Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 51
10.11. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 51
arann. Dæmi eru um að fólk hafi meira að
segja verið búið að skipuleggja hvert smáat-
riði í eigin útför. Hermann hvetur fólk, sér-
staklega eldra fólk, til að halda slíkum ósk-
um til haga á vísum stað. Það geti létt
aðstandendum róðurinn. Þegar engar óskir
liggja fyrir geta aðstandendur stundum átt
erfitt með að koma sér saman um lausnir.
Hermann fær meira að segja stundum
símhringingar frá eldra fólki sem vantar
leiðbeiningar. „Ég er nú ekki ennþá dáin/n
en mig vantar upplýsingar í sambandi við
jarðarfarir.“ Það er að sjálfsögðu partur af
þjónustunni sem útfararstofur veita.
Eitt af því sem þarf að ákveða eru klæð-
in. Í hverju á hinn látni að vera, eigin fötum
eða líkklæðum? Hermann segir eigin klæði
algengari. Þegar þetta liggur fyrir tekur við
líksnyrting sem Hermann segir afar vanda-
samt verk. „Kistulagningin er síðasta minn-
ing ástvina um hinn látna og þar af leiðandi
afar mikilvægt að vel takist til,“ segir hann.
Allir Íslendingar eru jarðaðir í líkkistum.
Annað er óheimilt. Kistan fylgir hinum látna
alla leið, breytir þá engu hvort um er að
ræða jarðarför eða bálför. „Sumum þykir
sóun að brenna kistuna en brennsluofninn í
Fossvoginum er þeirrar gerðar að ekki
verður hjá því komist,“ segir Hermann.
Bálfarir hafa færst mjög í vöxt á höfuð-
borgarsvæðinu á síðustu árum. Af 995
manns sem létust í Reykjavík og nágrenni á
síðasta ári voru 489 brenndir. Það eru 49%.
Bálfarir eru á hinn bóginn sárasjaldgæfar
úti á landi. Það helgast, að dómi Hermanns,
aðallega af kostnaði. Líkbrennsla fer aðeins
fram í Reykjavík. Á landsvísu er hlutur bál-
fara 24%. Brennt er einu sinni í viku, á
þriðjudögum. Flest duftker eru jarðsett hér-
lendis en einnig er heimilt að dreifa öskunni
alls staðar nema í bæjarlandi. Óheimilt er
að hafa duftker í heimahúsum eins og þekk-
ist erlendis.
Hægt að jarða daginn eftir andlát
Algengast er að sex til níu dagar líði frá
andláti að útför. Sá tími getur þó verið
lengri, til dæmis látist fólk í útlöndum.
Aðstandendur ráða hversu langur tími líð-
ur milli kistulagningar og útfarar. Stundum
fara báðar athafnir fram sama daginn. Er
það oft gert af tillitssemi við útfarargesti
sem koma langt að.
Ferlið þarf ekki að taka svona langan
tíma og Hermann segir dæmi um að fólk
hafi verið jarðsungið daginn eftir andlátið.
Það sé þó afar sjaldgæft. Eina sem liggja
þarf fyrir er dánarvottorð og leyfi sýslu-
manns.
Alltaf fer einhver hluti útfara fram í kyrr-
þey, iðulega að beiðni hins látna. Að sögn
Hermanns er ferlið það sama í þeim til-
vikum, bara færra fólk í athöfinni.
Síðasta hlutverk útfararstofunnar er að
flytja kistu hins látna í kirkjugarðinn eða
eftir atvikum í bálstofuna að kirkjuathöfn
lokinni. Þegar kveðjustund í garðinum er af-
staðin taka starfsmenn kirkjugarðanna við
og loka gröfinni.
Og þar með lífsbók viðkomandi.
Mokað yfir kistu hinnar látnu. Grafan sækir moldina á kerrupall til að raskið verði sem minnst. Elísabet Sigurðardóttir 3. júlí 1924 - 25. febrúar 2013. Blessuð sé minning hennar!
Starfsmenn Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma ganga frá eftir kveðjustundina í garðinum.
„Ég er mjög ánægður með útkomuna.
Vonandi verður þetta til þess að opna
umræðuna um dauðann. Ekki veitir af.
Ég á eftir að fá viðbrögð en er sann-
færður um að fleiri verða ánægðir en
hitt. Þetta er þörf grein,“ segir Kjartan
Tómasson, sonur Elísabetar heitinnar,
sem veitti ásamt systur sinni, Málm-
fríði Sigurðardóttur, samþykki fyrir
myndatökunni og umfjölluninni í heild.
Kjartan missti fyrri konu sína fyrir
fimm árum og kom á óvart hversu
margir forðuðust hann fyrst á eftir,
tóku jafnvel á sig lykkju mættu þeir
honum á götu. „Þetta stafar af því að
margir vita ekki hvað þeir eiga að
segja við fólk sem nýlega hefur misst
ástvin. Fólk er óvant því að tala um
dauðann og þykir það óþægilegt,“ seg-
ir Kjartan.
Það var Hermann Jónasson útfar-
arstjóri sem bar hugmyndina að
myndatökunni undir Kjartan en þeir
eru gamlir kunningjar. Hugmyndin
hafði upphaflega komið upp í samtali
Árna Sæberg ljósmyndara og Svafars
Magnússonar samstarfsmanns Her-
manns. „Mér leist strax vel á þetta af
þeim ástæðum sem ég lýsti hér að
framan. Dauðinn á ekki að vera felu-
leikur, heldur uppi á yfirborðinu. Systir
mín er á sama máli. Það er dapurlegt
að fólk forðist mann eftir að maður
hefur misst ástvin vegna þess að það
veit ekki hvað það á að segja. Auðvit-
að á það bara að klappa manni á bak-
ið, votta manni samúð og spjalla svo
bara um alla heima og geima. Það held
ég að flestir syrgjendur vilji. Lífið held-
ur áfram,“ segir Kjartan.
Hann segir háan aldur móður sinnar
hafa haft áhrif þegar systkinin tóku
ákvörðun um að leyfa myndatökuna.
„Þetta er auðvitað minni vandi þegar
fólk er orðið svona fullorðið. Við vitum
að allir eiga eftir að deyja og móðir
mín átti langa ævi að baki. Hún fékk
líka að fara alveg eins og hún vildi. Það
slokknaði bara á henni einn daginn
meðan hún var ennþá klár í kollinum.“
Dauðinn á ekki að
vera feluleikur