Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 Á hverju ári er íslenskum rithöfundi boðið að koma til starfa í Stykkishólmi og dvelja við störf í íbúð Vatnasafnsins, sem hýsir verk Roni Horn. Á meðan þiggur höfundurinn laun í boði bresku stofnunarinnar Art Angel. Um þessar myndir er Kristín Ómarsdóttir rithöfundur í Vatnasafni og hún býður til upplestrar valinkunnra skáldkvenna í safninu á laugardagskvöld klukkan 20. Þá munu þær Vigdís Grímsdóttir, Kristín Steinsdóttir, Olga Guðrún Árnadóttir, Kristín Ómarsdóttir og Ingibjörg Haraldsdóttir lesa úr nýútkomnum og eldri verkum í þessu einstaka umhverfi Vatnasafnsins, þar sem sér yfir höfnina og gamla bæinn. Aðgangur að upplestrinum er ókeypis. UPPLESTUR Í VATNASAFNI SKÁLDKONUR Kristín Ómarsdóttir rithöfundur starfar í Vatnasafni og býður til upplestrar. Morgunblaðið/Ómar Meðlimir Nordic Affect flytja verk eftir Bach, Dornel, Vivaldi, Quantz, Blavet og Leclair. Kammerhópurinn Nordic Affect heldur á sunnudag klukkan 16 tónleika í Þjóðmenn- ingarhúsinu, þar sem fram koma Halla Stein- unn Stefánsdóttir fiðluleikari, Georgia Browne þverflautuleikari, Sigurður Hall- dórsson sellóleikari og Guðrún Ósk- arsdóttir semballeikari. Fræðslu og tónlist er fléttað saman innan vetrartónleikaraðar hópsins og mun verða sagt frá milli verka. Yfirskrift tónleikanna að þessu sinni er „Sá besti“ en haldið verður til 18. aldar; tíma þar sem frönsk tónskáld féllu fyrir konsertum og sónötum Ítalanna, Þjóð- verjar drukku í sig hinar mögnuðu svítur Frakklands og enn aðrir heilluðust af hinni svokölluðu barbarísku fegurð austur- evrópskrar þjóðlagatónlistar. TÓNLEIKAR NORDIC AFFECT TIL 18. ALDAR Mótettukór Hallgríms- kirkju flytur hið kunna verk Vesper, eða Nátt- söngva, eftir rússneska tónskáldið Sergei Rachm- aninoff í Hallgrímskirkju á sunnudag klukkan 17. Með kórnum koma fram bassasöngvarinn Vladimir Miller, Þorbjörn Rún- arsson tenór og Auður Guðjónsson altsöngkona. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Vesper er eitt kunnasta kórverk rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar, samið fyrir fjögurra til ellefu radda kór án undirleiks. Það er í fimmtán köflum við texta sem tilheyra hinum fornu tíðagjörðum aftansöng og náttsöng. Mótettukórinn syngur verkið á frummálinu sem er kirkjuslavneska. Verkið gerir kröfur um dýpri bassaraddir en almennt þekkjast á Vesturlöndum. Til að leysa það hlutverk kemur rússneski bassa- söngvarinn Vladimir Miller til landsins en hann söng þetta sama verk með Mót- ettukórnum fyrir fimm árum. VESPER MEÐ MÓTETTUKÓRNUM DJÚPIR BASSAR Sergei Rachmaninoff Dómkórinn frumflytur Magnificat eftirHildigunni Rúnarsdóttur á tónleikumsínum í Dómkirkjunni í dag, laug- ardag, kl. 17. Einnig verða flutt íslensk lög eftir m.a. Önnu S. Þorvalds- dóttur og Báru Grímsdóttur. Kórstjóri á tónleikunum er Kári Þormar dómorganisti. Tónleikarnir eru loka- viðburður á Tónlistardögum Dómkirkjunnar þetta árið, en Dómkórinn hefur um ríf- lega 30 ára skeið staðið fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria, Guði einum dýrð. Af því tilefni hafa á hverju ári verið frumflutt ný tónverk sem samin eru sérstaklega fyrir kórinn eða org- anistann. „Með þessu móti hefur drjúgur skerfur bæst við íslenska kirkjutónlist fyrir tilverknað kórsins,“ segir m.a. í tilkynningu. Hildigunnur er úr þekktri tónlistar- fjölskyldu í Garðabænum og hóf ung að læra á fiðlu og syngja í Skólakór Garðabæjar. Hún lauk námi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1989 með tónsmíðar sem aðalgrein. Því námi hélt hún áfram hjá prófessor Günter Friedrichs í Hamborg og Svend Hvidtfelt Nielsen í Kaupmannahöfn. Hún hefur samið margskonar tónlist, barnaóperu, dansa fyrir hljómsveit, konserta, að ógleymdum söng- lögum og kórverkum. Meðal þeirra síðast- nefndu má nefna Messu í minningu Guð- brands Þorlákssonar fyrir kór, hljómsveit og einsöngvara. LOKAVIÐBURÐUR Á TÓNLISTARDÖGUM DÓMKIRKJUNNAR Guði einum dýrð Dómkórinn stendur árlega fyrir tónlistardögum kirkjunnar undir heitinu Soli Deo Gloria. Morgunblaðið/Ómar MAGNIFICAT NEFNIST NÝTT VERK EFTIR HILDIGUNNI RÚNARS- DÓTTUR SEM FRUMFLUTT VERÐUR Í DÓMKIRKJUNNI Í DAG. Hildigunnur Rúnarsdóttir Menning É g teiknaði og teiknaði og datt allt í einu inn í þetta myndefni. Það skýrði á vissan hátt fyrir mér hvað það er að vera kona; vissu- lega eru margar teikninganna berorðar á sinn hátt, án þess að það væri eitt- hvað sem ég var að leita að. En þarna kom einhver kraftur sem ég fór að treysta á.“ Kristín Gunnlaugsdóttir myndlistarkona er að tala af þunga og ástríðu um myndheiminn í nýjum verkum sínum, sem hanga allt í kring- um okkur í stærsta sal Listasafns Íslands. Þau stærstu eru mjög stór, rúmlega fjögurra metra há, og myndefnið sem Kristín datt nið- ur á fyrir nokkrum árum og vakti mikla at- hygli eru sköp. Konur og sköp; píkur. Sýningin Sköpunarverk, með nýjum mynd- verkum Kristínar, var opnuð í tveimur sölum Listasafns Íslands á föstudagskvöld. Í öðrum eru flennistór útsaumsverk á grófan striga mest áberandi en í hinum eru málverk á tré, sem unnin eru með tækni og nálgun sem hef- ur vakið umtalsverða athygli á Kristínu gegn- um árin, og aflað henni fjölda aðdáenda. Þetta er nálgun íkonamálarans, þar sem blaðgull er notað, en ekki til að sýna helga menn og gyðj- ur í upphafinni kyrrð og tærleika, heldur enn fleiri útleggingar af sköpum; í formi þrýstinna vara eða rósa, jafnvel grænmetis, og svo eru þarna konur á leið úr innkaupaleiðangri með þunga Bónuspoka – einskonar gangandi píkur. „Ég er orðin svolítið þreytt á því að sumir sem sjá þessi verk sjá bara píkur,“ segir Kristín þegar við göngum um sýninguna. En er það nokkuð sérkennilegt, þegar það er ein- mitt myndefnið? Kristín brosir. „Nei, ég skil það vel, en óska þess að fólk horfi líka dýpra.“ Og verður ekki að segja að hún sé bersögul í þessum verkum, afhjúpandi? „Algjörlega,“ segir hún. Í tilkynningu um sýninguna segir að það óvænta við þessi nýju verk Kristínar sé hið djarfa, erótíska yfirbragð sem sett er fram með miðaldalegum hætti og kirkjulegri tækni, sprottinni af veflist og gylltri undirstöðu, í ætt við trúarlist gotneska stílsins. Teiknikunnátta hennar og fínleg meðferð efnisins er í hróp- legri mótsögn við umbúðalausa, jafnvel hneykslanlega framsetningu verkanna. Hún segist með þessari úrvinnslu sinni á gömlum hefðum vera að gera upp við ákveðna hluti í hefðinni, og losa um bælinguna þar. „Það má nota helgimyndagerð til að búa til helgimynd- ir nútímans.“ – Sumir hljóta að líta á það sem guðlast. „Örugglega,“ svarar hún og ypptir öxlum. „Og ég skil það vel, það er líka fín lína milli þess að vera að niðurlægja eitthvað eða opna á ákveðið frelsi. Ég vil ekki niðurlægja neitt heldur að fólk upplifi frelsi og léttleika.“ „Þetta hafa verið átök“ Kristínu leiðist þegar fólk hefur viðfangsefni verkanna, sköp kvenna, í flimtingum. „Fátt hefur verið jafn misnotað gegnum aldirnar, þó að ekki væri nema bara sem hug- tak, en þetta viðkvæma litla líffæri kvenna. Ef þetta á að vera á brandarastiginu þá komumst við aldrei lengra.“ – Þú nálgast myndefnið á fjölbreytilegan hátt: hér eru píkur sem þrýstnar varir, tennt- ar píkur og konur við sjálfsfróun. „Allt er leyfilegt. Nema misnotkun og nið- urlæging. Mig langar að segja já við svo mörgu. Að fólk losi um bælinguna og skoði með sjálfum sér hvar bælingin liggur. Ég vil að konur upplifi styrk sinn. Og ég er ekki að gera þetta til að ógna karlmönnum; vonandi upplifa þeir enga ógn með þessu,“ segir hún og brosir, bendir síðan á stórt strigaverk sem nánast lokar innganginum í stóra salinn. „Þetta verk sýnir einskonar formóður. Hér vinn ég með styrkinn og tignina í því að eld- ast, og vera með skapabarma lafandi niður á gólf. Það þarf engar lýtalækningar, til að þykjast vera alltaf ung. Ég vildi sýna þennan veruleika þannig að fólk tæki eftir.“ – Það er sláandi munur á efniviðnum í verkunum, annarsvegar hrár striginn og hins- vegar blaðgullið og fínlegheitin. Er ekkert mál að stökkva þar á milli? „Merkilega lítið. Myndmálið sér um sig. Tæknin lýtur hvaða myndmáli sem er.“ – Andinn í eldri verkum þínum er svo ólík- ur þessu. Það hlýtur að hafa komið til af mik- illi þörf að kúvenda svona. „Heimur eldri verkanna var fullkannaður. Ég stend algjörlega með eldri verkum mínum, það gaf mér mikið að vinna þau, en í því felst alltaf ákveðin hætta þegar áherslan er orðin mikið á nostur og yfirlegu, þegar þetta „spontanitet“ hverfur. Ég var farin að sakna þess. Sú tilfinning að vinnan tæki svo mikinn tíma og mikið erfiði var farin að taka frá gleðinni. Svo kom kreppan og landið fór á hausinn. Ég varð fyrir miklum áhrifum af því, fannst það vera tækifæri til að fletta ofan af hlut- unum og að við ættum að standa betri og bjartari eftir þó að það væri erfitt meðan á því stæði. Mér eins og mörgum öðrum fannst þurfa að flysja utan af lauknum og leita að kjarnanum.“ Þá fór Kristín að teikna og teikna og þetta myndefni spratt fram. „Þetta hafa verið átök,“ segir hún og horfir hugsi á verkin. „Maður gerir ekki svona að gamni sínu því þar er margt sem þarf að fórna; maður fórnar afkomunni og sleppir því sem var öruggt. En listamaður verður sífellt að vera vakandi fyrir því að segja satt og þora að taka áhættuna.“ SÝNING Á NÝJUM MYNDVERKUM KRISTÍNAR GUNNLAUGSDÓTTUR Í LISTASAFNI ÍSLANDS Listamaður verður að þora að taka áhættuna „ALLT ER LEYFILEGT. NEMA MISNOTKUN OG NIÐURLÆGING,“ SEGIR KRISTÍN GUNNLAUGSDÓTTIR UM MYND- EFNI VERKANNA Á SÝNINGU SINNI Í LISTASAFNI ÍSLANDS. VERKIN SÝNA ÖLL SKÖP KVENNA. Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.