Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 31.10.2013, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 31. OKTÓBER 2013 London sagði Norður-Kóreu- maðurinn Kim Song-Ju frá fjórum til- raunum sínum til að flýja landið vegna hungursneyðar sem hófst á síð- asta áratug aldarinnar sem leið þegar hundruð þúsunda manna sultu í hel. Hann óð yfir ískalda á við landamærin að Kína árið 2006 en kínverskir verðir náðu honum og neyddu hann til að fara aftur til Norður-Kóreu. Hann var hnepptur í fangabúðir og kúldr- aðist þar með 40 föngum í klefa sem þeir þurftu að skríða inn í vegna þess að dyrnar voru minna en 60 cm háar. Móðir hans dó í fangelsinu, handjárn- uð við rúmið. Kim var pyntaður í fangelsinu og neyddur til að leita í saur fanga að peningum sem þeir voru taldir hafa gleypt. „Verðirnir sögðu að þegar við værum komnir í fangelsið værum við ekki menn, heldur eins og dýr.“ Kim Song-Ju tókst að flýja til Kína í fjórðu tilraun og fór þaðan til Bret- lands með hjálp trúboða. Michael Kirby sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið í september að meðal vitnanna væru flóttamenn sem hefðu fæðst í þrælkunarbúðunum í Norður-Kóreu. „Þau þurftu að lifa á nagdýrum, engisprettum, eðlum og grasi og voru beitt mikilli grimmd.“ Eitt vitnanna sagði nefndinni frá því að börn í fangabúðunum hefðu verið neydd til að fylgjast með því þegar móðir þeirra og bróðir voru tekin af lífi. Á meðal vitnanna er kona, Kim Young-soon, sem mátti dúsa í fanga- búðum í níu ár. „Þetta var helvíti á jörðu. Ég missti þar foreldra mína, manninn minn og barnið mitt,“ hefur fréttavefur BBC eftir henni. „For- eldrar mínir dóu úr hungri innan árs. Dánarorsakirnar voru svo margar í fangabúðunum. Sumir dóu eftir að hafa misst hönd eða fót þegar þeir hjuggu tré, aðrir dóu af völdum sníkjudýra eða úr hungri. Það dóu svo margir að líkin lágu eins og hráviði á götunum,“ sagði hún. „Að öllu samanlögðu er þetta afar skelfileg saga og ég tel að hún jafnist ekki á við neitt sem ég hef séð eða les- ið um frá grimmdarverkum Rauðu kmeranna í Kambódíu og nasista í síðari heimsstyrjöldinni,“ sagði Kirby. Neyddar til að drekkja börnunum  Rannsóknarnefnd fær vitnisburði um grimmilegar pyntingar og skelfilegar aðstæður í fangabúðum AFP Átakanlegar frásagnir „Vitnisburðir í þessu máli hafa fengið svo á mig að ég hef tárast og ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna það,“ segir Michael Kirby, formaður nefndar sem rannsakar mannréttindabrot í Norður-Kóreu. Talið að 40% fanganna hafi soltið í hel » Talið er að um 150.000 til 200.000 manns hafi verið haldið í risastórum fanga- og þrælkunarbúðum í Norður- Kóreu á síðasta áratug aldar- innar sem leið. » Sérfræðingar í Suður-Kóreu telja að föngunum í þrælkunar- búðunum hafi fækkað í 80.000 til 120.000, að sögn fréttaveit- unnar AP. Gervihnattamyndir benda til þess að minnst fimm stórar fangabúðir séu í notkun, einar þeirra eru nær 50 km langar. » Talið er að fjórir af hverjum tíu föngum í einum búðanna hafi soltið í hel, að sögn breska dagblaðsins The Guardian. Heimildir: Google/Sameiningarráðuneyti S-Kóreu/Sameinuðu þjóðirnar Meira en 24.500 Norður-Kóreumenn hafa verið skráðir sem flóttamenn í Suður-Kóreu frá árinu 1998 eftir að hafa komist úr klóm einræðisstjórnarinnar í Norður-Kóreu Norður-Kóreumenn eiga á hættu að verða pyntaðir og hnepptir í þrælkunarbúðir ef þeir reyna að flýja kúgunina og neyðina Tókst að flýja kúgun og neyð Flestir flóttamannanna flúðu fyrst til annars lands en Suður-Kóreu. Stjórnvöld í S-Kóreu lofuðu þeim vernd sem flóttamönnum áður en þeir fóru til landsins 2.929 2.402 2.706 1.509 Komust til Suður-Kóreu 75 km Nr. 18 Bukchang Yodok Hwasong Nr. 22 Hoeryong *Þrælkunarbúðir sem sáust á gervihnattamyndum Google í janúar síðastliðnum Kjarnorkurannsókna- miðstöð í Yongbyon PJONGYANG SEOUL Tongchang-ri SUÐUR-KÓREA Fanga- og þrælkunarbúðir* 1998 1999- 2001 2002 2003 20052004 2006 2007 20092008 2010 2011 2012 500 1000 1500 2000 2500 3000 BAKSVIÐ Bogi Þór Arason bogi@mbl.is Hann hefur heyrt vitnisburði um mæður sem voru neyddar til að drekkja ungbörnum sínum í vatnsföt- um, sveltandi börn sem hafa þurft að dúsa í fanga- og þrælkunarbúðum frá fæðingu og fjölskyldu sem var pyntuð fyrir að horfa á erlenda sápuóperu í sjónvarpi. Það er því engin furða að Michael Kirby skuli hafa fellt tár þegar hann hlýddi á vitnisburðina. Kirby var dómari í Ástralíu í 35 ár, m.a. við hæstarétt landsins, áður en hann varð formaður þriggja manna nefndar sem rannsakar nú mannrétt- indabrot í Norður-Kóreu. Gert er ráð fyrir því að nefndin afhendi mannrétt- indaráði Sameinuðu þjóðanna loka- skýrslu sína í mars á næsta ári. Nefndin hefur hlýtt á vitnisburði norðurkóreskra flóttamanna í Lond- on, Tókýó og Seoul síðustu vikur og í gær yfirheyrði hún nokkra af um 150 Norður-Kóreumönnum sem hafa flú- ið til Bandaríkjanna. Í dag hyggst nefndin síðan yfirheyra sérfræðinga í málefnum Norður-Kóreu í Was- hington, m.a. sérfræðinga sem nota gervihnattamyndir til að rannsaka fanga- og þrælkunarbúðirnar. Lifa á engisprettum og grasi „Sumir vitnisburðanna hafa verið einstaklega átakanlegir,“ sagði Kirby á blaðamannafundi í Washington í fyrradag eftir fund með mann- réttindanefnd allsherjar- þings Sameinuðu þjóðanna. „Á 35 ára ferli mínum sem dómari hef ég farið í gegnum ákaf- lega sorgleg mál sem fá mann til að brynja hjartað. En í mínu tilviki hafa nokkrir vitnisburðir í þessu máli fengið svo á mig að ég hef tárast og ég skammast mín ekki fyrir að viðurkenna það. Ég þyrfti að vera með steinhjarta til að verða ekki klökkur af frásögnunum sem við höfum fengið,“ hefur fréttaveitan AFP eftir Kirby. Í einum vitnisburðanna í Matvælabox Margarstærðirog gerðir Takk hreinlæti ehf – Viðarhöfða 2 – 110 Reykjavík – Sími 577 6500 – www.takk.is – takk@takk.is Norður-Kórea á ekki aðild að Alþjóðasakamáladómstólnum (ICC) en öryggisráð Sameinuðu þjóðanna getur skotið málinu til dómstólsins ef rannsóknarnefndin kemst að þeirri niður- stöðu að einræðisstjórnin í Norður-Kóreu hafi gerst sek um alvarlega glæpi og brot á alþjóðlegum mannréttinda- sáttmálum. Ólíklegt þykir þó að harðstjórarnir, sem bera ábyrgð á glæpunum, verði leiddir fyrir dómstólinn og fátt bendir til þess að einræðisstjórnin í Pjongjang missi heljartök sín á landinu. Líkurnar á almennri uppreisn í Norður-Kóreu eru mjög litlar því almenningi er haldið í heljargreipum. Bjóði landsmenn valdhöfunum birginn hætta þeir ekki aðeins eigin lífi, heldur einnig lífi barna sinna, vina og ættingja. Aðeins yfirstéttin, sem er samsek einræðisstjórninni, getur steypt henni af stóli. Ekkert bendir þó til þess núna að samstaða yfirstéttarinnar rofni og hún snúist gegn harð- stjórunum sem svífast einskis til að halda völdunum. LITLAR LÍKUR Á UPPREISN Í NORÐUR-KÓREU Þjóðin í heljargreipum harð- stjóra sem svífast einskis

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.