Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 E rna Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, undirbýr nú fyrstu fatalínu sína fyrir hönnunarhúsið. Starf Ernu felst í því að hanna íslenska línu Geysis, sem unnin er úr ís- lenskum lopa, en einnig að hanna nýja línu sem framleidd verður erlendis og inniheldur bæði fatnað fyrir herra og dömur. Nýja línan ber nafnið Geysir. „Þetta verður svolítið töff- aralegur stíll, mín hugmynd af Geysi er töff- aralegur borgarstíll,“ segir Erna sem starf- aði um tíma sem textílhönnuður hjá tískuhúsinu Saint Laurent í París, áður Yves Saint Laurent. Erna segir það alltaf hafa legið beint við að verða fatahönnuður án þess þó að hafa tekið meðvitaða ákvörðun um það, hún var bara alltaf á leiðinni þangað. Hún hefur alla tíð haft áhuga á tísku og tískustraumum og segir foreldra sína hafa stutt sig áfram á þeirri braut. „Ef ég hefði valið eitthvert ann- að fag er ég viss um að þau hefðu sest niður með mér og reynt að beina mér í listnám,“ segir Erna og hlær. Erna kynntist fatahönn- un af alvöru er hún tók kúrs í tískumark- aðssetningu í Bandaríkjunum, en þar bjó hún í eitt ár þegar hún var sautján ára gömul. Það var þar sem hún áttaði sig á því hvað fatahönnunin getur verið margþætt atvinnu- grein og varð staðráðin í að fara í listahá- skóla. Erna byrjaði markvisst að undirbúa sig og fór meðal annars í fornám í Myndlist- arskóla Reykjavíkur sem hún segir mjög góðan grunn að hönnunar- og listnámi. Námið krefjandi Erna nam B.A. í fatahönnun við listaháskól- ann Gerrit Rietveld í Amsterdam í fjögur ár en þar af var eitt ár svokallað grunnnám með áherslu á myndlist og hugmyndavinnu. Námið í Rietvelt segir Erna að hafi kennt sér að horfa á fatnað frá öðru sjónarhorni, en þar var fatahönnunin kennd sem ákveðið listform. Lokaverkefnið vann hún samhliða ferilmöppu sem hún sendi í einn virtasta listaháskóla heims, Central Saint Martins í London, og fékk inngöngu. Erna er fyrsti Ís- lendingurinn sem útskrifast úr meistaranámi í fatahönnun frá Central Saint Martins en hönnuðir á borð við Alexander McQueen og Stellu McCartney eru meðal þekktra fata- hönnuða sem hafa útskrifast úr skólanum. „Í Rietveld byggðist námið að stórum hluta á hugmyndinni á bak við verkið. Verk- efnin voru unnin á mjög listrænan hátt, hægt og rólega. Í Saint Martins skipti rannsókn- arvinna og ferilmappa (portfólíó) hins vegar miklu máli. Það eru hlutir sem ég hafði ekki lært mikið um í Rietveld þannig í raun var það að aðlaga sig námskerfinu mikil áskor- un,“ segir Erna og bætir við að námið hafi verið hörkuerfitt frá fyrsta degi. Saint Mart- ins leggur mikið upp úr sjálfstæðum vinnu- aðferðum nemandans, þar sem nemandinn fær að þróa verk sín án nokkurrar leiðsagn- ar til að byrja með. Nemandinn kynnir hug- myndir sínar fyrir kennaranum vikulega og þarf að hafa tiltölulega mótað verkefni til að sýna. Erna tileinkaði sér sjálfstæð vinnu- brögð í skólanum. Hún segir að þar hafi hún fundið sjálfa sig sem hönnuð, kynnst sínum sterkustu hliðum og tileinkað sér gagnrýna hugsun. Álagið í Saint Martins var gífurlegt og af fimmtíu nemendum kláruðu einungis 26. Þar af fengu aðeins 20 að taka þátt í útskrift- arsýningu skólans sem haldin er í samfloti við tískuvikuna í London og var Erna í þeim hópi. Ögrandi að vinna með lopa Erna vann með íslenskan lopa í útskrift- arlínu sinni úr Central Saint Martins og fannst spennandi að vinna með efni sem hún þekkti vel. „Ég ákvað að mín áskorun í loka- verkefninu yrði að vinna með lopa, umbreyta honum í hátísku og vinna eitthvað nýtt úr honum,“ segir Erna. Hugmyndin var að búa til saumlausar flíkur sem væru ein heild. Peysurnar voru handprjónaðar á hringprjón en pilsin krosssaumuð í pólýúretan silfurefni með misþykkum lopa sem myndaði hálfgerða þrívídd í textílnum. Eftir því sem þræðirnir voru gisnari skein meira í gegn af silfurlit- uðum grunninum sem kastaði birtunni eftir því hvernig hún lenti á flíkinni. Erna segir að miklar kröfur hafi verið gerðar til nemendanna af deildarstjóra náms- ins, sem var frábrugðið því sem hún hafði nokkru sinni kynnst áður og öll mannleg samskipti ólík því sem hún átti að venjast. Útskriftarýningin gekk vonum framar og hlaut Erna mjög góða dóma fyrir lokaverk- efni sitt. Eftir tískusýninguna var haldin sér- stök sýning fyrir blaðamenn og útsendara tískuhúsa. „Svo kom fyrirtæki frá París. Þetta voru fjórar konur sem töluðu við alla nemendurna en enginn vissi hvaðan þær væru.“ Viku seinna, þegar Erna var búin að kaupa flugmiðann sinn heim til Íslands og var að pakka saman búslóðinni var hringt til hennar þar sem henni var boðið í atvinnu- viðtal í París því Hedi Slimane, yfirhönnuður og listrænn stjórnandi tískuhússins Yves Sa- int Laurent, vildi hitta hana. „Mér var bara sagt að koma í lest og hitta þau í París eftir tvo daga.“ Á þessum tíma höfðu nýlega orðið mannabreytingar hjá Yves Saint Laurent og Hedi Slimane var tekinn við sem yfirhönn- uður og listrænn stjórnandi tískuhússins. Nýjar áherslur höfðu fylgt í kjölfarið og nokkuð umdeilt var þegar yfirhönnuðurinn ákvað að breyta nafni tískuhússins í Saint Laurent. Í viðtalinu var Erna samt alltaf með hug- ann við það hún væri á leiðinni heim til Ís- lands. „Þetta var svolítið óraunverulegt, ég Erfitt að segja nei við Vogue ERNA EINARSDÓTTIR STARFAÐI UM HÁLFS ÁRS SKEIÐ Í INNSTA HRING TÍSKUHÚSSINS SAINT LAURENT Í PARÍS. ERNA SEGIR HUGMYNDIRNAR SEM FÓLK HEFUR UM TÍSKUHEIMINN VERA ÓLÍKAR ÞVÍ SEM Á SÉR STAÐ Í RAUNVERULEIKANUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is „Mér var bara sagt að koma í lest og hitta þau í París eftir tvo daga.“ Viðtal Sæktu um lykil núna á ob.is eða fáðu hann strax á næstu Olís-stöð. Hverjir skora? Farðu á Facebook-síðu ÓB og giskaðu á hverjir skora gegn Króötum, 15. nóvember. PI PA R \ TB W A • SÍ A • 13 31 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.