Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - Sunnudagur - 10.11.2013, Blaðsíða 60
A S Roma er komið með 28 stig eftir 11 leiki í ítalska boltanum og hefur ekki enn tapað leik. Liðið gerði jafntefli um síðustu helgi en þar áð- ur höfðu komið 10 sigrar. Slík sigurganga var met. Á síðustu leiktíð var félagið nánast fram í janúar að kroppa í 30 stig. Þeir enduðu 25 stigum frá meist- urum Juventus og komust ekki í Evrópukeppni annað árið í röð á síðasta tímabili og þjálfarinn, Zdenek Zeman hætti. Í júní gaf Max Allegri Roma afsvar um þjálfun liðsins, kaus að vera áfram með AC Milan enda Roma ekki beint spenn- andi kostur á þeim tímapunkti. Walter Mazzarri sagði sömu- leiðis nei takk og tók við Inter. Liðið var búið að selja þá Marquinhos, Éric Lamela og Pablo Osvaldo sem voru þeirra bestu menn á síðustu leiktíð og þá hurfu Bojan Krkic og Ma- arten Stekelenburg einnig á braut. Félagið í heild virtist vera frekar óspennandi kostur. Allt gott var selt og gamlir sótraft- ar dregnir á sjó. Markvörðurinn Morgan De Sanctis var kom- inn í rammann, Maicon í hægri bakvörðinn og ungstirnið Adem Ljajiã var mættur á miðjuna ásamt Kevin Strootman. En ljósið í myrkrinu reyndist vera franskur þjálfari með spænska nafnið Rudi Garcia. Hann var langt frá því að vera fyrsta nafn á blaði amerískra eigenda Roma og mótmæltu nokkrir grjótharðir Rómverjar ráðningu þessa óþekkta manns sem er þó langt frá því að vera óþekktur eða einhver nýgræð- ingur. Ráðinn, rekinn en ráðinn aftur Garcia þessi sló fyrst í gegn sem þjálfari Lille í heimalandinu en hann lék einnig með liðinu um sex ára skeið. Garcia spilaði sóknarbolta og leyfði ungum mönnum eins og Eden Hazard að fá sínar fyrstu mínútur. 2009 var hann svo rekinn frá félag- inu þrátt fyrir frábæran árangur vegna þess að skoðanir hans og stjórnarmanna fóru ekki saman. Forseti félagsins, Michel Seydoux, var ekki sáttur við að Garcia væri sá sem þyrfti að taka pokann sinn og tíu dögum síðar rak hann stjórnina og réð Garcia aftur! Hann hélt áfram að spila sóknarbolta og skoraði liðið 72 mörk tímabilið 2009-2010. Var liðið nefnt Barcelona norðursins af frönskum fjölmiðlum og komst liðið alla leið í Meistaradeildina. 2010-2011 fór Lille hamförum og hampaði bæði deildar- og bikartitlinum í Frakklandi og Garcia var kosinn besti þjálfari Frakklands. Þrátt fyrir að ferill hans sé nánast flekklaus tóku Rómverjar Garcia ekki opnum örm- um, langt í frá. Trúlega eru þeir ánægðir í dag. Töfrar Totti Francesco Totti hefur fengið mikið hrós fyrir sinn leik það sem af er tímabili. Totti hefur svo sem aldrei verið fótfráasti leikmaður heims en hann er kvikur í kollinum. Hann er orðinn 37 ára og eldist eins og gott vín frá Toscana-héraði. Totti er hjartað og sálin í liði Roma og Garcia gerði sér grein fyrir því. Spjallaði við Totti sem var hrifinn af því sem Garcia hafði fram að færa og hefur spilað eins og engill. Sá sem hefur hinsvegar gengið í endurnýjun lífdaga und- ir stjórn Garcia er miðjumaðurinn Daniele De Rossi. Sá var frystur undir stjórn Zemans og gat lítið undir stjórn Luis Enrique. Ástæðan fyrir því að De Rossi er aftur orðinn frá- bær leikmaður er frekar einföld. Hann var ekki að spila sína stöðu. Hjá Garcia er De Rossi djúpur á miðjunni og ekkert kjaftæði. Þá hefur Mehdi Benatia (hver?) spilað eins og engill og lokað vörninni. Bara gamla góða mottóið. Lok lok og læs og allt í stáli. Svo virðist sem Garcia hafi náð til leikmanna Roma sem engum öðrum hafði tekist. Stóra prófraunin kom gegn Inter Rómverjar höfðu aldrei unnið fyrstu fjóra leiki sína í deildinni frá upphafi og þegar það tókst var bent á að þeir hefðu átt náðuga byrjun gegn veikari andstæðingum. Fyrsta alvöru prófið var gegn Inter í sjöundu umferð. Skömmu áður lék Inter við meistarana í Juventus og varð þá jafntefli. Garcia lofaði öllu fögru fyrir leikinn, sagðist ætla að sækja stigin þrjú en ekki sætta sig við stigið sem öll lið byrja með í upp- hafi leiks. Sannfærði alla um að Rómverjar væru komnir til Milan til að sjá og sigra. Og það tókst svo eftirminnilega. Totti skoraði strax eftir 18 mínútur eftir sendingu frá Gerv- inho (þessum sem var í Arsenal) og bætti öðru marki við rétt fyrir hálfleik. Totti var svo arkitektinn að þriðja marki Roma þar sem hann tók boltann niður á kassann og sendi glæsilega sendingu á Kevin Strootman upp völlinn. Hollendingurinn gaf tuðruna fyrir fætur Alessandro Florenzi sem skoraði þriðja og síðasta markið. Þúsund mættu klukkan tvö um nótt Totti er arkitektinn að flestum sóknum Roma. Hann spilar sem framherji í leikkerfinu 4-3-3 sem Garcia notar en kemur Okkar maður í ítalska boltanum, Emil Hallfreðsson, reynir að ná boltanum af Francesco Totti. AFP BESTA LIÐ EVRÓPU ÞESSA DAGANA ER ÍTALSKA LIÐIÐ AS ROMA EN LIÐIÐ HEFUR EKKI ENN TAPAÐ Á LEIKTÍÐINNI. RÓMVERJAR SELDU ÞRJÁ BESTU LEIKMENN SÍNA FYRIR TÍMABILIÐ, RÉÐU NÝJAN FREK- AR ÓÞEKKTAN ÞJÁLFARA OG BJUGGUST FLESTIR VIÐ AÐ AS ROMA YRÐI ENN Á NÝ HÁLFGERT AÐ- HLÁTURSEFNI ÍTALSKA BOLTANS – SLÍKT HEFUR ÞÓ EKKI VERIÐ RAUNIN. Rómverjar gera miklar kröfur til liðs síns sem hefur ekki staðið undir þeim væntingum í mörg ár. AFP * Totti hefur svo sem aldrei veriðfótfráasti leikmaður heims en hanner kvikur í kollinum. Hann er orðinn 37 ára og eldist eins og gott vín frá Toscana- héraði. Totti er hjartað og sálin í liði Roma og Garcia gerði sér grein fyrir því. Rudi Garcia gerði Lille að frönskum meisturum og hef- ur byrjað með lát- um í ítalska bolt- anum. 11 leikir, 10 sigrar og eitt jafn- tefli. AFP Bylting í Rómarborg 60 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 10.11. 2013 Orðasambandið Róm var ekki byggð á einum degi þýðir; Mikil verk taka langan tíma. Orðasambandið er vel þekkt í Evrópu- málum og eru elstu heimildir raktar til 12. aldar. Vísindavefurinn Boltinn BENEDIKT BÓAS benedikt@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.