Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Kópavogsbær og Listaháskóli Ís- lands hafa gert með sér sam- komulag um að útskriftarsýningar meistaranema í myndlist og hönnun verði haldnar í Gerðarsafni, lista- safni Kópavogs. Meistaranám í myndlist og hönnun við LHÍ hófst haustið 2012 og brautskráir skólinn fyrstu nemendur námsbrautanna tveggja næsta vor. Fyrsta útskrift- arsýning meistaranemanna verður því haldin í apríl. Samningurinn nær til þriggja ára. „Mikil ánægja er með samning- inn og er talið að hann auki enn veg skapandi greina og efli um leið menningarlífið í Kópavogi,“ segir m.a. í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Þar er haft eftir Ármanni Kr. Ólafs- syni bæjarstjóra að Gerðarsafn sem og Salurinn og þau önnur menning- arhús sem standa á Borgarholtinu, bjóði upp á ýmsa möguleika fyrir skapandi listafólk. „Vonandi er þetta fyrsta skrefið að frekara sam- starfi við LHÍ,“ segir Ármann. Undirritun Kristján S. Jónsson, deildarforseti myndlistardeildar LHÍ, Fríða Björk Ingvarsdóttir, rektor LHÍ, Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópa- vogs, Karen E. Halldórsdóttir, formaður lista- og menningarráðs, og Sigrún Birgisdóttir, deildarforseta hönnunar- og arkitektúrdeildar LHÍ. Útskriftarsýning- ar í Gerðarsafni  LHÍ semur við Kópavogsbæ Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is „Öll mín verk eru meira og minna um tímann,“ segir pólska myndlistar- konan Alicja Kwade. Við stöndum á gólfi sýningarsalar i8 gallerísins við Tryggvagötu, þar sem sýning hennar Fastastjörnur og önnur skilyrði verður opnuð klukkan 17 í dag. Við horfum á stórgrýti, nær hálft tonn að þyngd, sem snýst um sjálft sig á gólf- inu. Þetta er verkið „Stjörnudagur (+ þrjár mínútur og 55,9 sekúndur)“ og grjótið snýst ofur hægt í gagn- stæða átt við möndulsnúning jarðar og lýkur einum hring á 23 klukku- stundum, 56 mínútum og 4,099 sek- úndum. Í rauninni erum það við sem snúumst kringum hnullunginn og hann er kyrr. „Hugtakið tími er annars mjög op- ið,“ segir þessi kvika unga kona sem hefur vakið verulega athygli fyrir listsköpun sína á undanförnum árum. Hún starfar í Berlín og hefur haldið einkasýningar í virtum söfnum og galleríum beggja vegna Atlantshafs- ins. Þá hlaut hún Robert Jacobsen- verðlaunin árið 2010 og Pipenbrock- verðlaunin fyrir skúlptúra sína árið 2008. „Tíminn tengist svo mörgu í lífi okkar, hvernig við lifum lífinu og hvernig samfélagið er sett upp. En fyrir mig er tíminn eitthvert mikil- vægasta formið sem við mótum eftir okkar höfði, til að skapa okkar eigin veruleika. Það er grunnur sem við búum við; vísar klukkunnar eru um leið ásýnd þessa veruleika. Tuttugu og fjórir tímar eru í sólarhring og eft- ir tiltekinn fjölda þeirra er komið ár.“ Staðfesting á tímanum má sjá í gamalli klukku á einum veggnum og þarna eru líka hversdagsleg form úr okkar daglega veruleika sem hafa eins og lekið af vegg niður á gólf. „Já, verkin mín eru mikið um formin í veruleikanum, og hvernig við gerum þennan veruleika byggi- legan. Hér eru nokkrir hversdags- legir hlutir orðnir bognir; en er ein- hver sannleikur sem segir hvernig þeir eiga að líta út? Við getum verið ansi íhaldssöm hvað slíkt varðar.“ Kwade segir að vissulega sé mik- ilvægt fyrir okkur mennina að hafa ákveðinn strúktúr og hrynjandi í um- hverfi okkar, annars væri erfitt að hafast við á þessari fleytu sem við siglum á gegnum lífið. En hún tekur þessa þætti inn í sýningarsalinn og umbreytir þeim. „Ég er ekki rithöfundur, ég er heldur ekki heimspekingur eða tón- skáld. Ég verð að skapa áþreifanleg listaverk – það er mín skylda. Ég verð sífellt að finna sem skírustu leið- irnar til að sýna fólki mína sýn á heiminn og það sem ég er að hugsa um. Auðvitað hef ég áhuga á því að skapa fallega og hrífandi hluti, en ég reyni líka að fara sem beinustu leið að því, á minn hátt,“ segir hún. „Verð að skapa áþreifanleg listaverk“  Á sýningu Alicja Kwade í i8 er tíminn eitt viðfangsefna Morgunblaðið/Einar Falur Snúningur Myndlistarkonan Alicja Kwade á hringferð kringum stórgrýtið á gólfi salarins. „Öll mín verk eru meira og minna um tímann,“ segir hún. … Heilsurækt fyrir konur Þarabakki 3 ~ 109 Reykjavík ~ sími 566 6161 ~ curves.is Inga Hildur Yngvadóttir - 48 ára snyrti- og fótaaðgerðafræðingur. Ég er búin að vera í Curves í 7 ár og líkar mjög vel ég mæti alltaf 3 í viku. Mér finnst gott að ráða hvenær ég kem og hversu oft . Mér finnst mikill kostur að þurfa ekki að stilla tækin og að ég sé að taka á öllum helstu vöðvahópum. Mér líður mjög vel á eftir og ekki er verra að halda kílóunum í skefjum og vera styrkari og liprari. Frábær stöð sem er bara fyrir konur og þarna er skemmtilegt starfsfólk og mjög góður andi. Oddný Sigríður Nicolaidóttir – 82 ára Ég byrjaði að æfa í Curves vorið 2009. Æfingarnar henta mér afar vel. Ég mæti 4x í viku og held þannig líkamanum í góðu formi þrátt fyrir gigt og fleira sem fylgir mínum aldri. Eftir skurðaðgerð nýlega fór ég í 6 vikna geislameðferð og meðan á meðferðinni stóð stundaði ég líkamsræktina 4x í viku. Félagsskapurinn, stuðningurinn og ekki síst það frábæra starfsfólk sem Curves hefur upp á að bjóða er ómetanlegt. Þarna hef ég eignast góðar vinkonur og sleppi helst aldrei úr tíma. Stærsti kosturinn er að ég get mætt þegar mér hentar. Æfingin hjá okkur tekur aðeins 30 mínútur Hringdu og fáðu frían prufutíma Bjóðum einnigupp á trimform Jólatilboð frá 1. nóvember kr. 18.900 þriggja mánaða ko rt HJÁ AÐALSKOÐUN ERT ÞÚ Í GÓÐUMHÖNDUM Snjallt að kíkja á okkur á adal.is Við erummeð fjórar skoðunarstöðvar á höfuðborgarsvæðinu og eina í Reykjanesbæ. Þaulreyndir og þjónustuliprir fagmenn taka á móti þér á þeim öllum. Hlökkum til að sjá þig! H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 3 -0 4 6 7 Aðalskoðun, faggildur skoðunaraðili í 19 ár Reykjavík Grjóthálsi 10 Sími 590 6940 Reykjavík Skeifunni 5 Sími 590 6930 Hafnarfjörður Hjallahrauni 4 (við Helluhraun) Sími 590 6900 Kópavogur Skemmuvegi 6 (bleik gata) Sími 590 6935 Reykjanesbær Holtsgötu 52 (við Njarðarbraut) Sími 590 6970 www.adalskodun.is og www.adal.is Við getum minnt þig á þegar þú þarft að láta skoða bílinn á næsta ári. Skráðu þig á póstlistann hjá okkur þegar þú kemur með bílinn í skoðun og þú gætir unnið 200 lítra eldsneytisúttekt. Opið kl. 8-17 virka daga – sími 590 6900

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.