Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 37
ur að jafnaði. Slík tölfræði hefur gjörbreytt starfi þjálfara á undanförnum árum, og æ meiri áhersla er lögð á að greina leik andstæðinganna til að meta hvernig er best að verjast þeim, sem og hver er heppilegasta liðsuppstilling eigin liðs og hvað þarf að bæta hjá einstökum leikmönnum. Vandamálið er hins vegar að það er óhemju vinna að safna slíkum gögnum. Fram til þess hafa þjálfarar notast við að- stoðarmenn sem rýna í leikinn niður með aðstoð myndbanda og skrá sjálfir hina ýmsu tölfræði. Þetta er tímafrekt og kostn- aðarsamt, og lið hafa haldið sínum upplýs- ingum leyndum eftir fremsta megni. Það mun hins vegar breytast núna. Opin gögn fyrir alla SportsVU tæknin hefur verið í notkun um skeið, bæði í knattspyrnu og körfubolta. Einstök lið hafa nýtt sér þessa tækni til að efla gagnagrunna sína í leit að forskoti á andstæðingana. NBA-deildin er hins vegar fyrsta deildin sem fjárfestir í þessari tækni fyrir öll liðin í deildinni, og mun auk þess opna á stóran hluta þessara gagna fyrir áhorfendur til jafns við sérfræðinga á heimasíðu sinni. Það er nánast ómögulegt að segja til um hvaða áhrif þetta mun hafa til lengri tíma, en það er næsta víst að þetta mun gjörbreyta skiln- ingi okkar á leiknum. Þó aðeins séu nokkrir leikir búnir af tímabilinu eru strax farnar að líta dagsins ljós upp- lýsingar sem við höfðum ekki hugmynd um áður. Við getum metið hver er raunverulega hættulegasti sóknarmaður deild- arinnar (það kemur fæstum á óvart að það er LeBron James) með því að skoða nýtingu með tilliti til skotdreifingar á vellinum. Eins höfum við betri skilning á því hver er bestur í að hirða fráköst, þar sem við getum nú séð hvaða leik- maður tekur hæsta hlutfall af þeim fráköstum sem falla innan eins metra radíuss frá honum, sem er nokkurn veginn sú fjar- lægð sem hægt er að ætlast til að leikmaður geti náð til boltans. Þá getum við líka velt fyrir okk- ur hvers vegna sumir leikmenn eru ítrekað í þeirri stöðu að vera í innan við metra fjarlægð frá mögulegu frákasti, en aðrir ekki. Er það vegna þess hvernig þjálfarinn setur upp leikkerfi, eða er það vegna þess að sumir leikmenn hafa ein- faldlega „nef fyrir fráköstum“ eins og það er stundum kall- að? Þá hafa lið notað þessar upplýsingar til að bera saman hversu vel leikmenn skila hlutverki sínu í vörn og sókn, með því að bera saman hvar þeir staðsetja sig miðað við aðra leikmenn og bolta, og hvar væri æskilegt að þeir staðsettu sig samkvæmt fræðunum; þ.e.a.s. það er hægt að sjá hversu oft leik- maður er „úr stöðu“ eins og það er kallað í boltanum. Möguleikarnir eru nánast óþrjótandi, þar sem hægt er að fá tölulegar upplýsingar um nán- ast hvað sem mönnum kann að detta í hug. Hverjum gagnast þetta? Eins og gefur að skilja mun þetta hafa mest að segja fyrir þjálfara og stjórnendur liða í NBA-deildinni. Nú er hægt að meta getu leikmanna með betri hætti en áður, sem mun breyta því hvernig þeir nálgast einstaklingsbundna þjálfun þeirra og skipulag leiksins. Þetta mun einnig hafa áhrif á það hvernig lið verða sett saman, þar sem hægt er að fá betri mynd af veikleikum og styrk hvers liðs. Þá er mjög líklegt að þetta muni hafa talsverð áhrif á virði einstakra leikmanna, þar sem hægt er að leggja betra mat á hæfileika þeirra, og hvernig þeir gagnast liðinu. Þetta mun einnig gefa áhorfendum gleggri sýn á leikinn og aukinn skilning á því hvað er að gerast á vellinum. Nú þurfa þeir ekki lengur að skammast yfir þjálfaranum sem þeim finnst gera tóma vitleysu. Það er einfald- lega hægt að bera kenningar „sófaþjálfaranna“ saman við empírísk gögn. Þá má nefna að aðdá- endur hafa öðrum fremur verið ábyrgir fyrir því að notkun flóknari tölfræði hefur rutt sér til rúms í NBA-deildinni. Mikill fjöldi áhugamanna um körfubolta heldur úti bloggsíðum, og þessir bloggarar hafa verið leiðandi í því að þróa flókna tölfræði sem hefur vakið athygli þjálfara. Þriðji hópurinn sem mun hafa mikil not fyrir þetta, og hefur enn ekki verið nefndur, er svo veð- bankar, t.d. í Las Vegas. Það er talvert veðjað á úrslit körfuboltaleikja í Bandaríkjunum og það er næsta víst að atvinnufjárhættuspilarar munu verða fljótir að til- einka sér þessa nýju tækni til að spá um úrslit leikja. Enda veltur framfærsla þeirra á því, ekki síður en þjálfaranna. Airplane appið er símaleikur þar sem flugvélum er flogið og byrja menn smátt, á litlum Cessna vélum með tvo farþega en fljótlega færist fjör í leikinn og fyrr en varir ertu far- inn að fljúga með Bandaríkjaforseta út um allan heim. Það er ekki mikið um að vera í þessum leik, enda ger- ist svo sem lítið í flugleikjum annað en að taka á loft og lenda. AIRPLANE Fljúgðu AIR FORCE ONE Archery tournament er símaleikur sem gengur út á að miða með boga og reyna að hitta í miðjuna. Fær leikmaðurinn þá aukaör eða aukalíf til að skjóta fleiri örvum. Leikurinn er ekki flókinn, það er bara miðað með skjánum og látið vaða. Vind- urinn eykst svo þegar lengra er komið í leikinn og erfiðleikastigið eykst sömuleiðis. ARCHERY TOURNAMENT Beint í mark Í kuldanum sem nú er yfir landinu er fínt að minnast sumarsins með því að ná í þennan fína símaleik. Leikurinn er eins einfaldur og hægt er, markmiðið er einfalt – að kom- ast fyrstur í mark. Ná þannig að af- læsa næsta borði en þau eru fjöl- mörg og eins mismunandi og þau eru mörg. Fínn leikur til að stytta sér stundirnar hvar sem er. Upp með sól- gleraugun CHAMPIONSHIP JET SKI Opnunartímar: Smáralind Virka daga 11-19 | Fimmtudaga 11 - 21 | Laugardaga 11 - 18 Sunnudaga 13 - 18 | Sími 512 1330 Allir Air-u aðfásér iPadAir Kraftmikill og léttur Verð frá: 89.990.- 7.5mm á þykkt, 469 grömm MacBookAir Alvöru afl, allandaginn Verð frá: 189.990.- 0.3-1.7cm á þykkt, 1.08 kg 10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.