Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 35
ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Jóhanna Kristín Yngvadóttirmyndlistarmaður fæddist íReykjavík 31.10. 1953 og ólst upp í foreldrahúsum á bökkum Elliðaánna, yngst níu systkina. For- eldrar hennar voru Guðrún Péturs- dóttir, húsfreyja, og Yngvi P. Hraunfjörð verkamaður. Dóttir Jóhönnu Kristínar og Ívars Valgarðssonar er Björg Amalía, f. 10.8. 1977. Jóhanna Kristín lauk prófum frá grafíkdeild Myndlista- og handíða- skólans 1976, stundaði framhalds- nám í málaralist í Rijksa Academi í Amsterdam í Hollandi 1976-80 og var einn vetur á Sikiley. Jóhanna Kristín starfaði að mynd- list frá því hún lauk námi en vann jafnframt lengi á geðdeild barna við Dalbraut. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Nýlistasafninu 1983, kom þá fram sem mjög þroskaður málari og var eftir það almennt talin í fremstu röð ungra myndlistar- manna. Sýningin fékk mjög góða dóma, m.a. hjá Valtý Péturssyni og Guðbergi Bergssyni. Sama ár hélt hún einkasýningu á Landspítalanum og sýndi síðar í Listmunahúsinu í Lækjargötu, í Menningarmiðstöð- inni í Grænlandi og á Gallerí Borg. Hún tók auk þess þátt í samsýn- ingum á Álandseyjum, í Reykjavík; í Sviss og í Kaupmannahöfn. Jóhanna Kristín málaði gjarnan stórar myndir, figúratívar og ex- pressjónískar, oft dökkar, jafnvel drungalegar, með sterka tilfinn- ingalega skírskotun. Jóhanna Kristín bjó í Stokkhólmi 1989-1990 og málaði þar af kappi en alvarlegur asmasjúkdómur háði henni mjög og lést hún af hans völd- um þann 10.3. 1991. Haldin var minningarsýning um Jóhönnu Kristínu á Kjarvalsstöðum 1992, Ólöf P. Hraunfjörð skrifaði bók um hana, opnuð var yfirlitssýn- ing á verkum hennar í Gerðarsafni í september sl. undir yfirskriftinni Kona málar konur, og Guðrún Atla- dóttir hefur gert um listakonuna heimildarmynd sem ber heitið Svartur er litur gleðinnar. Merkir Íslendingar Jóhanna Kristín Yngvadóttir 85 ára Hans R. Berndsen 80 ára Gróa Guðbjörnsdóttir María Helga Guðmundsdóttir Matthildur Jónsdóttir Rósa Guðríður Ósk- arsdóttir 75 ára Andrés Ingi Magnússon Auður Kristófersdóttir Baldur Sveinn Scheving Guðgeir Pedersen Lilja Alexandersdóttir Valborg Þorleifsdóttir 70 ára Birna Jónsdóttir Borgþór Sigurjónsson Helga Sveinbjörnsdóttir Margrét Steinunn Jónsdóttir Nemesio Tumarao Renegado Ragnheiður Oddsdóttir Þóra Stefánsdóttir 60 ára Gísli Erlingsson Guðrún Magnúsdóttir Karl Snorrason Lára Kristín Ágústsdóttir Margrét Sigurlaug Jónsdóttir Ragnar Kjaran Elísson Snæbjörn Björnsson Birnir Þorkell Jóhann Jónsson Þorleifur Geirsson 50 ára Aðalheiður Björgvinsdóttir Andrzej Baranowski Erla María Kristinsdóttir Erla Valsdóttir Guðbjörg Karitas Sigurðardóttir Guðmundur F. Jónsson Halldór Einir Smárason Hulda Einarsdóttir Stefán Baldvin Friðriksson 40 ára Díana Guðjónsdóttir Helga Jensína Svavarsdóttir Ingvar Bremnes Jónas Engilbertsson Lúðvík Þráinsson Rakel Ragnarsdóttir Sandra Björk Harðardóttir Thi Dieu Thuy Pham 30 ára Anna Valgerður Hrafnsdóttir Anton Kaldal Ágústsson Artur Petrasz Dagný Ósk Símonardóttir Damaris Szczukiecka Ewa Bujnowska Heimir Rósinkranz Finnbogason Sigríður Björk Sigurðardóttir Sunna Björk Björnsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Sigurður ólst upp í Hveragerði, er búsettur í Reykjavík, er tækniteikn- ari frá Iðnskólanum í Hafnarfirði, stundar nám í umhverfisskipulagi við Lbhí og starfar hjá Verkís. Maki: Inga Berg Gísla- dóttir, f. 1989, að ljúka MA-námi í náms- og starfsráðgjöf við HÍ. Dóttir: Lilja Berg, f. 2012. Foreldrar: Sigríður Krist- jánsdóttir, f. 1956, og Gústaf Jónasson, f. 1942. Sigurður Gústafsson 50 ára Sigurður ólst upp í Ástúni á Ingjaldssandi, býr á Ísafirði og starfar hjá Vegagerðinni. Maki: Árný Einarsdóttir, f. 1972, stuðningsfulltrúi. Börn: Sigrún Jónína, f. 1988; Stefanía Rún, f. 1990; Guðlaug Brynja, f. 1994, og Einar Ásvaldur, f. 2001. Foreldrar: Ásvaldur Guð- mundsson, f. 1930, og Gerða H. Pétursdóttir, f. 1938. Sigurður B. Ásvaldsson 40 ára Gumundur ólst upp í Hornafirði, er bú- settur í Þorlákshöfn og starfar hjá BM Vallá. Maki: Sigrún Huld Pálm- arsdóttir, f. 1975, nemi. Börn: Eiður Smári, f. 1999; Auðunn Ari, f. 2007, og Eyrún Saldís, f. 2009. Foreldrar: Hjörtur Harð- arson, f. 1955, verslunar- maður og Katrín Guð- mundsdóttir, f. 1958, tanntæknir. Guðmundur Hjartarson prófum í grafískri hönnun við Iðn- skólann í Reykjavík 2005, og lauk prófum í umhverfis- og skipulags- fræði frá Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri 2010. Ívar hóf svo nám í ljósmyndun við Medieskolerne í Víborg á Jótlandi, 2011 og er reyndar enn þar í námi þar sem hann dvelur við skólann fjóra mánuði á ári en er þess á milli í verknámi hér heima. Hann stefnir á að ljúka því námi í febrúar 2015: „Ég var svolítið óráðinn eftir stúd- entsprófin og fór þá í grafíska hönn- un við Iðnskólann meðan ég var að hugsa minn gang. Eftir að ég lauk því námi fékk ég áhuga á umhverfis- og skipulagsmálum og að því námi loknu fékk ég brennandi áhuga á ljósmyndun. Ljósmyndanámið er nokkuð langt en feikilega gott og á vel við mig. Ég hef ekki misst áhugann á því sem ég lærði við Landbúnaðarhá- skólann en vonast til þess að geta sameinað þessi áhugamál í framtíð- inni, umhverfis- og skipulagsmálin, og ljósmyndun. Hvort það tekst verður svo bara að koma í ljós.“ Skálavörður á Kili Að loknu námi við Landbúnaðar- háskólann var Ívar skálavörður í Ár- búðum á Kili, sumarið 2010 og varð ekki var við reimleika þar. Hann vinnur nú sjálfstætt hér á landi, tek- ur myndir við brúðkaup, fermingar og af öðrum tilefnum og sinnir ýms- um öðrum verkefnum. Hann sá um Uppsveitahlaupið sem haldið var í annað sinn í sumar, en þá er hlaupin 10 km leið frá Reykholti að Flúðum yfir nýju brúna. Ívar starfaði í ungmennafélagi Biskupstungna og æfði og keppti í borðtennis og körfubolta. Hann sat í stjórn nemendaráðs Landbúnaðar- háskólans á Hvanneyri. Ívar hélt sína fyrstu ljósmynda- sýningu, Tungurnar kalla, haustið 2012. En á drengurinn einhver önnur áhugamál en að skipuleggja um- hverfi og taka ljósmyndir? „Já. Ég hef alltaf haft gaman af útivist af ýmsu tagi. Ég geng mikið, hleyp og hef verið að ganga á fjöll þó ég sé nú enginn ofurkappi á því sviði. Ég hef auðvitað gengið á flest fjöll og fell hér í sveitinni, Mosfell, Vörðufell og Bjarnarfell og ýmis fjöll hér í uppsveitum, s.s. Högnhöfða og Bláfell. En ég á ýmis fjöll eftir og hlakka bara til að takast á við þau.“ Fjölskylda Systkini Ívars eru Eva Sæland, f. 4.10. 1978, rekstrarstjóri KRON KRON, tískuvöruverslunar og heild- sölu fyrir erlendan markað og eru börn hennar og Ragnars Gunnars Eiríkssonar William Þór, f. 2004, Noel Freyr, f. 2006, og Klara Sjöfn, f. 2011; Axel Sæland, f. 30.12. 1980, meðeigandi í blómaræktarstöðinni á Espiflöt hjá foreldrum sínum en kona hans er Heiða Pálrún Leifs- dóttir, verslunarstjóri í Geysi í Haukadal, og er sonur Axels Auð- unn Torfi Sæland, f. 2004, en dætur Axels og Heiðu Pálrúnar eru Lilja Björk Sæland, f. 2007, og Adda Sól- ey Sæland, f. 2010. Foreldrar Ívars eru Sveinn Auð- unn Sæland, f. 29.10. 1954, garð- yrkjufræðingur og garðyrkjubóndi á Espiflöt, og k.h., Áslaug Svein- björnsdóttir, f. 25.7. 1956, garð- yrkjufræðingur og garðyrkjubóndi. Úr frændgarði Ívars Sæland Ívar Sæland Sigrún Sigurðardóttir húsfr. á Hofsstöðum Gísli Jakobsson b. á Hofsstöðum Sigríður Gísladóttir húsfr. á Hofsstöðum Sveinbjörn Jóhann Jóhannesson búfr. á Hofsstöðum í Garðahrepp Áslaug Sveinbjarnardóttir garðyrkjufr. á Espiflöt Kristín Jóhannsdóttir húsfr. í Fagradal Jóhannes Eyjólfsson b. í Fagradal á Hólsfjöllum Klara Ólafía Benediktsdóttir verkak. í Fischerssundi í Rvík Gústaf Sigurbjarnason símam. í Rvík Hulda Gústavsdóttir Sæland húsfr. á Espiflöt Eiríkur Ágúst Sæland garðyrkjufr á Espiflöt Sveinn Auðunn Sæland garðyrkjufr. á Espiflöt Sigríður Eiríksdóttir Sæland ljósmóðir í Hafnarfirði Stígur Sæland Sveinsson lögregluþj. í Hafnarfirði Ljósmyndarinn Ívar með sín tól og tæki að mynda útí náttúrunni. Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Viðskiptavinir Kjaran eru lítil og stór fyrirtæki, stofnanir og prentsmiðjur sem eiga það sameiginlegt að gera kröfur um gæði og góða þjónustu. bizhub C35 er sannkallað fjölnotatæki bizhub C35 er prentlausn sem hentar flestum fyritækjum. Prentari, ljósritunarvél, faxtæki og skanni í einu nettu tæki sem prentar 30 blaðsíður á mínútu, hvort sem er í svart-hvítu eða lit. Kynntu þér rekstrarkostnaðinn því hann kemur á óvart. Þú þarft ekki annað tæki en bizhub C35. Verð: 379.900 kr. Konica Minolta fjölnotatækin eru margverðlaunuð fyrir hönnun, notagildi, umhverfisvernd og áreiðanleika. Síðumúla 12 - 510 5520 - kjaran.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.