Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 40

Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Ragna Kjartansdóttir er íslenskur rappari sem gengur undir nafninu Cell7. Margir muna eflaust eftir henni úr hljómsveitinni Subterranean sem naut mikilla vinsælda á tíunda áratug síðustu aldar. Nú er öldin önnur og eftir langt hlé frá tónlistinni hef- ur Ragna ákveðið að helga sig aftur tónlist- inni og gefur út sína fyrstu sólóplötu næst- komandi mánudag sem heitir CELLF. Aftur fyrir framan hljóðnemann „Ég tók mér hlé frá tónlistinni og fór til New York og menntaði mig í hljóð- upptökum. Eftir námið var ég að feta mig á atvinnumarkaðinum sem hljóðmaður og festist svolítið í því. Ég fann það þó að mig langaði líka að vera fyrir framan hljóðnem- ann en ekki bara bak við takkana og það var alltaf ætlunin að snúa aftur að tónlist- inni og gefa út plötu,“ segir Ragna. „Það sem gerði svo útslagið var að ég fékk í byrj- un árs styrki meðal annars frá mennta- málaráðuneytinu en þeir gerðu mér kleift að vinna að þessari plötu. Þá er skemmti- legt að geta þess að ég veit ekki betur en að þetta sé í fyrsta skiptið sem mennta- málaráðuneytið styrkir rapp með ein- hverjum hætti og er það mjög gleðilegt,“ segir Ragna. Kveður við nýjan tón Ragna segir að það kveði við nýjan tón á plötunni hennar en fólk eigi að venjast frá Subterranean-dögunum hennar. „Án þess að ég vilji flokka tónlistina í einhver hólf þá held ég að þessi lög höfði til mun breiðari hóps heldur en bara hipphopp aðdáenda. Ég er náttúrlega rappari og grunnur þessarar plötu liggur því í hipphopp stefnunni en nú er árið 2013 og ég reyni að taka mið af nýj- um tímum og öðrum tónlistarstefnum.“ Ragna spilaði síðast á Airwaves árið 2005. „Þá var ég að spila lög frá ýmsum tímabilum en nú er ég í fyrsta skipti með al- veg nýtt og heilsteypt efni. Það er ólýsanleg tilfinning að vera að fara aftur upp á svið með eigið efni eftir langt hlé en þetta var eitthvað sem mér fannst ég þurfa að gera,“ segir Ragna. Hún heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld kl. 20 Endurkoma Ragna snýr aftur sem Cell7. Ragna snýr aftur  Fyrsta sólóplata rapparans Rögnu Kjartans- dóttur, CELLF, kemur út á mánudaginn Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Yo La Tengo var stofnuð í New Jer- sey árið 1984 af hjónunum Ira Kapl- an og Georgia Hubley. Árið 1991 bættist bassaleikarinn James McNew í hópinn og hefur leikið með hljómsveitinni allar götur síðan. Yo La Tengo heldur tónleika á Iceland Airwaves, í Silfurbergi Hörpu í kvöld kl. 23.30. Þykir mörgum það merkisviðburður enda hljómsveitin „táknmynd hins algera neðanjarð- arbands; sveit sem hefur frá degi eitt gert allt á sínum forsendum og uppskorið mikla virðingu og vin- sældir fyrir“, svo vísað sé í orð Arn- ars Eggerts Thoroddsen úr síðasta tónlistarpistli hans í Morgunblaðinu. Blaðamaður ræddi við McNew í fyrradag. – Tónlist ykkar í gegnum tíðina virðist illskilgreinanleg, erfitt að flokka hana og ýmsir merkimiðar hafa verið settir á hana, m.a. indí- rokk, hávaðapopp, tilraunarokk, skógláp og draumapopp. Myndirðu segja að þetta ætti allt við um hana eða eitthvað annað kannski? „Ég veit það ekki, ég hef aldrei hugsað út í það. Ég held að við höf- um aldrei viljað tilheyra einhverjum tilteknum flokki eða skilgreiningu, a.m.k. ekki neinni takmarkandi skil- greiningu. Allir þessir flokkar hafa verið nefndir þegar verið er að lýsa tónlist okkar. Ég er afar stoltur af því að ekki sé hægt að skilgreina tónlistina með auðveldum hætti, það er góður árangur að mínu mati þó að það geri útgáfufyrirtækinu okkar erfitt fyrir. En listrænt séð er það góður árangur,“ segir McNew. – Þið eruð tilraunaglaðir tónlist- armenn? „Já, ætli það ekki. Við höfum gam- an af áskorunum, breytingum og vexti þannig að ég býst við því. Að vera tilraunaglaður er afstætt en við höfum vissulega gaman af tilrauna- starfsemi.“ Gott samstarf – Hvernig hefur tónlist ykkar þróast á liðnum árin? Nú er hljóm- sveitin nærri því 30 ára gömul. „Hún hefur þróast með marg- víslegum hætti. Við þrjú höfum leik- ið saman frá árinu 1991 og ég held að við séum orðin mjög sjálfsörugg og eigum auðvelt með að vinna sam- an. Það hefur gert okkur kleift að prófa nýjar hugmyndir, nýjan hljóm og vera óhrædd við að gera mistök. Þau skipta engu máli og margt stór- kostlegt getur sprottið út frá mis- tökum,“ segir McNew. – Af nokkrum plötutitlum ykkar að dæma, t.d. safnplötunni Prisoners of Love: A Smattering of Scintillat- ing Senescent Songs, 1985-2003 (Fangar ástarinnar, smáræði af leiftrandi aldurhnignum lögum, 1985-2003) og I am not afraid of you and i will beat your ass (Ég er ekki hræddur við þig og ég ætla að lemja þig í klessu) virðist þið ekki taka ykkur of alvarlega. Er það rétt ályktað? „Tja, ég held að við tökum okkur býsna alvarlega en við erum mann- eskjur með skopskyn sem ég held að það sé mjög mikilvægt að hafa. Tón- listin okkar á sér mjög alvarlega hlið líkt og við sjálf en við eigum okkur líka mjög kjánalegar hliðar. Við höf- um gaman af gríni, það er stór hluti af okkar lífi þó við viljum ekki bein- línis gera grínplötu. Ég held að okk- ur líði best þegar stemningin á plötu eða tónleikum einkennist af fleiri en einni tilfinningu,“ segir McNew og bætir við að nauðsynlegt sé að leyfa áheyrendum og tónleikagestum að anda, bjóða bæði upp á léttmeti og eitthvað þyngra, blöndu gamans og alvöru. Gaman að spila á Airwaves – Verður 30 ára afmælinu á næsta ári fagnað sérstaklega, stendur eitt- hvað til? „Við höfum ekkert skipulagt hvað það varðar. Við eigum eftir að gera svo margt á 29. aldursárinu, það er heilmikil vinna framundan en ég er viss um að við gerum eitthvað. Ég veit ekki ennþá hvað það verður, kannski fáum við okkur bara ljúf- fenga köku,“ segir McNew og hlær. Yo La Tengo hefur ekki spilað á Íslandi áður og segist McNew fullur tilhlökkunar. „Ég get ekki beðið, við erum virkilega spennt, okkur hefur alltaf langað til Íslands,“ segir hann en þegar samtalið fór fram var hann ennþá í Bandaríkjunum. – Hvað verður á efnisskránni? „Ég veit það ekki, við reynum að breyta efnisskránni milli tónleika. Við höfum aldrei leikið á Íslandi þannig að við spilum vonandi eins mörg lög og hægt er eða þar til raf- magnið verður tekið af okkur,“ segir McNew að lokum og hlær. Óhrædd við að gera mistök  Bandaríska indísveitin Yo La Tengo leikur í Silfurbergi  „Ég er afar stoltur af því að ekki sé hægt að skilgreina tónlistina með auðveldum hætti,“ segir bassaleikarinn James McNew Ljósmynd/Jesper Eklow Afslöppuð Georgia Hubley, Ira Kaplan og James McNew í Yo La Tengo. María Margrét Jóhannsdóttir mariamargret@mbl.is Valdimar er ein þeirra íslensku hljómsveita sem unnið hafa hug og hjörtu landsmanna. Hún er ein þeirra fjölmargra hljómsveita sem sýna listir sínar á Airwaves-tónlistarhátíðinni sem nú stendur yfir. Valdimar Guðmundsson, forsprakki sveit- arinnar, útilokar ekki að þeir spili ef til vill einhver ný lög á tónleikum þeirra en á næsta ári kemur út ný plata frá sveitinni. „Á Airwa- ves ætlum við að spila okkar tónlist af fyrstu tveimur plötunum okkar. Það gæti verið að við spilum eitt eða tvö ný lög en ég er þó ekki viss um að við náum því. Þau eru ekki alveg fullbúin en það kemur í ljós,“ segir Valdimar sem segir stemninguna alltaf vera góða á Airwaves en þetta er þriðja skiptið sem hljómsveitin spilar á hátíðinni. Alltaf gaman á Airwaves „Það eru tveir í hljómsveitinni sem stunda nám í útlöndum og þeir koma sérstaklega heim fyrir þessa hátíð. Það er sérstaklega ánægjulegt en það er alltaf gaman á Airwa- ves og allir í góðum fíling. Ég var einmitt að gera stöðuuppfærslu á Facebook þar sem ég bað um tillögur að áhugaverðum hljóm- sveitum til að sjá á Airwaves og á bara eftir að fara í gegnum allar þær ábendingar. Ég veit þó fyrir víst að mig langar að sjá hljóm- sveitina Yo la tengo og auðvitað Kraftverk,“ segir Valdimar en þess má geta að hljóm- sveitin Valdimar spilar meðal annars í Hörpu á föstudag klukkan 20.50. Forsprakkinn Valdimar Guðmundsson, söngvari og básúnuleikari. Valdimar um Valdimar  Valdimar útilokar ekki að ný lög fái að hljóma á Airwaves  Plata væntanleg á næsta ári

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.