Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 1

Morgunblaðið - 31.10.2013, Side 1
F I M M T U D A G U R 3 1. O K T Ó B E R 2 0 1 3  253. tölublað  101. árgangur  SKEMMTILEG FRÖNSKUKENNSLA ÓVÆNTUR SAMDRÁTTUR Á BÍLAMARKAÐI GAMAN AÐ HALDA HREKKJAVÖKU- SAMKVÆMI VIÐSKIPTABLAÐ OLGA GALDRANORN 10 12 SÍÐNA AUKABLAÐ UM FRANSKA DAGA ÁRA STOFNAÐ 1913 –– Meira fyrir lesendur FYLGIR MEÐ MORGUNBLAÐINU Í DAG Morgunblaðið/Ásdís Sveppir Með lýsingu er hægt að auka D- vítamínmagn þeirra allt að áttfalt.  Hjá Flúðasveppum er nú unnið að því að auka D-vítamínmagn í svepp- um. Það er gert með því að lýsa sveppina og gangi áætlanir eftir munu þessir vítamínbættu sveppir fást í verslunum fyrir jólin. Að sögn Georgs Ottóssonar, eig- anda og framkvæmdastjóra Flúða- sveppa, er þetta unnið í samstarfi við Matís og til þess að ná þessu fram þarf að lýsa sveppina í um 20 mínútur. „Ég frétti af þessu frá Bandaríkjunum fyrir um einu og hálfu ári og hef síðan þá verið að gera tilraunir með þetta. Niður- stöðurnar lofa góðu,“ segir Georg. „Það er örlítið magn D-vítamíns í sveppum, en með því að lýsa þá er hægt að áttfalda magnið.“ »18 Vítamínbættir Flúðasveppir vænt- anlegir á markað Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Ennþá logaði í flutningaskipinu Fern- öndu þegar varðskipið Þór kom að því á tíunda tímanum í gærkvöldi. Slökkvibyssur varðskipsins voru not- aðar til þess að kæla skipið að utan- verðu. Taka átti ákvörðun nú í morg- un um björgunaraðgerðir. Flutningaskipið er að líkindum ónýtt eftir eldinn, sem blossaði upp um miðjan dag í gær, að mati Ólafs Williams Hands, upplýsingafulltrúa Eimskips, sem er umboðsaðili skips- ins hér á landi. Hann segir að skip- verjarnir ellefu, sem þyrla Landhelg- isgæslunnar bjargaði frá borði, hafi verið í losti eftir hremmingarnar. Aðstæður á hafi úti voru slæmar í gær, hvasst og talsverð ölduhæð. „Það var svolítið hvasst og þung alda þannig að skipið valt mikið, um 20°. Það er stórt dekk á skipinu svo það var auðvelt að renna til,“ segir Guðmundur Ragnar Magnússon, stýri- og sigmaður hjá Landhelgis- gæslunni, sem seig niður í skipið. Skipverjarnir höfðu flúið út á þilfar skipsins. Flestir þeirra voru í björg- unargalla eða vesti en nokkrir höfðu ekki komist í það vegna eldsins. Þá hindraði eldurinn þá í að komast að björgunarbátum. „Þeir voru allir við nokkuð góða heilsu. Sumum var brugðið og það var greinilegt þegar maður kom um borð að þeim leist ekki á þetta. Það varð léttara yfir mönnum þegar þeir voru komnir um borð í þyrluna,“ segir Guðmundur. MSluppu óhultir úr eldinum »2 Bjargað af brennandi skipi  Eldur kom upp í flutningaskipinu Fernöndu  Áhöfnin slapp óhult  Taka ákvörðun um björgunaraðgerðir í dag Ljósmynd/Landhelgisgæslan Sjávarháski Skipverjar höfðu flúið út á þilfar skipsins út af eldinum sem geisaði innanborðs þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom á vettvang. Eldur í skipi Surtsey Landeyjahöfn Heimaey Fernanda Lo ft m yn di re hf . Í matslýsingu vegna umhverfis- mats kerfisáætlunar Landsnets fyrir næstu tíu ár eru bornir saman ýmsir valkostir við uppbyggingu meginflutningskerfis raforku og áhrif þeirra á umhverfið. Sem dæmi um valkosti má nefna ákvarðanir um spennu á flutnings- kerfinu, ákvarðanir um loftlínur og jarðstrengi og ákvarðanir um leiðaval. Allt er þetta borið saman við svonefndan núllkost, það er að segja að ekki verði ráðist í neinar framkvæmdir í flutningskerfi Landsnets. Landsnet ákvað að gera umhverfismat á nýrri kerf- isáætlun sinni í kjölfar úrskurðar umhverfisráðuneytisins þar sem krafist var mats á slíkum áætlun- um. Við umhverfismatið verður fjallað um áhrif framtíðaruppbygg- ingar meginflutningskerfis raforku og helstu framkvæmda sem í henni felast. „Vönduð vinnubrögð af þessu tagi munu vonandi leiða til betri sáttar um nauðsynlega upp- byggingu flutningskerfisins,“ segir Guðmundur Ingi Ásmundsson, að- stoðarforstjóri Landsnets. »4 Skoða valkosti  Landsnet undirbýr umhverfismat  Sala á nýjum fólksbílum hefur dregist saman um 4,5% það sem af er ári samanborið við sama tímabil í fyrra, þvert á væntingar forsvars- manna stærstu bílaumboðanna. „Ég var bjartsýnn fyrir ekki svo löngu þegar ég vissi að það kæmi ný ríkisstjórn til valda,“ segir Geir Gunnarsson, forstjóri Bernhard. „En því miður eru ekki jákvæð merki neins staðar.“ »Viðskipti Óvæntur samdrátt- ur á bílamarkaði  Um næstu áramót taka gildi lög um endurnýjanlegt eldsneyti í sam- göngum á landi. Byggjast lögin á tilskipun frá ESB og fela m.a. í sér að lögð er sú skylda á seljendur eldsneytis hér á landi að minnst 3,5% orkusölunnar verði af endur- nýjanlegum uppruna frá og með árinu 2014. Hlutfallið fari í 5% árið 2015 og 10% árið 2020. Samhliða verði hlutfall endurnýjanlegrar orku í heild 20% í landinu. Glúmur Jón Björnsson, fram- kvæmdastjóri efnarannsóknastof- unnar Fjölvers, segir að lögin muni hafa áhrif á eldsneytisverð. Neyt- endur þurfi að kaupa dýrara elds- neyti en rýrara að gæðum með inn- fluttum íblöndunar- efnum. Hann bendir á að hlut- fall endurnýjan- legrar orku sé um 75% á Íslandi og því langt um- fram þau 20% sem tilskipun ESB kveður á um. „Skattar verða felldir niður af þessum 3,5%. Við það verður ríkið af um 800 milljóna króna tekjum. Þessir pen- ingar munu ekki skila sér til neyt- enda vegna þess hve kostnaðurinn eykst við innkaupin.“ »4 Ríkið verður af 800 milljónum króna í nýj- um lögum um endurnýjanlegt eldsneyti Bensíndropinn gæti hækkað í verði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.