Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 Í myndum D auðinn er hluti af lífinu, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Samt er hann meira tabú í dag en áður tíðkaðist. Mörgum þykir óþægilegt að ræða um dauðann, hvað þá hafa hann fyrir augunum. 1.995 manns létust á Íslandi á árinu 2012 og líklegt verður að teljast að eitthvert af þeim dauðsföllum hafi snert okkur, með ein- um eða öðrum hætti. Hvort sem hinn látni var ættingi, vinur, kunningi eða bara ein- hver sem við þekktum af afspurn. „Dauðinn er meira feimnismál í dag en hann var hér áður,“ segir Hermann Jón- asson hjá Útfararstofu Svafars og Her- manns, sem annaðist útför Elísabetar Sig- urðardóttur, sem hér er til umfjöllunar í myndum Árna Sæberg, ljósmyndara Morg- unblaðsins. „Dauðinn var nær fólki þá en í dag og almennt stærri hluti af lífinu og til- verunni. Það helgast af því að fólk náði ekki eins háum aldri og það gerir nú, auk þess að ekki var óalgengt að ungt fólk og börn töpuðu baráttu sinni við skæðar farsóttir. Það var gangur lífsins.“ Hvergi minnst á dauðann Tímarnir breytast og mennirnir með. Séra Valgeir Ástráðsson, sóknarprestur í Selja- kirkju, sem jarðsöng Elísabetu heitna, segir mikið hafa verið rætt um dauðann fyrir hundrað árum en þá mátti á hinn bóginn ekki minnast einu orði á kynferðismál. „Nú hefur þetta alveg snúist við. Í dag eru kyn- ferðismál á allra vörum, fá meira að segja ítarlega umfjöllun í skólum, en hvergi er minnst á dauðann,“ segir séra Valgeir. Hann er sammála Hermanni um að dauð- inn sé fjarlægari í dag en hann hafi verið fram eftir síðustu öld. „Þá dóu afi og amma heima. Núna eru þau flutt út í bæ og deyja þar. Hafa þess vegna verið á hjúkrunar- stofnun árum saman. Fátítt er núorðið að fólk deyi í heimahúsum. Það hefur heilmikið að segja.“ Séra Valgeir og Hermann rifja báðir upp að framan af síðustu öld hafi húskveðjur verið algengar. Fólk lá þá gjarnan á líkbör- um í heimahúsum og reistir voru stillansar til að koma líkkistum inn í húsin. Jafnvel þurfti að fjarlægja rúður úr húsum til að koma kistunum inn. Séra Valgeir vígðist til prests árið 1973 austur í Flóa og þá eimdi ennþá eftir af þessum sið, einkum til sveita. „Ég veit ekki til þess að það hafi verið rannsakað en ætli húskveðjur hafi ekki horf- ið að mestu á áttunda áratugnum í sveitum en nokkru fyrr í bæjum,“ segir hann. Séra Valgeir gerir því líka skóna að fólk óttist umræðuna um dauðann vegna þess að það eigi ekki eins skýr svör og áður – í trúnni. „Það sem að mér snýr er trúræni þátturinn. Fólk talar um trúna við kirkju- legar athafnir, ekki síst jarðarfarir, og jafn- vel hörðustu afneitarar blikna frammi fyrir dauðanum og eru tilbúnir að biðja bænirnar sínar. Trúin mætti á hinn bóginn vera meiri partur af hversdeginum.“ Börn taki þátt í ferlinu Að áliti séra Valgeirs ætti umfjöllun um dauðann alls ekki að vera viðkvæmt mál. „Börnum er oft hlíft við að vera við kistu- lagningar á þeim forsendum að þau skilji ekki hvað um er að vera. Spurningin er hins vegar þessi: Skiljum við sem erum fullorðin það eitthvað betur? Stefna flestra presta er að leyfa börnum að taka sem mestan þátt í útfararferlinu enda er dauðinn partur af líf- inu sem engin ástæða er til að fela.“ Alþekkt er að kirkjulegar athafnir, svo sem skírnir, fermingar og brúðkaup, séu ljósmyndaðar í bak og fyrir en minna fer jafnan fyrir slíku í jarðarförum enda víkur þá gleðin fyrir sorginni. Þegar sú hugmynd kom upp að Árni Sæberg myndaði ekki bara útför Elísabetar Sigurðardóttur fyrr á þessu ári heldur líka allan aðdraganda hennar þurftu Hermann og Svafar að hugsa sig um tvisvar. „Okkur fannst þetta til að byrja með svolítið skrýtið,“ viðurkennir Hermann. „Það er reyndar ekkert einsdæmi að myndir séu teknar í kistulagningunni og jarðarför- inni sjálfri en ég hef ekki áður haft ljós- myndara yfir mér í líkhúsinu meðan á snyrtingu hins látna hefur staðið. Þar erum við vanir að vera í ró og næði. Ég hafði svo- litlar áhyggjur af þessu. Yfirleitt tekur fólk myndir fyrir sig persónulega en þessar myndir voru hugsaðar til birtingar í dag- blaði. Það er tvennt ólíkt.“ Myndavélin truflaði engan Áhyggjurnar voru ástæðulausar. „Við fund- um strax að Árni nálgaðist verkefnið af mik- illi virðingu. Hann lét sáralítið fyrir sér fara og truflaði engan. Þetta var líka gert í fullu samráði við fjölskyldu Elísabetar heitinnar sem er auðvitað lykilatriði. Útkoman er eftir því, minningu hinnar látnu er sýnd mikil virðing í þessum myndum,“ segir Hermann. Séra Valgeir tekur í sama streng: „Ljós- myndarar eru misjafnir. Sumir vaða yfir allt og alla meðan maður tekur varla eftir öðr- um. Það eru venjulega þeir síðarnefndu sem taka bestu myndirnar. Þannig var það í þessu tilfelli. Maðurinn var afskaplega penn og góður og engin truflun hlaust af veru hans á staðnum. Sannkallaður fagmaður. Þú mátt alveg bera það í hann,“ segir hann og hlær við. Þegar einstaklingur fellur frá er fyrsta skrefið að hafa samband við útfararstofu til að annast útförina. Aðstandendur gera það ýmist sjálfir eða fá prest til að sjá um það fyrir sig. Hermann segir allan gang á þessu. Sé fyrst leitað til útfararstofunnar hefur hún samband við prestinn sé þess óskað. „Okkar mottó hér hjá Útfararstofu Svafars og Her- manns er einfalt: Hver útför er einstök. Fyrir vikið gerum við það sem fólk biður okkur um. Það er fólkið sem ræður ferðinni, við erum til þjónustu og leiðbeinum því eftir þörfum. Markmiðið með okkar starfi er að létta álaginu af syrgjandi fólki.“ Ekki skylda að vera með prest Ekki er skylt að láta prest annast útför og velur fólk, að sögn Hermanns, í auknum mæli að leita annað. Svo sem til Siðmenntar eða annarra trúfélaga. Jafnvel eru dæmi um að vinir hinna látnu stýri útförinni. Helst sú þróun væntanlega í hendur við úrsagnir úr þjóðkirkjunni hin síðari misseri. Hermann segir þó brögð að því að þegar á reyni leiti sumir til þjóðkirkjunnar, þrátt fyrir að leiðir hennar og hins látna hafi á einhverjum tímapunkti skilið. Látist fólk á sjúkrastofnun eða hjúkr- unarheimili hafa húsbændur þar oftast sam- band við útfararstofuna fyrir hönd aðstand- enda, þegar þeir eru búnir að velja hana. Deyi fólk í heimahúsi eru lögregla og læknir kölluð til. Það er í verkahring útfararstof- unnar að flytja hinn látna í líkhús. Síðan tekur við ferli með aðstandendum. Hvað hugsa þeir sér í sambandi við kistu- lagninguna og útförina? Sumir hafa mjög sterka skoðun á þessu, aðrir ekki. Meðal þess sem þarf að ákveða er tónlistarflutn- ingur í athöfninni og sér útfararstofan um að útvega listamennina að höfðu samráði við aðstandendur, nema þeir vilji gera það sjálf- ir. Stundum styðjast aðstandendur við óskir hins látna. Hann hafi viljað fá þennan eða hinn prestinn og þennan eða hinn söngv- Frá dauða til grafar ELÍSABET SIGURÐARDÓTTIR ÚR VESTMANNAEYJUM LÉST 25. FEBRÚAR SÍÐASTLIÐINN 88 ÁRA AÐ ALDRI OG VAR ÚTFÖR HENNAR GERÐ FRÁ SELJA- KIRKJU 4. MARS. ÁRNI SÆBERG, LJÓSMYNDARI MORGUNBLAÐSINS, FÉKK LEYFI AÐSTANDENDA ELÍSABETAR TIL AÐ MYNDA ÚTFÖRINA OG AÐDRAG- ANDA HENNAR. ÞAÐ ER AÐ SEGJA FERLIÐ FRÁ DAUÐA TIL GRAFAR. Myndir: Árni Sæberg saeberg@mbl.is Texti: Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Kistulagning er hinsta kveðja nánustu aðstandenda hins látna. Afar erfið og persónuleg stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.