Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Meirihlutinn í borgarstjórn ætlar að
afla borginni rúmlega 57 milljarða
kr. í útsvarstekjur á næsta ári skv.
tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2014
en álagningarhlutfall útsvarsins á að
verða óbreytt, 14,48%. Einnig er lagt
til að álagningarhlutfall fasteigna-
skatta og lóðarleigu verði óbreytt á
komandi ári.
Fasteignaskattar og tekjur af lóð-
arleigu eiga að skila tæpum 14 millj-
örðum á næsta ári og aukast tekj-
urnar af þessum sköttum um rúmar
700 milljónir milli ára.
Fjárhagsaðstoð tekur til sín
yfir 8% af útsvarstekjunum
Útgjöld borgarinnar til fjárhags-
aðstoðar aukast hröðum skrefum og
er gert ráð fyrir að þau verði alls
3.656 milljónir kr. á næsta ári. Það
yrði þá allt að fjórföldun útgjaldanna
frá 2007. Þau hækka um 61 millj. kr.
á milli ára og er mesta aukningin
vegna framfærslustyrks, sem hækk-
ar um 39 millj. kr.
Hlutfall fjárhagsaðstoðarinnar af
útsvarstekjum borgarinnar var 5,2%
árið 2010 en stefnir í að verða 8,1% af
útsvarstekjunum á næsta ári.
Bent er á að í september voru
1.116 Reykvíkingar á atvinnuleysis-
skrá sem gætu klárað rétt sinn til at-
vinnuleysisbóta á næstu mánuðum
og óvissa er um framhald átaksverk-
efna fyrir þá sem misst hafa rétt til
atvinnuleysisbóta. Fram kemur að
unnið er að aðgerðaráætlun.
Útgjöldin vegna fjárhagsaðstoðar
eru háð verulegri óvissu af þessum
sökum og ekki er vitað hversu stór
hluti þeirra sem klára bótarétt sinn
sækir um styrk til framfærslu á
komandi mánuðum. Þau gætu því
orðið mun hærri eða allt að fjórir
milljarðar þegar upp er staðið.
„Mikilvægt er að komið verði á
viðræðum milli ríkis og Reykjavíkur-
borgar með það að augnamiði að
borginni verði bætt þessi stórauknu
útgjöld og til að mæta auknum fram-
færslukostnaði vegna þeirra sem
klára rétt til atvinnuleysisbóta út ár-
ið 2014,“ segir í greinargerð með
fjárhagsáætluninni.
Morgunblaðið/Ómar
Fjármál borgarinnar Áætlað er að í lok þessa árs verði vaxtaberandi langtímaskuldir A-hluta borgarinnar, sem
heldur utan um hinn eiginlega rekstur, 26,8 milljarðar. Í árslok 2014 er talið að skuldirnar verði 28,1 milljarður.
Útsvarið 57 milljarðar
Útgjöld borgarinnar vegna fjárhagsaðstoðar aukast ár frá
ári og nálgast fjóra milljarða kr. verði ekki gripið til aðgerða
Útgjöld vegna fjárhagsaðstoðar (m.kr.)
4.500
4.000
3.500
3.000
2.500
2.000
1.500
1.000
500
0
2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2014
Áætlun með aðgerðum
Áætlun án aðgerða
1.001 1.055
1.606
1.970
2.422
2.651
3.595 3.656
3.996
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fargjöld hjá Strætó hækka um 7%
frá og með 1. desember. Í frétta-
tilkynningu frá Strætó er hækkunin
sögð að hluta tilkomin vegna al-
mennra verðlagshækkana, en einnig
vegna þeirrar stefnu stjórnar að
hlutur fargjaldatekna verði hærri í
rekstrarkostnaði fyrirtækisins.
Mismikil hækkun er á fargjalda-
formum og tímabilskort og afslátt-
arfargjöld hækka minna en stað-
greiðsla. Bent er á að stakt fargjald
hafi ekki hækkað síðan í janúar 2011
en hækkar nú úr 350 kr. í 400.
Eftir breytinguna njóti þeir sem
kaupa tímabilskort mun meiri af-
sláttar en áður.
Í fjárhagsáætlun Reykjavíkur-
borgar fyrir næsta ár er áætlað að
tekjur af fargjöldum Strætó verði
1.457 milljónir kr. á næsta ári, hækki
um 123 milljónir kr. Gengið er út frá
að gjaldskrá Strætó hækki um 7%
að jafnaði og farþegum fjölgi um 7%.
Borgarmeirihlutinn hefur gagn-
rýnt ríkið fyrir að standa ekki við
sinn hlut í samkomulagi ríkis og
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
um framlög til almennings-
samgangna. Talsvert vanti upp á
framlagið skv. fjárlagafrumvarpinu
fyrir næsta ár. Miðað við það muni
822 milljónir koma í hlut Strætó en
félagið geri í sinni fjárhagsáætlun
ráð fyrir 956 milljónum kr. Hér vanti
því 134 milljónir til að ríkið standi
við sinn hlut.
Eins og fram kom í Morgun-
blaðinu í gær eru boðaðar ýmsar
gjaldskrárhækkanir hjá borginni í
fjárhagsáætluninni fyrir næsta ár.
Fram kemur að forsendur fjár-
hagsáætlunarinnar geri ráð fyrir að
verðbólga verði 3,4% og að gjald-
skrár hækki í samræmi við verðlag.
Í nokkrum tilvikum er þó um meiri
gjaldskrárhækkanir að ræða. Þann-
ig hækka ýmsar gjaldskrár um 5,7%,
s.s. vegna þjónustugjalda í leikskóla-
og frístundastarfi og til viðbótar
er gert ráð fyrir að fæðisgjöld hækki
í leikskólum og grunnskólum um
9,5%.
Talsmenn meirihlutans benda
hins vegar á að þrátt fyrir hækkun á
gjaldskrám fyrir skólaþjónustu sé
borgin ennþá með umtalsvert lægri
gjaldskrár fyrir barnafólk en önnur
stærstu sveitarfélögin.
Ef þessar hækkanir hjá borginni
eru bornar saman við fjárlaga-
frumvarp ríkisstjórnarinanr kemur
fram að ýmsir þeir krónutöluskattar
og gjaldskrár ríkisins sem hækka
um áramót í takt við verðlags-
hækkun eiga að hækka um 3%.
Fargjöld Strætó
hækka um 7%
Meiri verðlagshækkanir á gjald-
skrám hjá Reykjavíkurborg en ríkinu
Morgunblaðið/Ómar
Strætó Gengið er út frá að farþeg-
um fjölgi um 7% á næsta ári.
Boðuð er frekari útvíkkun á gjaldsvæðum Bílastæða-
sjóðs í fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta
ár. „Má þar nefna norðan Hverfisgötu, Borgartún og
nágrenni og í Þingholtunum,“ segir í áætluninni. Bíla-
stæðasjóður hyggst kaupa fleiri miðamæla næstu ár-
in, bæði fyrir ný svæði sem og til að skipta út fyrir
gamla mæla auk þess sem frekar verður bætt í upplýs-
ingakerfi, m.a. smáforrit, app, smíðað fyrir stöðuverði.
Í umfjöllun um upplýsingakerfi segir að hefjast eig
handa vð skipulagða skráningu mynda í miðlægum
ljósmyndagrunni borgarinnar og vefir tengdir við það kerfi. Þá er stefnt
að spjaldtölvuvæðingu borgarráðs á árinu.
Fleiri gjaldsvæði í borginni
TILLÖGUR Í FJÁRHAGSÁÆTLUN REYKJAVÍKURBORGAR
Álfheimum 74, 104 Rvk, sími 568 5170
Jólin 2013
Verið velkomin
Gréta Boða kynnir Chanel jólalookið 2013 í
Snyrtivöruversluninni Glæsibæ 31. október til 2. nóvember.
kynningar-
afsláttur
20%
„Vilji hinna Norðurlandanna til að
vinna með okkur að þessum málum
undirstrikar að gagnkvæmir hags-
munir okkar felast í að tryggja við-
bragðsgetu í þessum heimshluta ef
eitthvað bjátar á. Þegar fjallað er um
öryggi á norðurslóðum, þar með talið
leit og björgun, verður ekki fram hjá
því horft að herir ríkjanna gegna þar
mikilvægu hlutverki.“
Þetta er haft eftir Gunnari Braga
Sveinssyni, utanríkisráðherra, í til-
kynningu frá ráðuneytinu en hann
tók í gær þátt í fundi utanríkisráð-
herra Norðurlandanna í Osló. Þar
var rætt samstarf í utanríkismálum
og þau málefni sem eru efst á baugi í
alþjóðasamstarfi. Einnig var rætt
um þátttöku Finna og Svía í loftrým-
iseftirliti á Íslandi í vetur.
Viðbragðsgeta verði
tryggð á norðurslóðum
Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið
Norðurlönd Utanríkis- og varnarmálaráðherrar Norðurlanda á fundi í gær.