Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 23
10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 23 Margir standa í þeirri trú að eina leiðin til að grennast sé aðhlaupa á hlaupabretti á sama hraða í 40-60 mínútur. Ég ætlamér ekkert að gera lítið úr slíkum æfingum og með því að stunda 40-60 mínútna langar brennsluæfingar þrisvar til fjórum sinnum í viku er líklegt að þú náir fljótlega árangri. Hins vegar verða slíkar æf- ingar oftast leiðinlegar og einhæfar til lengdar fyrir flest fólk og þá er hætt við því að fólk hætti að mæta í líkams- ræktina. Aðlögunarhæfni líkamans er ótrúleg og ef þú gerir ávallt sömu æfinguna þá hættirðu að koma líkamanum á óvart. Líkaminn venst æf- ingunni og tekur henni sem hverri annarri dag- legri hreyfingu Með öðrum orðum þá verðurðu sérfræðingur í að framkvæma þessa einu æf- ingu en ávinningurinn af æfingunni minnkar. Af þessum sökum er mikilvægt að breyta til við og við til að koma líkamanum á óvart. Slík til- breyting er einnig góð fyrir andlegu hliðina. Við þjálfun barna og ungmenna er talað um að fjölbreytni íþróttaæfinga sé eitt af lykilatriðum til að viðhalda áhuga þeirra og ég held að full- orðið fólk sé í flestum tilvikum eins. Flest venjulegt fólk missir fljótt áhugann ef ekki er gætt að fjölbreytni og því er gott að notast við aðrar aðferðir í bland. Brennsluæfingar geta verið af ýmsum toga og síendurtekin einhæf þolþjálfun er ekki eina leiðin sem stendur til boða og jafnvel ekki sú besta. Til að brjóta upp einhæfar brennsluæfingar getur verið gott að tileinka sér einföld æfingakerfi á borð við t.d. Tabata og HIIT við og við. Slík æfingakerfi einkennast af miklum ákafa í stuttan tíma. Með þessum hætti nær líkaminn aldrei að venjast aðstæðum og verður því brennslan í hámarki á æfingunni og jafnvel í marga tíma á eftir. Margir eldri iðkendur kvíða því að taka slíkar æfingar en slíkur ótti er ekki á rökum reistur. Lykilatriðið er einfaldlega að miða álagið við eigin getu. Morgunblaðið/Styrmir Kári FJÖLBREYTTAR ÆFINGAR Heilbrigt líf JÓN HEIÐAR GUNNARSSON K örfuknattleiksmaðurinn Hlynur Bæringsson er fyrirliði íslenska landsliðsins og leikmaður sænska úrvalsdeildarliðsins Sundsvall Dragons. Hann var stigahæstur í sigri liðsins á Uppsala Basket í vikunni og er tilbúinn til að veita okkur góð ráð. Hversu oft æfir þú á viku? Sirka 10 sinnum, fer þó eftir hvar ég er staddur á tímabilinu, æfi meira á sumrin og haustin en á vorin t.d. Hvernig æfir þú? Það er í raun þrískipt, liðsæfingar á hverjum degi seinni part dags, svo er annaðhvort lyftingar eða skot- æfing á morgnana. Henta slíkar æfingar fyrir alla? Ætli það, þær henta mér því þetta er það sem mér þykir gaman. Hið augljósa er að það hentar öllum að æfa það sem þeim þykir skemmtilegt. Hvernig er best fyrir nýliða að koma sér af stað? Fyrir þá sem stunda ekki líkamsrækt er nauðsynlegt að finna það sem gefur ánægju og er skemmtilegt. Erfitt að ná langtímaárangri bara með harkinu einu. Hver er lykillinn að góðum árangri? Lykillinn er heilbrigð skynsemi, borða holl- an mat að mestu leyti og hreyfa sig reglulega. Bara þetta tvennt hjálpar í átt að líkamlegri og andlegri vellíðan og þarf ekki 200 bls. bók til. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill hreyfa sig meira? Aftur, að finna það sem því þykir skemmtilegt, það er endalaust af val- möguleikum, margt annað til en hlaupa- bretti og lóð sem er góð hreyfing. Líður þér illa ef þú færð ekki reglu- lega útrás fyrir hreyfiþörfina? Já, fljótlega eftir nauðsynlega hvíld finn ég þörf til að hreyfa mig og fá út- rás. Hvernig væri líf án æfinga? Mitt líf yrði a.m.k. ekki eins ánægjulegt. Held að flestum líði bet- ur ef þeir hreyfa sig eitthvað. Hvað er það lengsta sem hefur liðið á milli æfinga hjá þér? Veit það hreinlega ekki, yfirleitt tek ég tveggja vikna pásu eftir tímabilið til að hvíla skrokkinn. Hvað borðarðu til að halda þér í formi? Ég reyni að nota heilbrigða skynsemi í mataræði, það dugar ansi langt. Einu fæðubótarefnin sem ég nota eru vörurnar frá Hafkalki, kalk, magnesíum og omega 3 ásamt gamla góða lýsinu. Hvaða óhollustu ertu veikur fyrir? Súkkulaði enda er það með því betra sem hefur verið sett á þessa jörð. Hvað ráðleggurðu fólki sem vill bæta mataræðið? Ég ráðlegg því að borða sem mest af því sem náttúran gaf okkur og minna af öllu öðru. Hvaða gildi hefur hreyfing og líkamsrækt fyrir þig? Mér líður betur með sjálfan mig ef ég hreyfi mig. Hver eru erfiðustu meiðsli sem þú hefur orðið fyrir? Bakmeiðsli sem ég glími enn við, ákaf- lega hvimleið við að eiga. Hversu lengi varstu að ná þér aftur á strik? Ég þurfti að hvíla í nokkrar vikur en get þó spilað með þessu í dag. Þetta mun víst fylgja mér í töluverðan tíma. Hvað eru algeng mistök hjá fólki við æfingar? Tæknileg mis- tök er auðvelt að laga, ég er ekki sér- fræðingur í þeim, helstu mistökin eru að fara af stað til að þókn- ast öðrum en sjálfum sér. Aðalatriðið er að ná þeim markmiðum sem auka þína vellíðan. Hver er erfiðasti mótherjinn á ferlinum? Nikola Pekovic Svartfellingur. Ákaf- lega hraustur maður. Hver er besti samherjinn? Margir, t.d. Jakob Sigurðarson sem ég spila með í Svíþjóð og allir þeir vinir mínir sem ég spilaði með í Stykkishólmi, ég átti með þeim frábær ár. Hver er fyrirmynd þín? Enginn sérstakur íþróttamaður í dag. Ég lít upp til margra í kringum mig og reyni að tileinka mér það góða í fari þeirra, það þarf oft ekki að horfa mjög langt til að finna góða fyrirmynd. Hver er besti íþróttamaður allra tíma? Charles Barkley. Skilaboð að lokum? Ekki einblína um of á lokatakmarkið, leiðin að því er oft löng og því um að gera að njóta hennar líka. ÍÞRÓTTAKEMPA DAGSINS Lykillinn er heilbrigð skynsemi Morgunblaðið/Golli Hlynur Bæringsson Framsetning matar skiptir miklu máli og þá sérstaklega fyrir yngstu kynslóðina. Ein frábær leið til að fá börn til að gæða sér á kokteil- tómötum er að skera þá í tvennt og leggja síðan hliðar tveggja tóm- ata saman. Með þeim hætti er hægt að mynda girnileg hjörtu. Hjörtu úr tómötum* „Það er ekkert göfugt við að verafremri öðru fólki. Það sem er sann-arlega göfugt er að vera æðri en maður var sjálfur í gær.“ Tim Twietmeyer
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.