Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
Ég hélt í fyrsta sinnhrekkjavökupartí fyrirfjórum árum, en árið áð-ur fórum við vinkona mín
í bæinn að skemmta okkur á
hrekkjavökunni og hittum þar kunn-
ingja okkar sem höfðu verið í hrekk-
javökupartíi og þau voru öll í svo
flottum búningum og stemningin
mikil, svo við ákváðum að halda
sjálfar slíkt samkvæmi að ári, sem
við og gerðum,“ segir Guðríður Olga
Sigurðardóttir sem hefur síðan þá
haldið slík boð á hrekkjavökunni, ut-
an eitt ár, en það var í fyrra þegar
hún var nánast fullgengin með sitt
fyrsta barn. „Núna er ég boðin í
hrekkjavökuboð á laugardaginn hjá
vinafólki okkar og ég hlakka mikið
til. Á næsta ári stendur til að boðið
verði heima hjá okkur, við ætlum að
skiptast á,“ segir Olga og bætir við
að allir leggi mikinn metnað í bún-
ingana sína. „Það er búið að leggja
mikla vinnu í skreytingarnar, en
svona partí hafa tilhneigingu til að
vaxa með hverju árinu. Það er svo
gaman að allir sem mæta leggja
mikið upp úr gervinu sínu og fyrir
vikið verður allt öðruvísi stemning í
partíinu en í öllum öðrum partíum.
Mjög skemmtilegt í alla staði.“
Reykvél og kóngulóarvefir
Olga ætlar að vera postulíns-
brúða á laugardaginn, eða „Creepy
Doll“. „Ég ætla að mála mig hvíta í
framan og gera augun stór, vera
með dúkkukrullur og klæðast
dúkkukjól. Ég var norn í hitteðfyrra,
einu sinni var ég í rauðhettubúningi
og ég hef líka verið í kóngulóarbún-
ingi, eða „Black Widow“. Fólk er
ýmist í heimatilbúnum búningum
eða býr þá til sjálft, og strákarnir
leggja rosalega mikið upp úr sínum
búningum, mála sig og hvaðeina.
Þeim finnst þetta ekkert síður
skemmtilegt en okkur stelpunum.“
Olga segir þau leggja mikið upp úr
því að skapa stemningu í húsnæðinu.
„Síðast vorum við með reykvél og
kóngulóarvefi út um allt og stuðið og
stemningin í þessum partíum er slík
að fólk vill helst ekki fara í bæinn, en
við verðum samt að gera það, af til-
litssemi við nágrannana.“ Olga segir
ótrúlega gaman að fara í bæinn í
búningum. „Sérstaklega ef hópurinn
Brjálað stuð á
hrekkjavökunni
Hrekkjavakan er í dag en æ fleiri njóta hennar til fulls og bjóða vinum og kunn-
ingjum til samkvæmis þar sem allir mæta í búningum og húsnæðið er skreytt sem
sæmir tilefninu. Olga Sigurðardóttir er ein af þeim, en hún hefur undanfarin ár
blásið til hrekkjavökusamkvæmis þar sem allir leggja metnað í búningana sína.
Norn Olga galdrakerling með rjúkandi drykk og alvöru nornahatt.
Það er ekki langt síðan Hrekkjavaka
var Íslendingum með öllu ókunn. Í
dag taka margir þátt í þessari hátíð
en hverjar eru rætur þessarar hátíðar
og um hvað snýst hún eiginlega? Á
vefsíðunni www.history.com er
aragrúi upplýsinga um þessa sér-
stöku hátíð. Þar segir meðal annars
að hún sé sennilega angi af gelískri
hátíð, Samhain, þar sem uppskerunni
var fagnað og minnt á þau tímamót
að hinn myrki hluti ársins væri að
hefjast. Bálkestir voru tendraðir til
að fæla burt þá drauga sem talið var
að fylgdu myrkrinu. Það var ekki fyrr
en um miðja nítjándu öld sem þessi
siður barst til Ameríku. Í dag tengja
flestir hrekkjavökuna einmitt við sjálf
Bandaríki Norður-Ameríku. Á síðunni
er eitt og annað tínt til um graskerið,
aðalsmerki hrekkjavökunnar,
hrekkjavökusiði víða um heim og ým-
iss konar hjátrú sem henni tengist.
Vefsíðan www.history.com/topics/halloween
Sprell Grasker er eitt af aðalsmerkjum Hrekkjavökunnar, það veit þessi björn.
Hvað er hrekkjavaka?
Hvernig bætir maður geðheilsu sína
og annarra? Leitast verður við að
svara þessari spurningu á opnu
fræðslukvöldi fyrir almenning sem
haldið verður frá klukkan 17-19 í kvöld
í sal félagsmiðstöðvarinnar í Árskóg-
um 4 í Breiðholti. Geðheilsustöð
Breiðholts og Hugarafl standa fyrir
fræðslukvöldinu. Aðalfyrirlesari er
Auður Axelsdóttir, iðjuþjálfi og for-
stöðumaður Hugarafls. Hún mun fjalla
um valdeflingu og lausnir til bata. Þór-
ey Guðmundsdóttir, meistaranemi í
félagsráðgjöf, mun segja frá sinni
reynslu af batamódeli og valdeflingu
eftir að hafa glímt við geðröskun.
Endilega …
… fræðist um
geðheilsuna
Morgunblaðið/Golli
Hugarangur Ýmsar leiðir til lausna.
Kjarval
Gildir 31. okt - 3. nóv verð nú áður mælie. verð
Goða lambalæri frosið ................ 1.498 1.725 1.498 kr. kg
Holta kjúklingabitar magnp......... 698 798 698 kr. kg
Búrf. hangiálegg taðreykt 143g... 498 598 498 kr. pk.
SS Caj’P folaldasteik.................. 2.798 3.498 2.798 kr. kg
Þykkvab. tilboðsfranskar 700g.... 271 339 271 kr. pk.
Vatnsmelónur rauðar.................. 199 259 199 kr. kg
Krónan
Gildir 31. okt - 3. nóv verð nú áður mælie. verð
Grísa snitsel eða gúllas .............. 1.049 1.498 1.049 kr. kg
Grísa kótilettur ........................... 998 1.469 998 kr. kg
Grísa hnakki úrb. sneiðar............ 849 1.698 849 kr. kg
Grísa lundir erlendar .................. 1.498 2.298 1.498 kr. kg
Grísa bógur hringskorinn ............ 599 798 599 kr. kg
Grísahryggur m/pöru.................. 998 1.298 998 kr. kg
Hagkaup
Gildir 31. okt - 03. nóv verð nú áður mælie. verð
Holta ferskar lundir í magnpk ...... 2.249 2.998 2.249 kr. kg
Holta leggir ferskir...................... 679 849 679 kr. kg
Ísl.naut ungnautahakk 4% fita .... 1.759 2.199 1.759 kr. kg
Ísl.naut hamborgarar 2x 120 g.... 449 599 449 kr. pk.
Baguette................................... 199 269 199 kr. stk.
Pizzasnúður............................... 279 399 279 kr. stk.
Nóatún
Gildir 1.- 3. nóv verð nú áður mælie. verð
Ungnauta Rib Eye úr kjötb. ......... 4.248 4.998 4.248 kr. kg
Lambafille m/fitur. úr kjötborði ... 4.078 4.798 4.078 kr. kg
Ungn. hamborgari 90gr. úr kjötb. 169 198 169 kr. stk.
Lamba framhr. sneiðar úr kjötb. .. 2.248 2.498 2.248 kr. kg
Húsavíkur hangiframp. úrbein ..... 2.798 3.298 2.798 kr. kg
SS Hálflæri jurtakryddað ............ 2.199 2.749 2.199 kr. kg
Þín Verslun
Gildir 31. okt - 1. nóv verð nú áður mælie. verð
Svínalundir úr kjötborði .............. 1.998 2.698 1.998 kr. kg
Svínahnakki úr kjötborði............. 1.498 1.898 1.498 kr. kg
Svínakótelettur úr kjötborði......... 1.498 1.898 1.498 kr. kg
Svínagúllas úr kjötborði.............. 1.498 1.994 1.498 kr. kg
Svínasnitzel úr kjötborði ............. 1.498 2.349 1.498 kr. kg
Ísfugl kjúklingur ferskur heill ....... 919 1.149 919 kr. kg
Helgartilboðin
Skannaðu kóðann
til að fara inn á
vefsíðuna.
Opið virka daga frá 10-18, laugardaga frá 11-15
Faxafeni 14 | 108 Reykjavík | Sími 551 6646 |