Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 7
FRÉTTIR 7Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
Dagskrá:
1. Ávarp bæjarstjóra Mosfellsbæjar
2. Kynning á starfsemi Reykjalundar
3. Lög hollvinasamtaka:
a. Tillaga að skipan stjórnar
b. Árgjald
4. Tónlistaratriði
5. Fundarlok
Fundarstjóri verður
Ragnheiður Ríkharðsdóttir,
alþingismaður
Veitingar í fundarlok.
Allir velkomnir.
Undirbúningsnefndin
Vertu með!
Hollvinasamtök Reykjalundar
Stofnfundur á laugardag, 2. nóvember kl. 14
Hollvinasamtök Reykjalundar
verða stofnuð á Reykjalundi nk. laugardag,
2. nóvember kl. 14 að viðstöddum fjölda
góðra gesta.
Undirbúningsaðilar hvetja alla, bæði fólk og
fyrirtæki, til að ganga til liðs við hollvinasamtök
stærstu endurhæfingarmiðstöðvar Íslands sem
þjónar landsmönnum öllum. Á Reykjalundi
hafa þúsundir landsmanna náð heilsu á ný
eftir áföll í lífinu. Meðalaldur sjúklinga er
einungis um 50 ár og má því ljóst vera hversu
mikilvægu samfélagshlutverki Reykjalundur
gegnir í endurhæfingu sem leiðir til þess að
einstaklingar komast á ný út á vinnumarkaðinn.
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Umsagnaraðilar um frumvarp þar
sem lagt er til að verkefni Talsmanns
neytenda verði færð undir Neytenda-
stofu, gera ekki athugasemdir eða
eru jákvæðir gagnvart breytingun-
um.
Í greinargerð sem fylgir frumvarp-
inu kemur fram að fjórir hagsmuna-
aðilar hafi veitt umsögn sína. Í um-
sögn Neytendastofu er fyrirhuguðum
breytingum fagnað. Meðal annars
vegna þess að almenningur hafi átt
það til að „ruglast“ og ekki áttað sig á
aðskildum hlutverkum stofnananna.
Einföldun stjórnsýslunnar
Neytendasamtökin fagna einnig
þessari breytingu en benda á að ef
tekið er mið af fjárlagafrumvarpinu
muni þær 14,5 milljónir króna sem
lagðar hafa verið til Talsmanns neyt-
enda ekki verða lagðar til neytenda-
mála og „því í raun freistandi að álíta
að ekki sé beinlínis um sameiningu að
ræða heldur aðeins niðurfellingu eins
embættis,“ segir í umsögn samtak-
anna.
Samtök verslunar og þjónustu
(SVÞ) og Mannvirkjastofnun gera
engar athugasemdir við fyrirhugaðar
breytingar. Þvert á móti fagna SVÞ
því að verið sé að einfalda stjórn-
sýsluna.
Jákvæðar umsagnir
Umsagnaraðilar eru jákvæðir eða gera ekki athugasemdir við að verkefni Tals-
manns neytenda verði felld undir Neytendastofu 14,5 milljón króna sparnaður
Talsmaður neytenda
» Til stendur að embætti Tals-
manns neytenda sameinist
Neytendastofu.
» Umsagnaraðilar eru jákvæð-
ir í greinargerð gagnvart til-
færslu verkefna til Neytenda-
stofu.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Neytendur munu í nóvember geta
sótt um lánshæfismat án endurgjalds
á vef Creditinfo en tilefnið er gild-
istaka nýrra laga
um neytendalán á
morgun. En eins
og Morgunblaðið
hefur greint frá
gera lögin lánveit-
endum skylt að
framkvæma láns-
hæfismat.
Að sögn Brynju
Baldursdóttur,
forstöðumanns
fyrirtækjasviðs
hjá Creditinfo, geta neytendur nálg-
ast yfirlit á umræddum vef yfir upp-
flettingar í þeirra nafni á van-
skilaskrá, upplýsingar um stöðu sína
á skránni, stjórnendayfirlit og tengsl
sín við skráð félög í hlutafélagaskrá
og yfirlit yfir skuldastöðu og skuld-
bindingar gagnvart bönkum og fleiri
lánveitendum.
Hefur áhrif á lántaka
Brynja telur aðspurð að kröfur um
lánshæfismat og greitt aðgengi fólks
að því geti ýtt undir ráðdeild hjá ís-
lenskum neytendum.
„Við teljum að það hljóti að fara að
gerast. Viðskiptasaga neytenda mun
fylgja þeim. Þetta hefur því áhrif á
hvernig lántakar standa gagnvart
lánveitendum og hvernig þeir sjá lán-
takann. Þá eru líkur á því að þetta
þróist út í það að lántakar fái mis-
munandi kjör eftir því hversu gott
lánshæfismat þeirra er, eins og dæmi
eru um í Bretlandi, Noregi og Banda-
ríkjunum og víðar.“
Morgunblaðið/Ernir
Breytingar Nýju neytendalögin eru
talin geta þrengt að neyslulánum.
Meta láns-
hæfið án
þóknunar
Boð Creditinfo
vegna nýrra laga
Brynja
Baldursdóttir
Brottfall kvenna
úr lögreglunni
og lágt hlutfall
lögreglukvenna
er áhyggjuefni.
Þetta kom fram í
máli Hönnu
Birnu Kristjáns-
dóttur, innanrík-
isráðherra, á Al-
þingi í gær þar
sem hún var til
andsvara í sérstakri umræðu um
stöðu kvenna innan lögreglunnar
en málshefjandi var Björt Ólafs-
dóttir, þingmaður Bjartrar fram-
tíðar. Vísaði hún í þeim efnum í
könnun sem unnin var að frum-
kvæði Ríkislögreglustjóra í sam-
starfi við félagsvísindastofnun HÍ.
Hlutfall kvenna meðal starfandi
lögreglumanna er 12,6%.
Áhyggjur af fáum
konum í löggunni
Hanna Birna
Kristjánsdóttir
Skannaðu kóðann
til að komast inn á
lánshæfisvefinn.