Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 4. DESEMBER 2013 tofrandi jolagjafir Kringlan 4-12 | s. 577-7040 • loccitane.com HANDKREMSÞRENNA Verð: 3.250 kr. Handkrem 30 ml - 1.250 kr. .. ‘ STURTUSÁPUSETT Verð: 3.250 kr. Sturtusápa 75 ml - 950 kr. Sturtukrem 75 ml - 950 kr. Sturtuolía 75 ml - 1.110 kr. Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Verulegur vafi leikur á því hvort fjar- skiptafyrirtækjum sé heimilt yfirhöf- uð að geyma innihald skilaboðsend- ingar milli einstaklinga í sex mánuði. Þetta segir Vilhjálmur Þ.Á. Vil- hjálmsson, lögmaður hjá Borgarlög- mönnum. „Í þriðju málsgrein 42. greinar fjarskiptalaga er ekkert rætt um innihald skilaboða, þ.e. að leyfi- legt sé að geyma innihald skilaboð- anna sjálfra þó að það megi geyma upplýsingar um gagnamagn og annað sem fer á milli aðila,“ segir Vilhjálm- ur. Hann áréttar þó að þetta sé túlk- unaratriði, en hann sjái ekki hvers vegna fjarskiptafyrirtæki megi geyma innihald skilaboða. Sérstak- lega með tilliti til friðhelgi einkalífs. Vodafone beri ábyrgð Hann segir Vodafone þegar hafa viðurkennt brot gegn ákvæði fjar- skiptalaga er lýtur að því að geyma gögn lengur en sex mánuði. Í ákvæði fjarskiptalaga komi fram að fyrirtæk- inu beri að tryggja vörslu gagna. Það gefi hvað sterkasta vísbendingu um að fyrirtækið geti borið ábyrgð á tjóni sem verður ef þriðja manni tekst að komast yfir þau eins og í þessu tilviki. Vert sé að velta því upp hvort netvarn- ir fyrirtækisins hafi verið nægjan- lega öflugar „Í því samhengi ber að hafa það í huga hvort gögnin hafi verið vel varin eða ekki. Fyrirtækið hefur í raun gefið í skyn að svo hafi ekki verið. Þó svo að tölvuþrjóturinn hafi komist yfir gögnin yfirhöfuð þá liggur það kannski í hlutarins eðli að þau voru ekki nægjanlega varin en það er þó ekki einhlítt. Það færir þó rök fyrir því að fyrirtækið beri bóta- skyldu ef netvörnum var ábótavant,“ segir Vilhjálmur. Eins og fram hefur komið hafa nokkrir einstaklingar leit- að réttar síns eftir lekann í Vodafone. „Tjón viðskiptavina vegna leka per- sónulegra skilaboða getur verið af ýmsum toga. Um getur verið að ræða beint fjártjón þar sem menn verða af viðskiptasamningi eða jafnvel missa starf sitt. Einnig getur tjónið verið í því formi að menn verði fyrir mein- gerð á æru og geta átt kröfu á miska- bótum, en fordæmi eru fyrir skyldu til greiðslu miskabóta vegna athafna- leysis,“ segir hann. Vafi á hvort geyma má gögn  Geta átt kröfu um bætur vegna leka Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson Sá kvittur komst á kreik í kjölfar tölvuárásar á Vodafone að fleiri fyrirtæki hefðu orðið fyrir árás á svipuðum tíma frá sama hakkara, meðal annars fjarskiptanetfyrirtækið Míla. Í svari frá Mílu kemur fram að ekki hafi verið ráðist á vef fyrirtækisins heldur á hýsingaraðila. Það hafi verið óviðkom- andi því sem gerðist hjá Vodafone. Basis - þjónustu- og ráðgjafafyrirtæki á sviði upplýsingatækni varð einn- ig fyrir árás fyrir tveimur vikum og stóð hún fram að síðustu helgi. „Við- skiptavinur okkar varð fyrir svokallaðri DDOS-árás (distriputed denial-of- service attacks). Hún snérist í þessu tilfelli um að ná síðu þessa við- skiptavinar niður, þannig að hún yrði ekki starfhæf en um er að ræða venjulega sölusíðu hjá venjulegu fyrirtæki,“ segir Logi Huldar Gunn- laugsson hjá Basis spurður um málið. „Við sendum út tilkynningar til allra okkar viðskiptavina um leið og slíkt gerist hjá einum þeirra. Þessi DDOS- árás var hörð og mikil en ekki gerð til að komast yfir gögn, aðeins skemmd- arverk. DDOS-árás sem þessi er allt annað en það sem Vodafone lenti í.“ Fengu á sig DDOS-árás AÐRAR NETÁRÁSIR Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Um sextíu manns lögðu leið sína í gagnaherbergi Vodafone í gær hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur, til að fá upplýsingar um hvort persónu- legar upplýsingar um það hafi verið að finna í þeim gögnum sem var stol- ið frá Vodafone og þá hverskonar upplýsingar. Hrannar Pétursson, upplýsinga- fulltrúi Vodafone, segir að vinnslan í gagnaherberginu í gær hafi gengið vel og hratt fyrir sig, annað en í fyrradag þegar örtröð myndaðist vegna tafa í kerfinu og margir þurftu frá að hverfa án upplýsinga. Þeim sem þurftu þá frá að hverfa, um sextíu manns, var boðið að koma aftur seinnipartinn í gær og má því búast við að um 100 manns hafi sótt gagnaherbergið heim í gær. Það verður aftur opið í dag frá klukkan 13 til 22. Vodafone sendi líka frá sér um 90 þúsund smáskilaboð í gær til við- skiptavina sem innbrotið varðaði ekki svo þeir þyrftu ekki að leggja leið sína í gagnaherbergið eða hafa frekari áhyggjur. Fulltrúar Vodafone, Póst- og fjar- skiptastofnunar, embættis ríkislög- reglustjóra, Símans, Tals og Nova mæta á fund umhverfis- og sam- göngunefndar Alþingis í dag kl. 9 til að ræða persónuupplýsingar hjá fjarskiptafyrirtækjum. Ráðherrar ekki hjá Vodafone Ráðherrar ríkisstjórnarinnar og starfsmenn Stjórnarráðs Íslands eru ekki með síma sína hjá Voda- fone. Rekstrarfélag Stjórnarráðsins hélt útboð á fjarskiptum fyrr á þessu ári og í framhaldi af því var gerður samningur við Símann. Samkvæmt upplýsingum frá Stjórnarráðinu hef- ur á síðustu árum verið lögð aukin áhersla á tölvu- og fjarskiptavarnir og málaflokkurinn verið í stöðugri endurskoðun og áhættumati. Vodafone hefur verið gagnrýnt fyrir að geyma skilaboð ódulkóðuð á vef sínum í meira en sex mánuði. Síminn og Nova geymdu einnig skilaboð ódulkóðuð lengur en ætlast er til en hafa nú eytt þeim í kjölfar máls Vodafone. Síminn áréttar að þeim gögnum sem Síminn geymdi í eitt ár hefur verið eytt, en þau voru geymd með öruggum hætti. „Þessi gögn voru í gagnagrunni í bakendakerfi Símans. Enginn aðgangur er að þessum gagnagrunni af internetinu. Magn- sendingar voru geymdar á ólæsilegu formi en vefskilaboð voru ekki kóð- uð. Hvort tveggja var hins vegar geymt á stað sem er ekki aðgengi- legur af internetinu og raunar að- eins aðgengilegur örfáum sérfræð- ingum Símans,“ segir í upplýsingum frá Símanum. Á vefsíðunni www.netöryggi.is er að finna aðgengilegar leiðbeiningar og góð ráð fyrir almenning um net- öryggi. Fjöldi sótti gagnaherbergið  Vinnslan gekk hratt fyrir sig  Fulltrúar Vodafone mæta á fund umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis í dag  Ráðherrar ekki með síma hjá Vodafone Morgunblaðið/Eva Björk Vodafone Um sextíu manns lögðu leið sína í gagnaherbergi Vodafone í gær hjá Málflutningsstofu Reykjavíkur. Ekki hefur áður reynt á ábyrgð fjarskiptafyrirtækis á Íslandi fyr- ir dómi vegna leka persónulegra upplýsinga, segir Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður. Það mál sem gæti komist næst því er mál Jónínu Bene- diktsdóttur þegar hún fór fram á að lögbann yrði sett á birtingu persónulega tölvupósta hennar tengda Baugsmálinu. Þar var um að ræða samskipti sem þriðji maðurinn komst í, afritaði og afhenti fjölmiðlum. En í inn- sendri grein í Morgunblaðinu í dag segist Hróbjartur Jónatans- son hæstaréttarlögmaður, lög- maður Jónínu á sínum tíma, ótt- ast að þolendur þjófnaðar einkagagna frá Vodafone geti átt von á því að fjallað verði um prí- vat samskipti þeirra við aðra í fjölmiðlum ef samhengið er „efni sem á erindi til almennings,“ eins og sagði í dómsorðum í máli Jónínu þegar kröfu hennar var hafnað um að setja lögbann á birtingu póstanna. Ragnar segir að lögfræði- skrifstofa hans sé komin með nokkur mál tengd leka Vodafone inn á sitt borð. Málin beinast öll að Vodafone, ekki dreifingaraðila efnisins. „Fólk nýtur verndar einkalífs- ins samkvæmt lögum og ef brot- ið er á þeim rétti getur sá sem ber ábyrgð á því broti bæði verið bótaskyldur gagnvart þeim sem verður fyrir tjóninu og síðan get- ur sá einnig hugsanlega borið refsiábyrgð gagnvart hinum opinbera þætti samfélagsins, en ekki einstaklingnum. Hugsan- lega kann eftirliti af hálfu eftir- litsaðilans, Póst- og fjar- skiptastofnunar, að vera áfátt. Það getur fræðilega séð leitt til ábyrgðar ríkissjóðs,“ segir Ragn- ar. »26 Mál Jónínu fordæmi? ÞOLENDUR ÞJÓFNAÐAR Ragnar Aðalsteinsson Ég efast um að það mál verði talið for- dæmisgefandi. Einfaldlega vegna þess að úrlausnin í því var mjög röng,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari, um dóm í tölvupóstmáli Jónínu Benediktsdóttur frá árinu 2005. „Þar var sagt að nota mætti stolna tölvupósta á þeirri forsendu að málið ætti erindi við almenning. Það er mjög undarlegt í ljósi þess að tölvupóstar eru einkagögn sem enginn á að nota,“ segir Jón Steinar og bætir við: „Mér er nær að halda að þessi dómur hæstaréttar hafi verið kveðinn upp við eitthvert hugarástand í réttinum sem átti ekki neitt skylt við lögfræði og þess vegna er ekki mikil hætta á því að þessi dómur verði fordæmi í þessum Vodafone-málum,“ segir Jón Steinar sem átti ekki sæti í umræddum dómi en var í embætti hæstaréttardómara á árunum 2004-2012. vidar@mbl.is Hugarástand réð dómnum EKKI FORDÆMISGEFANDI Jón Steinar Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.