var einstaklega listræn og skapandi, var afburða dansari, músíkant og mikill námsmaður. Hún lauk píanónámi með glæsi- brag samhliða stúdentsprófi og var nú síðast meistaranemi í fata- hönnun í Danmörku þar sem hún naut sín afar vel. Hún hafði held- ur betur fundið sína syllu og allt lék í höndum hennar. Dagný ljómaði svo ljúf, fögur og ham- ingjusöm enda búin að kynnast ástinni sinni, Lars Matthiesen, yndislegum ungum Dana sem hefur nú misst svo mikið. Hún kunni að njóta menningar, lista og náttúrunnar, sérstaklega voru henni kærar stundir fegurðin við Ísafjarðardjúp þar sem fjöl- skylda hennar á sælureit og nýt- ur samverunnar í alíslenskri, ægifagurri náttúrunni. Sár er harmur fjölskyldu og ástvina en við munum reyna að hugga þau og styrkja. Við trúum því að hlutverk Dagnýjar hafi verið að varpa sólargeislum í líf okkar hinna sem nú eftir stönd- um sorgmædd og hnípin, en þakklát. Sólargeislum sem verða ætíð ljúfar minningar og munu lýsa okkur leiðina þegar við snú- um hjólinu til gleðinnar í framtíð- inni. Við kveðjum okkar yndislegu Dagnýju með ljóðinu Sumardag- ur, deilum sorginni með Hildi, Grími, Lars, Eddu, Kristínu, fjöl- skyldum þeirra, ástvinum og syrgjendum öllum. Við biðjum al- mættið að blessa þau öll og styrkja. Ég er lækurinn sem hoppar í hlíðinni og þetta er mín eina þrá – að slást í fylgd með fljótinu sem fellur í hinn djúpa sjá. Ég er döggin sem blikar á blómunum. Himinninn grét í gær – og ljósgeislinn kemur og lyftir mér upp í loftin heið og tær. Himin, haf og jörð hef ég eignast fyrir enga borgun. – Ég er blóðið sem braust fram í kinnarnar á stúlkunni sem þú mættir í morgun. (Þ.V.) Hjartans kveðjur, Ketill, Jóhanna, Guðrún Eydís og Svandís María. Það eru engar ýkjur þegar ég segi að ég hafi þekkt Dagnýju alla mína ævi. Það eru sléttir þrír mánuðir á milli okkar, foreldrar okkar eru ekki bara frændsystk- ini heldur miklir vinir líka. Ömm- ur okkar eru systur og bestu vin- konur og gera nánast allt saman. Þegar þetta er skrifað er vika síð- an fallega frænka mín og vinkona lést. Dagný var ekki bara falleg að utan heldur einnig að innan. Hún var hæfileikarík á svo mörg- um sviðum, ljúf og yndisleg. Hafði góða nærveru, alltaf bros- andi og hlæjandi. Elsku frænka, þú varst tekin alltof snemma frá okkur, ung kona í blóma lífsins. Við sem eftir sitjum eigum erfitt með að skilja tilgang lífsins þegar svona skelfi- legir atburðir gerast. Í huganum rifjar maður upp góðu minning- arnar sem við frænkurnar áttum svo sannarlega mikið af. Þessir tímar eru dýrmætari en allt. Síð- astliðin 26 ár höfum safnað mörg- um góðum minningum. Það sem kemur fyrst upp í hugann eru ferðirnar í Ármúla og þá helst ferðin þegar gönguklúbburinn var með í för og við stofnuðum Snúðastelpurnar með hjálp mömmu þinnar og sömdum auð- vitað lag sem við fluttum um kvöldið. Gott ef við sungum það ekki nokkrum sinnum bara svona svo allir myndu alveg örugglega ná því. Ekkert athyglissjúkar neitt. Svo er það Spánarferðin þar sem við, 10 ára pæjurnar vor- um í Tweety bolum og Spice Girls bolum til skiptis, að stríða eldri systrum okkar. Þar sem við vor- um þrem og fjórum árum yngri vorum við ekki alltaf í uppáhaldi á þessum árum þó auðvitað með tímanum urðum við allar góðar vinkonur. Svo eru það öll afmæl- in, prakkarastrikin sem við ætl- um bara að eiga fyrir okkur, úti- legurnar með Spora og Díor í fellihýsunum, sleep-overin og endalaust fleira. Ég er svo ánægð að ég náði að hitta þig í Köben apríl síðastlið- inn þar sem ég var með vinkon- um mínum í helgarferð. Þar fékk ég einnig að kynnast Lars. Ég hugsa að allir sem hittu ykkur sáu hvað þið voruð ástfangin og hamingjusöm, það var bara svo augljóst. Þetta kvöld þræddum við pöbba í Kaupmannahöfn og þú vildir ólm sýna okkur allt þrátt fyrir stuttan tíma. Þú hafðir mikinn áhuga á öllu sem var að gerast hjá mér, sagðir mér frá þínu lífi í Danmörku, skólanum, Parísarævintýrinu og framtíðar- plönum ykkar Lars. Við rifjuðum upp gamla tíma, og þú raulaðir Snúðastelpulagið fyrir mig þar sem ég hafði gleymt því, ótrúlegt en satt. Svo sagðir þú mér fréttir af systrum þínum og fjölskyldu og fréttir af vinkonum þínum. Ég hef farið í gegnum þessa kvöld- Dagný Grímsdóttir ✝ Faðir okkar, HALLDÓR SIGURBJÖRN HALLDÓRSSON, Hrófbergi, Steingrímsfirði, andaðist á Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík þriðjudaginn 29. október. Jarðarförin auglýst síðar. Börn og fjölskyldur. ✝ Elskulegur bróðir okkar og frændi, ERLENDUR RAGNAR GÍSLASON, bóndi á Melhól, lést á Klausturhólum laugardaginn 26. október. Útförin fer fram frá Langholtskirkju í Meðallandi laugardaginn 2. nóvember kl. 12.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðni Már Sveinsson. ✝ Bróðir minn, GUNNAR SIGURÐSSON bifreiðarstjóri, Tjarnabrú 16, Höfn í Hornafirði, lést á hjúkrunarheimilinu HSSA sunnudaginn 27. október. Útförin fer fram frá Hafnarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður í Stafafellskirkjugarði í Lóni. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á hjúkrunarheimilið HSSA. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Sigurþór Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.