Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 ✝ Helga GuðrúnGuðvarðar- dóttir fæddist í Sigríðarstaðakoti í Flókadal í Fljótum 7. febrúar 1925. Hún lést á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri 18. október 2013. Foreldrar henn- ar voru María Ás- grímsdóttir, f. 23. október 1896 á Barði í Fljótum, d. 18. júlí 1994 á Akureyri, og Guðvarður Sigurbergur Pét- ursson, f. 2. ágúst 1895 á Kleif á Skaga, d. 11. desember 1987 á Akureyri. Systkini Helgu eru Hólmfríður Ingibjörg, f. 1922, Ásta Kristín, f. 1923, Sigurður, f. 1926, d. 2009, Bæringur, f. 1928, Þórarinn, f. 1930, Pétur, f. 1932, Sigurlaug, f. 1933, Ragna, f. 1934, Hreinn, f. 1936, og óskírður drengur, f. 1937, d. sama ár. Hálfsystir Helgu var Hulda Guðmundsdóttir, f. 1918, d. 1983. Uppeldisbróðir Helgu var Guðvarður Jónsson, f. 1916, d. 1996. Hinn 13. júní 1947 giftist Helga Gunnlaugi Helga Guð- mundssyni, f. 4. ágúst 1921, d. 28. janúar 1990. Foreldrar Gunnlaugs voru Guðmundur son og börn þeirra eru Pétur Örn og Brynhildur Björk. Sam- býlismaður Kolbrúnar er Hákon Hafsteinsson. 3) Sverrir, f. 23. mars 1951, í sambúð með Gunn- hildi Frímann. Börn þeirra eru Guðmundur Frímann, f. 1976, Sindri Þór, f. 1980, og Helga Guðrún, f. 1982. Eiginkona Guðmundar er Anna Sigurbjörg Sigurbjörnsdóttir, dætur þeirra eru Amelía Mist og Katrín Helga. Sambýlismaður Helgu er Hjalti Ásgeirsson, þau eiga ný- fæddan son. 4) Guðvarður Már, f. 16. september 1956, kvæntur Aðalheiði Guðmundsdóttur. Sonur þeirra er Ólafur Dofri, f. 2001. Börn Aðalheiðar eru Kristín Lovísa, f. 1988, og Jónas Orri, f. 1992, Jóhannsbörn. Guð- varður var áður kvæntur Þóru Björk Hjartardóttur. Helga ólst upp í Sigríðar- staðakoti, Illugastöðum í Aust- ur-Fljótum og Minni-Reykjum í Flókadal. Hún fór fljótt að vinna fyrir sér í vist og sem kaupakona og vinnukona. Þau Gunnlaugur hófu búskap á Litluvöllum í Bárðardal árið 1947, en fluttu eftir eitt ár að Hrappsstöðum í sömu sveit og bjuggu þar í 26 ár er þau brugðu búi og fluttu til Akur- eyrar. Þar vann Helga sem starfsstúlka í mötuneytum. Hún bjó lengst af ein, því að Gunn- laugur var lengi á Kristnesspít- ala áður en hann lést. Útför Helgu fer fram frá Akureyrarkirkju í dag, 31. október 2013, kl. 13.30. Gunnlaugsson, f. 1895, d. 1975, og Sigríður Steinunn Ólafsdóttir, f. 1891, d. 1925. Börn Helgu og Gunn- laugs eru: 1) Guð- mundur Víðir, f. 24. maí 1947, kvæntur Margréti Þorsteinsdóttur. Dóttir hans með Steinunni Elsu Bjartmarsdóttur er Sif, f. 1973. Sambýlismaður hennar er Guð- jón Magni Einarsson, og synir þeirra eru Einar Ingi og Bjart- mar Ás. Börn Guðmundar og Margrétar eru Ólafía Kristín (Lóa Stína), f. 1980, Gunnlaugur Víðir, f. 1983, og Þorsteinn Helgi, f. 1989. Börn Ólafíu Kristínar og fyrrverandi eigin- manns hennar, Jóhanns Gunn- ars Sigmarssonar, eru Sara Margrét og Hrannar Örn. Sam- býliskona Þorsteins er Christine Elizabeth Pontiff. 2) Sigríður Steinunn, f. 1. maí 1948, í sambúð með Pétri Odds- syni. Börn þeirra eru Oddur, f. 1982, Helga María, f. 1983, og Kolbrún Hulda, f. 1990. Sam- býliskona Odds er Hildur Grét- arsdóttir. Sambýlismaður Helgu er Hlynur Örn Ásgeirs- Þegar nálgast lok október- mánaðar er veturinn farinn að minna á sig. Á síðustu vikum og mánuðum var einnig ljóst að eins var um haustið í lífi tengda- móður minnar. Þó að heilsan væri farin að láta undan, bar endalokin nokkuð brátt að. Þetta er að sjálfsögðu eðlilegur gangur lífsins og var í samræmi við hennar óskir að þurfa ekki að liggja ósjálfbjarga. Ég kynntist henni ekki fyrr hún var flutt til Akureyrar austan úr Bárðardal eftir búsetu þar. Hún bjó á Akureyri í á fjórða tug ára og undi hag sínum vel eða þann- ig skynjaði ég það. Alltaf var manni jafnvel tekið þegar mað- ur kom til hennar og alltaf veizluborð. Það var því ekki ástæða til að stoppa á matsölu- stöðum á heimleið. Hún átti þess kost á seinni hluta ævinnar að fara nokkrar ferðir til út- landa og naut þess. Mikla um- hyggju bar hún fyrir afkomend- um, ekki sízt barnabörnum. Má í því sambandi nota sama orða- lag og haft er um fjárhirðana á Betlehemsvöllum fyrir margt löngu; „hún gætti hjarðar sinn- ar“. En við sólsetur lífsins er ekki annað að gera en að þakka fyrir sig og óska farsællar lend- ingar á strönd hins óræða. Þar hefur ef til vill einhver fyrir- hyggjusamur tekið fram spil og verið búinn að gefa. Pétur Oddsson. Það er mikil blessun að eiga góða tengdamóður og þeirrar blessunar hef ég verið aðnjót- andi í rúmlega 35 ár. Þessi lág- vaxna hnellna kona var mikil gersemi. Hún var afar glettin og hláturmild en jafnframt sjálfstæð og föst fyrir. Hún hlustaði vel á það sem var rætt og rökstutt en ef það hugnaðist henni ekki varð því ekki haggað. Helga var ekki rík af verald- legum auði en þeim mun ríkari af andlegum auði. Hún var afar fróð kona og stálminnug. Það var hægt að fletta upp í henni um atburði og tímasetningar og hún hafði mjög gaman af að velta fyrir sér hlutunum. Rétt- lætiskenndin var afar sterk og þar var enginn rétthærri en annar. Þegar fjölskyldan stækk- aði og barnabörnunum fjölgaði varð hún besta amma í heimi. Fjölskyldan og afkomendurnir voru henni mjög dýrmæt og þangað leituðu allir. Heimili Helgu varð miðstöð fjölskyld- unnar og hún var alltaf til stað- ar fyrir alla. Þar var reitt fram kaffi og með því um leið og ein- hver kom og alltaf nægur tími til að spjalla. Á jóladag safnaði hún saman allri fjölskyldunni hér á Akureyri og bar fram miklar og góðar veitingar eins og henni einni var lagið. Þess á milli bauð hún fjölskyldunni í kaffi eða mat ef henni fannst til- efni til. Hún var alltaf ánægð með að geta veitt vel og að fólk færi pakksatt frá henni. Alltaf var Helga boðin og búin að að- stoða okkur ef þörf var á. Hún spurði gjarnan hvenær ætti að taka slátur eða gera laufabrauð og mætti þá til að hjálpa og vann jafnt og þétt á sinn þægi- lega og hljóða hátt þar til verk- inu var lokið og búið að ganga frá. Það virtist aldrei skipta máli þótt hún sjálf væri búin að vinna fulla vinnuviku í erfiðu starfi, hún virtist alltaf geta bætt á sig vinnu en alla sína tíð vann hún mikið, var við búskap í áratugi og eftir að hún flutti til Akureyrar vann hún við ýmis þjónustustörf. Barnabörnin og barnabarna- börnin áttu stóran sess í lífi hennar. Hún hafði einstakt eyra fyrir því sem þau sögðu og gat skemmt sér yfir skemmtilegum setningum frá þeim en án þess að þau yrðu þess mikið vör því hún lét þau aldrei finna að hún væri að hlæja að því sem þau sögðu. Þolinmæði og hlýja gagnvart börnum var óendanleg og krakkarnir voru ekki háir í loftinu þegar byrjað var að kenna þeim að spila en helsta og besta skemmtun Helgu var að spila vist eða félagsvist. Um- burðarlyndi í garð annarra ásamt mikilli nægjusemi og nýtni í öllu er varðaði hana sjálfa einkenndi Helgu alla tíð en það sem sneri að öðrum ein- kenndist af takmarkalausu ör- læti og höfðingsskap. Elsku Helga, takk fyrir allt sem þú hefur kennt mér og þakka þér samfylgdina öll þessi ár. Blessuð sé minning Helgu Guðrúnar. Margrét. Elsku amma Helga. Dagur- inn sem ég hef óttast lengi rann upp hinn 18. október síðastlið- inn þegar þú skildir við. Ég geri mér alveg grein fyrir að þetta er hluti af lífinu, við deyjum öll en þrátt fyrir það hef ég aldrei séð þig sem eina af þeim sem deyja þótt ég hafi vitað það og óttast. Fyrir mér áttu að vera hluti af mínu daglega lífi þangað til ég dey. Ég er ekki hálf manneskja eftir að þú lést, sárari söknuð hef ég aldrei upp- lifað. Það eru svo fá orð til til að lýsa bestu ömmu í heimi. Þú tókst mér alltaf eins og ég er og sinntir mér svo vel. Hlustaðir á mig, þekktir vini mína, spilaðir við mig, leyfðir mér að prófa mig áfram með allt mögulegt heima hjá þér og þú hafðir svo gaman af því. Sú minning um þig sem lýsir best hvernig ég sá þig er síðan ég var átta ára. Þá var ég í pössun hjá Siggu frænku á Varmalandi í þrjár vikur á með- an mamma og pabbi voru í utan- landsferð. Mér þótti gaman hjá henni og brallaði ýmislegt með Oddi og Helgu Maju en samt sem áður var ég lítil og óörugg í þessum aðstæðum. Það rigndi töluvert þennan tíma og í minn- ingunni rigndi upp á hvern ein- asta dag. Þangað til daginn sem þú komst á Varmaland til okk- ar. Þá skein sólin og ég man að sólin skein líka í hjarta mínu. Ég man að þú komst á fimmtu- degi því ég kaus frekar að horfa á Matlock með þér þetta kvöld heldur en að leika mér úti í langþráðu góðu veðri. Ég var öruggari að fara að sofa á kvöld- in með þig mér við hlið og svaf vel. Ég lék mér á daginn en gat alltaf komið inn til þín ef á þurfti að halda. Og þú tókst mér alltaf vel og hafðir áhuga á því sem við vorum að bralla útivið. Jóladagur án þín verður aldr- ei sá sami þar sem jólaboð hjá þér hefur verið hluti af jólunum síðan ég man eftir mér. Þar var hangikjöt í stórum stíl, ís í eft- irrétt, kvöldkaffi með hverri tertunni á fætur annarri og við barnabörnin sem eigum heima á Akureyri gerðum leikrit þegar við vorum yngri, spiluðum þeg- ar við urðum eldri og nú voru dætur okkar Muggs farnar að setja saman sýningar fyrir okk- ur fullorðna fólkið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa tekið þá ákvörðun eftir að ég lauk háskólanum að flytja aftur heim til Akureyrar en það sem réð úrslitum í þeirri ákvörðun var að ég vildi að mín börn fengju að kynnast þér og umgangast þig. Sara Margrét á mjög erfitt núna og saknar þín mikið en það er af því að hún fékk tækifæri til að kynnast bestu ömmu í heimi og fyrir það er ég svo þakklát. Ég mun svo sannarlega halda minningu þinni á lofti með öllum þeim skemmtisögum sem ég á af þér, öllum hlátursköstunum okkar saman, öllum óteljandi spilunum sem við spiluðum og svo má endalaust telja. Það sem hefur fleytt mér í gegnum síðustu daga er að hafa verið með þér síðustu tímana þína, fengið að halda í höndina á þér þegar þú lést, náð að kveðja þig rosalega vel og verið til staðar fyrir þig á dánarbeðnum. En mikið rosa- lega er sárt að þurfa að kveðja þig, sárara en orð fá lýst. Hvíldu í friði, elsku amma. Ólafía Kristín (Lóa). Amma Helga var yndisleg manneskja og engum lík. Þegar við minnumst hennar kemur fyrst upp í hugann gestrisni, hlátrasköll og góðmennska. Það var alltaf jafnskemmtilegt að fara í heimsókn til ömmu, hvort sem það var í barnæsku eða á fullorðinsárum. Hún bar alls kyns góðgæti á borð og spurði hvort það mætti ekki bjóða okk- ur „smá“ kaffisopa þegar borðið var fullhlaðið. Amma sá til þess að enginn færi svangur frá henni. Amma Helga var ótrúlega hress og mikill húmoristi. Eitt það sem stendur upp úr í minn- ingunni um hana eru öll hlát- ursköstin. Þá sló hún sér á lær, sem vakti mikla kátínu meðal nærstaddra. Amma hló ekki síð- ur að sjálfri sér en öðrum og gerðum við barnabörnin oft góðlátlegt grín að ólíkum skoð- unum hennar kynslóðar og okk- ar. Amma Helga hafði alltaf nóg fyrir stafni. Henni þótti fátt skemmtilegra en að spila fé- lagsvist og fylgdi því oft mikið umstang. Amma hlakkaði til ættarmóta en þá var oftar en ekki gripið í spil. Auk þess prjónaði hún mikið og höfum við í gegnum tíðina fengið ógrynni af lopavettlingum og sokkum. Vert er að nefna uppáhalds- sjónvarpsþáttinn hennar ömmu, Leiðarljós. Henni þótti mikil- vægt að missa ekki úr þætti. Við höfðum gaman af því þegar amma lét okkur vita stöðu mála í þáttunum, þrátt fyrir að við hefðum aldrei fylgst með þeim. Oft kallaði þetta fram hlátra- sköll þegar hún áttaði sig á því að við deildum ekki áhuga henn- ar á Leiðarljósi. Það var alltaf gaman að vera nálægt ömmu Helgu. Hana ein- kenndi mikil gleði og hlýja. Sem dæmi um það má nefna hvað hún sýndi vinum okkar mikinn áhuga. Hún kynntist mörgum þeirra á menntaskólaárum okk- ar á Akureyri og spurði reglu- lega upp frá því hvað á daga þeirra hefði drifið. Já, hún amma Helga var svo sannarlega besta amma í heimi og er því erfitt að kveðja. En við erum þó lánsöm að eiga svo margar góðar minningar um hana. Oddur, Helga María og Kolbrún Hulda. Elsku Helga, þú sem varst alltaf svo hlý og góð og tókst okkur systkinunum strax sem þínum eigin barnabörnum. Okk- ur þykir mjög vænt um það og munum sakna þess að eiga þig að. Það var alltaf svo notalegt að koma til þín í Þórunnar- strætið sem og að fá þig í heim- sókn til okkar. Þú varst svo skýr og stutt í hláturinn fram á síðustu stundu og svo hafðir þú svo góða nærveru. Hvíldu í friði. Kristín Lovísa og Jónas Orri. Helga Guðrún Guðvarðardóttir ✝ Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, AÐALHEIÐAR SVAVARSDÓTTUR, Gullsmára 7, Reykjavík, sem lést föstudaginn 25. október, verður í Kópavogskirkju föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00. Ólafur Tryggvason, Halla Stefánsdóttir, Svavar Tryggvason, Aðalbjörg Jóhannesdóttir, Sigrún Tryggvadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, SIGURÐUR HÓLM ÞORSTEINSSON, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést á Sólvangi í Hafnarfirði sunnudaginn 27. október. Sálumessa verður sungin í Dómkirkju Krists konungs í Landa- koti mánudaginn 4. nóvember klukkan 11.00. Þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Sagnfræðisjóð Björns Þorsteinssonar við Háskóla Íslands: 0111-26-5712. Kennitala 571292-3199 eða í síma 525-4000. Torfhildur Steingrímsdóttir, Guðrún Unnur Martyny, Donald Martyny, Ólafur Sigurðsson, Anna Bergsteinsdóttir, Pétur Már Sigurðsson, Stefanía Úlfarsdóttir, María Sigurðardóttir, Örn Gíslason, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁSMUNDUR ÞORSTEINSSON, Sunnuvegi 4, Þórshöfn, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtudaginn 24. október. Útför hans fer fram frá Þórshafnarkirkju laugardaginn 2. nóvember kl. 13.00. Jarðsett verður í Skeggjastaðakirkjugarði. Svava Benediktsdóttir, Magni Benedikt Ásmundsson, Þorsteinn Jóhann Ásmundsson, Heiðbjört Ósk Ásmundsdóttir, Sigurður Jakobsson, Karl Þór Ásmundsson, Arnfríður Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, JÓHANNA MAGNÚSDÓTTIR, Hvanneyrarbraut 44, Siglufirði, lést á Heilbrigðisstofnun Siglufjarðar sunnudaginn 27. október. Magnús B. Jónasson, Margrét Maronsdóttir, Ævar B. Jónasson, Guðlaug Friðriksdóttir, Sigrún J. Jónasdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA KRISTJÁNSDÓTTIR, Hamraborg 30, lést mánudaginn 28. október og verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 4. nóvember kl. 13.00. Alfons Hannesson, Bonita L. Hannesson, Valgerður Hannesdóttir, Haraldur Helgason, Svandís Hannesdóttir, Elías B. Árnason, Jóhanna Benný Hannesdóttir, Elfar Eiðsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍN INGVARSDÓTTIR frá Húsatóftum, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands mánudaginn 28. október. Útförin fer fram frá Skálholtskirkju laugar- daginn 9. nóvember kl. 13.00. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.