Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 BÓK VIKUNNAR Hin yndislega saga um Pollýönnu eftir Eleanor H. Porter hefur verið endurútgefin. Bók sem kemur öll- um í gott skap. Bækur KOLBRÚN BERGÞÓRSDÓTTIR kolbrun@mbl.is Í nýrri skáldsögu Guðmundar AndraThorssonar, Sæmd, er skáldið Bene-dikt Gröndal í stóru hlutverki. Höf- undurinn lætur Gröndal þar búa á öðr- um stað en hann raunverulega bjó á. Þessa breytingu gerir höfundur örugg- lega vegna þess að hann telur það þjóna sögunni sem hann er að segja. Guð- mundur Andri sér reyndar ástæðu til að taka þetta skáldaleyfi sitt fram í inn- gangsorðum. Enda viðbúið að einhverjir sem telja sig vita betur hefðu annars ris- ið upp og bent ásakandi á stað- reyndavillu í þessari sögulegu skáld- sögu. Sjálfsagt er það skemmtilegur leikur fyrir suma að lesa skáldsögur, sem byggja að ein- hverju leyti á raunverulegum at- burðum og/eða gerast á liðnum tíma, til að koma auga á stað- reyndavillur. Slík leit, sem byggist upp á nöldursömu snuðri, skiptir lesandur ekki svo miklu máli. Reyndar skipta stað- reyndavillur yfirleitt ekki svo miklu máli í skáldverki. Menn geta dundað sér við að finna þær og það hafa verið skrifaðar skemmtilegar bækur um slíkar villur sem margir af risum bókmenntasög- unnar gerðu í meistaraverkum sínum, en þær skaða viðkomandi bækur ekki. Einfaldlega vegna þess að þær eru svo góður skáldskapur að raunveruleikinn getur ekki skaðað þær. Skáldsaga lýtur sínum eigin lögmálum og ef hún gengur upp innan þess ramma sem hún setur sér þá er í góðu lagi að skáld taki sér nokkuð ríkulegt skáldaleyfi. Í nokkurra ára gamalli íslenskri verð- launabók, sú fékk Íslensku bókmennta- verðlaunin, fer ein persóna til dæmis með landsfrægt ljóð sem ekki var búið að yrkja á sögutíma bókarinnar. Þessi staðreyndavilla fór framhjá flestum les- endum, en þeir sem tóku eftir henni skemmtu sér nokkuð og kannski fannst einhverjum þeirra að þeir væru gáfaðri en höfundurinn. En þeir hinir sömu hafa ekki skrifað verðlaunabók svo vitað sé. Orðanna hljóðan ÞETTA VAR EKKI SVONA! Benedikt Gröndal er persóna í skáldsögu. Ó læsinginn sem kunni að reikna er nýjasta bók hins sænska Jonasar Jonassonar, en hann er höfundur hinnar geysivinsælu bókar Gaml- inginn sem skreið út um gluggann og hvarf. Gamlinginn var fyrsta skáldsaga höf- undar og beðið hefur verið með mikilli eft- irvæntingu eftir nýrri skáld- sögu frá Jonasi. Ólæsinginn sem kunni að reikna kom nýlega út í Svíþjóð og fór beint í efsta sæti met- sölulista þar í landi. Bókin er nú komin út í íslenskri þýðingu Páls Valssonar sem þýddi einnig Gamlingjann. „Það er auðvitað mikil pressa á höfundi sem þarf að fylgja eftir fyrstu skáldsögu sem slær jafn rækilega í gegn og Gamlinginn gerði,“ segir Páll Vals- son. „Gamlinginn var svolítið sérstakt dæmi. Þegar bókin kom út í Svíþjóð á sínum tíma birtust fáir ritdómar um hana og þeir voru blendnir. Svo má segja að almenningur hafi tekið völdin af gagnrýnendum og bókin fór að spyrjast hratt út. Velgengnissaga bók- arinnar síðan á sér svo fáar hliðstæður. Hún er enn á metsölulistum í Svíþjóð og hefur líka orðið margföld metsölubók í flestum Evrópulöndum, meðal annars hinum ensku- mælandi heimi – og bíómynd eftir Gamlingj- anum verður frumsýnd í Svíþjóð núna fyrir jólin. Það er því ekki auðvelt fyrir Jonas að fylgja Gamlingjanum eftir en Ólæsinginn sem kunni að reikna kom út fyrir tæpum mánuði í Svíþjóð og hefur fengið góðar við- tökur, fór strax á topp metsölulistanna. Ólæsinginn er saga í svipuðum anda og stíl og Gamlinginn, en hún er kannski aðeins súrrealískari og það er meiri pólitískur broddur í henni. Aðalsöguhetjan er ung stúlka sem elst upp í Soweto í Suður-Afríku og er skemmtileg og framsækin kvenper- sóna. Hún kann ekki að lesa en er snillingur í reikningi og sá hæfileiki verður hennar miði inn í framtíðina – sem ekki er björt fyr- ir fátæklinga á þessum slóðum. Vegferð stúlkunnar fylgir svo nokkuð þróun heims- mála, rétt eins og í Gamlingjanum, og marg- ar skrautlegar persónur verða á leið hennar, sumar raunverulegar eins og Karl Gústaf Svíakonungur sem þarna kemur nokkuð við sögu. En eins og oft er raunin með góða farsa þá er pólitískur undirtónn og má segja að ofstæki og bókstafstrú í öllum myndum fái á baukinn í Ólæsingjanum. Höfundur sagði um söguna; „same, same but different“ og má kalla ágæta lýsingu á líkindum hennar við Gamlingjann, og sumum gagnrýnendum finnst hún vera of lík Gamlingjanum. Þeir dómar koma kannski ekki á óvart, höfundur er ekki lengur óþekkt stærð, og óhjá- kvæmilegt að hann sé metinn með öðrum hætti. En ég held að óhætt sé að segja að þeir sem kunna að meta Gamlingjann fái nokkuð fyrir sinn snúð í Ólæsingjanum.“ Ólæsinginn sem kunni að reikna heitir á sænsku Analfabeten som kunde räkna. Páll segir titilinn snúinn: „Í nær öllum málum er til nafnorð sömu merkingar og analfabet, sem þýðir sá sem kann ekki að lesa. Við eig- um hins vegar ekki nafnorð yfir þetta. Orðið ólæsingi var ekki til í íslensku, ég varð að búa það nýyrði til. En ólæsingi finnst mér prýðilegt orð og það er rétt myndað.“ Gamlinginn seldist í metupplagi á Íslandi. Páll er spurður hvort hann hafi átt von á þessum vinsældum. „Já og nei. Ég vissi að Gamlinginn væri bók sem margir myndu hafa gaman af en vinsældirnar fóru auðvitað langt fram úr björtustu vonum. Ég held að engin þýdd bók hafi selst meira hér á landi en Gamlinginn.“ Og nú er að sjá hvort Ólæsinginn sem kunni að reikna muni slá í gegn hér á landi á svipaðan hátt og Gamlinginn. „Gamansögur af þessu tagi hafa ekki þótt merkileg bók- menntagrein í gegnum tíðina og oft er talað niðrandi um þær, rétt eins og gamanleiki og farsa. En menn skyldu ekki vanmeta slíkar bókmenntir því þær gleðja marga lesendur og sitja sumar áfram lengur í huga þeirra en ýmislegt annað,“ segir Páll að lokum. ÓLÆSINGI ER NÝYRÐI SEM PÁLL VALSSON BJÓ TIL Pólitískur undirtónn „Ég held að óhætt sé að segja að þeir sem kunna að meta Gamlingjann fái nokkuð fyrir sinn snúð í Ólæsingjanum,“ segir Páll Valsson en hann þýðir nýjustu bók Jonasar Jo- nassonar, sem er á toppi metsölulistans í Svíþjóð. Ljósmynd/Jóhann Páll Valdimar ÓLÆSINGINN SEM KUNNI AÐ REIKNA ER ÖNNUR SKÁLDSAGA JONASAR JONASSONAR, SEM SKRIFAÐI METSÖLUBÓKINA GAMLINGINN SEM SKREIÐ ÚT UM GLUGGANN... Ég á svolítið erfitt með að nefna hvaða bók eða bækur eru í uppáhaldi hjá mér. Ætli það sé ekki bara sú bók sem ég les hverju sinni. Núna er ég til dæmis að lesa Náttbál eftir Johan Theorin. Hún er ansi spennandi. Las líka Hvarfið eftir sama höfund. Svo er ég að hlusta á Stephen Fry lesa Harry Potter í símanum mínum. Frábær lesari og skemmtileg bók. Mér finnst mjög gaman að lesa glæpasögur með flóknum söguþræði þar sem maður getur bók- staflega ekki lagt frá sér bókina. Norrænir höfundar eins og Mankell, Läckberg og Marklund eru góðir. Svo eru Yrsa Sigurðardóttir, Arnaldur og Stefán Máni allt flinkir höfundar sem gaman er að lesa. Nokkrar bækur verð ég að nefna sem algeran yndislestur. Þær eru: Á eigin vegum eftir Kristínu Steinsdóttur, Sláttur eftir Hildi Knútsdóttur, Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson, Trílógía Jóns Kalmans Stefánssonar og síðast og ekki síst, Í barn- dómi eftir Jakobínu Sigurðardóttur. Oliver Twist var hins vegar fyrsta alvörubókin sem ég las. Það þótti ekki gott lesefni fyrir stelpukorn, en ég faldi mig inn í skáp og kláraði bókina og grét mörg kvöld, svo áhrifarík var hún. Æv- intýrabækurnar eftir Enid Blyton, Siggu Viggu bækurnar og Þús- und og ein nótt eru allt skemmtilegar bækur frá gamalli tíð. Þegar ég horfi á bókaskápinn minn kennir þar ýmissa grasa. Þar eru ferða- bækur, glæpasögur, ævintýrabækur, öldin okkar, skáldsögur, Bibl- íur,sálmabækur, heilsubækur, handavinnubækur og barnabækur. Eitt- hvað fyrir alla. Í UPPÁHALDI GUÐBJÖRG ÁSDÍS INGÓLFS- DÓTTIR LEIKSKÓLAKENNARI Það kennir ýmissa grasa í bókaskáp Guðbjargar Ásdísar og segja má að þar sé eitthvað fyrir alla. Morgunblaðið/Árni Sæberg Kristín Steinsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.