Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 57
10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 57 Ævisögur virðast ætla að eiga kröftuga innkomu á bókamark- aðinn eftir að hafa verið í nokkurri lægð síðustu ár. Ein þessara ævisagna er saga söng- konunnar ástsælu Helenu Eyj- ólfsdóttur en hún söng meðal annars með hljómsveitum Ingi- mars og Finns Eydals. Það er Óskar Þór Halldórsson sem skráir. Helena segir meðal annars frá uppvextinum í Reykjavík, sárum föðurmissi, fólskulegri árás sem hún varð fyrir á Ak- ureyri og erfiðum veikindum eiginmanns síns, en þá hjúkraði hún honum. Söngurinn kemur svo vitanlega mjög við sögu, eins og vera ber. Bók um lífið í gleði og sorg. Líf í gleði og sorg Bókatíðindin sívinsælu koma úr prentun um miðjan nóv- ember en nú er hægt að skoða þau á netinu á netslóðinni http://bokautgafa.is/index.php/ flash-utgafa. Bókatíðindin eru 208 blaðsíð- ur að þessu sinni. Þau eru prentuð í 125 þúsund eintökum og borin út á heimili allra lands- manna sem leyfa fjölpóst í sínar lúgur. Árlega berast Félagi bókaút- gefenda nokkrar kvartanir frá fólki sem ekki hefur fengið Bókatíðindin send til sín en oft- ast má rekja það til þess að póstkassar viðkomandi eru merktir með beiðni um engan fjölpóst. Kannski væri ráð fyrir þennan hóp að setja nú sérstakan miða á póstkassa sína með tilkynningunni: Bókatíðindin já takk! Svona til að tryggja að þeir fái alveg örugglega þessa góðu sendingu. Bókatíðindin munu berast inn á heimili landsmanna um miðjan mánuð. BÓKATÍÐINDIN KOMIN Á VEFINNLeit stendur yfir að fegursta orði íslenskrar tungu og landsmönnum gefst nú kostur á að kjósa á milli 30 fallegra orða á sérstakri netsíðu. Rithöfundurinn Jón Kalman á ekki í nokkrum vandræðum með að nefna það orð sem honum þykir fegurst megi marka nýjustu skáldsögu hans, Fiskarnir hafa enga fætur. Þar stendur á einum stað: „Faðmlag hlýtur að vera fallegasta orð tungumálsins.“ Og síðan kemur mikill óður til þessa fagra orðs og ekki annað hægt en að kinka kolli þegar þetta góða skáld segir: „Við þurfum öll, einhverntíma í lífinu, á faðmlagi að halda, stundum sárlega, faðmlagi sem getur verið huggun, leysandi grátur, eða skjól þegar eitthvað hefur slitnað í sund- ur.“ Nú er rétt að hafa í huga að Fiskarnir hafa enga fætur er skáldsaga og ekki er fullvíst að það sé ein- læg skoðun Kalmans að faðmlag sé fegursta orð ís- lenskrar tungu, en hér er kosið að trúa því að svo sé. Þess má geta að faðmlag er ekki eitt þeirra orða sem hægt er að kjósa um á netsíðunni fegursta- ordid.hi.is FEGURSTA ORÐ KALMANS Jón Kalman Stefánsson segir í nýrri bók að faðmlag hljóti að vera falleg- asta orð tungumálsins. Morgunblað/Einar Falur Nýjasta bók Arnaldar Ind- riðasonar er Skuggasund og eins og kunnugt er varð hún verðlaunabók áður en hún kom út. Þetta er þétt bók, afar vel skrifuð, spennandi og með eftirminnilegum persónum. Höfundi tekst svo einstaklega vel að lýsa gömlum tíma. Aðdá- endur Arnaldar munu sannar- lega ekki verða fyrir von- brigðum með þessa bók en þar rannsakar lögreglumaður á eft- irlaunum gamalt morðmál. Arnaldur bregst ekki aðdáendum Nýr Arnaldur, ævisaga og minningar NÝJAR BÆKUR ÞEGAR NÝ BÓK EFTIR ARNALD INDRIÐASON ER KOMIN ÚT ÞÁ GETUM VIÐ VERIÐ VISS UM AÐ BÓKAJÓLIN HAFA HALDIÐ INNREIÐ SÍNA. NÁIÐ YKKUR Í GÓÐAN ARNALD! ÆVISÖGUR OG END- URMINNINGABÆKUR VIRÐAST SVO VERA AÐ SÆKJA VERULEGA Í SIG VEÐRIÐ EFTIR NOKKUR MÖGUR ÁR. Til Eyja er bók þar sem Edda Andr- ésdóttir segir sögu tvennra tíma. Hún segir frá dvöl sinni í Vest- mannaeyjum þegar hún var barn og lýsir fólki og lífi þess. Hún segir einnig frá því þegar hún sem blaða- maður fylgdist með eldgosinu í Eyj- um og var á vettvangi. Edda skrifar lipran og góðan stíl og fyrir vikið er bókin mjög læsileg og skemmtileg fyrir þá sem unna Eyjum. Minningar úr Eyjum Í jólabókaflóði er rík ástæða til að muna eftir börnunum og færa þeim bækur. Sjóræningjarnir í næsta húsi eftir Johnny Duddle er skemmtileg barnabók með litríkum myndum og ætti að gleðja börnin. Hvaða barn vill ekki lesa um sjóræningja? Það skemmir svo ekki fyrir að veglegt sjóræn- ingjaplakat fylgir. Bragi Baggalútur þýðir söguna á sinn fjörlega hátt, en hún er í bundnu máli. Sjóræningjar flytja í næsta hús * En hvað ég hef átt dásamlega ævi! Égvildi bara óska þess að ég hefði áttaðmig á því fyrr. Colette BÓKSALA 21. OKT.-3. NÓV. Allar bækur Listinn er tekinn saman af Félagi íslenskra bókaútgefenda 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 LKL2 : lágkolvetnalífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 3 VettlingaprjónGuðrún S. Magnúsdóttir 4 Vísindabók VillaVilhelm Anton Jónsson 5 Lág kolvetna lífsstíllinnGunnar Már Sigfússon 6 Nýir heilsuréttir fjölskyldunnarBerglind Sigmarsdóttir 7 Lág kolvetna ljúfmeti : 100 léttir réttirUlrika Davidsson 8 AfmælisveislubókinKristín Eik Gústafsdóttir ritst. 9 Vettlingar frá VorsabæValgerður Jónsdóttir 10 Heilsubók Jóhönnu : matur,lífsstíll, sjúkdómar JóhannaVilhjálmsdóttir Kiljur 1 SkuggasundArnaldur Indriðason 2 DísusagaVigdís Grímsdóttir 3 AndköfRagnar Jónasson 4 Árleysi aldaBjarki Karlsson 5 GrimmdStefán Máni 6 MegasMagnús Þór Jónsson 7 MánasteinnSjón 8 HúsiðStefán Máni 9 FurðustrandirArnaldur Indriðason 10 RofRagnar Jónasson MÁLSHÁTTUR VIKUNNAR Oft mælir sá fagurt er flátt hyggur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.