Morgunblaðið - 31.10.2013, Page 26
26 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
Kæri heilbrigð-
isráðherra, Kristján
Þór Júlíusson.
Ég skrifa þér með
þá einlægu ósk í
brjósti að þú lesir
þetta bréf og skiljir
hvað mér, sem og
fjölda landsmanna,
finnst varðandi þetta
mál; þ.e. niðurskurð
á kostnaði við rekst-
ur Heilsustofnunar
NLFÍ í Hveragerði.
Svo vill til að ég hef dvalið hér
í mánuð. Ég bý erlendis en vil
miklu heldur koma heim og vera í
Hveragerði þó ég þurfi að greiða
allan kostnað úr eigin vasa. Ég sé
ekki eftir því á nokkurn hátt. Ég
hef dvalið á þremur sambæri-
legum stöðum erlendis; þ.e. í
Frakklandi, Sviss og Túnis, og ég
get fullvissað þig um að þessar
erlendu stofnanir er ekki hægt að
bera saman við þá í Hveragerði.
Hún ber af á allan hátt. Hvað er
það sem gerir Heilsustofnunina í
Hveragerði svo einstaka? Í mín-
um huga sé ég „Hælið“ eins og
greinar á tré. Greinar sem eru
brothættar, e.t.v. eru þær brot-
hættar vegna þess að áburður
grunntrésins eru hugsjónir; hug-
sjónir sem byggjast á frábærri
fagmennsku, gleði, óendanlegri
þolinmæði og umhyggju með öll-
um þeim manneskjum sem hingað
koma.
Hvar annars staðar sér maður
fólk bogið af áratuga striti, gigt
eða einmanaleika koma og fara
síðan 3-4 vikum síðar beint í baki
og með bros á vör? Ég hef hvergi
séð það nema hér.
Nú leggur þú til, Kristján, að
sumar af þessum greinum verði
höggnar burtu. Ég held að maður
verði að gera sér grein fyrir því
að allar þessar grein-
ar eru samtvinnaðar
og virka saman. Nið-
urskurður mundi
valda atvinnumissi
fólks sem þýðir færri
skattgreiðendur. Sum-
ir gætu orðið atvinnu-
lausir og þurft að
þiggja bætur sem
koma úr ríkissjóði.
Auk þess mun nokkuð
stór hópur sem fengið
hefur bæði líkamlegan
og andlegan stuðning
hér verða tilneyddur
til að fara að heiman og inn á
stofnanir. Ég verð að spyrja,
hversu mikið mun ríkissjóður
spara á þessu?
Það er kannski almenn vitn-
eskja en hér fer fram mikil vinna
bæði fagfólks og sjúklinga. Þetta
er ekkert lúxusdæmi eða bruðl.
Ég er sannfærð um að öll sú hlýja
og samkennd sem streymir frá
dásamlegu starfsfólki veldur því
að hér líður öllum vel og eru góðir
og glaðir í viðmóti hverjir við
aðra. Hér ríkir andi sem þeir sem
hér dvelja munu búa að í lengri
tíma því að í Hveragerði fer fram
mikilvægt forvarnarstarf.
Þig vil ég biðja að lokum, Krist-
ján, því ég held að þú sért skyn-
samur og velviljaður maður, að
endurskoða þennan niðurskurð á
fjárveitingu til Heilsustofnunar
NLFÍ í Hveragerði. Þessi niður-
skurður borgar sig ekki.
Heilsustofnun
NLFÍ í Hveragerði
Eftir Önnu
Hauksdóttur
Anna
Hauksdóttir
»Hér ríkir andi sem
þeir, sem hér dvelja,
munu búa að í lengri
tíma því að í Hveragerði
fer fram mikilvægt for-
varnarstarf.
Höfundur er eftirlaunaþegi.
Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is www.vfs.is
Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað•
Vinnsluhæð 240 mm•
Vinnslubreidd 250 mm•
Færanlegt vinnsluborð 470x600 mm•
Hakkavél•
Mótor 550 wött•
Hæð 1470 mm•
Þyngd 58 kg.•
Tilboðsverð kr. 79.000.-
Þessi frábæra kjötsög
með hakkavél frá
Dinamix
er komin aftur
Í grein eftir Valdimar Hergils Jó-
hannesson, sem birtist sem 30.10. sl.,
slæddist inn villa, málsgreinin á að
hljóða svona: „Ég myndi ekkert vera
viss um hvor okkar félli fyrr á hné í
slíkum slag miðað einnig við ýmis
orð sem Gísli lætur falla um mig í
ummælum á eftir statusinum, – t.d.
að kalla mig eða stuðningsmenn
mína zíonasista (þ.e. bæði zíonista og
nasista sem er þó aðallega gróflega
meiðandi fyrir gyðinga sem misstu 6
milljónir manna fyrir hendi nasista
og er á ótrúlega lágu plani).“
Beðist er velvirðingar á mistök-
unum.
Leiðrétting
Í grein í Morg-
unblaðinu 7. október
sl. varaði ég við því,
sem nú hefur gerst í
flugvallarmálinu.
Láta á NA/SV braut-
ina af hendi án
tryggingar fyrir
framtíðarstaðsetn-
ingu flugvallarins og
ónothæft að-
alskipulag til ársins
2030 er áfram í gildi.
Þetta er undanhald af hálfu rík-
isstjórnarinnar, sem lofaði því fyr-
ir kosningar, að standa vörð um
Reykjavíkurflugvöll í Vatnsmýri. Í
áðurnefndri grein minni benti ég á
að Dagur B. Eggertsson, formað-
ur borgarráðs, og Hanna Birna
Kristjánsdóttir innanríkisráðherra
eru eindregnir flugvallarandstæð-
ingar og vilja bæði reisa byggð
þar sem nú er NA/SV flugbrautin
í Vatnsmýri. Það hefði í för með
sér að Reykjavíkurflugvöllur yrði í
raun lokaður í 23 daga á ári,
vegna of mikils hliðarvinds, sem
án nokkurs vafa leiðir til þess að
færri mannslífum er hægt að
bjarga en hingað til. Það er óvið-
unandi niðurstaða fyrir þá sem
setja öryggis- og almannavarna-
hlutverk flugvallarins í öndvegi.
Flugvallarand-
stæðingar fagna
Blaðamannafundurinn, þar sem
tilkynnt var um það samkomulag,
sem gerir ráð fyrir því, að NA/SV
brautin í Vatnsmýri fari undir
byggð og að framtíð flugvallarins
sé enn í lausu lofti, var ekkert
gleðiefni fyrir stuðningsmenn
flugvallarins, sem höfðu glæsilega
undirskriftasöfnun sín megin og
héldu að ríkisstjórnin væri einlæg
í loforðum sínum. Var nema von
að innanríkisráðherra, formaður
borgarráðs og borgarstjóri, réðu
sér vart fyrir kæti! Fleiri flugvall-
arandstæðingar fagna,
þ.á m. varaborg-
arfulltrúinn, Hjálmar
Sveinsson, sem segir í
pistli, sem hann nefnir
„Flugvöllurinn verður
og fer“: „Norður-
suðurbrautin fær að
vera til 2022. Það
breytir ekki því að
flugvöllurinn er allur
úti 2024.“ Hjálmar tel-
ur að Keflavík komi til
greina sem framtíð-
arstaðsetning fyrir
flugvöll, ef hún finnst ekki á höf-
uðborgarsvæðinu!
Hvað er til ráða?
En málinu er ekki lokið. Borg-
arstjórnarkosningar eru fram-
undan og brýnt er að í þeim kosn-
ingum verði það valkostur að
standa með Reykjavíkurflugvelli,
með þremur flugbrautum, og að
skipulag Vatnsmýrarinnar tryggi
öryggi landsmanna og feli í sér
flug-, háskóla- og sjúkra-
hússtarfsemi. Fella þarf hið af-
leita, nýsamþykkta aðalskipulag
úr gildi. Þetta varðar ekki aðeins
flugvöllinn heldur einnig ýmis
byggðarþéttingaráform borg-
arstjórnarmeirihlutans, t.d. á
Landssímareit og á Slippasvæð-
inu. Látum óraunsæja byggð-
arþéttingarstefnu víkja fyrir hags-
munum Reykvíkinga og annarra
landsmanna.
Landsbyggðin svikin
í flugvallarmálinu
Eftir Ólaf F.
Magnússon
Ólafur F.
Magnússon
» Þetta er undanhald
af hálfu ríkisstjórn-
arinnar, sem lofaði því
fyrir kosningar, að
standa vörð um Reykja-
víkurflugvöll í Vatns-
mýri.
Höfundur er læknir og
fv. borgarstjóri.
Frakkland og Ís-
land hafa lengi búið
við góð viðskipta-
tengsl þrátt fyrir land-
fræðilega fjarlægð og
á margan hátt ólíkt
efnhags- og atvinnulíf.
Árið 2012 var
Frakkland sjötti
stærsti viðskiptavinur
Íslands en þangað
fóru 4,4 % vöruút-
flutnings Íslendinga, að andvirði
28,1 milljarður íslenskra króna. Á
sama tíma var Frakkland í 11. sæti
þegar horft er til innflutnings á
vörum til Íslands, en þá var inn-
flutningurinn að andvirði 12,7 millj-
arðar króna, sem svarar til 2,1% af
heildarvöruinnflutningi Íslendinga.
Viðskiptajöfnuðurinn var því hag-
stæður fyrir Ísland og kemur
Frakkland í 6. sæti þegar horft er til
viðskiptaafgangs í viðskiptum milli
Íslands og annarra landa.
Hluti af viðskiptatengslunum
milli landanna tveggja felst í
gagnkvæmum fjárfestingum.
Frönsk fyrirtæki hafa fjárfest með
beinum hætti fyrir um
18 milljónir evra á Ís-
landi, nánast eingöngu í
þjónustugreinum, svo
sem auglýsingaiðnaði
og ferðaþjónustu. Á
hinn bóginn eru beinar
og óbeinar fjárfest-
ingar íslenskra fyr-
irtækja í Frakklandi
nálægt 216 milljónum
evra og var starfs-
mannafjöldi þessara
fyrirtækja um 5000
manns árið 2012.
Viðskipti milli Íslands og Frakk-
lands hafa aukist verulega frá árinu
2007. Þannig jókst vöruútflutningur
frá Íslandi til Frakklands um 200%
á tímabilinu frá 2007 til 2012.
Sterkari viðskipta-
tengsl Íslands
og Frakklands
Eftir Marc
Bouteiller
Marc Bouteiller
» Frönsk fyrirtæki
hafa fjárfest með
beinum hætti fyrir um
18 milljónir evra á Ís-
landi,
Höfundur er sendiherra Frakklands
á Íslandi.
Jöfnuður Útflutningur Innflutningur
Heimild: Fjármálaráðuneyti Frakklands
Utanríkisviðskipti Íslands og Frakklands frá 2003
Upphæðir eru í milljörðum króna
30
25
20
15
10
5
0
-5
2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012