Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 59
10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 59 LÁRÉTT 1. Lýsing á hári Medúsu og sumra kvenna. (12) 7. Kennitala Berba án reiðvers. (7) 8. Láta löður ekki ná með því að verða reiður. (10) 10. Borg í Texas er enn við bátaskýlin. (7) 12. Gráða snýst um snakk og hávaða í óhappi. (8) 14. Fenjasóði sér fugl. (9) 15. Farsótt máleininga sést hjá þeim sem talar ekki mikið. (6) 16. Skíta úr mót með því að forsníða. (7) 18. Tafðist Rós einhvern veginn þegar hún ólst upp annars stað- ar. (10) 20. Eltingaleikur missir unga í pott. (9) 22. Land átrúandans. (6) 24. Klíkan sem ól einhvern veginn af sér þunglynda. (11) 27. Peninga íþróttafélags má sjá í blómi. (5) 28. Jafnvel skaði þegar unni. (7) 31. Kjaftæði stórveldis um vél. (7) 33. Það er ekki styrkur sjá tákn spila við tré. (14) 35. Eðlilegt er númer 0 rugli íslenskan gosdrykk. (7) 36. Kvartil tekið einhvern veginn úr kastalanum. (12) LÓÐRÉTT 2. Hús fyrir sánur á Snæfellsnesi. (10) 3. Eitt orð tekið út og annað sett í staðinn í rifrildi. (10) 4. Skrúfa og kúlulegur hjá afslöppuðum. (7) 5. Fyrsta flokks tuskurnar eru sagðar vera partarnir af óp- erunni. (8) 6. Stuna út af erlendum gögnum og fleiru og tímaáætlun. (11) 7. Þráð spinnur í því sem er hluti líkama okkar. (9) 9. Mikil tíska fyrir ofnum veldur truflun. (5) 11. Fjallahestur reynist vera fiskur. (11) 12. Brot flugvélar og örin eftir ferðina. (10) 13. Sérstök telpa nær að lesa út úr hátterni málms. (10) 17. Karlar fá tak eftir erfidrykkjuna eftir skipulagið á fræðslunni. (12) 19. Illur draugur er kreatífur. (8) 21. Drengur snýr rósaílepp við. (5) 23. Mótsetning hverfanda í rugli. (9) 24. Menntastofnun fyrir eyðsluseggi í Reykjavík. (9) 25. Djarfur vatt gufuna. (8) 26. Réðst ekki við að giftast. (6) 29. Karlkyn fær karlmann með hóst. (5) 30. Sjá lítinn mink með förðun. (5) 32. Hálsmen í líki bókstafs gert úr kryddi. (5) 34. Eyja sem er alltaf í skuld. (4) Eitt það fyrsta sem Magnús Carl-sen og fylgdarlið hans gerði eft-ir að hafa skráð sig inn á Hyatt Regency-lúxushótelið í Chennai í Ind- landi þar sem einvígið um heimsmeist- aratitilinn hefst um helgina, var að leita að hlerunar- og njósnabúnaði í hí- býlum sínum. Prúðmennið Anand er manna ólíklegastur til að hafa rangt við en Magnús hefur lært lexíu sem skáksagan hefur kennt honum og vill bægja frá sér öllum grunsemdum. „Ofsóknarbrjálæði“ hefur alltaf ver- ið fylgifiskur heimsmeistaraeinvígja. Sundurhlutun ljósahjálms og stóla í „einvígi aldarinnar“ í Laugardalshöll 1972 er frægt dæmi; í þriðja einvígi Kasparovs og Karpovs í Leningrad haustið 1986 knúðu dyra hjá aðstoð- armanninum Vladimirov „górillur“ tvær og Kasparov sjálfur og veiddu upp úr farangri hans „grunsamlegar glósur“. Vladimirov var rekinn úr liði Kasparovs – alsaklaus að flestra mati. „Toilet-gate“, speglunargleraugu, dulsálfræðingurinn Zoukhar, kaffi- brúsar, tvö umslög fyrir einn biðleik, jógúrt. Þetta eru hugtök og nöfn sem tengjast öll tortryggni heimsmeist- araeinvígja. Magnús Carlsen sem er 22 ára er mættur á heimavöll Anands með tölvuver í farangrinum, norskan kokk, foreldrana Henrik og Sigrúnu og systurnar Ellen og Ingrid, umboðs- manninn Espen Agdestein og aðstoð- armennina Jon Ludwig Hammer og Laurent Fressinet. Ýmsir fleiri verða „á kantinum“, Kasparov hefur boðað komu sína og Anand hefur ekki vand- að honum kveðjurnar en það mun eiga rætur að rekja til ummæla sem Garrí lét falla um taflmennsku hans meðan á HM-einvíginu við Gelfand stóð. Það er skoðun undirritaðs að nokk- ur mikilvæg atriði gefi heimsmeist- aranum Anand von þó hann sé 95 stig- um lægri á stigalista FIDE. Í fyrsta lagi er það heimavöllurinn sem fyrir Magnús Carlsen og þá sem koma til Indlands í fyrsta sinn er framandi menningarsvæði sem tekur tíma að aðlagast. Í öðru lagi reynsla Anands og frábær árangur í heimsmeist- araeinvígjum og snilldar undirbún- ingur. Hafa ber í huga að Magnús er að heyja sitt fyrsta alvöru einvígi á ferlinum. Anand hefur hinsvegar háð HM-einvígi við Kasparov, Shirov, Kramnik, Topalov og Gelfand. Engu að síður spá flestir því að Magnúsi sigri og hann verði þannig fyrsti Norðurlandabúinn til að verða heimsmeistari. Í breskum veðbönkum eru sigurhorfur hans taldar 3:1. Til samanburðar má geta þess að sig- urhorfur Kasparovs gegn Short árið 1993 voru 4:1. Norska pressan stendur á öndinni og flykkist til Indlands. Magnús og Anand munu tefla 12 kappskákir með venjulegum umhugsunartíma og hefj- ast þær kl. 9.30 að íslenskum tíma. Skákirnar eru á dagskrá 9. nóv- ember, 10. nóvember, 12. nóvember, 13. nóvember, 15. nóvember, 16. nóv- ember, 18. nóvember, 19. nóvember, 21. nóvember, 22. nóvember, 24. nóv- ember og 26. nóvember. Verði jafnt eftir 12 skákir tefla þeir fjórar at-skákir. Verði enn jafnt taka við tvær hraðskákir, síðan Armaged- don-skák. Verðlaunaféð deilist í hlut- föllunum 60% – 40%, en 55% – 45% verði jafnt eftir 12 skákir hafa verið tefldar. Heimasíða einvígisins er: http://chennai2013.fide.com. Hægt verður að fylgjast með ein- víginu á fjölmörgum vefsíðum. Helgi Ólafsson helol@simnet.is SKÁK Magnúsi Carlsen spáð sigri í HM-einvíginu við Anand Viswanathan Anand og Magnus Carlsen við taflborðið í Bilbao 2010. AFP Verðlaun eru veitt fyrir rétta lausn krossgátunnar. Senda skal þátttökuseð- ilinn með nafni og heim- ilisfangi ásamt úrlausninni í umslagi merktu: Kross- gáta Morgunblaðsins, Há- degismóum 2, 110 Reykjavík. Frestur til að skila úrlausn krossgátu 10. nóvember rennur út á hádegi föstudaginn 15. nóvember. Vinningshafi krossgátunnar 3. nóv- ember er Jón Guðmundsson, Öldugranda 7, Reykjavík. Hlýtur hann í verðlaun bókina Vín – frá þrúgu í glas eftir Steingrím Sigurgeirsson. Vaka-Helgafell gefur út. KROSSGÁTUVERÐLAUN Nafn Heimilisfang Póstfang
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.