Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 20
*Heilsa og hreyfingNæringarfræðingur gefur ráð við sykurfíkn sem margir glíma við og erfitt er að sigrast á »22 S kammdegið virkar ekki alltaf hvetj- andi hvað hreyfingu varðar og jafn- vel fremur letjandi enda ekki það fyrsta sem hægt er að láta sér detta í hug að fara út í kuldann til að púla í tækjasal eða á hlaupabretti. Ýmiss konar heilsutæki og tól er hægt að kaupa í versl- unum hérlendis og nýtast þau mörg hver vel heima við og önnur geta komið að góðum notum við æfingar í líkamsræktarstöðvunum sjálfum, svo sem hanskar með góðu gripi fyrir lóð og tæki. Þessi yfirferð er engan veginn tæmandi heldur gefur smáhugmynd um fjölbreyti- leika þeirra hluta sem eru í boði en til að mynd má geta þess að jógadýnur eru til í svo mörgum gerðum, með mismunandi eiginleika, að það er sniðugt að fara vel yfir það áður er keypt er hvers konar jógadýna hentar manni. Flestar íþróttavöruverslanir eru með góðar heimasíður þar sem hægt er að gera verðsamanburð og lesa sér til um eiginleika hlutanna. HEIMA OG Í RÆKTINNI Skemmtilegt hreystidót HEILSUEFLANDI LEIKFÖNG, TIL AÐ NOTA HEIMA VIÐ EÐA Í RÆKTINNI, ER HÆGT AÐ FÁ Í VERSLUNUM VÍÐA Í BÆNUM. SMÁ OG AÐEINS STÆRRI, LITRÍK OG JAFNVEL SMART. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Kubbur þessi er ætlaður fyrir jógaiðkendur, til stuðnings í erfiðum jógastöðum. Hægt er að fá svona kubba úr ýmiss konar efniviði en þessi er úr korki svo hann er einkar mjúkur og umhverfisvænn. Hreysti, Skeifunni 19. Verð: 3.995 kr. Þetta tól er hægt að nota hvar og hvenær sem er, til að mynda upplagt meðan horft er á sjónvarpið. Þetta er einfalt handgrip og hægt er að stilla mótstöðu og auka þannig og minnka þyngd. Handgripið eykur vöðva- styrk í hendi og framhandlegg. Eirberg, Stór- höfða 25. Verð: 3.450 kr. Grindarbotnsþjálfun er bráðnauðsynleg fyrir konur en þessar kúlur geta að- stoðað við slíkar æfingar. Hægt er að skoða mynd- band um hvernig nota á tækið á heimasíðu seljandans; meyja.is. verð: 4.490 kr. Verð: 4.490 kr. Æfingabolta er hægt að nota í ýmiss konar æfingar sem má til að mynda læra á youtube.com. Þá er yfirleitt hægt að fá leiðbeiningar um æfingar í þeim verslunum sem þeir eru seldir í. Þessi er frá Reebok. Örninn, Faxafeni 8. Verð. 6.490 kr. Beyoncé og Michelle Obama nota báðar húllahringi til að halda sér í formi, enda eðallík- amsrækt heima í stofu þegar annir koma í veg fyrir að hægt sé að fara í ræktina. Það þarf ekki mikið meira en fimm mínútur á dag. Þessir hringir eru frá Casall og og hægt er að fá þá í þremur mismunandi þyngdum. Útilíf. Verð á bilinu: 8.190-9.990 kr. Bleikar æf- ingagrifflur frá Fitness mad fyrir betra grip og til að vernda lófana á æfingum. GÁP, Faxafeni 7. Verð: 3.990 kr. Hinn svokallaði Bosu hálfbolti er eitthvað sem margir hafa kannski séð en vita ekki al- veg hvernig hægt er að nota. Þessum bolta fylgir DVD-diskur og bók með æfingum sem ættu að henta þeim hinum sömu vel. Pumpa fylgir einnig með. Sportvörur, Sundaborg 5. Verð: 25.850 kr. Myrkrið er að leggjast yfir og þá er um að gera að lífga upp á tilveruna með litríku líkamsræktardóti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.