Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 31.10.2013, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 Ekkert er jafn gott og gott kaffi, súkkulaði og góð terta,“ segirÖrn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábáta-eigenda í nær þrjá áratugi, sem ætlar að gera sér dagamun og leyfa sér svolítinn munað í tilefni 58 ára afmælisins í dag. Annars hafi hann engan tíma fyrir neitt nema vinnuna og áhugamálin líði fyrir það. „Félagsskapurinn er einstaklega gefandi og í svona hags- munagæslu má maður aldrei sofna á verðinum.“ Örn bendir á að smábátaeigendur hafi fiskað um 800 tonn af síld í fyrra en hafi nú fengið 500 tonn í fyrstu úthlutun og voni að ráð- herrann bæti við það. Þeir fylgist líka mjög náið með makrílviðræð- unum enda hafi makríllinn komið inn á slóðina hjá smábáteigendum í fyrsta sinn í ár. Um 100 bátar hafi verið á makrílveiðum og enn fleiri séu í viðbragðsstöðu fyrir næsta ár. Örn segir að með því að fá makrílinn og síldina breytist starfsum- hverfi karlanna. Fleiri fái tækifæri til að verða trillukarlar allt árið, án þess að þurfa að kaupa sér veiðiheimildir, að undanskilinni síld- inni sem menn leigja frá ríkinu. Menn byrji á strandveiðum á vorin, fari á makríl í september, síðan í síldina og svo grásleppuna. „Það er ánægjulegt að sjá unga menn koma svona inn,“ segir Örn og segir að nú standi menn frammi fyrir því að velja hvort þeir eigi að sleppa strandveiðunum og fara í makrílinn næsta sumar. „Það er skemmti- leg klemma,“ segir hann. steinthor@mbl.is Örn Pálsson framkvæmdastjóri 58 ára Verkefni Örn Pálsson framkvæmdastjóri hefur nóg að gera. Má aldrei sofna á verðinum Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.  Unnið í samvinnu við viðmælendur. Karen Lind Helgadóttir, 10 ára, og Anna Margrét Hákonardóttir, 8 ára, héldu tombólu við verslun Samkaupa í Hrísalundi. Þær söfnuðu 3.133 krónum sem þær styrktu Rauða krossinn með. Hlutavelta Reykjavík Þórkatla fæddist 27. mars kl. 23.48. Hún vó 3.538 g og var 51 cm löng. Foreldrar hennar eru Tinna Ey- steinsdóttir og Freyr Björnsson. Nýir borgarar Vestmannaeyjar Nökkvi Dan fæddist 14. febrúar kl. 21.10. Hann vó 3.922 g og var 51 cm langur. Foreldrar hans eru Þórsteina Sigurbjörnsdóttir og Sindri Viðarsson. Í var fæddist í Reykjavík 31.10. 1983 en ólst upp á Espiflöt í Reykholti í Blá- skógabyggð (Biskups- tungum) þar sem foreldrar hans eru garðyrkjubændur og stunda blómarækt: „Ég var svo ungur þegar ég byrj- aði að hjálpa til við blómaræktina að ég man alls ekki eftir mínum fyrsta vinnudegi. Þegar báðir foreldrar manns stunda sömu atvinnu, og hún er auk þess við heimili manns, þá verður þetta hluti af heimilisstörfum og daglegu amstri sem er allt í kringum mann. Ég er alinn upp við þessa blómaræktun og því sann- kallað blómabarn.“ Grafísk hönnun, umhverfis- og skipulagsfræði og ljósmyndun Ívar var í Reykholtsskóla, lauk stúdentsprófum frá ML 2003, lauk Ívar Sæland, umhverfis- og skipulagsfræðingur – 30 ára Fjölskylda Ívars Við útskrift hans frá Hvanneyri 2010, talið frá vinstri: Sveinn, Áslaug, Ívar, Eva og Axel. Blómabarn frá Reyk- holti í Bláskógabyggð Skólasystkini í Danmörku Axel, Magnús, Sonja, Ívar, Daníel og Ágúst. „Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið göngu sína í Morgun- blaðinu. Þar er meðal annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem hjónavígslum, barnsfæð- ingum eða öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinnimbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is Börn og brúðhjón Skoðaðu úrvalið www.jens.is Síðumúla 35 Kringlunni og Íslensk hönnun og handsmíði - Falleg gjöf Sérsmíðaðir skartgripir með íslenskum náttúrusteinum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.