Morgunblaðið - 31.10.2013, Síða 28

Morgunblaðið - 31.10.2013, Síða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 ✝ Kristján Benja-mínsson fædd- ist í Haukatungu í Kolbeinsstaða- hreppi á Snæfells- nesi 5. október 1923. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut 23. október 2013. Foreldrar hans voru Margrét Jó- hanna Sigríður Jó- hannesdóttir, f. 30. júní 1905, d. 15. jan. 1995, og Benjamín Kristjánsson, f. 2. des. 1895, d. 16. des. 1977. Hálfsystkini Kristjáns, sammæðra, faðir Sveinbjörn Jónsson, eru: Hauk- ur, f. 6. feb. 1932, maki Ingi- björg Jónsdóttir, Friðjón, f. 10. mars 1933, d. 1. sept. 1990, maki Björk Halldórsdóttir, Jó- hannes, f. 29. júní 1935, d. 23. Margrét móðir Kristjáns giftist Sveinbirni Jónssyni bónda á Snorrastöðum 1931 og fluttust þau þangað ásamt Kristínu móður Margrétar. Kristján tók gagnfræðapróf frá Héraðsskólanum í Reykholti. Kristján vann í Sölufélagi garð- yrkjumanna frá 1945 til 1993 eða í 48 ár, lengst af sem skrif- stofustjóri. Kristján var virkur í félagsstarfi innan badmin- tonhreyfingarinnar um langt árabil. Hann var meðlimur í Fuglum, sem var hópur innan TBR. Hann var kosinn í stjórn TBR árið 1955 og varð síðar formaður þess, árið 1956. Þá var hann kosinn fyrsti formað- ur Badmintonsambands Íslands árið 1967. Hann var sæmdur gullmerki TBR og ÍSÍ. Hann sat lengi í ritnefnd blaðsins Hesturinn okkar og var fé- lagsmaður í hestamannafélag- inu Fáki og var virkur í starfi þess. Útför Kristjáns verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 31. október 2013, og hefst athöfnin kl. 13. okt. 2002, Kristín Sólveig, f. 17. mars 1941, d. 8. mars 1992, maki Grétar Haraldsson, látinn, Helga Steinunn, f. 20. jan. 1943, maki Indriði Albertsson, Elísabet Jóna, f. 20. des. 1946, maki Garðar Gíslason. Kristján kvænt- ist Huldu Guð- mundsdóttur 15. mars 1952. Börn þeirra eru a) Kristín Berglind, f. 4. sept. 1958, maki Páll Kristján Svansson. Börn þeirra eru Kristján Hrannar, f. 31.3. 1987 og Kári, f. 3.3. 1989, b) Broddi Kristjánsson, f. 8. des. 1960. Maki Helga Þóra Þórarinsdóttir. Börn þeirra eru Eiður Ísak, f. 30. maí 1995 og Andri, f. 6. feb. 2001. Ljúfasta stundin er löngu horfin og liðið að hausti. Skjálfa viðir, en skipið fúnar skorðað í nausti. Og sorgin læðist í svörtum slæðum um sölnuð engi. Blöðin hrynja í bleikum skógum á brostna strengi. Löng er nóttin og nístingsköld við niðandi ósa. Hjartað stinga hélaðir þyrnar heilagra rósa. (Davíð Stefánsson) Það var eins og náttúran héldi í sér andanum þá sex sólarhringa sem það tók tengdaföður minn að berja nestið, slík var hauststillan og kyrrðin. Hann hafði ávallt bor- ið mikla virðingu fyrir náttúrunni og öllu lífi svo þessi kveðja var nokkuð táknræn fyrir hann. Það eru hartnær þrjátíu ár frá því ég kynntist Kristjáni, en þá fórum við Kristín Berglind dóttir hans að vera saman. Hann tók mér hlýlega frá fyrstu tíð og mín gæfa var sú að eignast þarna góð- an vin og tengdaföður sem aldrei bar skugga á. Ekki skemmdi nú fyrir að hann var hestamaður og þarna áttum við og öll fjölskyldan sameiginlegt áhugamál sem ól af sér margar gæðastundir. Kristján var orðinn sextugur þegar okkar kynni hófust en snarpur og hraustur sem þrítug- ur. Hann fór ekki um með hávaða en var þess meiri fyrirmynd í verkum sínum. Fljótlega eftir að við Kristín hófum búskap stóð okkur til boða að kaupa efri hæð- ina í fjölskylduhúsinu á Holtsgöt- unni. Ég var alveg óhræddur að taka það skref að búa í sama húsi og tengdaforeldrarnir og áttu mannkostir Kristjáns ekki síst þátt í því. Aldrei hefur borið skugga á þessa sambúð sem var gæfuspor enda hafa synir okkar notið góðs af því að hafa alist upp í nálægð afa og ömmu. Kristján var ljóðelskur með afbrigðum og mundi flest það sem hann las og stóð í hljóðstöfum. Alltaf var stutt í léttleikann og húmorinn sem meiddi engan en var oftar en ekki á eigin kostnað. Hann hafði góða nærveru og það var aðdáunarvert hve börn hændust að honum enda gaf hann sér ómældan tíma fyrir þau. Þó skrokkskjóðan hafi strítt honum síðustu árin var andinn og húmorinn sá sami allt til enda. Nú er hann búinn að söðla hest í nýj- um lendum, með þrjá til reiðar, alla ljósa og fer hratt yfir. Páll Kristján Svansson. Þó dauðsföll séu eðlilegur hluti af lífi manns á jörðinni þá eru þau alltaf erfið, sérstaklega þegar svona góður maður eins og afi Kristján var, fellur frá. Afi hefur alltaf verið stór hluti af lífi okkar því við höfum alltaf átt svo margar og góðar stundir sam- an. Við höfum eytt stórum hluta úr sumrunum uppí sumarbústað ömmu og afa. Þar hefur alltaf ver- ið gott að vera og þar hefur afi verið á heimavelli. Þar kenndi afi okkur að umgangast dýr af virð- ingu og nærgætni. Það var gaman að fylgjast með honum sniglast í kringum hestana. Hann talaði alltaf svo fallega til þeirra þannig að þeir urðu alltaf vinir hans. Hann sagði alltaf að ef maður tal- aði hlýlega til þeirra þá yrðu þeir vinir manns og það var greinilegt að það hafði hann gert því allir hestarnir voru greinilega vinir hans. Hann kenndi okkur líka að í hestaferðalögum ætti maður að skipta oft um hest því þá kæmi maður heim á óþreyttum hesti. Það gerði afi alltaf. Þó afi hafi ekki farið sjálfur á hestbak nú í nokkuð mörg ár þá sá maður alltaf að þeir voru líf hans og yndi. Það lifnaði alltaf yfir andlitinu á honum þeg- ar talað var um hestana eða þeir komu í gerðið við bústaðinn. Fyrstu árin okkar þá skutlaði afi okkur niður í hestagirðingu til að heilsa upp á þá en nú seinni árin skutluðum við honum þangað og horfðum saman á þá út um bíl- gluggann. Hann sá að þeim leið vel og þá leið afa vel. Afi var alltaf duglegur að styðja okkur í því sem við vorum að gera og fylgdist vel með okkur. Hann er búinn að keyra okkur óteljandi ferðir á badmintonæfingar, fótboltaleiki eða á golfvöllinn. Því munum við aldrei gleyma. Elsku afi, „stóri maðurinn“ og „góði maðurinn“ kveðja þig með miklum söknuði en við vitum að þú ert örugglega í hestaferðalagi með þrjá ljósa gæðinga til reiðar og enginn þeirra er þreyttur. Eiður Ísak og Andri. Að alast upp við hlið afa síns eins náið og ég gerði til fullorðins- ára telst til forréttinda. Allt vildi hann fyrir mann gera sem ég met mikils og átti ég oft skemmtilegar umræður við hann um lífið og til- veruna. Þó eitthvað bjátaði á var stutt í húmorinn hans og góða skapið. Seint gleymast reiðtúr- arnir okkar um Hrunamanna- hreppinn er hann sagði mér frá fellinu Álfkonunni og gerði maður sér snemma grein fyrir að hér væri afar jarðbundinn góður mað- ur með mikla skáldgáfu. Það eru ekki allir Íslendingar sem fæðast í torfbæjum og upplifa fornöldina eins og hún var nánast frá land- námi þangað til hann flytur til Reykjavíkur og kynnist tækniöld- inni. Allar mínar minningar um hann gleymast seint og þykir mér afar vænt um þær. Elsku afi minn, þín verður sárt saknað. Kári. Þá er hann elsku afi minn búinn að kveðja. Maðurinn sem kenndi mér að nota stuðla og höfuðstafi og kynnti mér ótrúleg ljóð og bækur sem fylgja manni gegnum lífið. Allar hestaferðirnar með honum voru svo skemmtilegar og eru sveipaðar dýrðarljóma í dag. Það var svo margt sem við áttum sameiginlegt og ég er þakklátur fyrir að hafa fengið öll þessi ár þar sem maður gat notið þessarar hlýju nærveru sem alltaf fylgdi honum. Við hlógum að því sama, og hneyksluðumst saman líka, sem var ekki síður skemmtilegt á sinn hátt. Afi var einn besti maður sem ég hef kynnst og ég tók hann mér til fyrirmyndar í öllu sem hann gerði. Þó parkinsons-sjúk- dómurinn hefði tekið sinn toll sýndi hann ótrúlegt þrek, bæði andlegt og líkamlegt. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Kristján. Fyrsta minning mín um Stjána bróður er þegar þessi hávaxni maður sveiflaði mér upp undir hvelfinguna sem er á milli eldhúss og forstofu á æskuheimilinu. Mér fannst þetta mögnuð flugferð, heyrði viðvörunarorð foreldra minna en harðneitaði að ég væri nokkuð hrædd, þó að ég muni enn óttablandna spennuna. Annað sem mér er minnisstætt eru sumarkvöldin í hlaðvarpanum á Snorrastöðum þegar bræðurnir, sem allir voru eldri en við systur, héldu uppi skemmtidagskrá með gamansögum, skondnum kveð- skap og eftirhermum. Ekkert var rætið, aðeins góðlátlegt grín. Þá var mikið hlegið og ekki auðvelt að slíta sig frá og fara í háttinn. Stundum fór tannburstunin fram úti á hlaði til að missa nú ekki af neinu. Stjáni var vel lesinn ljóðaunn- andi og kunni býsnin öll af ljóðum. Sjálfur var hann fljúgandi hag- mæltur. Hann var einstakur húm- oristi, umburðarlyndur og góður maður. Flinkur skrifstofumaður og hestamaður en fyrst og fremst var hann „Huldumaður“ eins og einn vina hans orðaði það í afmæl- isræðu. Hulda mín, var ávallt ávarp hans til konu sinnar, hún var honum allt og samband þeirra var fallegt. Að gera gott úr öllu var þeim svo eðlislægt. Einstakir eðliskostir þeirra hjóna hafa erfst ríkulega til barnanna og afkom- enda þeirra. Varla hægt að finna jafn samheldna og ástríka fjöl- skyldu. Badminton var íþróttin þeirra og ótal margir meistaratitl- ar komu í hús hjá fjölskyldunni. Þá var hestamennskan sameigin- legt áhugamál. Það voru ekki miklar svipting- ar í lífi eða starfi Stjána. Þau Hulda bjuggu allan sinn búskap á æskuheimili hennar og hann vann alla tíð hjá sama aðila. Síðustu ár- in truflaði Parkinsonsjúkdómur- inn lífið hjá Stjána. Hann tók hon- um undra vel og hélt húmornum og skemmtilegum tilsvörum alveg fram í andlátið. Hulda og börnin stóðu eins og alltaf þétt við bakið á honum með alúð og hlýju. Á 90 ára afmælinu hans 5. okt. sl. héldu þau eftirminnilega af- mælishátíð þar sem afkomendur hans glöddu hann og okkur öll með tónlist, upplestri og góðum veitingum. Ég hafði orð á því við Stjána hvað þau gerðu þetta fal- lega og svarið var stutt og laggott: „Ég valdi vel.“ Sannarlega rétt því jákvæðari manneskju en Huldu mágkonu er ekki hægt að hugsa sér. Stjáni lifði og kvaddi með reisn. Garðar þakkar fyrir „bróður“ nafnbótina. Mikið þakklæti er mér efst í huga þegar ég kveð Stjána nú um stund. Allt frá því hann lyfti mér lítilli stelpu í hæstu hæðir til síðustu daga hans hér, er uppistaða og ívaf minninganna góðmennska og gleði, velvild og væntumþykja. Gómsætu tómat- arnir sem fylgdu heimsóknum fjölskyldunnar vestur gleymast mér seint. Nú hefur meirihluti Snorra- staðasystkinanna kvatt þessa jarðvist og það er sem ég heyri hlátur þeirra og glaðværð hljóma frá huggulegum hlaðvarpa. Þegar við hin bætumst í hópinn aukast hlátrasköllin. Ég bið góðan Guð og alla engl- ana að styrkja og styðja elskulegu fjölskylduna hans Stjána. Sökn- uðurinn er sár en sælt að vita að nú er hann laus við þreyttan lík- amann. Guð blessi góðan bróður. Elísabet J. Sveinbjörnsdóttir. Fallinn er frá ljúfur og góður maður, Kristján Benjamínsson. Leiðir okkar hafa legið saman í meir en hálfa öld. Það var gæfa okkar beggja að eignast systur tvær, sem eiginkonur, frá sérlega góðu heimili í Vesturbænum í Reykjavík enda sagði Kristján oft við mig að við værum lukkunnar pamfílar að hafa eignast sætustu og bestu stelpurnar úr þeim bæj- arhluta. Mér er ljúft að minnast margra góðra og ánægjulegra stunda í okkar fjölskyldu bæði á heimili Kristjáns og Huldu og einnig í sumarhúsi þeirra á Flúð- um, stundir sem munu lifa í minn- ingunni ævilangt. Í starfi var Kristján gæfusam- ur og samviskusamur svo af bar og starfaði nær allan sinn starfs- aldur í sama fyrirtækinu Sölu- félagi Garðyrkjumanna og naut trausts og virðingar stjórnenda og félagsmanna Sölufélagsins alla tíð uns hann lét af störfum fyrir aldurs sakir, enda að nógu að hyggja varðandi frístundir og bar þar hæst hestamennskan. Krist- ján var í eðli sínu og uppruna sveitamaður sem unni hestum ekki minna en mannfólkinu og átti sínar bestu stundir í allskonar hestastússi, sem og öll fjölskylda hans. Snemma á ævinni urðu Hulda og Kristján frumkvöðlar í þeirri íþróttagrein, sem átti eftir að móta líf fjölskyldunnar, nefnilega badmintoníþróttinni. Öll fjöl- skyldan Kristján, Hulda, Broddi og Kristín stunduðu íþróttina af miklu kappi og varð Broddi marg- faldur meistari á sínum ferli. Ekki verður Kristjáns minnst, svo ekki sé hans heittelskuðu eig- inkonu Huldu getið og hennar heimilis á Holtsgötu 12. Þar sem hún ólst upp. Það var þeirra gæfa að eignast íbúð á neðri hæð húss- ins og þegar Guðmundur Símon- arson tengdafaðir okkar Krist- jáns féll frá, keypti Kristín Berglind dóttir þeirra og hennar fjölskylda hans íbúð á efri hæð hússins. Yndislegt var að fylgjast með því fallega samlífi sem þar fór fram, einstök umhyggja allra fyr- ir þeim Huldu og Kristjáni, þegar aldurinn færðist yfir og veikindi Kristjáns herjuðu á og voru hon- um erfið. Eins og öllum þeim sem þekktu Kristján var kunnugt um, unni hann ljóðum, las mikið og var sjálfur vel skáldmæltur. Eitt sinn varð ég þess aðnjótandi að hann sendi mér vísu að gefnu tilefni. Að lokum langar mig til að snúa dæminu við og senda honum frá mér, seinni hluta vísunnar: Ef kalt er úti og klökug jörð er kannske skárra en ekki að berist kveðja með brosi til eins besta manns, sem ég þekki. Megi góður Guð taka þér opn- um örmum og blessa þig, kæri vinur, og svili. Huldu minni og allri fjölskyld- unni sendum við Gyða okkar inni- legustu samúðarkveðjur. Haraldur Baldursson. Sem dropi tindrandi tæki sig út úr regni hætti við að falla héldist í loftinu kyrr – þannig fer unaðssönnum augnablikum hins liðna. Þau taka sig út úr tímanum og ljóma kyrrstæð, meðan hrynur gegnum hjartað stund eftir stund. (Hannes Pétursson) Kristján, móðurbróðir minn, var afar glæsilegur maður. Hann var hávaxinn og tígulegur og með skemmtilegt blik í brúnum aug- um. Hann var skáldmæltur og orti afar fallega. Skáldgyðjan var aug- ljóslega hans góða vina þó að hann hafi aldrei ráðist í það stórvirki að gefa kveðskap sinn út á bók. Það besta við Stjána var þó hvað hann var ætíð mildur og hlýr. Þess nutum við ættingjar hans í ríkum mæli. Enginn heils- aði eða kvaddi sem Stjáni. Hann lukti mann örmum og frá honum streymdi þessi ólýsanlegi varmi sem bjó til með okkur skjól og vernd gegn öllu illu. En þrátt fyrir að Stjáni hafi átt þessa fallegu stillu í lund sinni var hann afskaplega fjörugur og skemmtilegur. Lágstemmd til- svör hans voru í senn sniðug og óvænt og kitluðu hláturtaugarnar meira en annað. Milli Stjána og mömmu var fal- legt og sterkt samband og hann kom mikið í heimsóknir í uppvexti mínum. Mér var hann alltaf ein- staklega góður en þar fyrir utan átti hann þann merkilega sess í lífi mínu að vera faðir Kristínar Berglindar og Brodda, uppá- haldsfrændsystkina minna í heim- inum. Við mynduðum lítið (en af- skaplega frækið) þríeyki sem lék sér áhyggjulaust saman í þeirri nóttlausu voraldar veröld sem ávallt ríkti í sveitinni okkar, Snorrastöðum. Einhverju sinni vorum við mamma staddar tvær á Snorra- stöðum og urðum samferða Stjána í bæinn. Hann var á nýja Taunusnum sínum og fór Drag- ann eins og oft var gert á þeim tíma til að stytta örlítið leiðina. Ég var alveg óskaplega bílveikt barn og enn man ég hvað mér var brugðið þegar ég seldi upp þarna miðja vegu og ataði út bílinn fína. Þá varð þessum móðurbróður mínum það fyrst fyrir að strjúka litlu frænku sinni róandi um vangann og segja henni að hætta að gráta. Síðan gekk hann rólega af stað til að sjá hvort hann sæi ekki einhvers staðar sprænu svo hægt væri að væta tusku. Stjáni var mikill hestamaður og eitt sinn kom hann ríðandi til okkar í Álftamýrina. Hvílíkur æv- intýrabragur sem var á þessum frænda mínum þá. Enn sé ég það fyrir mér hvar þau mamma stóðu í tröppunum og töluðu og hlógu á meðan hann hélt við hestinn. Sú mynd hefur einhvern veginn varðveist í huga mér. Stjáni, hár og glæstur í reiðbuxum, og mamma í stretsbuxum og bol með rúllukraga. Yfir þeim einhver sér- stakur ljómi og gleði og milli þeirra þessi órofa elska sem ekk- ert fékk grandað. Þegar Stjáni varð níræður um daginn faðmaði hann mig að sér og hvíslaði: „Gott að þú komst.“ Já, það var sannarlega gott. Ég, sem var nýbúin að missa pabba minn, hvarf inn í hans huggunar- ríka faðm og fann samhljóminn sem hann átti við allt sem lífsand- ann dregur. Auðvitað hlaut það að verða hann sem huggaði mig. Guð geymi elsku móðurbróður minn. Margrét Grétarsdóttir. Það eru fáir einstaklingar sem tengjast Tennis- og badminton- félagi Reykjavíkur jafn mikið og Kristján Benjamínsson. Hann gekk í félagið fyrir um 60 árum og lagði stund á badmintoníþróttina í marga ártugi, einkum í „Fugl- unum“, sem var iðkendahópur á vegum TBR. Kristján varð fljót- lega mjög virkur í félagsstarfinu eftir að hann gekk í TBR. Hann var kosinn í stjórn árið 1955 og varð formaður árin 1956-1957. Þá varð hann fyrsti formaður Bad- mintonsambands Íslands á stofn- þingi þess árið 1967. Frá því ég man eftir mér í TBR voru þau hjónin Kristján og Hulda mjög áberandi í íþróttinni og jafnframt í öllu félagsstarfinu. Þau voru glæsileg bæði tvö og sópaði að þeim hvar sem þau komu. Kristján, hár og grannur með sitt virðulega yfirbragð og Hulda, þessi flotta og fallega kona. Hulda var margfaldur Ís- landsmeistri í badminton, og má jafnframt segja að Kristján hafi verið afreksmaður á félagsmála- sviðinu. En þótt Kristján væri virðulegur í fasinu var stutt í kímnina, gamanið og hláturinn. Og hann kunni frá mörgu fróð- legu og skemmtilegu að segja. Fór hann létt með að fara með gamanyrði og ljóðabálka á sam- komum svo og að halda hvatning- arþrungnar ræður blaðalaust á fundum. Hann stjórnaði fjöl- mörgum badmintonmótum og var dómari ótal sinnum. Við ung- lingarnir á þeim tíma hlustuðum með andakt á þennan mann og hlýddum honum í öllu, bæði utan vallar sem innan. Orð hans voru lög og engum datt í hug að bregða út af því sem hann fyrirskipaði. Hann sagði manni til syndanna ef honum þótti ástæða til, en hrósaði líka og lagði hlýtt til manns þegar honum vel líkaði. Og fjölskyldan þeirra Kristjáns og Huldu stækk- aði. Börnin þeirra þau Kristín og Broddi uxu úr grasi og gerðu heldur betur garðinn frægan í badmintoníþróttinni. En nú er komið að leiðarlok- um. Ég minnist Kristjáns Benja- mínssonar með þökk og virðingu. Minningin um góðan félaga lifir. Ég færi fjölskyldunni mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigfús Ægir Árnason. Kristján Benjamínsson Morgunblaðið birtir minningargreinar endurgjaldslaust alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem aðstandendur senda inn. Þar kemur fram hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og hvenær útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn, svo og æviferil. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í for- málanum, sem er feitletraður, en ekki í minningargreinunum. Myndir | Hafi mynd birst í tilkynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd skal senda hana með æviágripi í innsendikerfinu. Hafi æviágrip þegar verið sent má senda myndina á netfangið minning@mbl.is og gera umsjón- arfólki minningargreina viðvart. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.