Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 11
Metnaður Í hrekkjavökupartíum Olgu leggja gestir mikinn metnað í búninga og förðun eins og sjá má hér. nær að halda saman, þá fáum við mikla athygli og það býður upp á skemmtilegar uppákomur.“ Olga segir að þau haldi stundum bún- ingapartí þótt ekki sé hrekkjavaka. „Þetta er þó nokkur hefð í mínum vinahópi og alltaf jafngaman. Undir- búningurinn er ekki síður skemmti- legur en sjálf partíin. Ég mæli hik- laust með þessu.“ Gestir Olgu Blóðugur læknir, dauðinn sjálfur og kríthvítur skratti. Strákunum finnst þetta ekkert síður skemmti- legt en okkur stelp- unum. Þeir leggja mik- inn metnað í búningana. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Litla leiksýningin með risastóra hjartað er komin aftur á stjá, en Skýjasmiðjan og Gaflaraleikhúsið ætla að sýna hina vinsælu Hjarta- spaða aftur nú í nóvember. Sýningin hlaut lofsamlega dóma og var til- nefnd til tvennra grímuverðlauna árið 2013. Aðeins verða 6 sýningar á verk- inu að þessu sinni, sú fyrsta næsta laugardag. Í þessu verki eru farnar nýjar slóðir í leiklist á Íslandi en þetta er fyrsta verkið sem leikið er með heilgrímum án orða í sýningu í fullri lengd. Verkið er drepfyndin en ljúfsár kómedía sem fjallar um uppá- tæki eldri borgara á dvalarheimilinu Grafarbakka. Þau sanna að lífið er ekki búið eftir áttrætt. Grímur og Hannes hafa verið félagar á dvalar- heimilinu og dagleg rútína þeirra er fyrir löngu komin í fastar skorður. Þegar Gréta flytur inn umturnast líf þeirra og fyrr en varir hefjast óborg- anleg uppátæki til að lífga upp á til- veruna og drepa leiðindin þar sem öllum brögðum er beitt. Þetta er draumkenndur óður til elliáranna, fullur af töfrum og ólíkindahætti sem allir geta notið, óháð tungumáli, heyrnartækjum og göngugrindum. Kári ætlar að leika konu Kári Viðarsson, leikari sem meðal annars er þekktur fyrir uppbyggingu sína á Frystiklefanum á Rifi á Snæ- fellsnesi, bætist nú við hópinn og tekur við hlutverki hjúkrunarkonu af Álfrúnu Gísladóttur sem farin er til náms í Bretlandi. Leikstjóri sýning- arinnar er Ágústa Skúladóttir sem hefur sett mark sitt á íslenskt leik- húslíf, en hún hefur í liði með sér leikarana Aldísi Davíðsdóttur, Orra Hugin Ágústsson og Stefán Benedikt Vilhelmsson. Sýningar eru í Gaflaraleikhúsinu í Hafnarfirði, 2. nóv, 3. nóv, 9. nóv, 10. nóv, 23. nóv og 24. nóvember. Miðasölusími: 565 5900 og sími í hópasölu er 895-9919 (Hjartaspaðar) Einnig á á midi.is og á netfanginu: midasala@gaflaraleikhusid.is Drepfyndin en ljúfsár kómedía Spé Þær eru skondnar uppákomurnar á dvalarheimilinu Grafarbakka. Hjartaspaðar fara aftur á svið www.jonar.is film@jonar.is Svona flytur Jón hamar Í stórum kvikmyndaverkefnum skiptir sköpumað allir hlutir skili sér á tökustað í góðu ástandi. Þegar Jónar fluttu búnað fyrir kvikmyndina Thor: The Dark World til landsins var úr vöndu að ráða. Hamar Þórs er uppátækjasamur og kann sérstaklega illa við langferðalög. Þá kom sér vel að við áttum enn búrið sem við notuðum til að flytja geimveruna í Prometheus til landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.