Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 16

Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 FYRIR ÓLITAÐ HÁR SÉRSTAKAR ÞARFIR. EINFALDAR LAUSNIR. FÆST Á REDKEN HÁRGREIÐSLUSTOFUM GET INSPIRED. SEE YOUR STYLIST.Dreifing: HÁR EHF s. 568 8305 | har@har.is | REDKEN Iceland á FYRIR HÁRLOS FYRIR ÚFIÐ HÁR FYRIR LJÓST HÁR FYRIR ÞURRT HÁR FYRIR KRULLAÐ HÁR SÖLUSTAÐIR REDKEN SENTER SCALA SALON VEH SALON REYKJAVÍK PAPILLA N-HÁRSTOFA LABELLA MENSÝ MEDULLA KÚLTÚRA HÖFUÐLAUSNIR HJÁ DÚDDA FAGFÓLK BEAUTY BARFYRIR FÍNGERT HÁR FYRIR LITAÐ HÁR FYRIR SKEMMT HÁR FYRIR ÓRÓLEGT HÁRFYRIR HÁR Í SÓL OG SJÓ REDKEN hárvörurnar gera hárið heilbrigt, fallegt og fyllir það lífi PRÓTEINRAKI FYRIR LÍFLAUST HÁR VÖLKER RÚM AUKIN SVEFNGÆÐI • BETRI LÍÐAN Veit á vandaða lausn Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30 - 17.00 Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • Sími 580 3900 • www.fastus.is • Fjaðrandi rúmbotn sem eykur blóðflæði • Hliðargrindur fylgja legufleti við hreyfingu F A S TU S _H _3 5. 10 .1 3 Hliðargrindur fylgja með sem staðalbúnaður, en auðvelt er að fella þær undir botn, ef ekki þarf að nota þær. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Heildarálagning á lögaðila nemur rúmum 121 milljarði króna árið 2013. Þetta kom fram í gær þegar ríkisskattstjóri birti álagningarskrá opinberra gjalda á lögaðila. Samkvæmt upplýsingum frá embættinu eru 37.842 lögaðilar á skattskrá og þar af sættu 11.299 áætlun eða tæplega 30% af þeim sem eru á skattgrunnskrá. Til sam- anburðar var þetta hlutfall tæp 32% í fyrra. Heildarálagning á lög- aðila árið 2012 var rúmir 118 millj- arðra í fyrra og því jókst álagn- ingin um tæpa þrjá milljarða eða um 2,4%. Tryggingargjaldið er stærsti tekjustofn ríkisins þegar kemur að lögaðilum og fást um 67 milljarðar króna af því samkvæmt yfirliti rík- isskattstjóra. Tekjur af tekjuskatti nema tæpum 45 milljörðum króna en þar að auki kemur fjársýslu- skattur sem aflar ríkinu rúma 2,6 milljarða króna. Stærstu viðskipta- bankarnir, Arionbanki, Íslands- banki og Landsbankinn, eru þrír af sex gjaldahæstu lögaðilum ársins 2013. Auk þess er eignarhalds- félagið GLB Holding ehf., dótt- urfélag Íslandsbanka, sem fer með fjármála- og vátryggingastarfsemi bankans, ofarlega á lista. Samtals greiða þessar fjármálastofnanir um 14 milljarða króna í opinber gjöld. Lögaðilar greiða rúman 121 milljarð 40 gjaldahæstu lögaðilarnir 2013 1. Ríkissjóður Íslands Reykjavík 9.329.183.892 2. Arion banki hf. Reykjavík 4.842.714.938 3. GLB Holding ehf. Reykjavík 3.374.305.310 4. Íslandsbanki hf. Reykjavík 3.167.259.712 5. Reykjavíkurborg Reykjavík 2.785.655.103 6. Landsbankinn hf. Reykjavík 2.621.009.863 7. Eignasafn Seðlab Ísl. ehf. Reykjavík 2.230.351.131 8. HB Grandi hf. Reykjavík 2.041.494.882 9. Samherji hf. Akureyri 1.890.357.704 10. Síldarvinnslan hf. Fjarðabyggð 1.811.810.786 11. Norðurál Grundart. ehf. Hvalfjarðarsv. 1.682.904.595 12. Ísfélag Vestmannaeyja hf. Vestmannaeyjar 1.187.772.296 13. Icelandair ehf. Reykjavík 846.261.113 14. Össur hf. Reykjavík 817.520.951 15. Skinney-Þinganes hf. Svfél. Hornafj. 776.769.424 16. FISK-Seafood ehf. Svfél. Skagafj. 769.787.757 17. Kópavogsbær Kópavogur 675.323.123 18. Vinnslustöðin hf. Vestmannaeyjar 670.901.966 19. Akureyrarkaupstaður Akureyri 663.656.833 20. Eskja hf. Fjarðabyggð 655.875.945 21. Kristinn ehf. Vestmannaeyjar 610.675.813 22. Hafnarfjarðarkaupstaður Hafnarfjörður 575.957.849 23. Rammi hf. Fjallabyggð 558.967.382 24. Hagar verslanir ehf. Kópavogur 554.858.561 25. Brim hf. Reykjavík 530.396.259 26. Reykjanesbær Reykjanesbær 511.243.437 27. N1 hf. Kópavogur 500.092.214 28. Tryggingamiðstöðin hf. Reykjavík 479.849.181 29. Logos slf. Reykjavík 445.249.346 30. Valitor hf. Reykjavík 434.201.944 31. Isavia ohf. Reykjavík 430.701.928 32. Samskip hf. Reykjavík 382.765.475 33. Samherji Ísland ehf. Akureyri 381.843.765 34. Alcoa Fjarðaál sf. Fjarðabyggð 373.381.715 35. Advania hf. Reykjavík 348.299.712 36. Rio Tinto Alcan á Ísl. hf. Hafnarfjörður 340.349.269 37. Eimskip Ísland ehf. Reykjavík 337.517.267 38. Viðlagatrygging Íslands Reykjavík 332.511.999 39. Vátryggingaf. Íslands hf. Reykjavík 316.973.902 40.Marel Iceland ehf. Garðabær 314.247.267  14 milljarðar króna frá bönkum Ríkisskattstjóri birti upplýsingar um álagningu opinberra gjalda Fyrsta vél WOW air undir eigin merkjum, TF-WOW, fór í loftið kl. 7.15 í gærmorgun til Kaup- mannahafnar. Samgöngustofa veitti WOW air flugrekstrarleyfi í fyrradag. „Flugfélagið lítur á það sem lykil- atriði fyrir áframhaldandi vöxt WOW air að fljúga undir eigin flaggi. Það gefur félaginu mun meiri stjórn á öllum rekstri sem er þá ekki háður öðrum flugrekstraraðila,“ segir í tilkynningu frá félaginu. Skúli Mogensen forstjóri WOW air, Björn Ingi Knútsson fram- kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air og Hlynur Sigurðsson framkvæmdastjóri Keflavíkur- flugvallar klipptu á borða við hátíð- lega athöfn í gærmorgun fyrir fyrsta flug WOW air sem flugfélags. Eins og venjan er þegar flugfélög hefja ný flug sprautuðu slökkviliðsbílar sinn hvorum megin yfir vélina og mynduðu stóran vatnsboga rétt áður en vélin fór sitt fyrsta flug. Áhöfn fyrsta flugsins skipuðu Ing- ólfur Einarsson flugstjóri, Sighvatur Bjarnason flugmaður, Erla Björg Hafsteinsdóttir fyrsta freyja, Andr- ea Sif Don, Agnes Eva Sigurðar- dóttir og Tryggvi Rafnsson. Ljósmynd/Sigurður Ragnar Lagt af stað Klippt var á borða fyrir fyrsta flugið í gærmorgun. Wow air flýgur und- ir eigin merkjum Rannsóknastofa í lyfja- og eitur- efnafræði býður til málþings til heiðurs Jakobi L. Kristinssyni, pró- fessor emeritus, í tilefni af starfs- lokum hans. Málþingið verður haldið á morgun, föstu- daginn 1. nóvember, í Hátíðarsal Háskóla Íslands og hefst það kl. 14. Erindi flytja: Alain Verstraete, pró- fessor, Jakob L. Kristinsson, pró- fessor og Ágúst Mogensen, rann- sóknarstjóri hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa. Í erindum sínum munu þeir fjalla um akstur undir áhrifum lyfja og fíkniefna og hvað er til ráða í bar- áttunni gegn slíkum akstri. Klukkan 16:00 hefjast umræður með þátttöku gesta, en fundurinn er öllum opinn. Fundarstjóri verður Kristín Ólafsdóttir. Málþing haldið um akstur undir áhrifum Jakob L. Kristinsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.