Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 34
*Græjur og tækniNBA deildin hefur innleitt nýtt kerfi sem kann að bylta hvernig við fylgjumst með íþróttum »36
N
eytendastofa Bandaríkjanna birti sölutölur um tæki og tól á haustmánuðum. Þar
kemur svo sem ekki margt á óvart. IPhone og aðrir snjallsímar sem og spjald-
tölvur tróna efst á listanum og selst nýtæknin sem aldrei fyrr. En eftir að hafa
rýnt í listann kemur í ljós að Bandaríkjamenn nota enn fjölmörg raftæki sem
finnast ekki lengur á flestum heimilum. NBC-fréttastofan rýndi í listann og fann nokkuð
áhugaverðar sölutölur.
Enn er keypt mikið af segulbandsspólum, faxtæki seljast sem aldrei fyrr og vínyl-
platan er auðvitað komin aftur í tísku eins og menn vita. Plötuspilarar eru aftur
orðnir kúl og það þykir miklu meira töff að skipta um plötu en að fletta í símum
eða tónlistarspilurum sem eru fastir í dokkum. Það er saga í hverjum tóni í plöt-
unum en í stafræna forminu er búið að taka allt snark og allar rispur burt.
Símaklefi og vínyl
Fyrir suma er enn hluti af lífinu að vera ekki með GSM-síma heldur stoppa
við símaklefa og hringja úr þeim. Bíða eftir són, setja smámynt í raufina og
heyra í fjölskyldu eða vinum hinum megin línunnar. Símaklefinn er eins og vín-
yllinn. Það heyrist kannski ekki hvert einasta orð en sambandið er samt betra. Í tölum neyt-
endastofu Bandaríkjanna segir að aðeins 13-15% af neytendum séu nýjungagjarnir en 60%
bíða frekar og sjá hvort tæknin sé komin til að vera.
14 símaklefar og 39 tíkallasímar standa hér á landi en eru lítið notaðir. Þegar árið 2013 er
liðið verður búið að fjarlægja alla klefana. 2004 voru þeir 485, hvorki fleiri né færri. Nú rífa
Íslendingurinn og túristinn bara upp snjallsímann og ganga framhjá klefanum.
4% Bandaríkjamanna nota enn 56,6
kb/s módem til að komast leiðar sinnar á
rnetinu.
Bandaríkjamenn keyptu sjö
milljónir símboða árið 2012.
20 þúsund
glænýir matrix
prentarar seldust árið
2012, en þeir voru valdir
bestu prentararnir árið
1983.
13 milljón glænýjar og galtómar VHS kas-
ettur seldust í fyrra í Bandaríkjunum.
35 milljón
filmna voru
seldar á
árinu 2012.
Faxsala hrundi á árinu 2012 en
þó seldust 700 þúsund faxtæki.
Salan fór niður um 14%.
Vínylplatan er orðin vinsæl á ný og nú
koma flestar plötur einnig út á vínyl.
Bandaríkjamenn keyptu 4,6 milljónir platna
á síðasta ári og fór salan upp um 17,7%.
Símaklefinn er enn klassísk leið til að hringja. Bandaríkin eru með 305 þúsund almenn-
ingssíma sem virka. Síminn vinnur nú að því að taka niður þá 14 símaklefa og 39 tíkalla-
síma sem enn standa uppi hér á landi.
Morgunblaðið/Ómar
GÖMUL OG GÓÐ TÆKI
TÆKNIN HEFUR ÞRÓAST GÍFURLEGA Á UNDANFÖRNUM ÁRUM OG
HRAÐINN Í ÞEIRRI ÞRÓUN ER EINSTAKUR. ÞÓ ERU SUMIR SEM KJÓSA AÐ
SENDA FAX, HORFA Á TÚBUNA OG HLUSTA Á VÍNYL ÞVÍ NÝTT ER EKKI
ALLTAF BETRA.
Benedikt Bóas benedikt@mbl.is
26,5 milljónir landlínusíma seld-
ust í fyrra. 5 milljónir voru með
snúru, 21,5 m þráðlausir.
Gamalt selst enn
í bílförmum